Fréttablaðið - 01.02.2004, Page 2
2 1. febrúar 2004 SUNNUDAGUR
„Þeir eru í raun bjartir því þeir
lýsa upp skammdegið.“
Kjartan Ólafsson, tónskáld og formaður Tónskálda-
félags Íslands, hefur haft umsjón með skipulagn-
ingu „Myrkra músíkdaga“ sem hófust í gær.
Spurningdagsins
Kjartan, væri ekki nær að hafa bjarta
músíkdaga í skammdeginu?
Segir Rúnu farna
úr öskunni í eldinn
Sophia Hansen segir það hafa verið mikið áfall þegar henni var tilkynnt
í sjónvarpsútsendingu að Rúna hefði gifst tyrkneskum manni.
Halim Al segir hugsanlegt að Sophia fái að hitta stúlkurnar í vor.
SOPHIA HANSEN „Ég fékk áfall, vissi
ekki hvernig ég átti að vera. Ég
brotnaði niður, réði ekki við tárin
og það var mjög erfitt að klára
þáttinn. Ég man í raun ekkert
eftir síðasta hluta þáttarins. Ég
varð líka mjög
reið yfir því að
s t j ó r n e n d u r
þáttarins skyldu
ekki skýra mér
frá þessu áður
en þátturinn
hófst. Mér
fannst þetta
mjög grimmt af þeim,“ sagði
Sophia Hansen í samtali við
Fréttablaðið frá Istanbul.
Þannig voru viðbrögð Sophiu,
þegar henni var á dögunum í
beinni útsendingu, á tyrknesku
sjónvarpsstöðinni Kanal D, skýrt
frá því að yngri dóttir hennar og
Ísaks Halim Al, Rúna Ayisegul,
hefði gengið í hjónaband í Tyrk-
landi í fyrrasumar.
Rúna, sem varð 21 árs í fyrra-
haust, var gift 25 ára Tyrkja, Ah-
med Airkul í júní síðastliðnum í
Istanbúl.
„Ég er sannfærð um að gifting-
in var nauðung. Ég veit að ef Rúna
hefði gifst manni sem hún sjálf
hefði samþykkt og henni liði vel
með, þá væri hún búin að setja sig
í samband við mig. En hún hefur
greinilega farið úr öskunni í eld-
inn, hún er ekki frjálsari þarna,“
sagði Sophia.
Hún sagðist ekkert vita um
tengdason sinn annað en að hann
hefði gengið í skóla fyrir strang-
trúaða og væri sagður líkjast föð-
ur stúlknanna mjög.
„Ég sé ekki að hún geti um
frjálst höfuð strokið ef þetta er
raunin. Rúna mun þá trúlega
aldrei fá að koma til Íslands,
hvorki í heimsókn né til lengri
dvalar,“ sagði Sophia.
Sophia hefur verið í Tyrklandi
frá því 22. nóvember en ekki hitt
dætur sínar á þeim tíma.
„Hasip, lögfræðingur minn,
náði sambandi við Halim sem
sagði hugsanlegt að ég fengi að
hitta stúlkurnar einhvern tímann í
vor eða sumar. Ég veit ekkert
hvar dætur mínar eru niðurkomn-
ar, það er leitað að þeim dag og
nótt. Ég á bókað far heim til Ís-
lands 10. febrúar en ég verð að
fresta heimferðinni. Ég get ekki
hugsað mér að fara heim án þess
að ná sambandi við stúlkurnar,“
sagði Sophia.
Hún var síðast í sambandi við
dætur sínar í byrjun febrúar
árið 2002 og fékk þá að hitta þær
nokkrum sinnum á tíu daga
tímabili. Eldri dóttir Sophiu og
Halims, Dagbjört Vesile er á 23.
ári og er sögð búa hjá ættingj-
um.
„Það sem þær sögðu mér vorið
2002 er með hreinum ólíkindum.
Mér er ekki vorkunn, dætrum
mínum er vorkunn. Það er hreint
ótrúlegt hvað þær hafa mátt þola
gegnum árin. Það er tími kominn
til að þær fái að lifa mannsæm-
andi lífi. Það er mín heitasta ósk,“
sagði Sophia Hansen.
the@frettabladid.is
Vafasamar upplýsingar bandarísku leyniþjónustunnar um Írak:
Bush vill ekki rannsókn
WASHINGTON, AP George W. Bush
Bandaríkjaforseti eyðir öllu tali
um að koma á fót óháðri rann-
sóknarnefnd á vegum þingsins,
sem ætti að fara ofan í saumana á
hugsanlegum mistökum leyni-
þjónstu Bandaríkjanna fyrir inn-
rásina í Írak.
