Fréttablaðið - 18.10.2003, Síða 40
40 18. október 2003 LAUGARDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
25 26 27 18 19 20 21
OKTÓBER
Laugardagur
Ef þú átt góða vini þá skiptir hléðá milli funda engu máli. Það er
alltaf tekinn upp þráðurinn
áreynslulaust síðan síðast,“ segir
tónlistarmaðurinn Valgeir Guð-
jónsson um vináttu sína við söng-
konuna Sigrúnu Hjálmtýsdóttur en
þau rifja upp gömul kynni á útgáfu-
tónleikum í Salnum í kvöld: „Við
Diddú flugum saman á plötunni,
Fugl dagsins, fyrir átján árum en
platan sem nú lítur dagsins ljós
kallast Fuglar tímans og á það sam-
merkt með fyrri plötunni að inni-
halda lög við kvæði Jóhannesar úr
Kötlum.“
Flest lögin urðu til á þeim tíma
þegar Spilverkið lagðist niður og
Diddú og Valgeir fóru utan til
náms: „Ég lærði í Noregi og þar sat
ég löngum vetrarkvöldum með
ljóðabækur Jóhannesar og setti lög
við þau ljóð sem komu til mín. Ljóð-
in fjalla öll um fólk sem bjó við
ólíkar aðstæður en fólk nú til dags
en var samt í rauninni alveg ná-
kvæmlega eins og við. Fólk breyt-
ist ekkert því við höfum öll sömu
grunnkenndir, langanir og þrár.“
En hafa Diddú og Valgeir þá
ekkert breyst: „Diddú hefur afrek-
að svo margt á tónlistarsviðinu síð-
an við störfuðum saman að stóru
verkefni. Það er gaman að fá hlut-
deild í því að vinna með svona
þroskuðum listamanni. Hún nálg-
ast lögin hvert með sínum andblæ
og spannar alveg gríðarlega breytt
svið. Á þessari plötu dregur hún
fram röddina sem hún notaði áður
en hún lagði stund á óperusöng.“
Á tónleikunum í Salnum kvöld
verður ýmislegt á boðstólnum:
„Spilverkið gaf út sex plötur saman
og ætli það detti ekki inn nokkur
spilverkslög og fleira smálegt á
tónleikunum í bland við lög af nýju
plötunni,“ segir Valgeir sem er
ánægður með útkomu plötunnar.
„Þetta er búið að vera dásamlegur
tími. Ég er búinn að ganga með
þessa plötu í maganum lengi og
hlakka til að spila á tónleikunum í
kvöld.“ ■
■ TÓNLEIKAR
Valgeir og Diddú
í Salnum í kvöld
Verðlaunamyndin
NÓI ALBINÓI Sýnd í Háskólabíói kl. 4, 6 og 8.
■ ■ SÝNINGAR
13.30 Kynning verður á glerlista-
verkum Benedikts S. Lafleur í Lista-
kaffi í Listhúsinu í Laugardal. Kynningin
stendur til klukkan hálf sex.
Yfir bjartsýnisbrúna - Samsýning
alþýðulistar og samtímalistar nefnist
sýning sem Listasafn Reykjavíkur
hefur unnið í samstarfi við Safnasafnið
á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Hér
leiða saman hesta sína tuttugu og
fimm listamenn sem ýmist kenna sig
við alþýðulist eða samtímalist. Sýning-
in verður í Hafnarhúsinu til 2. nóvem-
ber.
Úr Byggingarlistarsafni, sýning á
húsateikningum og líkönum íslenskra
arkitekta stendur yfir í Hafnarhúsinu í
tilefni þess að tíu ár eru liðin frá stofnun
byggingarlistardeildar við Listasafn
Reykjavíkur. Í safni deildarinnar eru varð-
veitt söfn teikninga eftir ýmsa af merk-
ustu frumherjum íslenskrar byggingar-
listar á 20. öld. Sýningin stendur til 2.
nóvember.
Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á 6.
hæð í Grófarhúsinu stendur yfir yfirlits-
sýning á verkum Magnúsar Ólafsson-
ar (1862-1937), eins helsta frumherja
í íslenskri ljósmyndun. Verk Magnúsar,
sem eru kjölfestan í safneign Ljós-
myndasafns Reykjavíkur, varpa ljósi á
tímabilið frá aldamótum 1900 fram
undir miðbik 20. aldar. Safnið er opið
12-19 virka daga, 13-17 um helgar.
