Fréttablaðið - 01.02.2004, Page 16

Fréttablaðið - 01.02.2004, Page 16
16 4. febrúar 2004 SUNNUDAGUR 5,1%* – Peningabréf Landsbankans www.landsbanki.is Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.12.2003–31.12.2003 á ársgrundvelli. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. FYLGST MEÐ MARKAÐNUM Eftir að hafa lækkað fjóra daga í röð hækkaði japanska Nikkel vísitalan loks á föstudaginn. Við lokun markaðar stóð vísi- talan í 10.783,61 stigum og hafði þá hækkað um 0,04%. V ið sk ip ta fr ét ti r á su nn ud eg i VIÐSKIPTI Í KAUPHÖLL ÍSLANDS *Gengi bréfa síðustu sjö daga 3,7% -1,7% -2,8% 14,7% 4,7% 15 12 9 6 3 0 -3 Mesta hækkun (%)* *Gengi bréfa síðustu sjö daga 6 3 0 -3 -6 -9 -12 Mesta lækkun (%)* Mesta velta mán. þri. mið. fim. fös. Eimskipafélag Íslands hf. Pharmaco hf. Marel hf. Fyrirtæki Velta síðustu sjö daga Flugleiðir hf 6.247 milljónir Íslandsbanki hf. 4.770 milljónir Pharmaco hf. 1.873 milljónir Landssími Íslands hf. Og fjarskipti hf. Grandi hf. mán. þri. mið. fim. fös. -4,8% HANNES SMÁRASON Aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar er reyndur í fjárfestingum. Ásamt tengdaföður sínum, Jóni Helga Guðmundssyni í BYKO, hefur hann fjárfest víða í íslensku samfélagi. Nú síðast með kaupum á kjölfestuhlut í Flugleiðum. Fjárfestar taka flugið Eimskipafélagið réði för í Flugleiðum um langt skeið. Í umbreytingum viðskiptalífsins losnaði um eignarhaldið. Hannes Smárason og tengdafaðir hans, Jón Helgi Guðmundsson, sjá tækifæri í Flugleiðum. Hannes mun fylgjast með fjárfestingunni og er líklegur stjórnarformaður félagsins. Þeir sem fylgjast með viðskipt-um á Íslandi hafa tekið eftir nafni Hannesar Smárasonar. Hann hefur ekki verið áberandi útávið, en nafn hans hefur skotið upp koll- inum reglulega í tilkynningum inn á Kauphöll Íslands sem viðskipta- félagi tengdaföður síns Jóns Helga Guðmundssonar sem rekið hefur byggingavöruverslunina BYKO með miklum myndarbrag. Hannes hefur svo sem í öðru að snúast en að kaupa íslensk fyrir- tæki. Hann er aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Þeir hafa ekki látið deigan síga í fjár- festingum. Þeir eru meðal annars hluthafar í KB-banka, Kaupási og nú síðast bættist við kjölfestufjár- festing í Flugleiðum. „Það eru tækifærin sem koma upp,“ segir Hannes um ástæður fjárfesting- anna. „Það er svo margt sem hefur breyst í viðskiptalífinu á síðustu tíu árum. Tækifæri sem ekki voru til staðar eru til staðar. Félög sem voru í langtímaeigu ákveðinna að- ila eru það ekki lengur. Viðskipta- lífið er dýnamískara. Það hefur eitthvað að gera með kynslóða- breytingar. Síðast en ekki síst hef- ur fjármálaumhverfið gjörbreyst.“ Um áratugaskeið var ráðandi hlutur Flugleiða í höndum þeirra sem réðu Eimskipafélaginu. Straumur-fjárfestingarbanki hélt á kjölfestuhlut í félaginu eftir miklar hræringar sem enduðu í að bank- arnir skiptu upp helstu fyrirtækjum landsins. Hluturinn var til sölu. Jón Helgi og Hannes gripu tækifærið. Hannes segir að þeir hafi verið bún- ir að skoða félagið um nokkurt skeið. „Við þekktum nokkuð til félagsins,“ segir Hannes og bætir því við að nú hefjist raunveruleg kynni þeirra af félaginu. „Við mun- um ræða við stjórnendur og dýpka skilning okkar á félaginu.