Fréttablaðið - 18.10.2003, Side 26

Fréttablaðið - 18.10.2003, Side 26
Lénanöfn á Netinu hafa fráupphafi verið skráð í mjög tak- mörkuðu stafamengi þar sem ein- ungis tölustafir frá 0 til 9 og bók- stafir í enska stafrófinu frá a til z, ásamt bandstriki, hafa verið gjaldgeng. Ástæðan fyrir þessari takmörkun er fyrst og fremst sú að þessi tákn eru sameiginleg flestum lyklaborðum um allan heim og þar sem Netið er alþjóðlegt fyrirbæri hefur þótt eðlilegt að netföng þess væru að sama skapi alþjóðleg. Þetta gæti breyst á næstunni með tilkomu nýrra staðla þannig að netfangið www.frettabladid.is gæti orðið www.fréttablaðið.is í náinni framtíð. Tæknilega einfalt „Eins og flestir vita hefur þetta hingað til verið þannig að fólk hefur þurft að skrá lén sín með stöfum úr enska stafrófinu eingöngu og íslensku stafirnir aðlagaðir enskunni þar sem „þ“ verður „th“, „æ“ verður „ae“ og svo framvegis“, segir Maríus Ólafsson, hjá Internet á Íslandi hf. (ISNIC) sem sér um skráningu og úthlutun léna undir þjóðarléninu .is. „Nú er loksins búið að setja staðla um hvernig skrá skuli lénanöfn úr stærri stafa- mengjum en áður, þannig að við hér á Íslandi getum skráð séríslenska stafi í okkar lén. Tæknin er í raun einföld, lénanöfnum með séríslenskum stöfum er varpað yfir í venjulega stafi á ákveðinn hátt og þannig eru þeir svo notaðir í innviðum nafnakerfa Netsins. Lénin eru ekki og verða aldrei skráð með séríslenskum stöfum í naf- naþjónum. Þau eru einfaldlega umkóðuð yfir í svokallaða ACE- kóðun og skráð sem slík.“ Þannig yrði lénið „þjóðarlén.is“ skráð sem ‘xn–jarln-esa9bxa1h.is’, sem samsvarar léninu í ACE-kóðun, í DNS-nafnaþjónum. Notagildi slíkra léna með séríslenskum stö- fum verður þó afar takmarkað til að byrja með þar sem búnað til að þýða þarna á milli vantar í flest notendaforrit. Gallar á gjöf Njarðar „Það sem máli skiptir er að rétthafi lénsins thor.is, til dæmis, getur nú skráð lénið þór.is. Það sem þessi breyting hefur í för með sér er auðvitað betri stuðningur við íslenskt mál en á móti kemur að það er erfitt fyrir erlendan aðila að slá inn þ-ó-r af lyklaborðinu sínu. Menn verða að gera sér grein fyrir því og þannig má segja að þessi lén verði ekki mjög notadrjúg til þess að byrja með. Til dæmis vandast málin þegar menn ætla að senda tölvupóst á slíkt lén þar sem ekki er hægt að senda póst á not- andi@þór.is þar sem póstkerfi leyfa slíkt ekki almennt. Það þarf að laga þetta í öllum notendafor- ritum á Netinu. Þeim þarf að breyta miðað við að þessi svið séu öll breytt, bæði URL, netföng og ýmislegt annað,“ segir Maríus og bætir því við að þessar aðlaganir muni væntanlega taka nokkurn tíma. „Þetta gerist smám saman en það sem skiptir máli núna er að fram er kominn ein stöðluð lausn á þessu máli. Ýmis fyrirtæki hafa ætlað að verða rík með því að bjóða fólki upp á þetta og söluaðilar á .com og .net lénum hafa verið að bjóða upp á slíkar skráningar en þetta hefur aldrei verið staðlað fyrr en nú. Internet Engineering Task Force hefur sett fram staðlana og ýmsar þjóðir undirbúa nú að koma þessu kerfi á.