Fréttablaðið - 18.10.2003, Síða 46
Augun 46 18. október 2003 LAUGARDAGUR
Mánudagurinn var yndisleg-ur,“ segir Elín Sveinsdóttir,
útsendingarstjóri hjá Stöð 2, um
vikuna sem var. „Ég byrjaði í lík-
amsræktinni klukkan sjö um
morguninn en hún gefur mér mik-
ið. Heldur mér í því formi sem ég
er og ungri. Svo fór ég í vinnuna
og endaði vinnudaginn með því að
renna mér létt í gegnum Ísland í
dag og fréttirnar.“
Svo fór Elín heim, hjálpaði
börnunum með heimalærdóminn
og hitti eiginmann sinn í fyrsta
sinn í marga daga en Elín er gift
Sigmundi Erni, ljóðskáldi og sjón-
varpsmanni: „Við fengum okkur
eitt rauðvínsglas þegar allt var
orðið hljótt og töluðum saman.“
Á þriðjudaginn fór hins vegar
að halla verulega undan fæti hjá
Elínu. Hún fór í flensusprautu í
vinnunni sem endaði með því að
hún lagðist fárveik í rúmið, gagn-
stætt því sem til stóð: „Ég þurfti
samt að rífa mig upp til að mæta á
fund með Agli Helgasyni og hans
liði en ég á að senda út þáttinn
hans sem byrjar hér á Stöð 2 um
mánaðamótin. Það hefur alltaf
verið ágætur þáttur og verður það
áfram hjá okkur.“
Elín var ekki fyrr staðin upp úr
flensunni en hún brá sér í bæjar-
ferð og keypti sér buxur hjá GK.
Hún vill sem minnst um buxurnar
tala því þær voru svo dýrar:
„Þetta eru svartar buxur sem ég
get notað bæði spari og hvers-
dags,“ segir hún.
Í gærkvöldi var Elín svo
veislustjóri í fertugsafmæli Öddu
Björnsdóttur, sem er eiginkona
Þóris Guðmundssonar hjá Rauða
krossinum, en þau Adda eru gam-
alt vinafólk Elínar og Sigmundar:
„Það var fjör í gærkvöldi. Ég hitti
svo margt skemmtilegt fólk,“ seg-
ir Elín nýkomin úr veislunni og
vikan brátt á enda. ■
Vikan sem var
ELÍN SVEINSDÓTTIR
■ þurfti bæði að þola súrt og
sætt í vikunni sem nú er á enda.
Hún náði því líka að kaupa sér nýjar
buxur sem voru svo dýrar að hún
vill helst ekki tala um það.
Mildi, skilningur og manngæska
skína úr þessum augum. Enda
maðurinn þekktur af slíku þó oft
hafi hann þurft að stíga ölduna í
ólgusjó íslensks viðskiptalífs. En
nú hefur hann tekið land á
óvæntri en þó kunnuglegri
strönd. Hver á augun?
RAFLAGNA
ÞJÓNUSTA
RAFSÓL
Skipholti 33 • 105 Reykjavík
Sími:
553 5600
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
2
6
6
.0
0
2
lögg i l tu r ra fverk tak i
Síðustu vikurnar hefur BjarniDaníelsson, framkvæmda-
stjóri Íslensku Óperunnar, brugð-
ið sér í hlutverk smiðsins um
helgar. Hann hefur nýtt sér þann
frítíma sem gefist hefur í það að
gera endurbætur á veitingastað
sínum í Stykkishólmi, Sjávar-
pakkhúsinu við Hafnargötuna.
„Hann er í gömlu húsi sem við
höfum verið að endurbyggja,“ út-
skýrir Bjarni en veitingastaður-
inn er aðeins opinn á sumrin og
eru haustin notuð til endurbóta.
„Helgunum núna eyði ég í Stykk-
ishólmi og er að smíða geymslu-
hús við hliðina á húsinu. Það eru
geysilega mörg handtök. Það er
gaman að vera í Stykkishólmi og
gaman að takast á við aðra hluti
en maður er vanur að stússast í.“
Mikil þörf hefur verið á
geymslurými við veitingastaðinn
lengi, sem hefur sýnt sig best með
því að Bjarni hefur þurft að hafa
öl og mat í fóstri hjá nágrönnum
staðarins á Stykkishólmi. Einnig
hefur verið þörf á að smíða grind-
verk, sólpall og stiga. Sem betur
fer líkar honum smíðavinnan vel
og segist vel geta hugsað sér að
gera meira af henni. Ekki skemm-
ir fyrir að honum virðist þykja
mjög vænt um staðinn.
„Ég þori að segja að staðsetn-
ing hans sé ein sú fallegasta á
landinu. Okkar aðalsmerki er
geysilega fín sjávarréttasúpa.
