Fréttablaðið - 31.01.2004, Side 27

Fréttablaðið - 31.01.2004, Side 27
LAUGARDAGUR 31. janúar 2004 ■ Maður að mínu skapi ■ Næsta stopp 27 Magnús Scheving er maður aðmínu skapi,“ segir Margrét Eir Hjartardóttir söngkona. „Hann hefur búið til ótrúlegt batt- erí með eigin höndum og verið mjög duglegur. Hann er heilbrigð- ur, jákvæður og bjartsýnn. Hann er líka smiður og á þar af leiðandi bor.“ Margrét Eir sagði það ein- hvern tímann opinberlega að hún væri að leita sér að manni sem ætti bor þar sem hún ætti eftir að hengja svo margar myndir upp á vegg heima hjá sér. Það var allt í gríni sagt en fyrir vikið hefur hún fengið nokkuð mörg SMS-skeyti þar sem ónefndir menn hafa boðið henni aðstoð sína. „Það er spurn- ing hvort það fari ekki að koma tími á símanúmeraleynd,“ segir Margrét Eir hlæjandi. Margrét Eir hefur verið að vinna fyrir Magnús Scheving og sungið nokkur lög fyrir Latabæ, eða Lazy Town eins og hann heitir á ensku. „Ég kann rosalega vel við Magnús. Hann er alveg frábær. Hann hafði trú á einhverju og fylgdi því eftir með ótrúlegum dugnaði. Hann hefur haft svo mik- ið fyrir Lazy Town og þetta hefur ábyggilega verið erfitt á tímabili hjá honum. En hann gafst ekki upp. Ég þekki ansi marga sem fá hugmyndir en eru fljótir að gefast upp,“ segir Margrét Eir. „Ég er voðalega stolt að vera partur af þessu fyrirtæki hans.“ ■ Bandaríska tímaritið Entertain-ment segir frá því í nýrri út- gáfu sinni, þar sem spáð er fyrir um helstu viðburði í afþreyingar- iðnaði á þessu ári, að framleiðslu- fyrirtækið Bravo, sem gerir þætt- ina Queer Eye for the Straight Guy, sem hafa slegið í gegn undan- farið víða, þar á meðal hér á landi, hafi hugsað sér að setja í fram- leiðslu sjónvarpsþátt þar sem þess- ari hugmynd verður snúið á haus. Þættirnir munu bera nafnið Straight Eye for the Queer Guy. Í þeim munu útvaldir gagnkyn- hneigðir einstaklingar segja ein- hverjum samkynhneigðum ein- staklingi til í matreiðslu, stíl, inn- anhússhönnun og svo framvegis. Hinir gagnkynhneigðu munu þannig kenna hinum samkyn- hneigða að fara á körfuboltaleik, borða hamborgara, drekka bjór og tala um fótbolta svo eitthvað sé nefnt, auk þess sem hinir gagnkyn- hneigðu munu væntanlega kenna hinum samkynhneigða hvernig á að strá skítugum sokkum og nær- buxum um íbúðina og safna tjásu- legu hári og skeggi, ef að líkum lætur. Entertainment segir jafn- framt frá því að nokkur önnur framleiðslufyrirtæki hyggist róa á sömu mið og snúa hugmyndinni að baki Queer Eye for the Straight Guy á haus með þessum hætti, og eru hugmyndirnar misgáfulegar. Ein þeirra byggist til dæmis á því að nokkrir gagnkynheigðir einstak- lingar verði látnir kenna samkyn- hneigðum manni hvernig á að reyna við stelpur. Nú spyrja marg- ir: Til hvers? ■ Veiðileyfasalan hefur gengiðvel, margir veiðimenn eru búnir að tryggja sér veiðileyfi næsta sumar og færri komast að í laxveiðiár eins og Leirvogsá, þar sem hægt er að selja þrisvar, fjórum sinnum í ána, vegna ákafa veiðimanna að renna fyrir fisk í henni. Veiðifélagið Lax-á hefur farið inn á nokkuð nýja braut í vetur og boðið veiðimönnum að kaupa veiðileyfi á Netinu á töluvert lægra verði en gerist og gengur. Það hefur ekki áður viðgengist í veiðigeiranum að veiðileyfi séu seld með jafn löngum fyrirvara og í Laxá núna með svo miklum afsætti. Reyndar var þetta mikið gert síðasta sumar, en þá var bara verið að selja veiðileyfi með eins, tveggja daga fyrirvara og menn urðu að vera snöggir að hugsa. Laxá býður upp á veiði- leyfi í Laxá í Aðaldal, Árbótar- svæðið með 40% afslætti . En síðasta sumar komu þarna á land meðal annars þrír laxar yfir 20 pundin. Sala á veiðileyfum er greini- lega