Fréttablaðið - 31.01.2004, Page 22
22 31. janúar 2004 LAUGARDAGUR
Píanóflutningamenn kalla ekki allt ömmu sína enda lenda þeir í ýmsum raunum. Þeir rogast með sex hundruð kíló og sex milljóna króna virði
niður þrönga stigaganga. Fréttablaðið tók eitt hörkutólið tali, sendibílstjóra númer 6 hjá Sendibílastöðinni hf. Hann hefur frá ýmsu að segja.
Með blóðsprungnar
axlir og titrandi hné
SIGURÐUR INGI SVAVARSSON
SENDIBÍLSTJÓRI
Það er gaman að bera píanó
meðan á því stendur en á eftir spyr
maður sig hvers vegna í ósköp-
unum maður sé að standa í þessu.
Þetta snýst ekki um krafta held-ur tækni og samstillingu,“
segir Sigurður Ingi Svavarsson,
sendibílstjóri númer sex hjá
Sendibílastöðinni hf. Hann hefur
ekið sendibíl í sextán ár og er sér-
hæfður í flutningi þungra muna
eins og píanóa og flygla. „Það er
algengur misskilningur að kraft-
arnir séu númer eitt, samvinna
manna er mikilvæg og nauðsyn-
legt að þeir þekki hver annan vel.“
Sigurður segir að hann hafi stund-
um verið beðinn um að koma og
flytja píanó og segist fólk þá hafa
þrjá sterka til að bera með honum:
„Umsvifalaust hafna ég slíkum
óskum því það býður hættunni
heim. Maður er kannski í miðjum
stiga og einhver klikkar og maður
veit ekkert hvernig hinir bregðast
við.“ Sigurður hefur ekki lent í
teljandi vandræðum við píanó-
flutninga og minnist þess ekki að
slys hafi orðið í sinni tíð. „Hins
vegar man ég að einu sinni fékk
kona óvana menn til að flytja flyg-
il fyrir sig en um kvöldið hringdi
hún í mig og bað mig að bjarga
málunum. Þeir höfðu sleppt því að
taka lappirnar undan og allt sat
fast.“ Á þessu má sjá að píanó-
flutningar eru sérstakt fag og alls
ekki fyrir fúskara að sinna þeim.
„Ég starfaði mikið með Hilmari
Bjarnasyni, einum af stofnendum
Sendibílastöðvarinnar, og lærði
mikið af honum. Ég vil meina að
honum hafi tekist afar vel að
miðla sinni miklu reynslu áfram
til okkar sem yngri erum.“
Píanó er fjögurra manna tak
Heldur hefur dregið úr píanó-
flutningum Sigurðar í seinni tíð
en þegar hann var upp á sitt besta
flutti hann allt upp í fjögur píanó
eftir venjulegan vinnudag. „Það
er mest að gera í þessu þegar tón-
listarskólarnir eru að byrja á
haustin og eins þegar þeim er að
ljúka á vorin, þá bíða tugir píanóa
flutninga,“ segir Sigurður, sem
áður fyrr tók „léttari“ píanó við
annan mann en mælir ekki með
því. „Þetta er fjögurra manna
tak.“ Það eru tvö til þrjú píanó-
flutningagengi á hverri stöð, sem
þýðir að tiltölulega fámennur
hópur sinnir þessu. Sú var tíðin
að gengin skipuðu gallharðir
gaurar sem aðeins unnu saman,
tóku sumsé ekki í mál að starfa
með mönnum úr öðrum gengjum.
Nú eru menn miklu mýkri og
mannlegri og geta unnið saman,
þvert á gengi, ef svo ber undir.
Algengt gjald fyrir hefðbundinn
flutning er tuttugu þúsund krón-
ur en fimm þúsund krónum dýr-
ara er að flytja flygil enda um-
stangið meira. „Píanóflutninga-
menn flytja ýmislegt fleira en
píanó og flygla. Við erum kallaðir
til í alls konar þungaflutninga, til
dæmis þegar flytja á peninga-
skápa, tölvuskápa, þungar stórar
rúður og fleira slíkt.“ Og Sigurði
er minnisstætt þegar hann, í
félagi við fleiri, bar níðþungt end-
urvarpsmastur upp þröngan stiga
alla leið upp á níundu hæð í há-
hýsi í Grafarvoginum. „Þetta var
mjög þungt og við tókum nokkrar
pásur“ segir hann og gerir ekki
meira úr verkinu en efni standa
til.
