Fréttablaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 18. október 2003 27
Í Hafnarfirði hafa risið glæsilegar þjónustuíbúðir fyrir 60 ára og eldri. Um er
að ræða tvö fjölbýlishús með 64 íbúðum sem eru sérhannaðar með þarfir
eldri borgara í huga. Húsin standa við Hrafnistu og njóta íbúarnir öryggis frá
heimilinu, auk þess sem hægt er að fá keypta þaðan ýmis konar þjónustu.
Íbúðirnar eru leiguíbúðir með 30% afnotarétti og er það nýr valkostur í
húsnæðismálum eldri borgara. Leigendur geta fengið húsaleigubætur samkvæmt
gildandi reglum. Enn er nokkrum íbúðum óráðstafað.
Hægt er að fá að skoða íbúðirnar og fá frekari upplýsingar með því að hafa
samband við Sjómannadagsráð í síma 585-9301.
Sjómannadagsráð
Þjónustuíbúðir fyrir 60 ára og eldri
glæsilegar leiguíbúðir
Íbúðirnar eru fyrir 60 ára og eldri og íbúarnir njóta
öryggis og þjónustu frá Hrafnistu í Hafnarfirði
Átu trúboða
– biðjast
afsökunar
Íbúar í þorpinu Suva á Fídjíeyjumátu trúboðann Thomas Baker upp
til agna fyrir 136
árum en nú iðrast
afkomendur þeirra
verksins og hafa
beðið afkomendur
trúboðans afsökunar
á athæfinu, þótt seint
sé. Frá þessu er greint í blaðinu
Pina News á Fídjíeyjum.
Hinn hörmulegi atburður átti sér
stað 21. júlí árið 1867. Thomas
Baker, trúboði frá Englandi, var í
trúboðsferð í þorpinu Suva. Þar
varð honum á í messunni þegar
hann teygði út höndina og fjarlægði
kamb úr hári þorpshöfðingjans og
undirritaði með snertingunni sinn
eigin dauðadóm. Enginn hafði leyfi
til að snerta höfuð þorpsleiðtogans,
og þorpsbúar fullnægðu dauða-
dóminum samstundis. Síðan suðu
þeir trúboðann og settust að
snæðingi. Sagt er að einn þeirra
sem þátt tóku í borðhaldinu hafi
sagt: „Við átum hann upp til agna.
Það var ekkert eftir af honum nema
skórnir.“
Enn þann dag í dag er hægt að
sjá skó sem tilheyrði trúboðanum á
forngripasafni Fídjíeyja.
Ratu Filimoni Wawabalavu,
þorpshöfðinginn sem nú er leiðtogi
íbúa Suva, hefur boðið afkomendum
trúboðans að koma í heimsókn.
Hann vonast til þess að þeir láti
örlög forföður síns ekki hræða sig
frá því að þiggja heimboðið.
Þorpsbúar hafa ákveðið að biðjast
einlæglega afsökunar á yfirsjón
forfeðra sinna, ekki síst vegna þess
að margir trúa því að bölvun hvíli
yfir þorpinu vegna hinnar skugga-
legu máltíðar fyrir 136 árum.
Mikill meirihluti íbúa Fídjíeyja
er kristinnar trúar, þannig að þrátt
fyrir að sumir trúboðar fengju
óblíðar viðtökur hefur starf þeirra
borið ávöxt. ■
Moskvubúi:
Notaði
bensín sem
þvottaefni
Maður nokkur í Moskvuborgsitur nú eftir buxnalaus og
húsnæðislaus eftir að hafa gert
kostnaðarsama tilraun til að þvo
málningarblett úr buxunum sínum.
Þegar það kom í ljós að blettur
fór ekki úr buxunum við þvott sá
maðurinn að nú væru góð ráð dýr og
fór út á bensínstöð og náði sér í einn
lítra af bensíni sem hann síðan hellti
í þvottavélina og setti hana af stað.
Bensínið hafði þau tilætluðu
áhrif að bletturinn hvarf, en því
miður hurfu buxurnar líka og
einnig þvottavélin, sem sprakk í loft
upp og mölvaði niður vegginn á
þvottaherberginu. Maðurinn situr
því eftir buxnalaus og húsnæðis-
laus. ■