Fréttablaðið - 09.01.2004, Síða 2
2 9. janúar 2004 FÖSTUDAGUR
„Því miður – við gerum næstum
allt fyrir húseigendur.“
Bjarni Ármannsson er forstjóri Íslandsbanka en
nýlega hóf bankinn að auglýsa húsnæðislán í
erlendri mynt. Rússneska rúblan er ákaflega
óstöðugur gjaldmiðill og því skemmtilegur kostur
fyrir spennufíkla í fjármálum.
Spurningdagsins
Bjarni, er ekki hægt að fá lán í
rúblum hjá þér?
Lífshættulegir
sjúkraflutningar
Margir læknar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi eru afar óánægðir með
að það skuli sífellt þurfa að flytja fárveikt fólk milli sjúkrabygginga á
Hringbraut og í Fossvogi. Þeir segja það ástand „algerlega óviðunandi“.
HEILBRIGÐISMÁL Óánægja lækn-
anna á Landspítala-háskólasjúkra-
húsi með reglubundna sjúkra-
flutninga á fárveiku fólki milli
bygginga spítalans við Hring-
braut og í Fossvogi hefur verið
viðvarandi. Þeir
benda á að slíkir
flutningar geri
sjúkdómana erfið-
ari viðureignar og
geti jafnvel riðið
mjög veiku fólki að
fullu.
Nýlegt dæmi er
tilefni þessarar um-
fjöllunar í Frétta-
blaðinu nú. Rúm-
lega áttræð kona, sem búsett er úti
á landi, veiktist hastarlega í lung-
um. Hún var flutt á geðdeild Land-
spítalans við Hringbraut í Reykja-
vík. Þar elnaði henni sóttin, svo
flytja þurfti hana í snarhasti með
sjúkrabíl á lungnadeild LSH í Foss-
vogi. Hún reyndist vera með önd-
unarbilun sem stafaði af svæsinni
lungnabólgu. Þar lá hún milli heims
og helju, um tíma í öndunarvél, yfir
hátíðarnar. Smátt og smátt komst
hún til nokkurrar heilsu á ný. Nú í
vikunni var hún svo aftur flutt með
sjúkrabíl á geðdeildina við Hring-
braut. Hún þoldi þann flutning illa,
svo að um kvöldið var hún enn á ný
flutt á lungnadeildina.
Aðstandendur gömlu konunnar
sem um ræðir sögðu í samtali við
blaðið að þeir væru afar ánægðir
með þá aðstoð og þann aðbúnað sem
hún hefði á deildinni nú.
Þeir læknar sem Fréttablaðið
ræddi við vegna þessa vildu ekki
koma fram undir nafni, meðan
atvinnumál alls starfsfólks á Land-
spítalanum væru í uppnámi og
öryggisleysi. En þeir höfðu ákveðn-
ar skoðanir á þessum reglubundnu
flutningum á mikið veiku fólki.
„Margir okkar erum óánægðir
með meðferðina á okkar skjólstæð-
ingum í þessum flutningum,“ sagði
einn þeirra lækna sem blaðið
ræddi við. „Það þarf stundum að
flytja fárveikt fólk á milli og það er
óviðunandi, að það skuli þurfa að
viðhafa slíka flutninga reglulega til
að það geti fengið þá læknishjálp
sem það þarf á að halda. Það er í
rauninni reiknað með því í starf-
semi þessa tvískipta sjúkrahúss, að
verið sé að framkvæma hættulega
sjúkraflutninga.“
Það sama kom fram í máli þeir-
ra lækna sem blaðið ræddi við að
slíkir flutningar færu fram
nokkrum sinnum í mánuði, en
ættu í versta falli að eiga sér stað
nokkrum sinnum á ári.“
jss@frettabladid.is
Hannes Hólmsteinn:
Vísar allri
gagnrýni á bug
BÓKMENNTIR Hannes Hólmsteinn
Gissurarson vísar á bug öllum
ásökunum um ritstuld og óvönduð
vinnubrögð við ritun bókarinnar
Halldór. Hannes telur ekki eðli-
legt að lögð sé mælistika bók-
menntafræðiritgerða á ævisögu
sína um Halldór Laxness enda sé
ekki um skólaritgerð að ræða
heldur fræðirit almenns eðlis.