Sýningin stendur til 1. desember. Að-
gangur er ókeypis.
Sýning á verkum Péturs Halldórs-
sonar stendur yfir í Hafnarborg, menn-
ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Í
Sverrissal og apóteki Hafnarborgar
stendur einnig yfir sýning á leirlist Sig-
ríðar Erlu Guðmundsdóttur.
Í Gerðarsafni í Kópavogi standa yfir
þrjár sýningar. Á neðri hæð er sýning
Huldu Stefánsdóttur, Leiftur, þar sem
hún teflir saman óræðum ljósmyndum
og eintóna málverkum. Í vestursal eru
Þræðir Guðrúnar Gunnarsdóttur þar
sem hún sýnir þrívíddarteikningar á
vegg. Í austursal eru valin málverk úr
einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar
og Ingibjargar Guðmundsdóttur, sem
hefur að geyma margar af perlum frum-
herja íslenskrar málaralistar.
Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýn-
ing á málverkum eftir Kristin Breiðfjörð
og Guðrúnu Þorbjörgu Guðmundsdóttur
og leirmunum eftir Helgu Jóhannsdótt-
ur, Helgu Pálínu Sigurðardóttur, Ingþór
Sigurð Ísleifsson og Snorra Ásgeirsson.
Þetta er önnur sýningin í röð myndlistar-
sýninga listahátíðarinnar List án lan-
damæra í norðursal Kjarvalsstaða, nýj-
um sal Listasafns Reykjavíkur. Sýning-
unni lýkur 26. október
Á Kjarvalsstöðum er til sýnis brot af
verkum Jóhannesar S. Kjarvals.
Sýningin „Áfram stelpur!“ er í Grófar-
húsi, Tryggvagötu 15. Sýnd eru skjöl og
munir tengdum kvennahreyfingum á borð
við Úurnar, Rauðsokkur, Kvennaframboðið,
Kvennalistann, Bríeturnar og Feministafélag
Íslands. Sýningin er opin mánudaga til
fimmtudaga 10-20, föstudaga 11-19 og
um helgar 13-17. Hún stendur til 2. nóv-
ember og er aðgangur ókeypis.
Ljósmyndasýning Öldu Sverrisdóttur
í húsakynnum ReykjavíkurAkademí-
unnar við Hringbraut 121, 4. hæð ,ber
titilinn Landslag. Sýningin stendur til 6.
nóvember og er opin alla daga nema
sunnudaga frá 13 - 17.
Níræður listamaður, Jóhannes Ara-
son, er með sýningu sem ber yfirskrift-
ina „Þetta þarf skýringar við“ í Listasafni
Borgarness. Á sýningunni eru útskornar
klukkur, leirmunir og málverk ásamt
völdum ljósmyndum af grjóthleðslum
Jóhannesar og endurbyggingum á
gömlum torfhúsum.
Sýning Þorsteins Helgasonar stend-
ur yfir Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akra-
nesi. Þar sýnir hann 48 olíumálverk.
Sýningin stendur til 26. október. Lista-
setrið er opið alla daga nema mánu-
daga frá kl. 15-18.
Ásgeir Lárusson hefur opnaðÝ sýn-
ingu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5.
Að þessu sinni sýnir Ásgeir 24 olíu-
myndir, allar af stærðinni 18x24. Sýning-
in er opin virka daga frá 10-18 og laug-
ardaga 11-16. Henni lýkur 30. október.
Þórdís Þórðardóttir, listakona á Eyr-
arbakka, sýnir vatnslita-, pastel og
tepokamyndir í Rauða húsinu, Eyrar-
bakka. Sýningin stendur til 19. nóvem-
ber.
Á bókasafni Háskólans á Akureyri
stendur yfir sýning Stefáns Jónssonar
myndlistarmanns. Sýningin, sem Stefán
nefnir „Listaverkahrúga“, stendur fram í
miðjan nóvember.
Sigurður Þórir sýnir nýleg málverk í
Vélasalnum í Vestmannaeyjum.
VALGEIR GUÐJÓNSSON
Heldur tónleika í kvöld með Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur í Salnum þar sem þau
taka gömul Spilverkslög í bland við lög
af nýútkomnum geisladiski
✓
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A