Fréttablaðið - 18.10.2003, Síða 2

Fréttablaðið - 18.10.2003, Síða 2
2 18. október 2003 LAUGARDAGUR Það er mikilvægt að það sé sumar í hugum allra og ef svo er þá er sumarið komið. Hlýindi í veðri undanfarið hafa ruglað árstíða- klukkuna í ýmsum. Sigurður Ragnarsson veðurfræðingur lætur ekki dyntina í haustveðrinu rugla sig í ríminu. Spurningdagsins Sigurður, er sumarið að koma aftur? Jarðýtustjóri var steinrotaður í Prag FERÐALÖG Íslenskur jarðýtustjóri á sjötugsaldri var rændur og fleygt rotuðum í runna í miðborg Prag um síðustu mánaðamót. Jarðýtustjórinn var í ríflega 50 manna hópi starfsmanna og maka í árshátíðarferð verktakafyrirtæk- isins Ræktunarsamband Flóa og Skeiða. Hópurinn fór á lau- gardagskvöldinu allur út að borða á einum besta veitin- gastað Prag sem er í tíu mínútna gön- gufæri frá hótelinu. Ólafur Snorrason, framkvæm- dastjóri Ræktunarsambandsins, segir að þegar komið hafi verið fram yfir miðnætti hafi ýtustjórinn ætlað að ganga einn síns liðs heim á hótel: „Það komu tveir gaurar og gripu undir hendurnar á honum. Hann streittist á móti en það næsta sem hann vissi var að hann vak- naði úr rotinu tveimur tímum sein- na liggjandi inni í runna í garði,“ segir Ólafur. Að sögn Ólafs var ýtustjórinn með langan skurð ofan á höfðinu. Eins hefði hann verið skrámaður á höndum og á fótum. „Þeir virðast hafa sparkað í hann eftir að hann hneig niður. Þegar hann rankaði við sér bað hann leigubílsstjóra að hringja á lögreglu. Sá hringdi hins vegar bara beint í sjúkrabíl sem kom og fór með hann á spítala. Það þýddi ekkert að kæra þetta til lögreglu,“ segir Ólafur. Ýtustjórinn sneri strax til vinnu sinnar eftir helgarferðina til Prag. „Þetta er maður sem kallar ekki allt ömmu sína,“ segir framkvæm- dastjórinn. Vörubílstjóri um þrítugt úr hóp- num, sem einnig hafði farið einn af veitingastaðnum sömu nótt, var rændur í dimmu húsasundi: „Það voru fjórir sem settu hnífa á hálsinn á honum. Hann lét þá hafa allt sem hann var með. Dyravörður á stað þar skammt frá sá til þeirra og bjargaði því senni- lega að ekki varð meira úr,“ segir Ólafur. Af báðum mönnunum var rænt nokkru fé og greiðslukortum sem ferðahópurinn flýtti sér að tilkyn- na stolin strax um nóttina. Fyrir utan árásirnar á mennina tvo lenti hópurinn í því að umferð um hótelið þeirra var stöðvuð í yfir tvo klukkutíma vegna sprengjuhó- tunar. Ólafur segir það þó ekki hafa raskað þeirra ferðum mikið: „Þeir fóru með einhverja kúlu í burtu. Við vissum aldrei hvort það var alvöru sprengja.“ gar@frettabladid.is Umboðsmaður Alþingis í ársskýrslu sinni: Átelur stjórnvöld fyrir að hunsa lög STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþingis segir stjórnvöld stunda að fara ekki að lögum í starfsháttum sínum í skjóli þess að ný lög séu væntanleg um það sem um ræðir. Í ársskýrslu Umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2002 segir að embættið verði oft vart við það viðhorf stjórnvalda að ekki sé tilefni til að breyta tiltekinni framkvæmd stjórnsýslu þó ljóst sé að það brjóti í bága við lög. „Stjórnvaldið telur