„Í eftirmála bókarinnar get ég
þess skilmerkilega að ég styðst við
æskuminningar Halldórs Kiljans
Laxness. Ég tel upp þessar fimm
minningabækur hans og segi það
alveg skýrt í eftirmálanum að ég
felli þær inn í frásögnina og nýti
þær í bókinni,“ segir Hannes.
Þá segir hann ekkert athuga-
vert við að hann notist við verk
Peters Hallberg án þess merkja
þær alltaf tilvitnunum, enda sé
sérstaklega tekið fram í eftirmála
að mjög sé stuðst við hans verk.
Í greinargerð Hannesar segir að
Pétur Már Ólafsson hafi lesið
próförk handritsins að beiðni fjöl-
skyldu skáldsins og að breytingar
hafi verið gerðar á handritinu í
samræmi við athugasemdir Péturs.
Halldór vísar einnig þeirri ásök-
un Helgu Kress á bug að í bókinni
komi ekki fram ný þekking um
skáldið. Hannes tiltekur á sjöunda
tug atriða í greinargerð sinni sem
ekki hafi komið fram áður.
Hann segir að sér hafi verið ljóst
að bók hans yrði lesin gaumgæfilega
af sérfræðingum um Laxnes og sé
ánægður með að hann hafi ekki ver-
ið ásakaður um að níða skáldið niður
eða halda fram staðreyndavillum. ■
CLARK
Wesley Clark nýtur vaxandi vinsælda
meðal demókrata í Bandaríkjunum.
Prófkjör demókrata:
Clark
ógnar Dean
BANDARÍKIN Wesley Clark, fyrrum
hershöfðingi, er helsti keppinaut-
ur Howards Dean, í prófkjöri
demókrata vegna forsetakosning-
anna í nóvember, samkvæmt
nýrri skoðanakönnun Gallups.
Öldungadeildarþingmaðurinn
John Kerry er í þriðja sæti.
Um 24% demókrata styðja
Dean á meðan Clark nýtur fylgis
20% aðspurðra. Fyrir aðeins
þremur vikum var munurinn á
þessum tveimur frambjóðendum
yfir tuttugu prósentustig. ■
Sendingin kom fyrir jól:
Hass falið í
hjólbörðum
HASS Hasssendingu sem vitjað var
á vöruhótel, á þriðjudag, kom til
landsins frá Danmörku rétt fyrir
jól.
Lögreglan hefur ekki gefið upp
hversu mikið magn þeir fundu en
hassið var falið í fjórum dekkjum
sem öll voru á felgum.
Þrír af fjórum mönnum sem
handteknir voru í kjölfarið voru
úrskurðaðir í gæsluvarðhald á
miðvikudag en ekki þótti ástæða
til að krefjast varðhalds yfir þeim
fjórða. ■
Árás á sjúkraþyrlur:
Níu létust
ÍRAK Níu bandaríkir hermenn létu
lífið þegar bandarísk herþyrla af
gerðinni Black Hawk brotlenti í ná-
grenni bæjarins Falluja vestur af
höfuðborginni Bagdad í gær.
Bóndi, sem býr nálægt þeim stað
þar sem þyrlan kom niður, segir að
hún hafi orðið fyrir árás. Hann
sagðist hafa séð tvær þyrlur merkt-
ar með sjúkrakrossi fljúga yfir og
hefði flugskeyti hæft aðra þeirra í
stélið. ■
UPPHAF RANNSÓKNAR
Bankaræninginn náði 900 þúsund krónum
þegar hann rændi Sparisjóð Kópavogs.