“ Sjálfur er hann á ferð og flugi. Eiginkona hans Steinunn Jóns- dóttir innanhússarkitekt er í fram- haldsnámi í Boston, þar sem þau bjuggu áður. Fjölskyldan er því í Bandaríkjunum í vetur. Hannes þarf að sinna erindum vinnunnar bæði hér heima og í Bandaríkjun- um. Eðli starfsins þýðir að fyrir samvistir við fjölskylduna skiptir ekki öllu máli hvorum megin Atl- antsála fjölskyldan dvelur. Eftir að námi lauk við MIT, einn virtasta háskóla Bandaríkjanna, vann Hannes í fimm ár hjá ráðgjafafyr- irtæki í Boston. Starf hjá nýju fyr- irtæki, Íslenskri erfðagreiningu, kallaði hann heim. Hann segir fjár- festingu í Flugleiðum ekki hafa áhrif á núverandi starf. Vanur áhætturekstri Rekstur flugfélaga er almennt talinn mjög áhættusamur og sveiflukenndur. Hannes er ekki ókunnur áhættu og sveiflum á markaði. Forystusveit deCODE hefur mátt horfa á gríðarlegar sveiflur í gengi bréfa fyrirtækis- ins. Þegar ástand markaða var sem verst var gripið til þess að skera niður kostnað. „Við þurftum að gera það,“ segir hann og verð- ur hugsi. „Það var nauðsynlegt að gera ráðstafanir til þess að lengja þann tíma sem við höfðum meðan markaðurinn var í lægð.“ Hannes útskýrir að eðli líftæknifyrir- tækja af gerð deCODE sé þannig að tekjur séu litlar í langan tíma, en ef og þegar þær komi þá verði þær verulegar. Áhættan er víðar. Jón Helgi og Hannes fjárfestu í fjárfestingarfélaginu Gildingu. Gilding var stofnuð um það leyti sem hagsveiflan var í hámarki. Félagið tapaði miklu, en var síðan sameinað Búnaðarbankanum. Einkavæðing bankanna var framundan. „Við fórum óvenju- lega leið og keyptum meira í bankanum á markaði.“ Sú eign nægði ekki til að komast í ráðandi stöðu í bankanum. Fjárfestingin í bankanum reyndist góð og sam- einingin við Kaupþing hefur enn aukið á vöxtinn. Mikill kraftur fylgdi einkavæðingunni. „Það fór allt af stað. Það átti enginn von á að þetta gerðist svona hratt.“ Hann segir þessa þróun jákvæða; miklu fleiri láti nú til sín taka í viðskiptalífinu. „Það eru ekki lengur einn eða tveir hópar sem láta til sín taka í viðskiptalífinu. Það eru miklu fleiri nú sem láta til sín taka í viðskiptum.“ Jón Helgi og Hannes voru ger- endur í þeirri atburðarás sem leiddi til þessara miklu umskipta á eignarhaldi í viðskiptalífinu. „Við keyptum í Framtaki-fjárfest- ingarbanka og vissum þá ekki að Straumur hafði keypt á sama tíma. Við seldum okkur svo út úr Framtaki og inn í Landsbankann. Þar með voru þeir komnir með nokkuð stóran hlut í Straumi. Við þessar tilfæringar losnaði um talsvert mikið af eigum.“ Flug- leiðir voru á lausu. „Það var alveg ljóst að á einhverjum tímapunkti myndu fjármálastofnanir vilja losa sig við þessar eignir, Ekki síst í ljósi gagnrýni á þátttöku Við erum ekki að kaupa þessi bréf til að selja þau fljótlega aftur. Hugsunin er sú að arðsem- in komi af rekstri fyrirtæk- isins. Við ætlum að vera virkir hluthafar í félaginu. ,,

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.