Fréttablaðið - 01.02.2004, Síða 8

Fréttablaðið - 01.02.2004, Síða 8
8 1. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Bætur fyrir hundalíf „Að vera á sjó er hættulegt hundalíf og rökin fyrir afslættin- um eru meðal annars þau að sjómenn fái bætur fyrir ýmislegt af því sem þeir missa af í land- inu.“ Eiríkur Stefánsson, fyrrum verkalýðsleiðtogi á Fáskrúðsfirði, um sjómannaafslátt í DV 31. janúar. Löggan vill frekar falsanir „Einu sinni hringdi lögreglu- maður í okkur og sagði að sér þætti leiðinlegt að trufla okkur en það væri óæskilegt að við værum mikið að nota bréfsefni Alþingis. ... Við þurftum því að falsa bréfsefni þingsins í staðinn og undirskriftina um leið og það þótti löggunni skárra.“ Forsvarsmenn Baggalúts segjast aldrei fara yfir strikið, í Fréttablaðinu 31. janúar. Orðrétt Ekkert leyndarmál að baki velgengni Dr. Dennis Kimbro er sérstakur gestur á ráðstefnu Stjórnunarfélags Ís- lands næstu helgi. Hann hefur rannsakað velgengni og segir að mikil- vægasti þáttur velgengni sé að fólk hafi skýr markmið í lífinu. STJÓRNUN Stjórnunarfélag Íslands stendur fyrir ráðstefnu næstu helgi þar sem sérstaklega verður tekin til umfjöllunar fræg bók Bandaríkjamannsins Napoleon Hill. Bók Hill heitir „Think and Grow Rich“ (Hugsaðu og öðlastu ríkidæmi) og hefur selst í nálega tuttugu milljón eintaka frá því hún kom út árið 1937. Fyrirlesari á ráðstefnunni er dr. Dennis Kimbro en hann var fenginn til þess að endurskrifa og fullgera bók, sem Napoleon Hill hafði byrjað að vinna að, um lykla að velgengni þeldökkra Banda- ríkjamanna. Kimbro er vinsæll fyrirlesari og höfundur fjöl- margra bóka um velgengni. „Stóra leyndarmálið um vel- gengni er að það er ekkert leynd- armál á bak við velgengni,“ segir Kimbro. Hann segir að lögmál velgengninnar séu manninum löngu þekkt og hafi verið miðlað frá kynslóð til kynslóðar. Kimbro leggur mikla áherslu á að velgengni sé ekki hægt að mæla nema í samhengi við ein- staklinginn sem um ræðir. „Ef ung kona ákveður að gerast kenn- ari í grunnskóla og vinnur mark- visst að því markmiði þá nýtur hún velgengni í lífinu ekki síður en Colin Powell, George Bush og Bill Gates,“ segir hann. Dr. Kimbro segir mikilvægt að fólk skilgreini markmið sín í líf- inu. „Sá sem lifir jafnlanga ævi og meðalmaðurinn hefur aðeins um 25 þúsund daga á jörðinni,“ segir hann og að menn eigi að nýta þann tíma til að uppfylla verðug mark- mið. Kimbro segir fólk eigi ekki að láta láta mótlæti bera bug af sér. „Það sem ég hef komist að er að fólk sem nær árangri veit ná- kvæmlega hvað það vill gera í líf- inu og vinnur stöðugt að því mark- miði. Þetta fólk verður fyrir mót- læti eins og við hin en bregst við með því að leggja enn harðar að sér,“ segir hann og tiltekur að rannsóknir sýni að á leiðinni að auðlegð verði meðalmilljónamær- ingurinn í Bandaríkjunum gjald- þrota 3,2 sinnum. „Flestir myndu kikna undan slíkum vonbrigðum,“ segir hann. „Fólk á að vera ánægt með þá stefnu sem það hefur í lífinu, burt- séð frá því hversu langt á leið það er komið að markmiði sínu,“ segir Kimbro og rifjar upp sögu af gríska heimspekingnum Aristótel- es. Til hans kom ungur maður og vildi vita hvernig hann kæmist til Ólympusfjalls. Svar heimspek- ingsins var að ungi maðurinn ætti að gæta að því að hvert skref sem hann tæki væri í áttina að fjallinu. Ráðstefna Stjórnunarfélagsins