Fréttablaðið - 01.02.2004, Page 25

Fréttablaðið - 01.02.2004, Page 25
25SUNNUDAGUR 1. febrúar 2004  árum HANNES HAFSTEIN Hann var þjóðkunnur maður á þeim tíma er hann varð gerður að fyrsta ráðherra landsins. Bæði var hann sýslumaður á Ísafirði og eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar. Hannes gegndi embættinu til 1909 og síðan aftur 1912–1914. Hvernig maður var Hannes Hafstein? Eldhugi með lögin og ljóðin að vopni Hannes Hafstein fæddist áMöðruvöllum í Hörgárdal 4. desember 1861. Hann var sonur hjónanna Kristjönu Gunnarsdótt- ur og Péturs Havsteen sem var alþingismaður og amtmaður í norður- og austuramti. Hann- es settist ungur á skólabekk en vist í Lærðaskólanum hlaut hann aðeins 12 ára og var yngsti nýneminn það árið. Hann tók stúdentspróf árið 1880 og hélt að því loknu í laganám til Kaup- mannahafnar líkt og faðir hans hafði gert nærri hálfri öld áður. Tuttugu og fimm ára sigldi Hannes heim með lagaprófið upp á vasann og hóf starfsævina á að leysa af sem sýslumaður í Dala- sýslu. Bjó hann þá að Staðarfelli þar sem nú er meðal annars með- ferðarheimili SÁÁ. Eftir að Dala- dvölinni lauk sýslaði Hannes við ýmis lögfræðistörf og gegndi ein- nig embætti landshöfðingjaritara um skeið. Árið 1896 var hann skipaður sýslumaður á Ísafirði og fjórum árum síðar var hann fyrst kjörinn á Alþingi. Árið 1904 er Íslendingum var færð heima- stjórn var Hannes valinn ráð- herra þjóðarinnar og gegndi hann starfinu í fimm ár þetta kastið. Að loknu fyrra tímabili sínu í ráðherrastóli – árið 1909 – varð Hannes bankastjóri við Ís- landsbanka og aftur ráðherra þremur árum síðar. Ráðherratíð- in þá varði í tvö ár en að þeim liðnum settist hann aftur í bank- ann og stýrði honum til ársins 1917 þegar hann lét af störfum vegna heilsubrests. Hannes kvæntist Ragnheiði Stefánsdóttur árið 1889 en for- eldrar hennar voru Stefán Thoroddsen og Sigríður Ólafs- dóttir. Sigríður hafði áður verið gift Pétri föður Hannesar þannig að tengdamóðir hans var fyrr- verandi eiginkona pabba hans sem vart er algengt. Þau Ragn- heiður eignuðust tíu börn: Sig- urð, Kristjönu, Ástríði, Þórunni, Sigríði, Sofíu Láru, Elínu Jóhönnu Guðrúnu, Ragnheiði, Kristjönu og Sigurð Tryggva. Hannes þótti standa sig vel í þeim störfum sem hann tók sér fyrir hendur um ævina. Hann var maður sátta og samstöðu og þótti afar aðlaðandi og kurteis. Sjaldan greip hann til hörkunnar sem hann þó átti til ef á þurfti að halda en hún var þó hans vopn þegar hann ákvað að ritsími skyldi lagður til Íslands í harðri andstöðu margra. Hannes var líka harðorður í meira lagi þegar hann ungur hélt opinn fyrirlestur um stöðu bókmenntanna í land- inu undir yfirskriftinni „Sú þjóð, sem á engan skáldskap, er engin þjóð“. Þar skammaðist hann fyrir troðfullu Templarahúsi yfir doð- anum sem ríkti í skáldskap og bókaútgáfu en hafði fullt efni á orðum sínum enda afbragðs skáld sjálfur. ■ HANNES Á FRÍMERKI Frímerki með mynd af fyrsta ráðherr- anum hefur verið gefið út í tilefni af heimastjórn í hundrað ár.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.