Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 10
10 31. janúar 2004 LAUGARDAGUR
KÍNAFORSETI Í EGYPTALANDI
Hu Jintao Kínaforseti er nú í opinberri
heimsókn í Egyptalandi ásamt fylgdarliði
og notaði hann tækifærið í gær til þess að
skoða „Svingsina miklu“.
Starfshópur um mál vistmanna á Kópavogshæli og í Arnarholti:
Leitað lausna á búsetuvanda
FÉLAGSMÁL Þar til skipaður
starfshópur tveggja ráðuneyta
mun á næstu dögum leita leiða
til að finna lausn á búsetuvanda
á sjöunda tug vistmanna á
tveimur sambýlum innan vé-
banda Landspítala-háskóla-
sjúkrahúss. Um er að ræða rétt
um 40 vistmenn í Arnarholti og
23 vistmenn á Kópavogshæli.
Það eru ráðherrar félags-
mála og heilbrigðis sem hafa
ákveðið að skipa þennan starfs-
hóp í samstarfi við Landspítala-
háskólasjúkrahús.
Samkvæmt sparnaðartillög-
um stjórnar spítalans var fyrir-
hugað að loka Arnarholti, þar
sem búa um 40 manns, svo og
þeirri einingu Kópavogshælis
sem er heimili rúmlega 20 fatl-
aðra. Ákvörðunin hefur vakið
hörð viðbrögð.
„Þessum starfshóp er ætlað
að fara yfir sameiginleg verk-
efni viðkomandi ráðuneyta, sem
tengjast spítalanum,“ sagði Jón
Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra, sem sagði að hópurinn
yrði skipaður um eða strax eftir
helgina. „Við ætlum hópnum að
finna út hvort einhverjar aðrar
leiðir séu til að veita þessa þjón-
ustu og hvernig henni verður
best fyrir komið. Starf hópsins
snýr að fötluðu fólki, skjólstæð-
ingum félagsmálaráðuneytisins
sem eru á Kópavogshæli og að
einhverjum hluta í Arnarholti.
Við viljum fara betur yfir
þetta.“ ■
Alvarleg skerðing
á lífsfærni fatlaðra
Fatlaðir einstaklingar eiga rétt á sinni þjónustu eins og aðrir Íslendingar, segir Guðný Jónsdóttir,
yfirsjúkraþjálfari við endurhæfingardeildina í Kópavogi. Hún segir hugmyndir um að loka
deildinni fela í sér alvarlega skerðingu á lífsfærni fatlaðra.
HEILBRIGÐISMÁL „Þessir fötluðu
einstaklingar eiga rétt á sinni
þjónustu eins og allir aðrir Ís-
lendingar,“ sagði Guðný Jónsdótt-
ir, yfirsjúkraþjálfari á endurhæf-
ingardeildinni í Kópavogi, um
hugmyndir stjórnenda Landspít-
ala-háskólasjúkrahúss þess efnis
að leggja deildina niður.
23 fatlaðir einstaklingar eru
nú búsettir á Kópavogshæli. Þar
fá þeir alla sína endurhæfingu.
Þeir eru á aldrinum frá um tví-
tugt og upp í mjög aldraða.
„Flestir eru mikið fatlaðir eða
lélegir vegna aldurs,“ sagði Guð-
ný. Hún sagði, að þjálfunin væri
mjög einstaklingsbundin. Hinir
eldri fengju færniþjálfum, til að
halda þeim gangandi sem lengst.
Heit og góð sundlaug á staðnum
væri mikið notuð.
„Þetta er mikið fyrirbyggjandi
þjónusta, til að varna kreppum,
fyrirbyggja lungnasýkingar og
fyrirbyggja sáravandamál. Miðað
er við að umhverfi einstaklings-
ins sé þannig að sem auðveldast
sé fyrir hann að lifa í því. Sem
dæmi má nefna, að þeir sem ekki
geta setið af eigin rammleik fá
sérútbúna hjólastóla, jafnvel bol-
spelkur, þannig að viðkomandi
geti setið uppi og tekið þátt í at-
höfnum daglegs lífs. Þannig er
þetta afar margþætt aðstoð sem
fólkið þarf á að halda til að það
haldi færni sinni sem lengst.“
Auk þeirra 23 sem búa á Kópa-
vogshæli sækja þangað 32 ein-
staklingar af sambýlum, sem
staðsett eru annars staðar. Þeir
eru allir fatlaðir en mismunandi
mikið. Allir koma þeir í endur-
hæfingu og þjálfun í Kópavogi.
Til viðbótar við þann þátt
starfsins sem þegar hefur verið
nefndur er til húsa í Kópavogi
endurhæfing fyrir krabbameins-
sjúklinga.
