Fréttablaðið - 01.02.2004, Side 4

Fréttablaðið - 01.02.2004, Side 4
4 1. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Hefurðu fundið fyrir óþægindum vegna MyDoom-tölvuormsins? Spurning dagsins í dag: Fylgistu með enska boltanum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 72% 28% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar: Skilvirk lyfjastefna sparar milljarða SAMFYLKINGIN Á flokksstjórnar- fundi Samfylkingarinnar sem haldinn var á Grand hóteli í gær var meginfundarefnið staðan í heilbrigðismálum. Þar kom fram að Samfylkingin teldi að íslenska heilbrigðiskerfið væri mjög gott og varaði Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, við öllu tali um að það væri í molum. „Það eru hins vegar brotalamir á kerfinu og við teljum hættu á að jafnt aðgengi allra óháð efnahag sé að raskast. Það eru vísbending- ar uppi um að það sé að verða til tvöfalt kerfi, meðal annars í tengslum við sérfræðilækna, þar sem hinir efnameiri geta keypt sig fram fyrir. Stöðugt fleiri Ís- lendingar veigra sér við að leita á náðir kerfisins þar sem það er ein- faldlega of dýrt,“ sagði Össur og bætti því við að margir hefðu ekki greiðan aðgang að heilsugæslu og þyrftu að leita annarra og dýrari úrræða. Gríðarlegur lyfjakostn- aður var ennfremur ræddur á fundinum. „Samfylkingin hefur árum saman vakið máls á nauðsyn þess að taka upp harða lyfjastefnu. Það hefur ekki verið gert fyrr en nú og fyrir vikið hefur lyfjakostnað- ur rokið upp úr öllu valdi, langt umfram vísitölu neysluverðs. Sér- fræðingar hafa bent á að hægt sé að spara minnst þrjá milljarða með skilvirkri lyfjastefnu,“ sagði Össur. ■ Engin afskipti af sölunni á SPRON Viðskiptaráðherra íhugar aðgerðir til að kanna hvort stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hafi tryggt hagsmuni sjóðsins með samningum við Kaupþing-Búnaðarbanka. Ráðherra segist vera að sinna eftirlitshlutverki sínu. SPRON „Það hafa meðal annars vaknað spurningar um það hvern- ig stjórn SPRON-sjóðsins hafi í raun verið skipuð. Hún virðist ekki hafa verið kosin, en lög kveða á um að stofnfjáreigendur eigi að kjósa stjórnarmenn í sjálfseignarstofn- unum,“ segir Valgerður Sverris- dóttir viðskiptaráðherra. Í bréfi sem viðskiptaráðuneyt- ið hefur sent til stjórnar SPRON er krafist svara við nokkrum at- riðum sem varða samning sjóðs- ins og Kaupþings-Búnaðarbanka, nú KB-banka. Samkvæmt samn- ingnum kaupir bankinn öll hluta- bréf í SPRON sem SPRON verður eigandi að, verði sparisjóðnum breytt í hlutafélag eins og fyrir- hugað er. Tilkynning um undirrit- un samningsins var send Kaup- höll Íslands 23. janúar síðastliðinn og í henni kom fram að endur- gjaldið fyrir hlutina væri sex milljarðar króna. Í tilkynningu til Kauphallarinnar frá því í desem- ber kom fram að gengju áformin eftir fengju væntanlegir hluthaf- ar SPRON um níu milljarða í greiðslu frá bankanum. Valgerður segir brýnt að fá svör við ýmsu varðandi samninginn. „Viðskiptaráðherra fer með eft- irlit með sjálfseignarstofnunum sem stunda atvinnurekstur. Það að ég sé að íhuga aðgerðir til að skoða þessi mál þýðir ekki að ég sé að hafa afskipti af sölunni á SPRON. Það sem snýr að þessu er að við- skiptaráðherra er að sinna því eft- irlitshlutverki sem honum ber lög- um samkvæmt,“ segir Valgerður. Óskað hefur verið eftir svörum frá sjálfseignarstofnuninni fyrir 5. febrúar næstkomandi og það fer væntanlega eftir því hver þau verða, hvort gripið verður til ein- hverra aðgerða. Viðskiptaráð- herra vill ekkert fullyrða í þeim efnum, en telur líklegt að stjórn SPRON fari nú mjög nákvæmlega yfir málið og gefi síðan skýringar á þeim forsendum sem liggja að baki samningnum við Kaupþing- Búnaðarbanka. „Það þarf að útskýra hvort þessi fyrirhugaði samningur get- ur gengið eftir óbreyttur. Ég velti því fyrir mér hvort stjórn stofn- unarinnar sé að gæta hagsmuna hennar í samræmi við lög þegar hún samþykkir mismunandi sölu- gengi, annars vegar til stofnfjár- eigenda á genginu 2,13 og hins vegar til sjálfseignarstofnunar- innar á genginu 1,0. Einnig velti ég því fyrir mér hvort stjórnin geti tekið þátt í meðferð máls sem varðar samningsgerð sjálfseign- arstofnunarinnar við þriðja aðila, ef stjórnarmaður hefur hagsmuna að gæta sem kunni að fara gegn hagsmunum stofnunarinnar,“ seg- ir Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra. bryndis@frettabladid.is DAVÍÐ ODDSSON Forsætisráðherra segir ekki óeðlilegt að Alþingi og ríkisvald grípi inn í mál varðandi samþjöppun á fjölmiðlamarkaðnum. Forsætisráðherra