Bankaræninginn
fær góð meðmæli:
Borgaði
ránsfenginn
DÓMSMÁL Mál bankaræningjans
sem rændi Sparisjóð Kópavogs, í
maí í fyrra, var þingfest í Héraðs-
dómi Reykjaness í gær. Hann hefur
endurgreitt ránsfenginn sem var
900 þúsund krónur; tæplega hálfa
milljón til Sparisjóðsins og um 400
þúsund krónur til tryggingafélags-
ins.
Hann er ákærður fyrir að hafa
stokkið yfir afgreiðsluborð Spari-
sjóðsins, ógnaði starfsfólki með
hnífi, skipaði því að halda sig fjarri
og hrifsað peningana úr skúffu í
gjaldkerastúkunni. Verði maðurinn
fundinn sekur getur hann fengið frá
sex mánaða upp í sextán ára fang-
elsi hafi mjög mikil hætta verið
samfara ráninu.
Saksóknari í málinu mun kalla
fimm vitni fyrir dóm. Verjandi
bankaræningjans hefur meðal ann-
ars lagt fram meðmæli vinnu-
veitanda ræningjans, þar sem hon-
um eru gefin góð meðmæli. ■
HNÍFSSTUNGA Fertugur maður var
stunginn í síðuna á heimili sínu í
austurbæ Reykjavíkur í fyrri-
nótt. Tveir menn voru handtekn-
ir á dvalarstað þeirra síðar um
nóttina. Annar þeirra var í gær-
kvöldi úrskurðaður í tveggja
vikna gæsluvarðhald eða til 22.
janúar.
Stungusárið var alvarlegt og
fór maðurinn í aðgerð í gær.
Hann er ekki lengur í lífshættu
en litlu mátti muna að illa færi.
Að sögn Harðar Jóhannesson-
ar, hjá lögreglunni í Reykjavík,
varð atvikið með þeim hætti að
húsráðandi varð sundurorða við
tvo gesti sína. Við það yfirgáfu
gestirnir heimili hans en sneru
aftur skömmu síðar og var þá
annar þeirra vopnaður hnífi og
gerði atlögu að húsráðanda og
stakk hann í síðuna með fyrr-
greindum afleiðingum. Eftir
árasina flúðu gestirnir af vett-
vangi.
Síðar sömu nótt tókst lögregl-
unni að hafa upp á árásarmönn-
unum á dvalarstað þeirra í öðr-
um bæjarhluta og voru þeir
báðir handteknir.
Við rannsókn málsins í gær
kom í ljós að annar þeirra bæri
einn ábyrgð á hnífsstungunni og
var hinum manninum því sleppt
úr haldi að yfirheyrslu lokinni. ■
Hnífsstunga í Reykjavík:
Úrskurðaður í
gæsluvarðhald
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
HANNES SVARAR BLAÐAMÖNNUM
Á fundi með blaðamönnum í Skólabæ í gær svaraði Hannes spurningum blaðamanna og
dreifði greinargerð þar sem hann svarar ásökunum sem fram hafa komið á vinnubrögð
hans við ritun ævisögu Halldórs Laxness.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A
FLUTT Á MILLI BYGGINGA
Reglubundnir sjúkraflutningar með bráðveikt fólk þurfa að fara fram á meðan
Landspítali-háskólasjúkrahús er til húsa í tveimur byggingum í borginni.
■
Þeir benda á að
slíkir flutningar
geri sjúkdóma
erfiðari viður-
eignar og geti
jafnvel riðið
mjög veiku
fólki að fullu.
Slys í Breiðholtslaug:
Haldið
sofandi
SLYS Maður, sem var næstum
drukknaður í Breiðholtslaug í fyrra-
kvöld, liggur þungt haldinn á gjör-
gæsludeild Landspítalans. Mannin-
um er haldið sofandi í öndunarvél.
Alls hafa þrjú alvarleg slys
orðið í Breiðholtslaug á rúmum
fimm mánuðum. Í lok ágúst var
fimm ára stúlku bjargað frá
drukknun og í byrjun nóvember
var 14 ára piltur hætt kominn-
eftir að hafa fundist meðvitundar-
laus á botni laugarinnar ■