Rúður víkja og veggir brotnir
Sigurður hefur lent í einu og
öðru á ferlinum og er minnis-
stætt þegar hann var kallaður í
Þingholtin til að meta hvort hægt
væri að koma píanói upp í litla
risíbúð. „Ég fór þarna og tók út
aðstæður, stiginn var í lagi en
dyrnar inn í íbúðina of þröngar.
Ég tjáði konunni að píanóið kæm-
ist ekki inn um dyrnar en hún
sagði það nú ekkert mál, kom
með sög og við söguðum bara
stykki úr veggnum. Hún límdi
það svo í seinna og var alsæl með
píanóið í stofunni sinni.“ Og Sig-
urður minnist fleiri fram-
kvæmda í þágu píanóanna: „Rúð-
ur hafa mátt víkja og hljóðfærin
tekin inn um glugga, við höfum
híft þau upp á svalir og þaðan inn
um dyr. Svo man ég fyrir
nokkrum árum að við bárum
píanó út á svalir og yfir á þak á
næsta húsi, þaðan hífði vörubíll
það niður og svo inn í bíl, þannig
að maður hefur nú lent í ýmsu.“
Sigurður segir að allt sé hægt,
alls staðar sé hægt að koma
píanóum og flyglum – ef fólk er
til í að grípa til ráðstafana eins og
að brjóta niður veggi! Spurður
hvort hann skilji hversu miklu
fólk er til í að fórna fyrir píanóin
segir Sigurður: „Nei.“ Hann skil-
ur þetta sumsé ekki. En rifjar
upp sögu af konu sem fór í píanó-
búð í leit að flygli og prófaði
nokkra í búðinni. Hún felldi sig
við einn tiltekinn og bað um
hann. „Þegar við vorum búnir að
koma honum á sinn stað á heimili
konunnar fór hún undir hljóm-
borðið með hendina og sagði:
„Þetta er ekki flygillinn sem ég
bað um.“ Hún hafði þá merkt
hann en kaupmaðurinn ekki látið
hana hafa þann sem hún bað um
heldur annan alveg eins. Skipti
engum togum að hún rak okkur
út með hljóðfærið og svo inn aft-
ur með það rétta.“
Gaman meðan á því stendur
Lífið er ekki eintóm tónlist hjá
Sigurði, hann spilar ekki sjálfur á
píanó en dóttir hans leikur annað
veifið og þá á rafmagnshljómborð
sem vegur ekki nema örfá kíló.
Og hann hefur klifið þrítugan
hamarinn í störfum sínum, oftar
en einu sinni og oftar en tvisvar.
„Fyrsti stórflutningurinn sem ég
tók að mér var á öryggishólfum
úr einum banka í annan. Fyrst
þurfti að bera þau upp úr kjallara
og inn í bíl og svo út úr bílnum og
niður í kjallara á nýja staðnum.
Hver eining vó sjö til átta hundr-
uð kíló og þetta er með mestu
þungaflutningum sem ég hef
staðið í. Eftir svona lagað stórsér
á mönnum, axlirnar verða blóð-
sprungnar og hnén titra. Það teur
mann oft marga daga að jafna sig.
Ég man líka eftir flutningi á tveg-
gja tonna skáp fyrir annan banka,
þá notuðum við talíu til að hafa
hann upp enda ber maður ekki
svona lagað.“ Sigurður fékk í bak-
ið fyrir tveimur árum og hefur
dregið stórlega úr þungaflutning-
um eftir það. Það breytir því ekki
að hann rifjar upp píanóflutninga
með bros á vör: „Þegar maður er
kominn með böndin á sig og undir
píanóið er mjög gaman. Menn
grínast mikið og bulla á meðan
hljóðfærið er flutt og skemmta
sér virkilega vel. Þegar það er
svo yfirstaðið spyr maður sig
hins vegar hvers vegna maður sé
að standa í þessu,“ segir Sigurður
Ingi Svavarsson að lokum og
heldur út í umferðina á bláum
bílnum sínum.
bjorn@frettabladid.is
Þegar maður er
kominn með bönd-
in á sig og undir píanóið er
mjög gaman. Menn grínast
mikið og bulla á meðan
hljóðfærið er flutt og
skemmta sér virkilega vel.
Þegar það er svo yfirstaðið
spyr maður sig hins vegar
hvers vegna maður sé að
standa í þessu.
,,
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T