„Þar erum við með mjög
merkilega þverfaglega starfsemi,
þar sem viðkomandi fær bæði
einstaklings- og hópaþjálfun,“
sagði Guðný. Þetta felst í líkams-
þjálfun, starfi sjálfstyrkingar-
hópa og fleiru. Fólk getur komið
og hitt aðra sem eru í sömu stöðu
og fá styrk og kraft.
Þeir sem sækja þessa endur-
hæfingu eru 70–75 manns á dag,
sé fjöldanum dreift á alla daga
ársins. Á fjölmennustu dögunum
gætu komið um 90 manns í hús-
ið.“
Vegna sparnaðaraðgerða á
Landspítala hefur verið ákveðið að
flytja endurhæfingu krabbameins-
sjúklinga á Grensás. Starfsfólk
endurhæfingunnar fengu bréf og
tilkynningar frá spítalanum í gær
um breytingar á starfshögum.
Sjö stuðningshópar innan
Krabbameinsfélagsins sendu í gær
heilbrigðisráðherra bréf þar sem
lýst er þungum áhyggjum af yfir-
vofandi samdrætti í starfi Land-
spítala-háskólasjúkrahúss og ótt-
ast að hann geti bitnað meðal ann-
ars á endurhæfingu og þeim sál-
félagslega stuðningi sem í boði
hefur verið fyrir krabbameins-
sjúka.
jss@frettabladld.is
Breskir þingmenn:
Hjólastyrkur
hækkaður
BRETLAND Breskir þingmenn hafa
samþykkt tillögu um að hækka
hjólastyrk til þeirra þingmanna,
sem hjóla á milli staða við störf sín
heima í kjördæmunum, úr sjö pens-
um í tuttugu fyrir hverja hjólaða
mílu.
Anne Campbell, þingmaður
Verkamannaflokksins í Cambridge,
fagnar tillögunni en hún segist hjóla
allt að þúsund mílur á ári. „Ég
hjólaði milli staða í borginni í
fjöldamörg ár án þess að fá nokkuð
greitt fyrir það, á meðan þeir sem
kusu að aka fengu ríflegan bíla-
styrk. Mér fannst það alltaf mjög
óréttlátt,“ sagði Campbell. ■
ÚTSALA
20-50% afsl.
Undirfataverslun.
Síðumúla 3
Sími: 553 7355
opið virka daga
kl: 11-18
Laugard. kl: 11-15
Fyrrum forsætisráð-herra Frakklands,
Alain Juppé, hefur ver-
ið fundinn sekur um
spillingu og úrskurðað-
ur óhæfur til að gegna
opinberu embætti
næstu tíu árin. Juppé,
sem er 58 ára að aldri,
hlaut átján mánaða skil-
orðsbundinn dóm.
Juppé er borgarstjóri
í Bordeaux og náinn
s a m s t a r f s m a ð u r
Jacques Chirac forseta.
Verjendur hans hafa
áfrýjað dómnum og þarf
hann því ekki að láta af
embætti að svo stöddu.
Málið snerist um ólöglegar
greiðslur frá borgaryfirvöldum í
París og einkafyrirtækjum til
starfsmanna flokks
Juppés á níunda og tí-
unda áratugnum. Á
þessum tíma var Juppé
f j á r m á l a s t j ó r i
Parísarborgar en
Chirac borgarstjóri.
Forsetinn er sjálfur
flæktur í málið en nýt-
ur, stöðu sinnar vegna,
friðhelgi frá lögsókn.
Alls voru 27 manns
ákærðir í málinu, flest-
ir þeirra starfsmenn
flokksins eða kaup-
sýslumenn.
Juppé var forsætis-
ráðherra á árunum
1995–1997. Hann hafði verið nefnd-
ur sem arftaki Chiracs á forseta-
stóli en forsetakosningar eru fyrir-
hugaðar í Frakklandi árið 2007. ■
ÁRNI
MAGNÚSSON
Búsetuvandinn hjá
félagsmálaráðu-
neytinu.
JÓN
KRISTJÁNSSON
Hjúkrunarþátturinn
heyrir undir hans
ráðuneyti.
ALAIN JUPPÉ
Forsætisráðherrann fyrr-
verandi hefur ávallt neitað
sök og ætlar að áfrýja
dómnum til æðra
dómstigs.
Samstarfsmaður Chiracs dæmdur fyrir spillingu:
Alain Juppé fundinn sekur
DÝRMÆT ENDURHÆFING
Hugmyndir stjórnenda Landspítala-háskólasjúkrahúss um að loka endurhæfingardeildinni
í Kópavogi hafa vakið upp ýmsar spurningar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T