Fréttablaðið - 18.10.2003, Page 30
Hlutirnir hafa gerst hratt í lífiGísla Kristjánssonar undan-
farið: „Við ætluðum að gefa út
fyrstu smáskífuna mína 13. októ-
ber en svo fengum við óvænt
mjög mikinn áhuga frá stórum
fyrirtækjum í Bretlandi og nú
þurfum nú smá tíma til að hugsa
okkar gang,“ segir Gísli, sem er
kominn hingað til lands frá Nor-
egi til að spila á Airwaves í kvöld.
Gísli hefur starfað við tónlist í
Noregi undanfarin ár: „Mér leidd-
ist í Noregi þegar ég var nýfluttur
þangað og ég fékk að starfa sem
söngvari því ég laug því að ég
hefði starfað sem söngvari í
hljómsveit á Íslandi í mörg ár.“
Gísli sneri sér fyrir stuttu að
eigin tónlistarsmíð og flutningi:
„Á einum degi tókst mér að verða
atvinnulaus, kærustulaus og
heimilislaus. Ég var vinsamlegast
beðinn um að yfirgefa hljómsveit
sem ég hafði starfað í sem
trommuleikari í fjögur ár eftir að
allt fór til fjandans hjá mér og
kærustunni, sem var söngkona
hljómsveitarinnar. Ég hafði verið
að grúska við mína eigin tónlist og
laumaðist til að taka upp tónlist á
nóttunni í stúdíóinu sem hljóm-
sveitin hafði aðgang að. Fólkið
sem á upptökuverið bað um að fá
að taka lögin með til Bretlands og
kynna þau þar,“ segir Gísli, en
meðal þeirra útgáfufyrirtækja
sem hafa gert Gísla tilboð þar í
landi eru EMI, Sony, East Wend,
Iceland Records og Polydor.
Gísli ólst upp til 18 ára aldurs í
Mosfellsbænum: „Foreldrar mínir
fluttu til Noregs þegar ég var 18
ára og ég ætlaði ekki með þeim.
En svo saknaði ég mömmu svo
mikið að ég flutti á eftir þeim.
Ætli ég flytji svo ekki til London í
janúar eða febrúar. Það skiptir
ekki máli hvar maður býr svo
lengi sem maður hefur það gott.“
Tónlist Gísla mun hljóma í
Listasafni Reykjavíkur á afmæl-
ishátíð FTT klukkan 22.00 ásamt
Hafdísi Huld, Magga og KK og
Bang Gang.
Byrjað er að spila lagið How
About That á útvarpsstöðvum á
Íslandi. ■
30 18. október 2003 LAUGARDAGUR
■ Gott á Airwaves
Pondus eftir Frode Øverli
Stórsamningar
GÍSLI KRISTJÁNSSON
■ Varð atvinnulaus, heimilislaus og
kærustulaus á einum degi og sneri sér þá
að því að semja og flytja eigin tónlist.
Hann er nú umsetinn af stærstu útgáfufyr-
irtækjum heims og hefur meðal annars
fengið tilboð frá EMI, Sony og East Wend.
Sjón
Skáld
Mig langar aðsjá Einar Örn
á Gauknum. Hann
er í besta formi
sem hann hefur
verið í síðan hann
var upp á sitt besta í Sykurmolun-
um, Kuklinu og Purrkinum. Það er
massíf tjáning í gangi hjá honum
og spennandi að sjá hverjir spila
með honum. Þetta er sjóðheit til-
raunastofa í mannlegri tjáningu
og þjáningu og ég trúi því að hann
verði kosinn nýliði ársins.“
Svala
Björgvinsdóttir
Söngkona
Ég fer pottþétt áMínus á Gaukn-
um í kvöld. Maður
verður að styðja
litla bróður sinn.