um fjölmiðlamarkaðinn: Ríkisvaldið grípi inn í FORSÆTISRÁÐHERRA Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að sam- runi á borð við samruna Fréttar og Norðurljósa, sem gengið var frá á föstudaginn, yrði hvergi leyfður þar sem hann þekkti til. Forsætisráðherra sagði að á Ís- landi giltu engar reglur um sam- þjöppun og samruna á fjölmiðla- markaði og lög skorti þar að lút- andi. Hann sagði að bíða þyrfti nið- urstöðu nefndar sem fjallaði um þessi mál áður en ákveðið yrði með lagasetningu í þessum efnum. Davíð taldi ekki óeðlilegt að Alþingi og ríkisvald gripu inn í þessi mál, en að ekki væri tíma- bært að ræða með hvaða hætti það yrði gert. ■ SENDINEFND TIL ÍRAKS Kofi Ann- an, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, sagði fyrir helgina að hann ætlaði að senda sendinefnd til Íraks næstu daga til þess að kanna hvort mögulegt sé að flýta kosningum eins og meirihlutahópur shíta- múslima hafa krafist. Áður hafði Annan sent tvo öryggisfulltrúa SÞ til Íraks til þess að kanna ástandið. SPÁIR AUKNU OFBELDI John Abizaid, yfirmaður bandaríska heraflans á Persaflóasvæðinu, segist eiga von á því að ofbeldið í Írak muni aukast fram að fyrir- huguðu valdaframsali. Hann seg- ir að íslamskir öfgamenn og fyrr- um stuðningsmenn Saddams Hussein séu helsta ógnin. „Það eru ótrúlega margir sem vilja ekki að íraskt fullvalda ríki verði að veruleika,“ sagði Abizaid. REYNA AÐ NÁ FÓTFESTU Ricardo Sanchez, yfirmaður herliðs bandamanna í Írak, segir að handtaka al-Kaída-foringjans Hasans Ghul í Írak í síðustu viku sanni að samtökin séu að reyna að ná fótfestu í landinu en Ghul var handtekinn af kúrdískum hermönnum þegar hann reyndi að læðast yfir landamærin frá Íran. Handbragð þeirra sjáist greinilega á sprengju- og sjálfs- morðsárásunum. SPRON „Í áformum um hlutafélaga- væðingu og sölu hlutabréfa SPRON til KB-banka er að mati stjórnenda SPRON farið að lögum á allan hátt. Fullreynt er einnig talið að hærra verð fáist fyrir hlut sjálfseignar- stofnunarinnar, en þeir sex millj- arðar sem bankinn er reiðubúinn til að greiða,“ segir Guðmundur Hauksson, framkvæmdastjóri SPRON, í yfirlýsingu vegna bréfs viðskiptaráðherra til SPRON. Hann segir fráleitt að gefa það í skyn að hagsmuna sjóðsins sé ekki gætt í hvívetna. SPRON leitaði eftir hugmynd- um frá Íslandsbanka, Landsbanka og KB-banka um hugsanleg kaup á hlutabréfum í SPRON hf., en samkomulag var síðan undirritað við þann sem best bauð. „Meginástæða fyrir mismun- andi gengi er sú að fyrir 81% hlut sjálfseignarstofnunarinnar fæst aðeins 5% atkvæðavægi í SPRON hf. Þau 19% sem stofnfjáreigend- ur munu eignast af hlutafénu ráða hins vegar yfir því sem eftir er af atkvæðavægi og fara um leið með afgerandi meirihluta atkvæða- magns,“ segir Guðmundur. Framkvæmdastjóri SPRON bendir á að stjórn sjóðsins hafi verið skipuð af stjórn SPRON 15. janúar síðastliðinn, í fullu sam- ræmi við lög, og umboð hennar því óskorað. Hann segir sjálfsagt að viðskiptaráðuneytið leiti eftir upplýsingum og gögnum um mál- efni SPRON og að spurningum þess verði svarað ítarlega. „Það er leitt að ráðherra dragi í efa heilindi stjórnarmanna sjóðs- ins,“ segir Guðmundur. ■ Framkvæmdastjóri SPRON svarar viðskiptaráðherra: Salan í sam- ræmi við lög ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar var- aði formaður flokksins við öllu tali um að íslenska heilbrigðiskerfið væri í molum. Hann sagði hins vegar brotalamir á kerfinu. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Viðskiptaráðherra segir að útskýra verði hvort stjórn stofnunarinnar hafi gætt hagsmuna hennar í samræmi við lög þegar hún samþykkti mismunandi sölugengi, annars vegar til stofnfjáreigenda og hins vegar til sjálfseignarstofnunarinnar. Stjórnarmaður í Pharmaco: Kaupir í Ís- landsbanka VIÐSKIPTI Karl Wernersson, stjórn- armaður í Pharmaco er kaupandi að ríflega 3% hlut í Íslandsbanka sem Landsbankinn keypti af líf- eyrissjóðnum Framsýn. Lands- bankinn var með kaupunum kom- inn í tæplega 8% hlut í bankanum. Lífeyrissjóðurinn Framsýn á stjórnarmann í Íslandsbanka og samvinna hefur verið á milli þeirra og fulltrúa Lífeyrissjóðs verslunarmanna í bankanum. Auk þess að eiga í Pharmaco, er Karl Wernersson eigandi lyf- sölukeðjunnar Lyf og heilsa. ■ ■ Írak GUÐMUNDUR HAUKSSON Framkvæmdastjóri SPRON segir fráleitt að gefa það í skyn að hagsmuna SPRON sé ekki gætt í hvívetna og það sé leitt að ráðherra dragi í efa heilindi stjórnarmanna sjóðsins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.