Hún er heil máltíð og við notum í
hana allt það besta sem við fáum
hvern daginn. Hún er svo góð að
það fer orð af henni út um allan
heim.“
Þegar lífið kemst aftur í sinn
vanagang mun Bjarni eyða laug-
ardagskvöldum sínum í vinnu
sína á Óperunni auk þess að reyna
að fylgjast með því sem er að ger-
ast í öðrum leikhúsum. „Þetta er
náttúrlega þannig vinna að maður
tekur þátt í mannlífinu um helgar
en svo er einnig mjög góður fé-
lagsskapur þarna fyrir vestan. Ég
er þó orðinn svolítið linur við
skemmtanalífið núorðið. Tek það
að vakna hress á morgnana fram
yfir barferðirnar,“ segir Bjarni að
lokum og heldur af stað til Stykk-
ishólms með hamar í hönd. ■
Lárétt: 1 persóna í þekktu lagi, 7 festir
saman, 8 þefa af, 9 furðar, 11 óttast, 12
steinar, 15 ekki, 16 ármynni, 17 verkfæri.
Lóðrétt: 1 í röð, 2 samtök, 3 miðar, 4
fréttamaður, 5 geimferðastofnun, 6 sögu-
frægt fjall, 10 nægir, 13 algengt nafn, 14
reykja, 15 keyri.
Lausn:
EIVÖR PÁLSDÓTTIR
Bræddi hjörtu áhorfenda er hún kom fram á Airwaves-tónlistarhátíðinni á NASA á
fimmtudagskvöldið. Hún flutti frumsamin færeysk lög af geisladisknum Krákunni sem
kemur út á næstu dögum en íslenska lagið Hjarta mitt fékk einnig að hljóma og þar segir
Eivör: „En hefði ég ekki í nótt farið heim, þá ættirðu núna hjarta mitt“.
Lárétt: 1ramóna,7saumar, 8nasa,9undr-
ar, 11óa,12grjót, 15ei,16ós,17kranar.
Lóðrétt: 1rstu,2aa,3mundar, 4ómar, 5
nasa,6ararat,10nógir, 13jón,14ósa,15
ek.
1
7
8
9 10
15 16
17
2 3 4 5 6
(Magnús Gunnarsson, nýr stjórnarfor-
maður Eimskipafélagsins.)
ELÍN SVEINSDÓTTIR
Vikan byrjaði í líkamsrækt og endaði í fertugsafmæli.
BJARNI DANÍELSSON
Helgarnar í haust hafa farið í að smíða.
Laugardagskvöld
BJARNI DANÍELSSON
■ Óperustjórinn verður staddur á Stykk-
ishólmi í kvöld og ætlar ekki úr smíða-
gallanum fyrr en á morgun.
Veik af flensusprautu
Viðhald og viðgerðir
á gömlum timburhúsum.
Á þessu námskeiði verður farið í endurbætur og viðgerðir utanhúss.
Bóklegt og verklegt nám. Áhersla verður lögð á viðgerðir og smíði glug-
ga og hurða samkvæmt gömlu handverki. Einnig verður leiðbeint um
mat á skemmdum og val á efni til endurbóta. Námskeiðið hefst föstu-
daginn 31. október og lýkur laugardaginn 15. nóvember. Námskeiðið
verður haldið í Miðbæjarskóla og á verkstæði á Grettisgötu 46.
Námskeiðsgjald er kr. 16.900.- Leiðbeinandi: Þórhallur Hólmgeirsson.
Húsgagnaviðgerðir
Kennd eru undirstöðuatriði í fínsmíði og hvernig á að gera upp húsgögn
og antíkmuni. Nemendur mæta með eigin húsgögn til lagfæringar.
Námskeiðið stendur í 7 vikur og hefst fimmtudaginn 30. október.
Námskeiðsgjald er kr. 16.000.- Leiðbeinandi: Þórhallur Hólmgeirsson.
Listasaga - síðdegisnámskeið
Veitt er innsýn í heim listaverka með tónlistarívafi. Fjallað verður um hel-
stu tímabil listasögunnar frá upphafi myndgerðar fram á okkar daga.
Safnaheimsóknir.
Námskeiðið stendur í 7 vikur og hefst þriðjudaginn 28. október.
Námskeiðsgjald er kr. 10.500.- Leiðbeinandi: Þorsteinn Eggertsson
Myndlist
Teikning - kennd eru undirstöðuatriði í teikningu og leiðbeint um
notkun ýmissa teikniáhalda
Vatnslitamálun - kennd er blöndun lita og mismunandi aðferðir í vatns-
litamálun.
Námskeiðin standa í 7 vikur hvort og hefjast laugardaginn 1. nóvember.
Námskeiðsgjald er kr. 13.900.- Leiðbeinandi: Þorsteinn Eggertsson
Innritun stendur yfir í Miðbæjarskóla,
Fríkirkjuvegi 1. sími 551 2992
Netfang: nfr@namsflokkar.is http://www.namsflokkar.is
Smiður um helgar
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T