er haldin í Háskólabíói á laugardag- inn en dr. Kimbro hefur einnig ver- ið fenginn til að flytja fyrirlestra hjá einkafyrirtækjum en vonast til að hafa tíma til þess að skoða helstu ferðamannastaði landsins á meðan á heimsókninni stendur. thkjart@frettabladid.is SVEITARSTJÓRNIR „Ég ákvað að kynna mér ráðningarferlið og hitti umsækjandann að máli í Reykjavík í gær. Á þeim fundi ákvað hann að draga umsókn sína til baka,“ segir Halldór Halldórs- son, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, um bensínafgreiðslumann sem ráðinn hafði verið gjaldkeri Ísa- fjarðarbæjar. Maðurinn hætti við kvöldið áður en hann átti að mæta og mun það hafa verið að tilstuðl- an bæjarstjóra. Miklar deilur spruttu um ráðningu mannsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að Þórir Sveinsson fjár- málastjóri beri ábyrgð á ráðningu mannsins og muni þurfa að svara fyrir þann gjörning sinn. Sam- kvæmt sömu heimildum mun bæj- arstjóri hafa veitt honum ofaní- gjöf. Magnús Reynir Guðmunds- son, bæjarfulltrúi Frjálslynda flokksins, lýsti ráðningu stjórn- málafræðingsins sem hneyksli þar sem gengið hefði verið fram hjá heimamönnum með áratuga reynslu af bókhaldsstörfum. „Mín gagnrýni beindist ekki að þeim sem ráðinn var í stöðuna heldur því að gengið væri fram- hjá heimamönnum,“ segir Magn- ús Reynir Í samtali við bb.is sagðist um- sækjandinn, sem hætti við, hafa í starfi sínu sem bensínafgreiðslu- maður annast uppgjör afgreiðslu- kassa bensínstöðvarinnar í afleys- ingum. Um tíma starfaði umsækj- andinn sem sendibílstjóri og hélt þá akstursdagbók. Þá vann hann um tíma við öryggisvörslu hjá Landssímanum en hefur verið at- vinnulaus í hálft annað ár. ■ VALGERÐUR Tjáir sig lítið um samruna Norðurljósa og Fréttar og vísar til nefndar sem skoðar samþjöppun í viðskiptalífi. Viðskiptaráðherra: Þetta er sam- þjöppun FJÖLMIÐLAR „Ég lýsi ánægju með Sigríði Árnadóttur sem nýjan fréttastjóra Stöðvar 2 og Bylgj- unnar. Það er jákvætt að frétta- stjórar beggja sjónvarpsstöðv- anna séu konur,“ segir Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra um samruna Norðurljósa og Fréttar og breytingar í stjórnun- arstöðum. Hún segir líka ánægju- legt að Páll Magnússon, fyrrum fréttastjóri, snúi aftur. Um samrunann sjálfan vill Val- gerður minna segja og vísar til þess að nefnd er á störfum á veg- um ráðuneytisins sem fjallar um samþjöppun. „Þetta er samþjöpp- un,“ segir hún þó og bætir við: „Ég hef sagt áður að það sé um- hugsunarefni hvort þetta sé eins og hlutirnir eigi að vera.“ ■ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Steingrímur segir koma til álykta að grípa inn í ef menn eru líka markaðsráðandi á öðrum sviðum. Steingrímur J. Sigfússon: Nóg um fákeppni FJÖLMIÐLAR „Ég bjóst alveg eins við þessu og aðdragandinn ýtti undir umræður um stöðuna í fjöl- miðlaheiminum á haustdögum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, um sameiningu Fréttar, Íslenska út- varpsfélagsins og Skífunnar und- ir einn hatt. Steingrímur segir það ein- dregna afstöðu sína að ástæða sé að fara yfir málið og skoða vand- lega hvort ekki eigi að setja ein- hverjar griðingar til að hindra óhóflega samþjöppun í fjölmiðla- heiminum. Hann segir nóg um fá- keppni og samþjöppun þó það sé ekki líka í fjölmiðlum. „Einnig kemur til álykta að grípa inn í ef aðilar eru líka markaðsráðandi á öðrum sviðum hvort sem það sé matvöruverslun, fjármálaþjón- usta eða annað.