Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 28
15. október 2003Heimilisblaðið12 Ég horfi aðallega á sjónvarpið íeldhúsinu,“ segir Inga Lind Karlsdóttir, umsjónarkona Íslands í bítið. „En við erum reyndar með fjögur sjónvörp,“ segir hún og hlær feimnislega, „í eldhúsinu, svefnherberginu, sjónvarpsholinu og eitt í barnaherberginu. En ég myndi tvímælalaust segja að mest væri horft í eldhúsinu.“ Á meðan Inga Lind fylgist með Íslandi í dag og fréttum horfa börnin hennar á barnatíma RÚV í sjónvarpsholinu. „Fréttatengt efni er á svo skrýtnum tíma að það er ekki um neitt annað að ræða en að sameina matseldina sjónvarps- áhorfinu,“ segir Inga Lind. Hún er sem fyrr segir ekki með sjónvarp í stofunni og þar af leiðandi var eng- um húsgögnum þar raðað upp með tilliti til sjónvarpsgláps. „Þegar við fluttum inn fyrir þremur árum hentum við hins veg- ar sjónvarpstæki, sófa og ein- hverju drasli inn í sjónvarpsholið, sem átti að vera til bráðabirgða, Það er reyndar allt þar ennþá þannig að þetta er óskipulagt og óþægilegt sjónvarpshol. En það stendur allt til bóta.“ Inga segist svo njóta þess að horfa á góðar vídeómyndir í svefn- herberginu. „Það er svo rosalega notalegt að horfa á góða mynd uppi í rúmi og líða svo í framhaldi af því inn í svefninn.“ ■ Seríur allt árið: Henta við öll tækifæri Sífellt fleiri nota ljósaseríureins og hvert annað heilsárs- skraut og hafa kveikt á þeim nán- ast allt árið. Nú þegar dimmt er á kvöldin er tilvalið að kveikja á slíkum seríum, annað hvort til að lífga upp á tilveruna eða skapa notalegt andrúmsloft. Úrvalið af seríum er sífellt að aukast og má meðal annars finna hjörtu, engla, kubba, kúlur, blóm og uppljómaðan chilipipar eða risaeðlur. Hægt er að fá seríur sem henta við öll tækifæri og á mismunandi staði innan heimilis sem utan. Í Garðheimum fást 80 til 90 tegundir ljósasería og segir Anton Magnússon deildarstjóri þar að síðustu þrjú ár hafi eftirspurnin sífellt verið að aukast og fólk kaupi nú seríur allan ársins hring. Mikið er um glærar seríur og skrautseríur, til dæmis með blómamynstri. Einfaldar seríur með glærum perum í öllum stærð- um og gerðum eru mjög vinsælar. Einnig er hægt að fá fjörlegar og skemmtilegar barnaseríur sem eru lágspenntari og eiga því að vera algjörlega öruggar. Í Byggt og búið er einnig mikið úrval af seríum og segir Ellý Sig- fúsdóttir, eigandi verslunarinnar, að fólk tengi ljósaseríur ekki leng- ur jólunum. Seríur sem gangi fyr- ir batteríum séu einnig mikið not- aðar í skreytingar, til dæmis í brúðkaupum. Slíkar seríur er meira að segja hægt að nota til að skreyta pakka og í galagreiðsluna á árshátíðinni. ■ Í BRÚÐKAUPUM OG Í FERMINGUM Tilvalið að lífga upp á veislusalinn með slíku skrauti. GRÆN LAUFBLÖÐ Hefur verið ein vinsælasta serían hjá versluninni Byggt og búið. HJARTASERÍUR Eru tilvaldar í svefnherbergið. GLÆRAR SERÍUR ERU VINSÆLAR Skrautsería frá Garðheimum. Inga Lind Karlsdóttir: Sjónvarpið ómissandi í eldhúsinu INGA LIND KARLSDÓTTIR Horfir á fréttatengt efni meðan hún eldar matinn, en kýs að horfa á bíómyndir í svefnherberginu. BRJÁLUÐ RÝMINGARSALA Antikbúðin Laugavegi 101, við Hlemm, sími 552 8222 OPIÐ LAUGARDAGA 11-18 AF ÖLLU vegna breytinga 50% - Við bjóðum upp á margar gerðir af hurðum úr gegnheilum við, spónlögðum, lökkuðum eða plastlögðum. - Borðplötur úr marmara, granít eða harðplasti. - Bjóðum einnig (með innréttingum) upp á flest heimilstæki frá td. Ariston, Whirlpool og Nardi. Opnunartími: mán-fös 10-18 og lau. 11-16 Lógó... Mynd.... 15% afsláttur ef pantað er fyrir 31. október 2003 GLÆSILEGAR ÍTALSKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR gæða húsgögn Bæjarhrauni 12, Hf., sími 565-1234 1 5 % afsláttur ef pantað er fyrir 31. október FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.