Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2003, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 15.10.2003, Qupperneq 1
FORNLEIFAR Rústir af fordyri sem fundust nú á haustdögum í Aðal- stræti og taldar eru tilheyra rúst- um fornaldarbæjar sem þar hafa fundist hafa verið fjarlægðar. Koma á nýju fordyrisrústunum fyrir aftur á sínum stað þegar lok- ið hefur verið við að koma fyrir undirstöðum hótelsins sem rísa á yfir rústunum öllum. Þetta kemur fram í svari Þórólfs Árnasonar borgarstjóra við fyrirspurn sjálf- stæðismanna um framgang forn- leifauppgraftarins í Aðalstræti. „Fordyrið þykir afar merki- legur hluti skálans og ákveðið var að það skyldi varðveitt með skálarústinni. Nokkra aðlögun eða breytingar þurfti að gera á hönnun nýbyggingarinnar til þess að svo mætti verða. Nauð- synlegt reyndist að fjarlægja rúst anddyrisins tímabundið á meðan undirstöður nýbygging- arinnar verða gerðar en áður hafði hún verið mæld, teiknuð, skráð mjög nákvæmlega og mynduð. Að því búnu verður rústin lögð aftur sinn stað, hver steinn og hver arða,“ segir borg- arstjóri. Samkvæmt aldursgreiningu er skálinn talinn hafa verið í notkun á árunum 925 til 975. ■ ● eftir ógleymanlegt ár á spáni Iris Gústafsdóttir: ▲ SÍÐA 16 Aftur í íslensk- an veruleika MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 24 Sjónvarp 28 MIÐVIKUDAGUR NOKKRAR STAÐREYNDIR UM Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í sept. ‘03 Meðallestur fólks 25-49 ára á höfuðborgarsvæðinu á miðvikudögum 82% 52% 20% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V ÁTÖK FRAM UNDAN Á LANDS- FUNDI Talið er líklegt að Stefán Jón Haf- stein, formaður framkvæmdastjórnar Sam- fylkingar, fái mótframboð á landsfundi Samfylkingarinnar sem hefst þann 31. þessa mánaðar. Sjá síðu 2. BANNI HNEKKT Átján þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að banni umhverfisráðherra við rjúpnaveiði verði hnekkt. Alls standa því sautján stjórn- arþingmenn að tillögunni og segist Gunnar I. Birgisson nokkuð viss um að ályktunin verði samþykkt. Sjá síðu 2. EES-SAMNINGUR Í UPPNÁMI Smáríkið Liechtenstein vill ekki staðfesta samninginn um stækkun Evrópska efna- hagssvæðisins vegna deilna við Tékkland og Slóvakíu. Utanríkisráðherra Íslands segir gríðarlega hagsmuni í húfi. Hart sé lagt að Liechtenstein að finna lausn. Sjá síðu 4. ÓPERAN Í TÓNLISTARHÚSIÐ Það kostar um 1.700 milljónir króna aukalega að gera 6,4 milljarða króna tónlistarhús að heimavelli Íslensku Óperunnar, sem vill komast inn í húsið. Bandarískt ráðgjafarfyr- irtæki mælir með því Óperan fari í Borgar- leikhúsið. Sjá síðu 6. vopnanámskeið ● konur í oxford ▲ SÍÐA 18-19 nám o.fl. Námskeið um Don Kíkóta Guðbergur Bergsson: AUGNHEILSA BARNA Í tilefni af sjónverndardegi stendur Lionshreyfingin fyrir fundi í Norræna húsinu klukkan 16.30. Á fundinum verða m.a. fyrirlestrar um augnheilsu barna og sjónskert börn á Íslandi. Fundurinn er opinn almenningi og aðgangur er ókeypis. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐA VÆTA Það liggur mjög rakt loft yfir landinu. Úrkoma eykst í borginni síð- degis. Sjá síðu 6. 