“ ■ Snjóflóðavarnir á Norðfirði: Tillaga að matsáætlun SNJÓFLÓÐAVARNIR Fjarðabyggð hefur lagt fram drög að tillögu að matsá- ætlun um fyrirhugaðar snjóflóða- varnir fyrir svokallað Tröllagilja- svæði á Norðfirði. Varnirnar eiga að verja byggð- ina og veita ásættanlegt öryggi gegn snjóflóðum úr Ytra- og Innra-Tröllagili, Miðstrandar- skarði og Klofagili. Áætlað er að byggja fjórar gerðir snjóflóða- varnavirkja en um er að ræða 1.855 m löng upptakastoðvirki í Tröllagiljum í um 400–600 metra hæð yfir sjávarmáli, sambærileg þeim sem reist voru við gerð varnanna við Drangagil. Byggður verður 620 metra langur þver- garður og 23 keilur þar fyrir ofan. Innst á svæðinu verður svo byggður 390 metra langur leiði- garður. Varnir á Tröllagilja-svæðinu eru þriðji áfangi af sex í því að verja byggðina á Norðfirði gegn snjóflóðum. ■ GUÐJÓN Samruninn ekki ávísun á lagasetningu. Guðjón A. Kristjánsson: Sjálfstæðið mikilvægt FJÖLMIÐLAR „Ég vona að menn beri gæfu til að leyfa þessum eining- um að vera sem sjálfstæðastar,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, um samruna Fréttar og Norðurljóss. Hann segir að verra væri ef reynt yrði að stjórna þeim um of af einni yfirstjórn en gerir engar at- hugasemdir við samrunann. Guðjón segir samrunann enga ávísun á að setja lög um fjölmiðla og eignarhald þeirra. Hins vegar megi skoða samþjöppun almennt og þá einnig með hliðsjón af öðr- um mörkuðum, svo sem landflutn- ingum og útgerð. Skoða megi hvort samkeppnislög eigi að vera sterkari og jafnvel setja lög gegn hringamyndunum. ■ LOS ANGELES, AP Leikkonurnar Jane Fonda, Salma Hayek og Sally Field ætla að leggja Amnesty International lið sitt í baráttunni fyrir því að varpa ljósi á örlög hundraða ungra kvenna sem hafa horfið eða fundist látnar í bænum Juarez í Mexíkó á undanförnum árum. Samtökin Amnesty Inter- national hafa látið gera stóra veggmynd til minningar um kon- urnar við Hollywood Boulevard í Los Angeles. Einnig hefur verið skipulögð ganga í gegnum Juarez á Valentínusardaginn, 14.febrúar, til að þrýsta á mexíkósk yfirvöld að upplýsa þessi morð og manns- hvörf og tryggja öryggi kvenna í bænum til frambúðar. Hingað til hefur aðeins einn maður verið dæmdur í fangelsi í tengslum við þessar árásir. Yfirvöld í Mexíkó telja að hátt í 300 konur hafi verið myrtar í Ju- arez á undanförnum tíu árum en Amnesty International fullyrða að þessi tala sé nær 400. Flest fórn- arlömbin voru fátækar stúlkur á aldrinum fjórtán til tuttugu ára. Margar þeirra unnu í verksmiðj- um á tollfrjálsu svæði á landa- mærum Mexíkó og Bandaríkj- anna. ■ Óupplýst morð og mannshvörf í Juarez í Mexíkó: Hollywood-stjörnur þrýsta á yfirvöld MINNISVARÐI Leikkonan Salma Hayek stendur við vegg- mynd sem máluð var til minningar um þann mikla fjölda kvenna sem hefur horfið í bæn- um Juarez í Mexíkó á undanförnum tíu árum. Nýráðinn gjaldkeri Ísafjarðarbæjar hætti við: Bensínmaðurinn fær ekki gjaldkerastúkuna HALLDÓR HALLDÓRSSON Tók í taumana. NESKAUPSTAÐUR Fyrirhugaðar snjóflóðavarnir eiga að verja byggðina gegn snjóflóðum úr Ytra- og Innra Tröllagili, Miðstrandarskarði og Klofagili. BJARTSÝNN MAÐUR Dr. Dennis Kimbro er sannfærður um að allir geti öðlast velgengni í lífinu en til þess þurfi skýr markmið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.