Hann sagðist fyrst vilja „vita
staðreyndir“ málsins, og virðist
vilja draga málið á langinn í
þeirri von að það gleymist í kosn-
ingabaráttunni.
Fyrir innrásina í Írak bar Bush
fyrir sig upplýsingar frá leyni-
þjónustunni, og fullyrti að gríðar-
leg hætta stafaði af hugsanlegri
gereyðingarvopnaeign Saddams
Hussein.
Bush hefur hins vegar dregið
mjög úr áherslu á þetta mál, eftir
að David Kay, fyrrverandi yfir-
maður vopnaleitar Bandaríkjanna
í Íran, sagðist telja að Saddam
Hussein hafi ekki haft yfir nein-
um gereyðingarvopnum að ráða.
Nú virðist Bush halda því fram
að gereyðingarvopn Saddams hafi
aldrei verið annað en aukaatriði í
málinu.
„Saddam var hættulegur,“
sagði Bush. „Nú er heimurinn
betri og friðsælli og íraska þjóðin
er frjáls.“ ■
Brenndist á heitu
baðvatni:
Drengurinn
er á batavegi
SLYS Ástand þriggja ára drengs,
sem datt ofan í sjóðandi heitt bað
og brenndist, er gott miðað við að-
stæður að sögn vakthafandi sér-
fræðings á gjörgæsludeild Land-
spítalans í Fossvogi.
Drengurinn hlaut annars stigs
vatnsbruna á 25 prósent líkams-
yfirborðs. Búist er við að dreng-
urinn verði á gjörgæsludeild fram
yfir helgi en verður þá fluttur á
barnaspítala Hringsins ef allt
gengur eftir.
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar sótti drenginn til Patreks-
fjarðar í fyrradag. ■
DR. ABDUL QADEER KHAN
Rekinn í gær, þrátt fyrir að vera hálfgerð
þjóðhetja í Pakistan.
Helsti kjarnorkuvopna-
sérfræðingur Pakistans:
Þjóðhetja
rekin
ISLAMABAD, AP Abdul Qadeer Khan,
höfundur kjarnorkuvopnaáætlun-
ar Pakistans og helsti ráðgjafi
þarlendra stjórnvalda í þeim mál-
um, var í gær rekinn úr ráðgjafa-
starfinu og sagt að halda sig
heima við.
Khan hefur verið þjóðhetja í
Pakistan allar götur frá því hon-
um tókst að koma upp í landinu
kjarnorkuvopnum, sem beint var
gegn erkifjandanum Indlandi.
Forseti landsins, Pervez Mus-
harraf, sá sér hins vegar ekki ann-
að fært en að fórna Khan vegna
upplýsinga um að hann hafi átt
þátt í að útvega Írönum og Líbíu-
mönnum kjarnorkuvopn á svört-
um markaði. ■
Lögreglan í Árnessýslu:
Kom í veg
fyrir íkveikju
LÖGREGLAN „Það logaði á kertum
þegar inn var komið og í húsinu
var mikill eldsmatur, aðallega
pappír. Ekki var betur séð en að
settur hafi verið eldfimur vökvi á
veggi og víðar,“ segir Ólafur
Helgi Kjartansson, sýslumaður
Árnessýslu, en lögreglan í Árnes-
sýslu kom í veg fyrir að tilraun
til að kveikja í húsi á Stokkseyri
tækist og um leið að hægt væri
að svíkja út brunatryggingu
hússins.
Tveir menn voru handteknir
fyrir utan húsið eftir að lögreglan
kom að kertunum, rétt fyrir mið-
nætti á fimmtudagskvöld, og einn
var handtekinn í fyrrakvöld.
Tveir mannanna hafa verið úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald til 4.
febrúar en sá þriðji til 9. febrúar
þar sem hans þáttur er talinn vera
alvarlegri. Einn mannanna tengist
einkahlutafélagi sem á húsið en
það hefur staðið autt lengi.
„Lögreglan varð vör við
mannaferðir þarna fyrir nokkru
síðan og vaknaði þá grunur um að
eitthvað væri í bígerð og var farið
að fylgjast með húsinu. Lögreglu-
mennirnir eiga allan heiður af því
að ekki fór verr,“ segir Ólafur
Helgi. ■
GEORGE W. BUSH
Forseti Bandaríkjanna reyndi sitt besta til
að halda á sér hita úti í kuldanum í
Washington í gær.
