Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.10.2003, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 26.10.2003, Qupperneq 20
Þessi bók er alveg lífsnauðsyn-leg á hvert náttborð í landinu,“ segir Flosi Ólafsson leikari, sem var að senda frá sér bók um fimmtíu ára samveru þeirra Lilju, konu hans. Flosi er ekki í vafa um að bók- in geti ekki síður reddað öllum sem eru að velta fyrir sér sam- búðarslitum og skilnuðum og gert þau ánægjuleg. „Hún er þeim nauðsynleg sem eru í sambúð, ætla í sambúð, eru að fara úr sam- búð og semsagt eiga erfitt með að tolla í sambúð. Bókin átti mera að segja einu sinni að heita: „Tollað í sambúð“, en það breyttist í „Ósköpin öll“, vegna þess að það voru svo miklar hamfarir í akkúrat þessari fimmtíu ára sam- búð,“ segir Flosi, sem hefur verið allan þann tíma sem hann hefur búið með Lilju að skrifa bókina. „Þetta er afraksturinn af gífurleg- um pælingum, þrotlausri hugsun og andlegri iðju í öll þessi ár,“ seg- ir Flosi og stekkur ekki bros. Þunglyndi á morgnana Þeir sem fylgist hafa með Flosa í gegnum árin og lesið pistla hans vita að hann þjáist af miklu þung- lyndi á morgnana. Þrátt fyrir það segist hann sofa eins og engill fram undir hádegi á hverjum morgni því samviska hans sé svo góð. „Ég er svoddan afbragðs maður að ég er með tandurhreina samvisku og þarf ekki að hafa áhyggjur af glæpsam- legu atferli eða misgjörðum við aðra. Þegar ég skreiðist fram úr er mín ágæta eignkona löngu komin á fætur og byrjuð að brauka og bramla í kokkhúsinu með pott- hlemmaslátt og aðra innanbæjar- snúninga og reynir ítrekað að vekja mig. Ég tek því misjafnlega, að minnsta kosti ef hún er að vekja mig um það leyti sem ég kalla miðja nótt, til dæmis klukkan 11 á morgn- ana,“ segir Flosi og bætir við að þegar hann sé við það að opna aug- un fari hann að spá í það hvort það taki því nokkuð úr því sem komið sé að opna augun. Fíknir og losti liðin tíð Flosi játar að enn sé hann í sjálfsmorðshugleiðingum í svefn- rofunum og það lagist ekki með aldrinum. „Ef ég væri til dæmis hestur væri löngu búið að skjóta mig. Ég botna ekkert í þessum vit- leysingum sem eru að dásama þetta aldursskeið – ellina. Úr manni er horfin öll lífslöngun, enginn ótugt- arskapur til að gleðja mann lengur, ekkert til að hlakka til; fíknir og losti liðin tíð og ekki lengur vottur af þorsta eða greddu. Eftir situr bara hrúga af svartsýniskasti,“ seg- ir hann, hlær eins og hross á stalli og fullyrðir að enginn kvenmaður líti við honum lengur. „Lilju þykir bara vænt um mig. Bara dæmigerð platónísk ást eftir öll þessi ár; ást sem var fullkomnuð með að fara bara upp í sveit,“ segir Flosi, sann- færður um að bókin hans eigi eftir að verða tímamótaverk sem eigi eftir að bjarga bróðurpartinum af þeim hjónaböndum á Íslandi sem enn hanga á horriminni og gleðja þá að hjartans grunni sem eru lausir úr sambúð eða eru að reyna að slíta sig lausa. bergljot@frettabladid.is 20 26. október 2003 SUNNUDAGUR „Ég er svoddan afbragðs maður“ FLOSI ÓLAFSSON „Úr manni er horfin öll lífslöngun, enginn ótugtarskapur til að gleðja mann lengur, ekkert til að hlakka til; fíknir og losti liðin tíð og ekki lengur vottur af þorsta eða greddu. Eftir situr bara hrúga af svart- sýniskasti.“ Flosi Ólafsson leikari sendir frá sér bók sem að hans sögn er lífsnauðsynleg á hvert náttborð á landinu. Hún fjallar um fimmtíu ára sambúð þeirra Lilju, konu hans. Flosi fullyrðir að hún muni bjarga samböndum sem eru á horriminni: Staðalhópur Femínistafélags Íslands opnar sýninguna Afbrigði af ótta í Nýlistasafninu á morgun. Þar er beint sjónum að klámvæðingunni og samfélagslegum áhrifum hennar. Efnið á sýningunni á ekki erindi við börn eða unglinga og því er hún bönnuð innan átján. Við ætlum aðallega að sýnaþað efni sem er nærtækt, yf- irleitt með einum músarsmelli,“ segir Katrín Anna