hins vegar ekki tilefni til að aðhafast og brey- ta framkvæmdinni þannig að hún samrýmist gildandi lögum heldur telur rétt að bíða þess að úrslit fáist um nýja eða breytta lagaset- ningu sem oft er boðað að ætlunin sé að undirbúa. Ég hef ítrekað bent á að það er skylda stjórnvalda að hafa meðferð mála og afgreiðslu í samræmi við gildandi lög. Stjórnvöld geta þannig ekki látið hjá líða að afgreiða erindi vegna þess eins að þau telja rétt að bíða nýrra laga,“ segir í skýrslu umboðsmanns. Að sögn umboðsmanns sýna stjórnvöld þannig stundum ekki nægan skilning á því að starfshæt- tir þeirra eigi að vera í samræmi við stjórnsýslulög. Þetta eigi sérstaklega við um ráðuneyti. ■ Kaci Kullman settur forstjóri Statoil: Afþakkaði stjórastöðuna NOREGUR, AP Kaci Kullman Five, starfandi forstjóri norska olíurisans Statoil, vill ekki stýra fyrirtækinu til frambúðar. Five settist í forstjórastólinn eftir að Leif Terje Løddesøl, fyrrum forstjóri, var rekinn vegna ólög- mætra viðskipta og mútamála tengd Íran. Five hefur nú afþakkað boð stjórnar um að taka að sér starfið til lengri tíma. „Það er kappnóg að sitja í stjórn fyrirtækisins og ég hef engan áhuga á að vera í forsvari fyrir fyrirtækið,“ sagði Kullman Five. ■ REYKJANESBRAUT Ölvað par keyrði út af á stolnum bíl og fékk far með öðrum stolnum bíl. Líkur sækir líkan heim: Seinheppið glæpapar LÖGREGLUFRÉTTIR Par keyrði bifreið út af Reykjanesbraut á móts við Kúagerði í fyrrinótt. Þau yfirgáfu bílinn og húkkuðu sér far til Hafnarfjarðar. Lögreglunni í Keflavík var tilkynnt um mannlausan bílinn um tvöleytið. Síðar um nóttina stöðvaði lögreglan bíl á Reykjanes- brautinni á 148 kílómetra hraða. Bíllinn reyndist vera eign bílaum- boðs en ökumaðurinn hafði ekki skilað bílnum eftir reynsluakstur. Farþegar bílsins voru parið sem fyrr um nóttina hafði keyrt út af og yfirgefið bifreiðina en var í það skiptið að húkka sér far aftur til Keflavíkur. Þau eru bæði grunuð um ölvunarakstur en þau höfðu skiptst á að aka bifreiðinni. Auk þess höfðu þau tekið bílinn ófrjálsri hendi frá ættingja annars þeirra. Bíllinn skemmdist nokkuð og þurfti að fjarlægja hann með dráttarbíl. ■ ER EKKI DVERGUR Forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, nýtti blaðamannafund eftir leiðtogafund Evrópusambandsins til að leiðrétta það sem hann sagði misskilning um hæð sína. Silvio Berlusconi: Ég er enginn dvergur NOREGUR, AP „Ég er 170 sentímetra hár og því alls enginn dvergur,“ sagði Silvio Berlusconi, forsætis- ráðherra Ítalíu, í lok blaðmanna- fundar sem haldinn var eftir leið- togafund Evrópusambandsins. Berlusconi sagðist með þessari yfirlýsingu vilja leiðrétta þá mynd sem evrópskir fjölmiðlar hefðu þráfaldlega dregið upp af honum og sagt hann vera lítinn mann. Berlusconi lét ekki þar við sitja heldur mærði danskan starfs- bróður sinn, Anders Fogh Rasmussen, og sagði hann fegurs- ta Evrópuleiðtoga sem hann hefði augum litið. Berlusconi krafðist þess að Rasmussen hitti eiginkonu sína. ■ E-TÖFLUR Alls fundust 221 e-töflur eftir að lögreglan á Akranesi handtók fjóra