Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 13
Hér á landi eru konur sem orðn-
ar eru 40 ára hvattar til að koma
til brjóstamyndatöku annað
hvert ár. Erlendar rannsóknir
benda til þess að með því að taka
reglulega röntgenmyndir af
brjóstum megi fækka dauðsföll-
um vegna krabbameins í brjóst-
um verulega.
Lífið er núna!
Fæða og hreyfing hafa áhrif á
hormónabúskap líkamans, sem
síðan stuðlar að eðlilegu holda-
fari og minnkar líkur á offitu.
Konur sem ekki fitna fá síður
brjóstakrabbamein. Einnig er
hreyfing mikilvæg til að ná sér
eftir sjúkdóminn. Ef við borðum
grænmeti og ávexti er minni
hætta á ýmsum sjúkdómum
síðar á ævinni, þar á meðal
krabbameini og hjartasjúk-
dómum. Rannsóknir sýna að
þeir sem neyta ferskra ávaxta
og grænmetis í hæfilegum mæli
fá síður krabbamein. Matvæli
sem innihalda mikið af
A-vítamíni og Beta-karótíni
minnka líkur á krabbameini í
ýmsum líffærum, en þessi efni
er að finna í fæðu úr jurtarík-
inu. Mikið hefur verið rætt um
andoxunarefni, en þau draga úr
myndun hættulegra súrefnis-
sambanda sem geta skaðað
erfðaefnið DNA. Beta-karótín,
E-og C-vítamín eiga það sameig-
inlegt að vera svonefnd andox-
unarefni. Þessi efni fáum við
t.d. úr brokkólí, blómkáli og gul-
rótum. Best er þó að fjölbreytn-
in í grænmetisvalinu sé sem
mest.
Bleika slaufan er táknræn
Þó að lífið sé hverfult og
margt fari á annan veg en maður
óskar er ýmislegt sem hægt er að
hafa áhrif á. Við erum svo oft að
bíða eftir að einhverju ljúki, að
þá loksins getum við farið að
slaka á og njóta þess að vera til.
Þegar börnin eru orðin stór, nám-
inu lokið og búið að koma sér fyr-
ir, eða bara einhvern tíma seinna.
Stundum stendur fólk frammi
fyrir því að lífið breytist í einu
vetfangi og allar fyrirætlanir
renna út í sandinn. Þá er nauð-
synlegt að endurskoða og skipu-
leggja líf sitt. Hvernig væri að
staldra við, hætta að bíða og lifa í
núinu? Maður þarf ekki endilega
að veikjast eða verða fyrir áföll-
um til þess að endurmeta stöðu
sína. Ef við stjórnum því sjálf
hvað við borðum og hve mikið við
hreyfum okkur, getum við sjálf
stuðlað að því að við lifum betra
og lengra lífi.
Október er mánuður brjósta-
krabbameins. Bleika slaufan er
alþjóðlegt tákn fyrir baráttuna
gegn því. Sýnum samstöðu og
munum eftir bleiku slaufunni! ■
13LAUGARDAGUR 18. október 2003
Hvað ef við gætum lifað líf-inu aftur? Mundum við
hegða okkur á annan veg? Segja
eitthvað með öðrum hætti,
sjaldnar eða oftar? Láta eitt-
hvað ógert, fram-
kvæma fleira?
Hvað ef við gæt-
um lengt lífið,
bætt gæði þess,
eða komið í veg
fyrir sjúkdóm
eins og brjósta-
krabbamein?
Sífellt fleiri
rannsóknir sýna
fram á að öll
hreyfing dregur úr líkum á
brjóstakrabbameini síðar á æv-
inni og að því meiri sem hreyf-
ingin er, því minni séu líkurnar.
Niðurstöður einnar rannsóknar
benda til að stundi kona líkams-
rækt fjórar klukkustundir á
viku eða meira minnki líkurnar
á því að fá brjóstakrabbamein
um helming. Þó er munurinn
meiri og marktækari hjá þeim
konum sem hafa eignast börn.