Fjárlagafrumvarp:
Hallinn vex
WASHINGTON, AP George W. Bush
Bandaríkjaforseti segir að í fjár-
lögum ársins 2005 verði öryggis-
mál, félagslegar þarfir og fjár-
hagsleg ábyrgð í góðu jafnvægi.
Andstæðingar hans, demókratar,
halda því hins vegar fram að stef-
na forsetans hafi skaðað efna-
hagslíf Bandaríkjanna og getið af
sér himinháan fjárlagahalla.
Bush ætlar að kynna fjárlög
sín á þingi á morgun, og er reikn-
að með því að mínustala upp á 521
milljarð dala verði á reikningn-
um. Þetta er mun meira en þeir
357 milljarðar dala, sem var halli
síðustu fjárlaga. ■
Egilsstaðir:
Tekinn með
eiturlyf
FÍKNIEFNAMÁL Lögreglan á Egils-
stöðum fann um 70 grömm af
kannabisefnum í bíl sem stöðvað-
ur var við reglubundið eftirlit að-
faranótt laugardags. Að sögn lög-
reglu var bíllinn stöðvaður um
klukkan fimm að morgni og voru
tveir menn í bílnum.
Annar mannanna gekkst við að
eiga efnið og kvað það vera til eig-
in nota. Manninum var sleppt að
lokinni yfirheyrslu. ■
Bílvelta í Víkurskarði:
Enginn í belti
LÖGREGLAN Fjórir voru fluttir á
slysadeild til aðhlynningar eftir
að pallbíll valt í Víkurskarði rétt
fyrir ofan Draflastaði seinni part-
inn í gær.
Ökumaðurinn missti stjórn á
bílnum með þeim afleiðingum að
hann hafnaði utan vegar og valt
tvær veltur. Enginn þeirra sem
voru í bílnum voru spennt í ör-
yggisbelti auk þess var bíllinn
aðeins skráður fyrir þrjá far-
þega. ■
BRUNI „Ég vaknaði við að glugginn
í eldhúsinu uppi brotnaði. Ég fann
brunalykt og sá reyk í ljósinu,“
segir Bylgja Sveinsdóttir íbúi í
kjallaranum, en eldur kom upp í
eldhúsi í húsi við Ölduslóð í Hafn-
arfirði í gærdag.
Bylgja segir að sér hafi brugð-
ið og hennar fyrstu viðbrögð hafi
verið grípa jakkann sinn og
hlaupa yfir í næsta hús þar sem
hún hringdi á hjálp. Hún býr í
kjallaranum ásamt kærasta sín-
um Þórhalli Sigurðssyni en amma
hans á húsið. Þórhallur segir að
amma sín hafi verið heima hjá
foreldrum hans þar sem bíllinn
hennar hafi orðið rafmagnslaus
og var hann að vinna í bílnum
ásamt föður sínum. Þórhallur
sagði að skemmdirnar væru mest-
ar í eldhúsinu en að mikið sót
væri um alla íbúðina.
Ari Hauksson hjá slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins segir að
vel hafi gengið að slökkva eldinn
og reykræsta því eldurinn hafi að
mestu verið staðbundinn í eldhús-
inu. Hann segir að betur hafi far-
ið en horfðist en íbúðin sé töluvert
skemmd. ■
VARAFORSETINN
Hafi Dick Cheney einhverjar efasemdir um
að upplýsingar leyniþjónustunnar frá því fyr-
ir innrásin í Írak hafi verið réttar, þá heldur
hann þeim efasemdum fyrir sjálfan sig.
„Mér er
ekki vorkunn,
dætrum
mínum er
vorkunn.
SOPHIA HANSEN
Brotnaði niður þegar þáttastjórnandi í tyrknesku sjónvarpi upplýsti í beinni útsendingu að
eldri dóttir hennar væri gift. Sophia segist ekki geta hugsað sér að koma heim án þess að
sjá dætur sínar.
BYLGJA OG ÞÓRHALLUR
Bylgja og Þórhallur búa í kjallaranum en
amma hans á húsið. Bylgja var ein í húsinu
þegar eldurinn kom upp og voru hennar
fyrstu viðbrögð að hlaupa út.
Bruni í húsi við Ölduslóð í Hafnarfirði:
Vaknaði þegar gluggi sprakk