að færast meira á Netið, veiðimönnum til góða, og það að tryggja sér veiðileyfi með mikl- um fyrirvara og græða á því er bara af hinu góða fyrir alla. Við eigum örugglega eftir að sjá meira af þessu á næstu vikum og mánuðum. ■ Ég myndi líklega skella mérbeina leið til New York,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson alþing- ismaður, aðspurður um það hvert leið hans myndi liggja næst ef hann mætti velja. „Borgin er og hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér enda hefur hún upp á svo margt að bjóða. Ég á líka góða vini í borginni sem gaman væri að heimsækja. Í New York getur mað- ur í rauninni gert allt sem manni dettur í hug, hvort sem það er á sviði menningar og lista eða á öðr- um sviðum. Þarna er allt svo stórt í sniðum og yfirþyrmandi og maður getur ekki annað en hrifist með andrúmsloftinu, hraðanum og kraftinum sem þar ríkir. Ég hef komið tvisvar sinnum til New York. Síðari ferðin var mun eftir- m i n n i - legri en sú fyrri, því ég kom til b o r g a r - innar þremur vikum eftir árásirn- ar á tvíburaturnana. Andrúmsloft- ið í borginni á þeim tíma var mjög sérstakt, björgunarstarfinu var að ljúka og minningarathafnir um fallna borgara voru haldnar á hverjum degi um alla borg. Ekki bætti úr skák að á sama tíma stóð almennum borgurum ógn af miltis- brandi eins og mörgum er eflaust í fersku minni. Móðir mín kom þeim skilaboðum til mín meðan ég var þarna úti að fljúga strax heim með næstu flugvél, en ég varð ekki við þeim óskum hennar. Ef ég gerðist aðeins óraunsærri varðandi val á áfangastað myndi ég líklega nefna Hong Kong. Mig hef- ur alltaf langað til Hong Kong enda staðurinn mjög sérstakur. Saman- burður á Hong Kong og Kína sýnir líka með mjög skýrum hætti hvað kapítalisminn skapar almennum borgurum miklu betri lífsskilyrði en kommúnisminn. Ef ég væri síð- an á annað borð kominn til Hong Kong myndi ég líklega nota tæki- færið og ferðast dálítið um Kín- verska alþýðulýðveldið til að sjá með eigin augum hvernig ríkisvald getur verið misnotað með hrikaleg- um hætti.“ ■ Á veiðum GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiðiskap. Veiðifélagið Lax-á: Býður 40% afslátt af veiðileyfum - sex mánuðum áður en veiðimaðurinn mætir til veiða MINKALAUST SVÆÐI Hrepps- nefnd Reykhólahrepps ályktaði fyrir fáum dögum, þar sem hún lýsir miklum áhuga á því að hreppurinn verði gerður að minkalausu svæði með tilstyrk umhverfisyfirvalda. Minkanefnd er þessa dagana að vinna í málinu og verður fróðlegt að sjá hver nið- urstaðan verður hjá henni. Það fylgir greinilega alvara hjá Reyk- hólahrepp í þessu máli en minka- veiðimenn voru meðal annars kallaðir á fundinn, þeir Eiríkur Snæbjörnsson á Stað, Jón Atli Ját- varðsson á Reykhólum, Reynir Bergsveinsson á Gróustöðum og Tómas Sigursveinsson á Máva- vatni. Einar Örn Thorlacius er sveitastjóri í Reykhólahreppi. AÐALFUNDUR SKOTVEIÐIFÉ- LAGSINS Aðalfundur Skotveiði- félags Íslands verður haldinn í Ráðhúskaffi 11. febrúar næst- komandi og hefst fundurinn klukkan 20.00. Arnór Þórir Sig- fússon mun þar halda erindi um ástand blesgæsastofnsins. FJÖR Á OPNU HÚSI Það var víst fjör á opnu húsi hjá Stangaveiðifé- lagi Reykjavíkur í vikunni, en þar voru meðal annars veiðibræðurnir Gunnar og Ásmundur Helgasynir, sem hafa víða veitt saman í ám landsins. Hressa skapið var í það minnsta með í ferð, þó stundum klikki veiðin eins og hjá öðrum veiðimönnum. Fluguveiðiskólinn var líka kynntur fyrir þeim sem mættu á opið hús í gærkveldi en hann gekk feikivel í fyrra og verður aftur í ár. Rit og Rækt sem gefur út Sumar- húsið og Garðinn, verður með stór- sýningu í Laugardalshöll 7. til 9. maí sumarið 2004. Verða