menn. E-töflur á Akranesi: Fjórir menn handteknir LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akranesi hefur handtekið fjóra menn í tengslum við fíkniefna- misferli. Um síðustu helgi var einn mannanna handtekinn eftir að 9 e-töflur og 1 gramm af amfe- tamíni fundust í fórum hans. Maðurinn er þekktur fíknief- naneytandi og fundust fíkniefnin eftir leit í bílnum hans. Þá var annar handtekinn í fyrrakvöld. Sá hafði kastað fjórum grömmum af amfetamíni úr bílnum sínum eftir að hafa orðið var við eftirlitsbíl lögreglunnar. Nokkru síðar fun- dust átta grömm af hassi til viðbó- tar sem maðurinn viðurkenndi að eiga. Tveir menn voru handteknir í fyrrakvöld eftir að þeir komu frá Reykjavík. Báðir hafa legið undir grun í nokkurn tíma um að flytja fíkniefni í bæinn. Í framhaldi af handtökunni voru haldlagðar alls 207 e-töflur. Málið er enn í rannsókn. ■ STJÓRNARRÁÐIÐ Umboðsmaður Alþingis segir stjórnvöld stundum ekki sýna nógan skilning á því að starfshættir þeirra eigi að vera í samræmi við stjórnsýslulög. Íslenskur jarðýtustjóri á sjötugsaldri var rændur og fleygt rotuðum í runna í Prag. Vörubílstjóri sem var í árshátíðarferð var rændur í húsasundi. Hóteli hópsins var lokað vegna sprengjuhótunar. FRÁ PRAG Verktakafyrirtækið Ræktunarsamband Flóa og Skeiða fór í sögulega árshátíðarferð til Prag um síðustu mánaðamót. Tveir starfsmanna voru rændir og annar þeirra rotaður. Umferð um hótelið var stöðvuð vegna sprengjuhótunar. ■ Þetta er maður sem kallar ekki allt ömmu sína. VÍSINDI Íslensk erfðagreining og lyfjafyrirtækið Roche greindu frá því í gær að vísindamenn Íslen- skrar erfðagreiningar hefðu fundið ákveðnar gerðir erfðavísis sem tvöfalda áhættu einstaklinga á að fá hjartaáfall. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hækkuðu mikið í kjölfarið. Fyrirtækin hyggjast nota þessa uppgötvun til að þróa DNA- greiningarpróf til að greina þá einstaklinga sem eru í aukinni hættu á að fá hjartaáfall. Með því verður hægt að beita réttum for- varnarúrræðum í tíma. Íslensk erfðagreining hlýtur áfanga- greiðslu frá Roche fyrir þessa uppgötvun. Lokagengi hlutabréfa í Íslen- skri erfðagreiningu á Nasdaq á fimmtudaginn var 5,07. Við opnun markaðar í gær var upphafsgengi hlutabréfanna 6,08 og fór gengi þeirra mest í 7,25 innan dagsins, sem er tæplega 44% hækkun miðað við lokagengið í fyrradag. Skömmu fyrir lokun markaðar í gær var gengi bréfanna 6,50. ■ ÍE uppgötvar erfðavísi sem eykur hættu á hjartaáfalli: Hlutabréf hækkuðu um tugi prósenta UPPGÖTVUN ÍE hefur uppgötvað erfðavísi sem tvöfaldar áhættuna á hjartaáfalli. HAFNAÐI NAUÐASAMNINGUM Héraðsdómur Reykjavíkur haf- naði í gær kröfu fuglabúsins Móa um heimild til nauðasamninga. Forsvarsmenn félagsins munu áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar. ÚRVALSVÍSITALAN YFIR 1900 Lokagengi úrvalsvísitölunnar var 1903,6 stig í gær. Er þetta hæsta lokagengi í sögu vísitölunnar. Mikil aukning á verðmæti Pharmaco á stærstan þátt í 44% hækkun vísitölunnar frá áramótum. ■ Viðskipti

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.