“ Áhuginn er til staðar Maríus segir að það hafi alltaf öðru hvoru í gegnum árin komið upp fyrirspurnir um hvort menn gætu ekki fengið þetta eða hitt lénið með séríslenskum stöfum, sérstaklega eftir að það var byrj- að að bjóða upp á þennan mögu- leika hjá .com. „Hinn almenni notandi gerir sér náttúrlega litla grein fyrir því hvort þetta sé ein- hver stöðluð lausn eða ekki. Þeir sem selja lén undir .com byrjuðu á að selja slíkar skráningar áður en aðferðir til að gera þetta voru staðlaðar, það skipti þá ekki máli svo lengi sem menn borguðu fyrir. Við hefðum í sjálfu sér getað byrjað að selja þetta fyrir mörgum árum ef við hefðum haft þessa sömu skoðun, en þó að við ætlum að gera þetta núna munum við gera það með þeim fyrirvara að lénin hafi takmarkaða virkni, í það minnsta í byrjun.“ Sá á kvölina sem á völina Maríus segir að útfærslan á þessari breytingu sé ekki síst flókin og ýmis sjónarmið séu á lofti þegar kemur að reglum og stjórnun. „Sumir segja til dæmis að við eigum ekkert að gera þetta vegna þess að þetta sé bara hreinn aukakostnaður fyrir lénanotendur á Íslandi. Þeir þurfi núna allir að fá sér tvö lén. Svo er spurningin hver eigi að fá þessi lén. Á maðurinn sem á thor.is fyrir einhvern rétt á að skrá þór.is umfram aðra? Eða lendum við í því að það verða mismunan- di aðilar sem eiga hinar ýmsu útfærslur á þessum lénanöfnum?“ Maríus segir að ISNIC muni líklegast fara þá leið að aðilinn sem eigi gamla lénið eigi rétt á því nýja með íslensku stöfunum í ákveðinn tíma. „Það getur samt aldrei orðið nema takmarkaður tími og eftir það getur hver sem er sótt um og þessi lén verða þá meðhöndluð nákvæmlega eins og önnur lén. Annars er þetta allt spurning um hvað notendur ís- lenska þjóðarlénsins vilja. Við erum búnir að kynna málið á þar til gerðum póstlistum og biðja menn að tjá sig um þetta en fengið lítil viðbrögð. Við drögum þá ályktun að menn séu almennt sáttir við fyrirætlanir ISNIC varðandi þessar skráningar.“ Einungis opnað fyrir íslenska stafi „Áhugaverðu spurningarnar í þessu máli eru aðferðafræðilegar og við stöndum meðal annars frammi fyrir spurningunni um hvaða stafi við eigum að leyfa,“ segir Maríus. „Eigum við að leyfa alla mögulega og ómögulega stafi undir .is? Eigum við að leyfa ein- hverjum að skrá kínverska stafi undir .is? Við höfum farið þá leið að leggja til í byrjun að þetta verði einungis íslenskir stafir. Þá erum við að fara eftir ábendingum frá ICANN og CENTR (samtökum þjóðar- lénastjórnenda) vegna hættu á ruglingi. Viðmiðunarreglan er því að hver og enn eigi bara að leyfa sitt þjóðarstafasett undir sínu þjóðar- léni. En þá koma auðvitað alls kyns rök á móti og spurningar um af hverju til dæmis þýskt fyrir- tæki á Íslandi megi ekki nota þýska stafi í sínu .is léni?