Fréttablaðið - 26.10.2003, Page 2
2 26. október 2003 SUNNUDAGUR
Jú, þeir þurfa bara að sýna það
oftar og meira í verki.
Hrafn Jökulsson er forseti Hróksins, en hann hefur
verið gagnrýndur fyrir að tefla fram mörgum út-
lendingum í liði sínu.
Spurningdagsins
Hrafn, eru Íslendingar
ekki nógu góðir?
Stjórnin heldur sjó
Stjórnarflokkarnir halda sínu í nýrri skoðanakönnun. Dósent í stjórn-
málafræði segir að svo virðist sem stjórnarflokkunum hafi tekist að
sannfæra sína kjósendur um að þeir haldi vel á sínum málum.
SKOÐANAKÖNNUN Stjórnarflokkarn-
ir halda sínu og rúmlega það í
nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs-
ins á fylgi flokkanna. Fylgi þeirra
er mjög svipað og það var í al-
þingiskosningunum 10 maí.
Baldur Þórhallsson, dósent í
stjórnmálafræði við Háskóla Ís-
lands, segir að þessi niðurstaða
komi ekki á óvart.
„Ég held að stjórnarandstaðan
hafi ekki verið
að skora nein
s n i l l d a r m ö r k
það sem af er
þessu kjörtíma-
bili,“ segir Bald-
ur. „Ríkisstjórn-
in hefur haldið
þokkalega sjó.“
Í könnuninni
mælist Sjálf-
stæðisflokkurinn með ríflega 35%
fylgi, sem er 1,5% meira en flokk-
urinn fékk í kosningunum. Fram-
sóknarflokkurinn stendur nánast í
stað, en hann fær 17,9% í skoðan-
ankönnuninni en fékk 17,7% í
kosningunum.
Samfylkingin tapar mestu
fylgi í könnuninni, 2,6% miðað við
síðustu könnun. Flokkurinn
mælist nú með 28,4%. Vinstri
grænir og Frjálslyndi flokkurinn
eru á svipuðu reki. Frjálslyndir
bæta töluverðu við sig miðað við
kosningarnar. Flokkurinn nýtur
stuðnings 9,4% þjóðarinnar miðað
við skoðanakönnunina en fékk
7,4% í kosningunum. Vinstri
grænir mælast líkt og Framsókn-
arflokkurinn með nánast sama
fylgi og í kosningunum. Flokkur-
inn nýtur stuðnings 9% þjóðarinn-
ar miðað við könnunina, sem er
0,2% minna en hann fékk í kosn-
ingunum.
Baldur segir að gagnrýni
stjórnarandstöðunnar á ríkis-
stjórnina í kjölfar öryrkjadóms-
ins og öll umræða hennar um
svikin kosningaloforð stjórnar-
flokkanna virðist ekki hafa áhrif á
afstöðu almennings. Það segi ekki
endilega að stjórnarandstaðan sé
veik heldur frekar að stjórninni
hafi tekist að sannfæra sína kjós-
endur um að hún haldi vel á sínum
málum.
„Það er kannski athyglisvert að
öryrkjadómurinn hafi engin áhrif
en báðir aðilar túlka dóminn að
ákveðnu marki sem sigur fyrir sinn
málstað. Það kannski skýrir þetta.“
Baldur segir að fróðlegt verði
að fylgjast með þróun á fylgi
flokkanna á næstunni, sérstak-
lega á næsta
ári þegar
stokkað verði
upp í ríkis-
stjórninni og
Davíð Oddsson
víkur úr for-
sætisráðherra-
stólnum fyrir
Halldóri Ás-
grímssyni.
Úrtakið í
k ö n n u n i n n i ,
sem gerð var í
gær, var 800
manns sem
skiptist hlutfallslega jafnt milli
kynja og landshluta. Um 67%
aðspurðra tóku afstöðu.
trausti@frettabladid.is
Flugvirkjar og Tækniþjónustan:
Deilan virðist í hnút
ATVINNUMÁL „Það þokaðist lítið í
samkomulagsátt,“ sagði Þórir
Einarsson ríkissáttasemjari eftir
að fundi flugvirkja og Tækniþjón-
ustunnar lauk síðdegis í gær eftir
sjö tíma törn. Annar fundur hefur
verið boðaður seinnipartinn í dag.
