Fréttablaðið - 15.10.2003, Page 12

Fréttablaðið - 15.10.2003, Page 12
12 15. október 2003 MIÐVIKUDAGUR Margir íbúar Bagdad telja árásir réttlætanlegar: Vilja að hersveitirnar verði um kyrrt WASHINGTON, AP Meira en tveir þriðju hlutar íbúa Bagdad leggj- ast gegn því að bandarískar her- sveitir fari frá borginni á næstu mánuðum, samkvæmt nýrri könnun. Tilfinningar Íraka í garð hernámsliðsins eru þó afar blendnar. Rúm 70% aðspurðra sögðust vera andvíg því að bandarískar hersveitir yfirgæfu Bagdad á næstu mánuðum. Aðeins 26% töldu það æskilegt að hermenn- irnir færu sem fyrst. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu voru 37% þeirra sem tóku þátt í könnuninni á þeir- ri skoðun á árásir á bandaríska hermenn í Írak væru réttlætan- legar undir ákveðnum kringum- stæðum. Tæp 60% aðspurðra sögðu að bandarísku hersveitirn- ar hefðu hegðað sér vel eða mjög vel en 29% illa eða mjög illa. Bandaríska fyrirtækið Gallup stóð fyrir könnuninni. Heima- menn voru ráðnir til að taka viðtöl við 1.178 fullorðna einstaklinga á heimilum þeirra í Bagdad. Við- mælendurnir fengu þær upplýs- ingar verið væri að gera könnun fyrir fjölmiðla um heim allan en þeim var ekki greint frá því að bandarískt fyrirtæki stæði á bak við könnunina. ■ Nagandi óvissa ríkir nú á Akra-nesi, Akureyri og Skagaströnd eftir að nýir eigendur tóku við stjórnartaumunum í Brimi, dótt- urfélagi Eim- skips. Fyrir ligg- ur að hagræðing sem átti að skap- ast með samruna risanna þriggja undir merkjum Eimskips hefur ekki orðið í sam- ræmi við vænt- ingar. Því er talið afar líklegt að nýir eigendur Eimskips undir forystu Björgúlfs Guðmundssonar muni leysa upp sjávarútvegsstoð- ina og selja eigurnar hæstbjóð- anda með hagkvæmissjónarmið eitt fyrir augum. Þar eiga menn ekki von á að spurt verði um byggðasjónarmið. Íbúar þessara bæja óttast mjög að skip þeirra og kvóti fari eitthvert annað með til- heyrandi samfélagslegum afleið- ingum, eins og sjá má af því að all- ir hafa ritað eins konar bænabréf til Landsbankans og Eimskips um að viðræður verði teknar upp við þá þegar og ef ákveðið verður að leysa risann upp. Sandgerði í sárum Brim, sem aðeins hefur starf- að í eitt ár, samanstendur af sjávarútvegsfyrirtækjunum Út- gerðarfélagi Akureyringa, Har- aldi Böðvarssyni hf. og Skag- strendingi hf. og var stofnað á síðasta ári. Undir þessum fyrir- tækjum er nokkur fjöldi smærri fyrirtækja á Hólmavík, Raufar- höfn, Seyðisfirði og í Sandgerði. Fyrirtæki Brims eiga það sam- merkt að hafa í eina tíð verið meðal verðmætustu og best reknu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Á blómaskeiði sínu um og eftir 1999 keyptu þau til sín skip og kvóta frá öðrum byggð- arlögum til þess að ná fram hag- kvæmni í rekstri. Nærtækt er að rifja upp þegar HB sameinað- ist Miðnesi í Sandgerði og færði undir sig skip og kvóta. Útgerð tveggja togara Miðness, Ólafs Jónssonar KE og Sveins Jóns- sonar KE, var færð á Akranes og bolfiskvinnslunni lokað. Frystihúsi, netaverkstæði, tré- smiðju, járnsmiðju og bílaverk- stæði var lokað. Stjórnendur HB lofuðu Sandgerðingum í staðinn að stórfelld vinnsla yrði við loðnuþurrkun. Árið 2000 var þeirri vinnslu hætt og starfs- fólki sagt upp störfum. Loðnu- verksmiðjan var seld til Lett- lands og Sandgerðingar stóðu eftir nær strípaðir. Hagræðing- in fólst einfaldlega í því, eðli málsins samkvæmt, að