“ Óhjákvæmilegt að svara eftirspurn Maríus segist telja að þrátt fyrir hættuna á ýmiss konar ruglingi sé ISNIC ekki stætt á öðru en að bjóða upp á skráningu léna með séríslenskum stöfum undir .is. Þessi möguleiki verði til staðar annars staðar úti í heimi, og það myndi óneitanlega skjóta skökku við ef það væri hægt að skrá lénið nýsköpunarsjóður.com erlendis, en aðeins nyskop- unarsjodur.is undir þjóðarléni Íslands. „Við viljum síður neyða þá sem vilja lén með séríslen- skum stöfum til að skrá þau utan Íslands,“ segir Maríus og gerir ráð fyrir að líklega séu í kringum 30% íslenskra léna þannig að þau yrðu með séríslenskum stöfum ef fólk kysi að breyta þeim, þó ekki sé gott að segja til um hversu mörg þeirra verði stofnuð þegar opnað verður fyrir þennan möguleika. thorarinn@frettabladid.is 26 18. október 2003 LAUGARDAGUR Samkvæmt nýjum alþjóðlegum stöðlum verður hægt að nota íslenska stafi í lénanöfnum á Netinu í nánustu framtíð. Þessi breyting verður væntanlega mörgum kærkomin enda raskast merking orða oftar en ekki þegar séríslenskir stafir falla frá. Nú getur thor orðið þór, thorskur þorskur og Island Ísland. Ísland.is/þorskur bilast hjá reykjavík.is Íslenskan mun njóta sín í allri sinni dýrð á Netinu eftir að allt stafrófið verður rafrænt. MARÍUS ÓLAFSSON Gerir ráð fyrir að hægt verði að skrá lénanöfn með séríslenskum stöfum snemma á næsta ári en breytingin er nokkuð snúin, bæði fyrir ISNIC og hýsingaraðilana sem þurfi að koma upp stuðningi fyrir íslensku stafina með tilheyr- andi breytingum á skráningarkerfum og fleiru þess háttar. Það sem þessi breyting hefur í för með sér er auðvitað betri stuðningur við íslenskt mál en á móti kemur að það er erfitt fyrir erlendan aðila að slá inn þ-ó-r af lykla- borðinu sínu. ,, Síaukin notkun tölvupósts, vef-slóða og SMS-skilaboða er farin að setja mark sitt á íslenska tungu og séríslenskir stafir eru á stöðugu undanhaldi í talmáli fólks og skeytasendingum á milli manna þar sem þeir hafa hingað til ekki átt sér fastan samastað í stafrófi Netsins. Fyrirtæki og einstaklingar hafa þurft að marka sér spor í netheimum með ýmsum útfærslum eiginnafna sinna sem taka mið af þessum annmörkum. Þessar breytingar eru oftast nær fyrst og fremst óþjálar og vefja tungu um tönn eins og sést vel á lénunum land- laeknir.is, karahnjukar.is, hae- stirettur.is og svo framvegis. Þá á merking orðanna það til að brenglast hressilega, oft á hinn skemmtilegasta hátt eins og í suzukibilar.is en það liggur í augum uppi að eigendur þess léns eru að vekja athygli á ákveðinni bílategund en ekki að útmála það að umræddir bílar bili eitthvað meira en gengur og gerist. Þessi vandræði ættu að vera að baki á næstunni með innreið íslenskra stafa í netstafrófið. Suzukibilar getur þá orðið Suzukibílar og dómsmálaráð- herrann Björn Bjarnason getur breytt nafni heimasíðu sinnar úr bjorn.is í björn.is. Héraðslæknir Reykjavíkur á lénið her.is sem skýrskotar vissulega frekar til hernaðar en lækninga. Embættið gæti hæglega skipt yfir í hér.is til að fjarlægja sig stríðsbröltinu eða jafnvel farið alla leið og fengið sér héraðs- læknirreykjavíkur.is. Bílastæðasjóður er með póst- fangið bilast@reykjavik.is og það er ef til vill ekki mikið við það að athuga þar sem þeir sem eiga erindi við sjóðinn eru oftar en ekki að bilast. Myndi það samt ekki hljóma betur ef fólki byðist að senda fyrirspurnir á bílastæðasjóður@reykjavík.is? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.