Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 22
22 26. október 2003 SUNNUDAGUR Vér mótmælum! Helgi Hóseasson hefur mótmælt í hartnær 40 ár. Flestir kannast við hann þar sem hann stendur með skilti á Langholtsvegi. Fréttablaðið spurði nokkra valinkunna einstaklinga hvað myndi standa á þeirra skilti, ef þeir settu sig í spor Helga og færu út á Langholtsveg og mótmæltu. Í ljós kom að viðmælendunum lá margt á hjarta. Ef ég myndi vilja gerastkverúlant og helga líf mitt því að mótmæla einhverju sem böggaði fáa en skipti mig einhverju máli þá væri það fá- breytni íslenskra mannanafna. Færri Kristjána – fleiri Kol- skeggi! Maður er alltaf að hitta eitthvað fólk sem heitir Kristján, eða Stefán eða Guð- mundur og auðvitað man mað- ur ekki stundinni lengur hver heitir hvað. Hins vegar man maður hver heitir Styr og hver Röðull. Mér finnst að það eigi að setja kvóta á manna- nöfn þannig að ekki megi nema 20 manns bera hvert nafn um sig. Ef einhver ætlar að láta barn sitt heita Krist- ján, þá fengi sá það einfald- lega uppgefið að það væri frá- tekið. „En hérna erum við með nokkur á lausu, til dæmis. Hrútur, Svarthöfði og Kol- skeggur ... Lambi...“ Og þá fer maður loks að hitta einhverja sem mögulegt er að muna hvað heita.“ ■ Eitthvert mikilvægasta mál að berjastgegn í okkar samfélagi er ofbeldi gegn börnum, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt. Ég vil sjá ráðamenn þjóðarinnar eyða orku í að fjalla um kjör íslenskra barna og ung- linga en eyða henni ekki í málefni eins og aðskilnað ríkis og kirkju. Aðskilnaður hefur orðið heilmikill á síðustu árum. Ráðamenn mættu beina sjónum sínum að því að kirkjan er til dæmis hreyfing sem hlúir að börnum þessa lands. Í mínu starfi sem prestur hef ég kynnst því hvernig fólk getur verið stóran hluta ævi sinnar að vinna sig út úr sársaukafullri reynslu sem það varð fyrir sem börn og sem unglingar. Margir þurfa að glíma við andlega og líkamlegra sjúkdóma vegna sálrænna áfalla sem þeir urðu fyr- ir í æsku.“ ■ Halldór Bragason blúsari: Hólmfríður Anna Baldursdóttir, útvarpskona og femínisti: Við í Bríet notum þetta slagorð á 1. maí ogmér finnst það vísa til heimsins alls. Þegar maður velur mótmælaskiltið þá finnst mér ekki nóg að segja bara „launamisréttið verður að hverfa“ eða eitthvað svoleiðis. Ég vildi láta þetta ná yfir allan heiminn af því að það er misrétti úti um allt, bæði hér og annars staðar. Mér finnst ekki vera kynjajafnrétti neins staðar í heiminum núna, þannig að það er líka svolítil „heal the world“-stemning í þessu. Ég vil líka leggja áherslu á það að femínistar eigi að sam- einast og með því að setja svona fram er þetta líka jákvætt, en samt pínu remba í þessu sem mér finnst líka mjög jákvætt. Síðan vísar þetta náttúrlega líka til þessarar fegurðarímyndar sem mér finnst mjög mikilvægt. Femínistar fegra heiminn og um leið vísar þetta til marg- breytileika.“ ■ Ellý Ármannsdóttir þula: Hvað ofbeldið varðar er að mínu mati mjög stutt á millirefsinga og ofbeldis en refsing er jú ákveðin valdbeit- ing því sá sem beitir ofbeldi niðurlægir fórnarlamb sitt og veldur því sársauka. Maður ætti að tileinka sér það að skilja persónuleg vandamál eftir heima og horfast í augu við þá staðreynd að maður er ekki fær um að efla eigin þroska nema þekkingu sé hleypt í gegnum skelina, þú skil- ur... að hjartanu, þar sem hún breytist í væntumþykju og samkennd. Þegar það kemur að eineltinu fær Stefán Karl vissulega þrefalt húrra fyrir að hafa látið í sér heyra með því að stofna samtökin Regnbogabörn og koma umræðunni af stað. Börn sem alast upp við umhyggju læra að treysta öðrum og fá sterka öryggistilfinningu en ef þau upplifa óöryggi og niðurlægingu er töluverð hætta á að þau verði varnarlaus og niðurlægi jafnvel skólafélaga sína sökum þess. Ungt fólk hefur unun af áhrifamiklum og upplýsandi samræðum og við, foreldrarnir, megum ekki gleyma að þau þarfnast umhyggjusemi og skilyrðislausrar ástar. Ef við einbeitum okkur að því að efla samband okkar við börnin okkar held ég að þau öðlist meira sjálfsálit og hlúi þar af leiðandi að náunganum.“ ■ Davíð Þór Jónsson, þýðandi og skemmtikraftur: Séra Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur: Karlmenn eru karlmenn og konur eru konur. Afhverju má það ekki vera svoleiðis? Af hverju eru konur að reyna að búa til konur úr karlmönnum? Til dæmis eins og þessi kynlífskönnun. Hversu mikl- um hluta af þessum 600 milljónum, sem á að vera hin árlega velta, er eytt af konum í alls kyns dóta- búðum þar sem seld eru hjálpartæki kynlífsins? Góður hluti hugsa ég, en samt á að hengja karla. Óþolandi svona skýrslur þar sem niðurstaðan er gef- in fyrir fram. Alls konar jafnréttisfulltrúar og nefndir á opinberu framfæri eru með veiðileyfi inn í ríki karlmennskunnar. Ég neita að borga þetta. Það mætti halda að þessar konur hafi lesið Lýsiströtu einum of oft í menntaskóla, vilja karlmenn úr svefn- herbergjunum til að sitja einar að hjálpartækjunum. Þetta vil ég fordæma.“ ■ FRÉTTAB LAÐ IÐ /ALD A LÓ A FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.