Kristján Kristinsson, sem sit-
ur í samninganefnd flugvirkja,
sagðist ekki vera of bjartsýnn á
framhaldið. „Það þokaðist ósköp
lítið á þessum fundi. Þó má segja
að ekki beri mjög mikið á milli að
mínu viti. Það er vitaskuld túlk-
unaratriði en það þarf ekki að
teygja sig mjög langt til að aðilar
verði sáttir.“
Kristján segir þennan samning
ekki ósvipaðan þeim sem var
gerður við flugvirkja Flugfélags
Íslands fyrir skömmu. „Í megin-
atriðum er um svipaðan samning
að ræða. Hins vegar höfum við að-
eins aðrar áherslur og á þeim
strandar málið. Hins vegar ber að
geta þess að það eru ekki margir
félagsmenn innan okkar raða og
auðvelt verður að klára málið ef
sættir nást.“ ■
HORFST Í AUGU
Tvíburabræðurnir Mohamed og Ahmed
Ibrahim, sem áður voru samvaxnir á höfði,
sjást í fyrsta sinn.
Egypskir síamstvíburar:
Sjást í
fyrsta sinn
DALLAS, AP Egypsku tvíburarnir
Mohamed og Ahmed Ibrahim
horfðust í fyrsta sinn í augu á
sjúkrahúsi í Dallas á föstudag.
Tvíburarnir, sem eru tveggja
ára gamlir, fæddust samvaxnir
á höfði en voru aðskildir með
skurðaðgerð fyrr í þessum mán-
uði.
Bræðurnir eru báðir taldir úr
lífshættu, en ástand þeirra er þó
ennþá alvarlegt. Bati Mohameds
hefur verið hraðari en bróður
hans og telja foreldrar tvíbur-
anna að hann hafi þekkt bróður
sinn er þeir sáust í fyrsta sinn.
Ahmed var í móki þegar þessi
fyrsti fundur bræðranna átti sér
stað. ■
HALLDÓR OG DAVÍÐ
Baldur Þórhallsson segir að gagnrýni stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórnina í kjölfar öryrkja-
dómsins og öll umræða hennar um svikin kosningaloforð stjórnarflokkanna virðist ekki
hafa áhrif á afstöðu almennings.
BALDUR
ÞÓRHALLSSON
Niðurstaða könnunar-
innar kom ekki á
óvart.
ÞRÓUN FYLGIS FLOKKANNA
Kosningar Ágúst* Október*
B 17,7% 13,1% 17,9%
D 33,7% 40,6% 35,2%
F 7,4% 8,3% 9,4%
S 31,0% 31,4% 28,4%
U 8,8% 6,0% 9,0%
*Skoðanakönnun Fréttablaðsins
Brautskráning frá Há-
skóla Íslands:
Rektor vill
umræðu um
skólagjöld
SKÓLAMÁL Við brautskráningu
stúdenta við Háskóla Íslands í
gær bað Páll Skúlason útskriftar-
nemendur að hugleiða hvort þeir
héldu að þeir hefðu verið betri
nemendur við háskólann ef þeir
hefðu greitt hærri skólagjöld.
Í ræðu sinni sagði Páll að
þessi spurning væri mikilvæg
þegar umræða um skólagjöld
bæri á góma og þar sem skóla-
gjöld væru ein leið til að bæta
kennslu, nám og rannsóknir við
háskólann hljóti að þurfa að
íhuga vandlega kosti hennar og
galla. Páll segir að starfið innan
háskólans hafi aldrei verið eins
öflugt, fjölbreytt og skapandi og
um þessar mundir og af þeim
ástæðum sé þörfin fyrir meira fé
brýn. ■
RÚSSLAND, AP Grátandi ættingjar
biðu enn áhyggjufullir við kola-
námu í suðurhluta Rússlands í
gærkvöld en óvíst var um afdrif 13
af 46 námuverkamönnum sem lok-
uðust niðri í námunni fyrir helgi.