Guðmunds- dóttir, einn aðstandenda sýning- arinnar Afbrigði af ótta, sem er opnuð á morgun, mánudag, í Ný- listasafninu. Viðfangsefni sýn- ingarinnar er klám og klámvæð- ing. „Við verðum með skjávarpa og vörpum efninu upp á vegg og einnig erum við með hjóðupp- tökur þannig að fólk fær að heyra viðhorf fólks til kláms, eins og þau birtast á Netinu, um leið og efnið er skoðað. Þrátt fyrir að aðaláherslan verði á Netið ætlum við að sýna efni og viðhorf úr fleiri miðlum. Við verðum með kaffihorn þar sem fólk getur sest niður og skoðað tímarit, blöð og fleira. Þá er ég ekki að meina klámblöð heldur birtingarmyndir í öðrum fjöl- miðlum.“ Bannað börnum Sýningin er ekkert barnaefni og því er hún bönnuð innan 18 ára. „Við erum einfaldlega að sýna hvert við erum komin, skoða stöðuna eins og hún er í dag, hvaða áhrif klámvæðingin er að hafa og velta upp spurning- um um hvernig samfélagi við viljum búa í. Kynlíf og börn eiga til dæmis ekki samleið og það þarf að gera eitthvað til að passa börnin því þau verða fyrir gífur- legum áhrifum af öllu sem þau sjá. Við erum líka að sjá fleiri og fleiri dæmi um að verið sé að búa til kynferðislegar tengingar við börn eða unglinga. Fólk er að vakna til vitundar um að þetta er ekki eðlilegt ástand og að ung- lingar eigi ekki að fá sína helstu kynfræðslu úr kláminu því klám- ið gefur ekki eðlilega mynd af kynlífi og hlutverkum kynjanna.“ Brengluð kynjahlutverk Katrín Anna segir klámið stöðugt verða meira áberandi í daglegu lífi fólks. „Við hefðum ekki þessar áhyggjur ef klámið væri jaðarfyrirbæri sem hefði lít- il sem engin áhrif í samfélaginu. Það eru hins vegar virk öfl í gangi að markaðssetja klámið og reyna að gera það að sjálfsögðum hluta af daglegri neyslu fólks. Í klámi þykir sjálfsagt mál að konur geri hvað sem er í kynlífinu. Ekki á sínum eigin forsendum heldur miðað við hvað er skilgreint af klámheiminum og það er mikill þrýstingur á bæði kynin að taka þátt í þessu.“ Katrín Anna tekur skýrt fram að staðalímyndahópurinn sé ekki á móti kynlífi. „Klám og kynlíf er ekki sami hluturinn. Við erum að reyna að sýna fram á að þetta tvennt er mjög ólíkt og þó fólki þyki kynlíf gott og hafi gaman af kynlífi þarf klámið ekki að vera partur af því. Í klámi birtist niðurlæging og ofbeldi auk þess sem þar eru kynin í mjög ólíkum hlutverkum. Það getur vel verið að hægt sé að búa til kynlífstengt efni þar sem jafnræði ríkir með kynjunum, án niðurlægingar og sem gefur raunhæfa mynd af raunveruleikanum en það erum við ekki að sjá í því klámefni sem flæðir yfir fólk í dag.“ Undan oki klámvæðingar Að sögn Katrínar Önnu er klámvæðingin ekki eitthvað sem við þurfum að samþykkja, heldur eitthvað sem þarf að sporna gegn og grípa til aðgerða. „Fullorðna fólkið þarf að vera þar fremst í flokki með því að fræða þau sem yngri eru og vera þeim góðar fyrirmyndir. Klámiðnaðurinn er mjög virkur í markaðssetningu á sínu efni og þar er ekkert heilagt, við vitum til dæmis að börn eru markhópur. Aðalmarkmið okkar er að berjast gegn því að klámið sé sýnilegt í almannarýminu. Það er lágmark að fólk hafi val en eins og staðan er í dag er valið harla lítið. Ef fólk vill ekki klám í sínu lífi þá stendur það ekki til boða og það teljum við að sjálf- sögðu vera skerðingu á frelsi.“ thorarinn@frettabladid.is KATRÍN ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR Segir framboðið af klámefni á Netinu og annars staðar svo mikið að það sé meira en fullt starf að fylgjast með því öllu: „Það væri mjög auðvelt að vera að vinna í þessu allan sólar- hringinn og það myndi samt ekki duga. Þess vegna erum við líka að reyna að koma þessu á framfæri svo fólk sjái þetta, geri sér grein fyrir þessu og átti sig líka á því að það má setja þessu mörk. Fólk má segja nei.“ Sýning á klámi – gegn klámi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.