þar meðal annars fyrirtæki sem bjóða upp á vörur og veiðileyfi fyrir veiðimenn á öllu aldri. Heyrst hefur að eitt veiðifyrirtækið ætli að vera með stóra tjörn fyrir utan höllina þar sem verður hægt að reyna græjurnar fyrir sumrið, með fisk- um í. Verður spennandi að taka þar nokkur köst, en hvaða flugu skyldi fiskurinn taka? NÁMSKEIÐ Í FLUGUHNÝTINGUM Veiðimenn hafa hnýtt mikið í vetur og eiga eftir að hnýta meira eftir áramótin. Veiðibúð- irnar bjóða upp á námskeið, stangveiðifélögin líka, og síðan hnýta veiðimenn út um allt land og segja eina og eina veiðisögu til að krydda kvöldið. Síðan er talað um hvað eigi að panta næsta sumar í veiðiánum, sem getur verið ansi erfitt að panta. STEINÓLFUR UM ÆTI FISKA Ein af þeim bókum sem gengu ágæt- lega í jólabókaflóðinu var Einræð- ur Steinólfs í Ytri-Fagradal, sem Finnbogi Hermannsson skráði og er fróðleg lesning. Steinólfur segir frá því á einum stað í bókinni að hann hafði farið fram á styrk til að kanna hvers vegna laxfiskar marg- földuðu þyngd sína á skömmum tíma, með því að nærast á marfló. En hún er uppistaðan í eldi fiska sem fara grindhoraðir og forlegnir niður úr ánum á vorin og koma svo til baka sílspikaðir síðsumars. En ekki fékk Steinólfur styrkinn og fáir vita víst um grindhoraða lax- fiska og þeirra æti. SIV UM SKOTVEIÐAR Skotveiði- menn geta aðeins tekið gleði sína á ný, en umhverfisráðherra Siv Friðleifsdóttir sagði á Al- þingi að það að banna skotveiðar væri alls ekki leið til frambúðar og hún styddi skotveiðar. Bannið þurfti að setja á vegna ástands rjúpnastofnsins, en ekki vegna tilfinninga eins eða neins. KASTÆFINGAR Við sögðum frá því fyrir skömmu að kastæfing- ar væru hafnar í TBR-húsinu en þær eru á sunnudagskvöldum, svo það fari ekki á milli mála. Ármenn eru með æfingar í íþróttahúsi Kennaraháskólans á sunnudögum. Stefán Hjaltested hefur umsjón með kennslunni hjá Ármönnum og aðeins eru 10 á hverju námskeiði. Milli þess sem kennd eru köst er talað um flugu, hnúta og hnýtingar. Víst er að á þessum æfingum hafa margir fengið sína fyrstu til- sögn í veiðiskapnum, sem hefur dugað vel og lengi. VINSÆL Á Það væri hægt að selja þrisvar, fjórum sinnum í Leirvogsá, áin er svo vinsæl, en kannski ekki á hverjum degi sem það veiðast svona stórir laxar í henni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR B EN D ER FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR B EN D ER ■ Veiðifréttir BÍÐA SPENNTIR Veiðimenn bíða spenntir eftir veiðitíman- um eins og þeir Valdimar Grímsson, Rögnvaldur Guðmundsson, Lúther Einars- son og Gísli Óskarsson. MAGNÚS SCHEVING Hann er maður að skapi Margrétar Eir Hjartardóttur söngkonu. „Ég kann rosalega vel við Magnús. Hann er alveg frábær,“ segir Margrét. Magnús Scheving er maður að skapi Margrétar Eirar Hjartardóttur: Bjartsýnn og á bor MARGRÉT EIR HJARTARDÓTTIR Kann vel við Magga Scheving enda á hann bor. Hann hefur búið til ótrúlegt batterí með eigin höndum og verið mjög duglegur. ,, NEW YORK Sigurður Kári hefur komið tvisvar sinnum til borgarinnar sem aldrei sefur. „Þarna er allt svo stórt í sniðum og yfirþyrmandi og maður getur ekki annað en hrifist með andrúms- loftinu, hraðanum og kraftinum sem þar ríkir.“ New York í uppáhaldi SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON New York er draumaáfanga- staðurinn en Hong Kong heillar einnig. VINSÆLIR Sjónvarpsþátturinn Queer Eye for the Straight Guy hefur notið mikilla vinsælda. Nú berast fregnir af því að framleiðslufyrirtækið hyggist snúa þessari hugmynd á haus. Nýtt sjónvarpsefni sagt væntanlegt á markað: A Straight Eye for the Queer Guy

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.