Vatn flæddi inn í námugöngin á
fimmtudag og lokaði mennina inni
á 800 metra dýpi. Björgunarsveitir
höfðu í gærkvöld náð upp 33 mönn-
um en þeir höfðu þá mátt dúsa
innilokaðir í tæpa tvo sólarhringa,
matarlausir í svartamyrkri. Björg-
un þeirra var tímafrek en þeir
voru fluttir upp úr námunni með
sérstakri lyftu sem aðeins tekur
þrjá í hverri ferð. Mennirnir voru
fluttir á sjúkrahús en þeir voru
mjög kaldir og þrekaðir.
Námuverkamennirnir voru í
nokkrum hópum og er 13 manna
enn leitað. Lífslíkur þeirra fara ört
þverrandi, að sögn björgunar-
manna. ■
Námuslys í Rússlandi:
Þrettán saknað
HÓLPINN
Námuverkamaður veifar til viðstaddra þeg-
ar björgunarmenn koma með hann upp úr
kolanámunni eftir tæplega tveggja sólar-
hringa innilokun. Óvíst er um afdrif 13
námuverkamanna en búið var að bjarga
33 úr prísundinni í gærkvöld.
Alltaf ód‡rast á netinu
Breytanlegur farseðill!
Verð á mann frá 19.500 kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
22
35
0
1
0/
20
03
Rannsóknin á morði
Önnu Lindh:
Lög brotin
STOKKHÓLMUR Lögmaður sænska
landlæknisembættisins segir að
lögreglan í Stokkhólmi hafi brot-
ið lög þegar hún aflaði sannana
gegn meintum morðingja Önnu
Lindh.
Lögreglan þurfti að fá DNA-
sýni úr manninum, meðal annars
til að bera saman við morðvopnið
og fatnað sem fannst skammt frá
morðstaðnum, og voru sýnin feng-
in úr lífsýnabanka í Huddinge-
sjúkrahúsinu. Bankinn hefur að
geyma lífsýni þriggja milljóna
íbúa. Ströng lög gilda um bankann
og má aðeins nota sýni úr honum
til að finna og greina ákveðna
sjúkdóma. ■
RÍKISSÁTTASEMJARI
Fundi Tækniþjónustunnar og flugvirkja á
Keflavíkurflugvelli lauk án árangurs. Annar
fundur verður í dag.
„Ég held að
stjórnarand-
staðan hafi
ekki verið að
skora nein
snilldarmörk.
Kjarnorkuáætlun
Norður-Kóreu:
Stefnu-
breyting
SUÐUR-KÓREA, AP Norður-Kóreu-
stjórn sagðist í gær reiðubúin að
íhuga tilboð George W. Bush
Bandaríkjaforseta um tryggingu
fyrir öryggi landsins gegn því að
hætt verði við kjarnorkuáætlun
Norður-Kóreu. Þetta er kúvending
í stefnu Norður-Kóreu, sem hing-
að til hefur hafnað tilboði Banda-
ríkjamanna með þeim orðum að
það væri vart pappírsins virði. Þá
er skammt síðan Norður-Kórea
hótaði að sýna mátt sinn á sviði
kjarnorkuvopna. Deilan um
kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu
og meinta kjaornurkuvopnaeign
hefur staðið í rúmt ár. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
SKOTIN NIÐUR
Apache-þyrla sveimar yfir brennandi flaki
Black Hawk-þyrlunnar sem skotin var nið-
ur með heimatilbúinni árásareldflaug. Einn
maður særðist.
Þyrla skotin niður í Írak:
Einn slasaður
BAGDAD, AP Að minnsta kosti einn
maður særðist þegar bandarísk
Black Hawk-herþyrla var skotin
niður í gær skammt utan við
Tíkrít í Írak.
Þyrlan var skotin niður með
heimatilbúinni eldflaug og brot-
lenti hún skammt utan við borg-
ina.
Bandaríkjamenn neita að tjá
sig nokkuð um atvikið en þeir
hafa ítrekað varað við hættunni
sem stafar af þúsundum árásar-
eldflauga sem þeir segja að enn
séu í höndum stuðningsmanna
Saddams Husseins. ■