Fréttablaðið - 31.01.2004, Side 46

Fréttablaðið - 31.01.2004, Side 46
Brosið 46 31. janúar 2004 LAUGARDAGUR Á sunnudaginn var ég meðsýningu númer tvö á Kalda- ljósi í Gautaborg,“ segir Hilmar Oddsson leikstjóri. „Hún var ekkert síðri en frumsýningin því að á eftir henni voru umræður og ég fann það að fólk vildi tala um myndina við mig. Það gefur mér mikið að fá svona svörun beint frá áhorfendum. Það er fátt sem toppar það. Þetta er svo beint samband við áhorfandann.“ „Aðalleikarar myndarinnar, feðgarnir Ingvar og Áslákur, voru með í för og Ásláki var hampað sem stjörnu í sænsku dagblöðunum þar sem Áslákur var sagður vera þrettán ára og stærsta stjarna kvöldsins!“. Kaldaljós heldur á Berlínar- hátíðina í næstu viku. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hefur Miramax lýst yfir áhuga sínum á myndinni og segir Hilm- ar það ekki eina stórfyrirtækið sem hafi gert það. „Það er mjög mikið í húfi þar og mikilvægt upp á framtíðina. Gautaborg var svona fyrsta prufa á hvernig áhorfendur myndu bregðast við myndinni erlendis. Þeir hjá Miramax vita vel að við ætlum ekkert að ákveða neitt í þessum efnum fyrr en eftir Berlínar- hátíðina.“ ■ Vikan sem var ■ Vikan var lífleg hjá Hilmari Oddssyni sem sýndi Kaldaljós í Gataborg. Viðtökurnar voru góðar en engar ákvarðanir verða teknar um heims- dreifingu fyrr en eftir Berlínarhátíðina. Rasmus Brosið er heillandi rétt eins og konan sem skartar því en hún er boðberi aukins frelsis fjölmiðla. Hver á brosið? Fréttiraf fólki Fréttiraf fólki Berlín ræður úrslitum Rithöfundurinn Mario VargasLlosa hefur þegið boð um að halda ræðu á ráðstefnu Mont Pelerin samtakanna á Íslandi 21.–24. ágúst árið 2005. Llosa er einn af þekktustu rithöfundum Suður- Ameríku og hefur til að mynda verið orðaður við Nóbelsverð- launin. Nýjasta bók hans er skáldverk byggt á ævi málarans Gauguin. Ráð- stefnan verður haldin undir yfirskriftinni Liber- ty and Property in the 21st Cent- ury en Hannes Hólmsteinn Giss- urarson hefur veg og vanda af undirbúningi hennar ásamt Nóbelsverðlaunahöfundunum Gary Becker og James M. Buchanan. Davíð Oddsson forsætisráð- herra og einn kunnasti hag- fræðingur heims, Harold Demsetz pró- fessor í UCLA. Það er að vísu nokkuð langt þar til þessir andans jöfrar á ýmsum sviðum koma saman í Reykjavík en áhugasamir bíða þegar... Það hefur sjálfsagt ekki fariðfram hjá nokkru mannsbarni að í ár fagna Íslendingar 100 ára afmæli heimastjórnar en það er ekki síst fyrir tilstilli Júlíusar Hafstein að afmælið hefur farið jafn hátt og raun ber vitni en hann hefur haft veg og vanda af undirbúningi hátíðarhaldanna. Vaskleg framganga hans hefur víða vakið athygli og hefur gefið mönnum tilefni til að rifja það upp að Júlíus var ofarlega á lista Frétta- blaðsins, sem tekinn var saman í sept- ember á síð- asta ári, yfir hugsanleg forsetaefni. Þar sagði einn álitsgjafa blaðsins að það væri í „alla staði viðeigandi á 100 ára afmæli heimastjórnar að svo glæsilega margreyndur full- trúi ættarinnar hefjist til æðstu metorða. Hann er maður sem lætur hlutina gerast, vel giftur og er meiri pólitískur refskák- maður en ferill hans gefur til kynna“. Annar bætti því við að Íslendingar þyrftu „fulltrúa bláa blóðsins í framboð. Erfitt væri að hugsa sér forsetaframboð án þess að einhver Hafstein komi þar við sögu“. Júlíus er því með byrinn í bakið og stuðn- ingsmenn hans bíða þess nú í ofvæni að sitj- andi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, geri grein fyrir framtíðaráformum sínum svo hægt verði að skora á Júlíus í fullri alvöru. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Greg Dyke. Halldór Björnsson. James Brown. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt: 1 forða, 6 hestur, 7 tímabil, 8 ær, 9 þjálf- að, 10 vinnuvél, 12 slæm, 14 fjandi, 15 ekki, 16 ullarhnoðri, 17 arða, 18 þekur. Lóðrétt: 1 öl, 2 barn, 3 rykkorn, 4 greindarleg, 5 gott eðli, 9 fæða, 11 málmur, 13 upp- spretta, 14 málms, 17 hvatur. Lausn: Sigríður Árnadóttir, sem umlangt skeið hefur verið fréttamaður og nú síðast varaf- réttastjóri Ríkisútvarpsins, flyt- ur sig um set og er nýráðin fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgj- unnar. „Starfið leggst vel í mig,“ segir Sigríður, sem byrjar á sunnudaginn. „Ég hef lært af manninum mínum þá vestfirsku hjátrú að byrja ekki á neinu á mánudegi. Ég hugsaði mig um yfir helgi eftir að ég fékk tilboð um nýtt starf. Valið var ekki erfitt því þarna er spennandi tækifæri bæði fyrir mig og nýj- an miðil. Ég held að það losni úr læðingi nýjar hugmyndir og kraftar bæði hjá mér við að skipta um vinnustað og hjá nýju samstarfsfólki við það að ég kem úr annarri átt.“ Hún segir að það sé ekkert á nýrri fréttastofu sem hún vilji gjörbylta því þeir fréttamenn sem þar starfi standi sig mjög vel. „Hver og einn hlýtur að setja sitt mark á fréttastofuna og mín aðkoma verður vonandi til bóta. Auðvitað vil ég meira áhorf og ég vona að það traust sem ég hef notið hjá fréttastofu Útvarpsins verði til þess að áhorf aukist á fréttir Stöðvar 2.“ Aðspurð hvort það hafi haft áhrif á ákvörðun hennar að taka boði um stöðu fréttastjóra að nýverið sótti hún um stöðu fréttastjóra hjá Sjónvarpinu sem hún ekki fékk segir Sigríð- ur. „Ég gaf út boltann þegar ég sótti um það starf að ég væri til- búin til nýrra verka. Það hefur kannski vakið athygli forsvars- manna Íslenska útvarpsfélags- ins að þarna væri manneskja sem væri tilbúin að gera eitt- hvað nýtt. Það er samt ekki með neinum illindum sem ég hverf frá mínum gamla vinnustað.“ ■ Lárétt: 1 bjarga,6jór, 7ár, 8óð,9æft, 10ýtu,12ill,14 ári,15ei,16ló,17ögn, 18smyr. Lóðrétt: 1bjór, 2jóð,3ar,4gáfuleg,5 art, 9æti,11króm,13lind,14áls,17ör. Þú vilt auðvitað frekar að gömlu góðu ömmunæsrbuxurnar komist í tísku aftur? SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR Ætlar ekki að gjörbylta fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar en vonar að aðkoma hennar hafi jákvæð áhrif. Vestfirsk hjátrú að byrja ekki á mánudegi Sjónvarp SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR ■ Nýr fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar. KALDALJÓS Kaldaljós fékk glimrandi viðtökur á Gautaborgarhátíðinni. Hilmar bindur enn meiri vonir við Berlínarhátíðina í næstu viku. (Herdís Þorgeirsdóttir) Bókaútgáfan Bjartur fjallarum síðustu uppstokkun innan herbúða keppinauta sinna í Eddu - útgáfu hf. á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að það sé niður- staða 18 mánaða endurskoðunar á stærsta útgáfufélagi landsins að leggja niður útgáfumerkin Forlagið, Iðunn og Þjóðsögu. Bjartsmenn segja það spennandi að sjá „risann á íslenska bóka- markaðnum hreyfa sig“ og bíða spenntir eftir að sjá hvert risinn fer og „hvar hann lendir“. End- urskipulagning Eddu á að fela í sér meiri rækt við nýsköpun og skapandi skrif nýrra kynslóða og þeir hjá Bjarti hafa að vonum mikinn áhuga á því „hvernig hinn mikli hugsuður“ Kristján B. Jón- asson þróar þetta þýðingarmikla starf og ekki síð- ur „hvaða ása hann hefur upp í erminni“. Annars eyðir Bjartur nokkru plássi í að tíunda íþrótta- hæfileika hinna ýmsu millistjórn- enda í Edduliðinu og láta þess getið að Páll Valsson sé skæður knatt- spyrnumaður, Sigurður Svav- arsson sé mikil handboltahetja að ógleymdum, skákmeistaranum og stjórnmálaskörunginum, Hrannari B. Arnarsyni. Ég hélt að málið með G-streng væri að nærfötin sæjust ekki, en af hverju draga þær þá allar brókina upp á axl- ir? Það væri hægt að fara í teygjustökk í þessu!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.