leggja niður störf í Sandgerði og styrkja stoðirnar á Akranesi. Seyðfirðingar lýsa svikum Skagstrendingur á Skagaströnd varð fyrsta íslenska fyrirtækið til að reka frystitogara þegar Örvar HU kom nýr á sínum tíma. Fyrir- tækið blómstraði og hefur síðan undantekningalítið verið í góðum rekstri. Líkt og gerðist hjá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi færðu Skagstrendingar út kvíarnar. Þeir yfirtóku rekstur Dvergasteins á Seyðisfirði árið 1997 og gerðu þá skriflegt samkomulag um að halda áfram rekstri fyrirtækisins. Sam- komulagið hélt í sex ár, þar til í haust. Þá ákváðu forsvarsmenn Brims að loka frystihúsi Dverga- steins og sögðu öllum upp. „Grund- völlur samkomulags við Skag- strending á sínum tíma er löngu brostinn. Heimamenn stóðu við allt en forsvarsmenn Skagstrend- ings hafa ekki staðið við þau áform að byggju upp vinnslu á uppsjáv- arfiski eða styrkja stöðu bolfisk- vinnslunnar,“ sagði Tryggvi Harð- arson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, um þá ákvörðun. Aðrir benda á að ekki sé hægt að njörva niður kvóta og skip í sama byggðarlagi til ei- lífðarnóns. Það verði að vera rétt- ur hvers fyrirtækið að laga rekst- ur sinn að breyttum aðstæðum og þess vegna fráleitt að ekki megi loka einstökum vinnslustöðvum. Með frjálsu framsali á kvóta hafi tilgangurinn verið að hagræða með stærri einingum og þá megi ekki einblína á hagsmuni lítilla þorpa eða bæja. Byggðasjónarmið og hagræðing fari ekki saman. Raufarhöfn í rúst Útþensla Útgerðarfélags Akur- eyringa fólst í því að sameina í krafti stærðar fyrirtækisins Hólmadrang á Hólmavík og Jökul hf. á Raufarhöfn. Ári eftir samein- ingu var stolt Hólmvíkinga, frysti- togarinn sem gaf 30 hálaunastörf, seldur til Afríku. Útgerðarfélag Akureyringa hefur átt í miklum erfiðleikum vegna Raufarhafnar. Við samrunann haustið 1999 lýsti Guðbrandur Sigurðsson, þáveran- di forstjóri, því yfir að ætlun stjórnenda ÚA væri sú að nýta veiðiheimildir Jökuls á Raufar- höfn og styrkja með því rekstur- inn. Sú mikla þekking sem ÚA byggi yfir yrði notuð til hagræð- ingar. Fiskvinnsla á Raufarhöfn hefur undanfarin ár að mestu leyti byggst upp á fiski rússneskra tog- ara sem veiddur hefur verið í Barentshafi. Tæpum fjórum árum síðar var komið allt annað hljóð í strokkinn þegar ákveðið var að segja öllu starfsfólki Jökuls hf. upp vegna tapreksturs. Hagræð- ingin er sem fyrr fólgin í því að fækka rekstrareiningum og styrk- ja þær stærri. En það er ekki sárs- aukalaust eins og íbúar Raufar- hafnar, Seyðisfjarðar og Hólma- víkur hafa reynt. Það eru gömul og ný sannindi að stóru fiskarnir éta litlu fiskana og það hefur svo sannarlega kom- ið á daginn í þessu tilviki. Ótti þeirra stóru Fari svo að hinir stóru verði falboðnir er áhugavert að sjá hverjir eigi möguleika á kaupum. Líklegt verður að telja að Akur- eyringar geti með tilstilli KEA og Kaldbaks varið gamla Útgerðar- félag Akureyringa en óljóst verð- ur þá um afdrif Hólmadrangs. Nýir eigendur munu hafa óbundn- ar hendur til hagræðingar enda ekki bundnir af gömlum loforðum um að allt verði eins og áður. Akurnesingar munu eiga verra með að verja gamla HB. Margir ásælast kvóta fyrirtækisins í bol- fiski og ekki síður í uppsjávar- fiski. Við dyr Landsbankans bíða bæði eigendur Granda hf. í Reykjavík, sem tapaði í fyrra slagnum um HB, og eigendur Ís- félagsins í