Menn hafa lengi vitað að
brjóstakrabbamein er sjald-
gæfara hjá íþróttakonum en
öðrum konum. En nú hefur kom-
ið í ljós að öll hreyfing skiptir
máli; það að ganga til samstarfs-
félagans í stað þess að senda
tölvupóst, nota stiga frekar en
lyftu, hjóla eða ganga til vinnu,
leggja stund á útivist með fjöl-
skyldunni o.s.frv. Í nýlegri rann-
sókn kemur fram að gönguferð-
ir, hjólreiðar og sund fimm sinn-
um í viku sé næg hreyfing. Með
öðrum orðum, það sem skiptir
máli er að stunda líkamsrækt
reglulega, helst frá unga aldri,
en það er aldrei of seint að
byrja.
160 konur greinast á ári
Ár hvert greinast um 160
konur með brjóstakrabbamein á
Íslandi. Yngstu konurnar eru á
þrítugsaldri og hættan eykst
með aldrinum. Síðustu áratugi
hafa miklar framfarir orðið í
greiningu og meðferð og lífs-
horfur kvenna hafa batnað mik-
ið. Helstu áhættuþættir brjósta-
krabbameins tengjast flestir
frjósemis- og blæðingaskeiði
konunnar. Talið er að lengt frjó-
semisskeið, barnleysi eða seink-
un barneigna, minni brjóstagjöf
og notkun hormóna auki líkur á
að fá sjúkdóminn. Aðrir áhættu-
þættir eru ættgengi, áfengis-
notkun o.fl. Á síðustu árum hef-
ur hreyfingarleysi einnig verið
álitið sjálfstæður áhættuþáttur.
■
Ár hvert grein-
ast um 160
konur með
brjóstakrabba-
mein á Íslandi.
Yngstu konurn-
ar eru á þrí-
tugsaldri og
hættan eykst
með aldrinum.
Umræðan
ARNDÍS GUÐ-
MUNDSDÓTTIR
■
fræðslufulltrúi Krabba-
meinsfélags Reykjavík-
ur skrifar í tilefni af
brjóstakrabbameins-
mánuðinum.
Hvað ef?
Lífræn helgi á Græna torginu
í Sigtúni
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
LO
2
25
34
10
/2
00
3
haustlaukaútsala
kynningar og tilb
oð
1.999 kr.
20 rósir,
ca. 50 sm
Pottaplöntur með 50 % afslættiRýmum!
Nóvemberkaktus
Tilboð
499 kr.
699 kr.
1.499 kr.
20-50 % afsláttur
af haustlaukum
Nýr liðsmaður:
Hermann
ráðinn
ÚTGÁFA Hermann Hermannsson
hefur verið ráðinn aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Fréttar, útgáfu-
félags Fréttablaðsins, og hefur
þegar hafið
störf. Hermann
var síðast fram-
k v æ m d a s t j ó r i
sjónvarpssviðs
Norðurljósa en
gegndi áður
öðrum störfum
hjá því fyrirtæki
– var meðal
annars sjón-
varpsstjóri Sýnar
um tíma.
„Það er fengur
fyrir ungt út-
gáfufyrirtæki í
örum vexti að fá til liðs við sig
mann með víðtæka reynslu af
rekstri fjölmiðlafyrirtækja,“ segir
Gunnar Smári Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Fréttar. „Umfang
útgáfunnar og velta Fréttablaðsins
hefur vaxið gríðarlega á
undanförnum mánuðum og það er
fátt sem bendir til að vaxtartíma-
bilið sé á enda. Á slíkum tímum er
mikilvægt að hafa röska og góða
menn við stjórnvölinn.“ ■
■ Fréttablaðið
HERMANN
HERMANNSSON
Aðstoðarfram-
kvæmdastjóri
Fréttar, útgáfufélags
Fréttablaðsins.