Fréttablaðið - 18.10.2003, Page 38

Fréttablaðið - 18.10.2003, Page 38
38 18. október 2003 LAUGARDAGUR HEIMSMEISTARAR Kerri Walsh og Misty May fagna innilega eftir að þær tryggðu sér heimsmeistaratitil- inn í strandblaki kvenna sem fram fór á Copacabana-ströndinni í Rio Janeiro. Strandblak FÓTBOLTI Toppslagur verður í þýsku úrvalsdeildinni í dag þegar Werder Bremen og Stuttgart eigast við. Bremen er í öðru sæti deildarinnar með nítján stig en Stuttgart, sem hefur ekki tapað leik, í því þriðja með átján. Timo Hildebrand, markvörður Stuttgart, hefur ekki fengið á sig mark í 825 mínútur sem er met. Hann mun þó eiga erfiðan dag fyrir höndum því í liði Bremen er Ailton, markahæsti leikmaður deildarinnar. Brasilíumaðurinn hefur skorað sjö mörk, þriðjung marka Bremen á leiktíðinni. Oliver Kahn getur ekki leikið með Bayern München gegn Gladbach á útivelli þar sem hann er meiddur á hné. Óvíst er hvort hann geti leikið með gegn Lyon í Meistaradeild Evrópu í næstu viku. Bochum, lið Þórðar og Bjarna Guðjónssonar, mætir Schalke á útivelli á morgun. ■ HANDBOLTI „Mér líst vel á að leika við Hauka. Ef menn gera það sem fyrir þá er lagt þá eigum við vinna þá,“ sagði Sigfús Sigurðsson, leik- maður Magdeborgar, sem mætir Haukum í Meistaradeild Evrópu í dag. „Haukarnir hafa styrkt sig fyrir tímabilið. Dalius Rasikevicius, nýi Litháinn, er mjög góður og yngri leikmenn eins og Ásgeir Örn Hallgrímsson hafa verið að leika vel. Það sem háir Haukum er að þá vantar brei- dd,“ sagði Sigfús. Leikmenn Magdeborgar hafa skoðað myndbönd með leikjum Hauka. Einnig sáu þeir Haukana á Opna Reykjavíkurmótinu í haust en Sigfús bendir á að það hafi verið undirbúningsmót og því ekki að fullu marktækt. „Haukar væru líklega um miðja deild í Búndeslígunni,“ sagði Sigfús. „Þeir hafa leikmenn sem geta spilað vel á útivelli sem heimavelli. Í sumum liðum í Búndeslígunni eru leikmenn sem ná sér engan veginn á strik í útileikjum.“ Sigfús missti af leik Magdeborgar gegn Vardar Skopje í Meistaradeildinni vegna meiðsla á hné en segir að það hafi verið jafn leikur. „Haukarnir hljóta að vinna Vardar á heimavelli en það er spurning með útileikinn. Vardar getur á góðum degi unnið hvaða lið sem er og tapað fyrir hverjum sem er á slæmum degi.“ Sigfús segir Magdeborgara sátta við árangur sinn í þýsku Búndeslígunni hingað til, ef frá er talið tapið fyrir Eisenach. Varnarleikurinn hafi gengið betur en menn áttu von á. Sjálfur hafi hann þurft leiktíðina í fyrra til að venjast keppninni í Þýskalandi. ■ Stuðningsmenn Arsenal: Bók um sögu klúbbsins FÓTBOLTI Meðlimir Arsenal-klúbbs- ins hittast í dag klukkan 14 á Mekka Sport bar í Dugguvogi og halda upp á 21 árs afmælis félags- ins. Arsenal-klúbburinn var stofn- aður 15. október 1982 á Selfossi af Kjartani Björnssyni og Hilmari Hólmgeirssyni en á tuttugu ára afmæli klúbbsins árið 2002 voru félagar orðnir um 1.800. Kjartan, sem var lengstum formaður klúbbsins, hefur gefið út bók um sögu og starf klúbbsins í tvo ára- tugi. ■ STRANDGÖTU 33 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 565 4533 Opið: Mánud.-Fimmtud. 10-18 Föstudaga 10-19 Laugardaga 10-16 Útsala - Útsala - Útsala Mikið af nýjum vörum 30-50% afsláttur af öllum vörum Þýska úrvalsdeildin: Markakóngur mætir methafa TIMO HILDEBRAND Hann hefur haldið marki Stuttgart hreinu í 825 mínútur sem er met. Evrópukeppni U19 liða karla: Jafnt gegn lærisveinum Gullit FÓTBOLTI Íslendingar og Hollend- ingar gerðu 1-1 jafntefli í Evrópu- keppni U-19 ára liða í gær. Eyjólf- ur Héðinsson skoraði mark Ís- lendinga á 22. mínútu með skoti af vítateigslínu en Dustley Mulder, varnarmaður frá Feyenoord, setti mark Hollendinga á fjórðu mín- útu eftir hornspyrnu. Íslendingar fengu dauðafæri á lokamínútu leiksins en markvörður Hollend- inga varði frá sóknarmanni sem slapp einn inn fyrir vörn þeirra. Leikurinn var frumraun Ruud Gullit sem landsliðsþjálfara. ■ Hauka vantar breidd Haukar mæta Magdeburg í dag. Sigfús Sigurðsson telur að Haukar væru líklega um miðja deild í Búndeslígunni. SC MADGEBURG Grzegorz Tkaczyk skorar í leik Magdeborgar og Vardar Skopje um síðustu helgi. SIGFÚS SIGURÐSSON Leikur með Magdeburg að nýju.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.