Svo langar mig líka til að sjá Haf-
dísi Huld í Listasafninu. Ég er
búin að heyra eitt til tvö lög með
henni og finnst Hafdís flott söng-
kona.“
Henrik Baldvin
Björnsson
Söngvari og
gítarleikari í
Singapore Sling
Ég ætla að reynaað sjá sem mest
í kvöld. Mig lang-
ar að sjá Call Him
Mr. Kid, Trabant og Blake en þeir
verða allir á NASA. Svo langar
mig að sjá Mínus og Eighties
Matchbox B-line Disaster á
Gauknum og Bang Gang í Hafnar-
húsinu. Mig langar helst að sjá
þetta allt og vona að ég komist
yfir megnið af þessu.“
Ragnhildur
Gísladóttir
Stuðkona
Ég keypti mérarmband og
ætla að þræða
staðina. Það er
gaman að láta
koma sér á óvart
því það er margt í
gangi sem ég þekki ekki. Mig
langar að sjá Bang Gang í Lista-
safninu, Mugison á Pravda og
Tommy White á Kapital. Svo lang-
ar mig að sjá hvernig strákarnir í
Trabant standa sig en þeir verða á
Nasa og þar langar mig líka að sjá
Blake og Gus Gus. Það er partí úti
um allan bæ og verst að geta ekki
séð allt.“
Bruce Willis er öllum kunnurog þá sér í lagi fyrir hlutverk
sitt í Die Hard-myndunum. Nú
hefur hann sagt
já við gerð fjórðu
myndarinnar en
áður hefur hann
sagst vera kom-
inn með leið á
lögreglumannin-
um John Mc-
Clane. Hann hef-
ur sem sagt skipt um skoðun og
sagan segir að nýr leikstjóri og
sú staðreynd að myndin gerist í
Karíbahafi sé ástæðan fyrir skoð-
anaskiptunum. Fjórða myndin á
að sjálfsögðu að heita Die
Hardest.
Nú er allt að verða vitlaust íBandaríkjunum út af síðustu
myndinni í trílógíu Hringadrótt-
inssögu. Hún
kemur í bíó þar
ytra þann 16. des-
ember og þá
verður víst eitt-
hvað rosa mara-
þon í 100 kvik-
myndahúsum.
Þetta maraþon er
svo heitt að á svartamarkaðnum
er ódýrasti miðinn á 50 þúsund
krónur. Spurning hvað gerist hér
á landi.
Beyoncé Knowles hristi stél-fjaðrirnar fyrir Karl Breta-
prins á dögun-
um. Var þetta á
tískusýningunni
Fashion Rocks í
London og var
stúlkan í gyllt-
um kjól og sló
út stúlkurnar í
Destiny’s Child,
Grace Jones og
Naomi Campbell. Prinsinn er
sagður hafa misst neðri kjálkann
niður að bringu og kom varla
upp orði þegar Beyoncé Knowles
skemmti honum og daðraði við
hann.
Sheryl Crow heldur því fram aðRobbie Williams muni aldrei
slá í gegn í Bandaríkjunum af því
að hann sé bara ekki nógu karl-
mannlegur. En það hefur lengi
verið draumur hjá Robbie að slá í
gegn vestanhafs. En samkvæmt
Sheryl eru stjörnurnar í Banda-
ríkjunum einfaldlega harðari og
ágengari. Vitnar hún þar í menn
eins og Eminem en Íslendingar
þekkja Robbie auðvitað sem
manninn sem gaf blaðamönnum
hér á
landi
fingur-
inn þeg-
ar hann
mætti til
landsins
og hélt
hér tón-
leika.
Það er
þá von-
andi að
hann taki
upp þá
iðju í
Banda-
ríkjun-
um.
Yoda: No! Try not. Do... or do not.There is no try.
- Yoda leggur Loga Geimgengli línurnar í kvikmynd-
inni Star Wars: Episode V - The Empire Strikes Back,
frá árinu 1980. Frá þeim tíma þegar flokkurinn þótti
enn fyrsta flokks, áður en George Lucas eyðilagði
seríuna með tölvuteikningum.
Bíófrasinn
YODA
Fréttiraf fólki
GÍSLI KRISTJÁNSSON
Hefur verið búsettur í Noregi í níu ár en er nú kominn hingað til lands í tengslum við
Airwaves til að leyfa samlöndum sínum að hlýða á tónlistarflutning sinn í Listasafni
Reykjavíkur.
Friður,
bróðir!
Öhhh...
friður!
FLOWERPOWER!The answer is
blowing in the wind..
Blómastuð!
Einmitt!
Veistu það, mér finnst ég skynja
alveg einstaklega góðar bylgjur hérna!
Þú ert greinilega maður sem vill losna
úr spennitreyju kapítalismans
og finna alheimssálina
umlykja þig friði!
Ég meina, til
hvers þurfum
við peninga?
Friður, frú mín
góð! Geturðu lánað m
ér fimmhundruðkall?
Ég skal
lána þér
þennan!
Gulldrengur úr
Mosfellsbænum