Vestmannaeyjum, sem hafa fjármagn til að auka við sig og eindreginn vilja til þess að efla hag byggðarlags síns. Eyjamenn líta þannig á að erfitt verði að neita þeim á forsendum byggða- stefnu þar sem byggð í Eyjum hafi átt erfitt uppdráttar og þeir eigi peninga til að auka við sig. Þau sjónarmið heyrast hjá Eyja- mönnum að útgerð á nótaskipum frá Akranesi sé óhagkvæm og nær að færa þann hluta til Eyja. Grandi býr einnig að sterkri eiginfjárstöðu og menn þar myndu glaðir þiggja togara Skagamanna. Enn eru Granda- menn súrir yfir að hafa tapað HB til Eimskips og þeir eru fúsir til sameiningar. Viðræður þeirra við HB um sameiningu strönduðu á sínum tíma á því að höfuðstöðvar sameinaðs fyrirtækis áttu að vera í Reykjavík. Þar skipti engu þótt Grandamenn væru tilbúnir til að láta forstjórastólinn til HB. Heimamenn á Skagaströnd hafa lýst því að það sé eindreginn vilji þeirra að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fyrir- tækið verði áfram á Skagaströnd. Öllum er ljóst að þeir munu þar lenda í harðri samkeppni við sterk fjármálaöfl sem ekki munu endi- lega sjá hagkvæmni í því að gera út frystitogara frá Skagaströnd. Allt eins gæti skapast sama ástand og á Seyðisfirði. Ekki er fráleitt að stolt Skagstrendinga eigi eftir að sigla burt einn góðan veðurdag. Og í raun er ekkert við því að segja. Samruni kvóta í því skyni að gera sjávarútvegsfyrir- tæki sterkari hefur í för með sér þann kostnað að lítil fyrirtæki renna inn í stór. Þá eru þorpin dæmd til þess að tapa og byggðin lætur undan síga. En það eru aukaáhrifin af kvótakerfinu, vandinn kann að felast í því að þegar stórfyrirtækin hafa sóst eftir hinum smærri hefur þótt sjálfsagt að lofa því sem menn gátu aldrei staðið við. Það eru lof- orðin um að allt verði eins og áður var eða jafnvel enn betra. ■ „Aðrir benda á að ekki sé hægt að njörva nið- ur kvóta og skip í sama byggðarlagi til eilífðar- nóns. Fréttaskýring REYNIR TRAUSTASON ■ skrifar um sameiningar í sjávarútvegi og örlög byggða. Kvótakreppa bæjanna Hagræðing kvótakerfisins skelfir nú þá sterku. Vestmannaeyingar og Reykvíkingar horfa vonar- augum á skip og kvóta Skagamanna, sem áður tóku kvótann af Sandgerðingum. Allir þrír risar Brims hafa hagrætt með því að loka utan heimabyggðar. GUÐBRANDUR SIGURÐSSON Sameinaði Útgerðarfélag Akureyringa Jökli á Raufarhöfn og Hólmadrangi á Hólmavík. Þarf að loka á Raufarhöfn af hagkvæmnisástæðum. SÚKKULAÐIGOSBRUNNUR Gestir á sýningu í Jakarta í Indónesíu dýfa hér kökum í súkkulaðigosbrunn og gæða sér á einni þúsunda súkkulaðitegunda sem í boði voru. Súkkulaðiframleiðsla er stór atvinnugrein í Indónesíu og sýning- unni var ætlað að sýna þær nýjungar sem Indónesar bjóða upp á. EFTIRLIT Í BAGDAD Íbúar Bagdad vilja ekki að bandarískar hersveitir yfirgefi borgina á næstu mánuðum. 120 stunda námskeið þar sem kennd er þrívíddar- teikning með 3D Studio Max. Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að þekkja flesta hluta forritsins og geta leyst krefjandi verkefni á eigin spýtur. Þeir sem hyggja á þetta nám þurfa að hafa góða tölvu- og enskukunnáttu. Viðmót í 3D Studio Max Tvívíð og þrívíð líkanagerð Flutningur á milli forrita Lýsing og efnisáferð Hreyfimyndagerð Myndsetning Lokaverkefni Námsgreinar: Námskeiðið hefst 21. okt. Upplýsingar og innritun í síma 544 4500 og ntv.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.