15. október 2003 – 252. tölublað – 3. árgangur Ný uppgötvun við fornaldarbæ frá tíundu öld: Afar merkilegt fordyri fjarlægt góð ráð ● eldhúsið tekið í gegn Karl Ágúst Úlfsson: Sjónvarpið hornreka Breti vill Norðurljós fyrir milljarð króna Marcus Evans hefur átt í viðræðum um kaup á Norðurljósum. Tilbúinn með milljarð en vill niðurfellingu á tveimur. Ætlaði að funda með Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Jón Ólafsson segir Bretann koma vel fyrir og er tilbúinn að selja fyrir rétt verð. FJÖLMIÐLAR Breti sem skráður er með fyrirtækjarekstur í Mónakó hefur komið nokkrum sinnum til Íslands á undanförnum vikum í því skyni að semja um kaup á fjöl- miðlafyrirtæk- inu Norðurljós- um. Heimildir Fréttablaðsins herma að Bret- inn, Marcus Evans, hafi fundað með for- svarsmönnum Norðurljósa og helstu lánardrottnum af þessu til- efni. Heimildir Fréttablaðsins herma að Evans hafi átt fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra á mánudaginn í síðustu viku, en það fékkst ekki staðfest. Heimildir herma að Evans sé tilbúinn að leggja milljarð króna inn í félagið gegn því að fá niður- fellingu um helmings skulda Norðurljósa, sem eru alls 6,9 milljarðar króna að meðtöldu sambankaláni sem reynst hefur Norðurljósum þungur baggi. Bret- inn mun vilja fá fyrirtækið með skuldsetningu upp á 2,7 milljarða króna. Evans, sem talinn er vera auð- kýfingur, hefur átt fundi með Jóni Ólafssyni, aðaleiganda Norður- ljósa, vegna fyrirhugaðra kaupa. Jón staðfesti það í samtali við Fréttablaðið en sagðist lítið vita um Evans annað en það að maður- inn kæmi vel fyrir og væri með rekstur í yfir 30 löndum. Jón Ólafsson segist tilbúinn að selja ef rétt verð fáist. „Ég ber fyrst og fremst hags- muni starfsmanna Norðurljósa og fjölskyldna þeirra fyrir brjósti,“ segir Jón. Hann segist ekki vita hvort Evans hafi hitt forsætisráð- herra að máli. „Ég vissi að hann ætlaði að hitta Davíð,“ segir Jón. Marcus Evans hefur þegar ráð- ið sér lögmanninn Þórarin Viðar Þórarinsson, fyrrverandi forstjóra Símans og núverandi lögmann Impregilo á Íslandi. „Þetta er breskur aðili sem hef- ur með höndum töluvert umfangs- mikla starfsemi í býsna mörgum löndum. Hann hefur ekki gefið út neinar opinberar yfirlýsingar um áform sín hér á landi. Það er ekki meira um það að segja,“ sagði Þór- arinn Viðar og neitaði að tjá sig um það hvort Evans hefði fundað með Davíð. Ekki náðist í Davíð Oddsson for- sætisráðherra vegna þessa máls. rt@frettabladid.is Aðstoðarlandlæknir: Fæðingar- deildum fækkað FÆÐINGAR „Það gæti farið að vera spurning um hvað eigi að verða um fæðingarþjónustu víðs vegar um landið,“ segir Matthí- as Halldórsson aðstoðarland- læknir. Hann segir stöðum á lands- byggðinni með fæðingarþjón- ustu hafa fækkað síðustu ár, oft í andstöðu við vilja heima- manna. Tækninni hafi fleygt fram og samgöngur séu orðnar betri um land allt. Ekki sé hægt að hafa fullkomna tækni, þjón- ustu og mannskap á öllum stöð- um. Sjá nánar bls. 9 LISTIR Í MOSKVU Fjodor Petrisjtsjev, 25 ára gamall hjólreiðamaður, sýnir listir sínar á Manesjnaja-torginu í Moskvu. Í bakgrunni má sjá fræg mannvirki eins og Kreml, sögusafn borgarinnar og Hótel Moskvu. UPPGRÖFTURINN Í AÐALSTRÆTI Í síðustu viku fundist nýjar rústir undir Að- alstræti við fornaldarbæinn þar. Vændi og kennsla: Fara illa saman LOS ANGELES Bandarískur prófess- or í kennslufræði telur mjög óheppilegt að grunnskólakennar- ar stundi vændi sem aukavinnu. Hann telur að reka eigi kennara sem hafi vændi sem aukavinnu. Dennis William Gosnell, 32 ára kennari í Los Angeles, var hand- tekinn í síðustu viku þegar hann bauðst til að stunda kynlíf með dulbúnum lögregluþjóni gegn greiðslu. Grunur féll á kennarann þegar upp komst að hann hefði auglýst kynlífsþjónustu á Netinu. Frá þessu var greint í Los Angeles Times. ■ NORÐURLJÓS Heimildir herma að Evans sé tilbúinn að leggja milljarð króna inn í félagið. „Ég vissi að hann ætlaði að hitta Davíð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T M YN D /A P Heimilisblaðið ▲ fylgir Fréttablaðinu dag

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.