Fréttablaðið - 01.02.2004, Qupperneq 27
27SUNNUDAGUR 1. febrúar 2004
Kolbeinn kafteinn
Besti vinur Tinna. Fyrr
verandi skipstjóri úr kaup-
mannsflotanum. Kolbeinn
kemur fyrst fyrir í bókinni
Krabbinn með gylltu klærn-
ar en þar var hann í auka-
hlutverki og ekkert sem
benti til þess að hann
kæmi aftur við sögu í
öðrum ævintýrum Tinna.
Það er fyrst í Dularfullu
stjörnunni sem Kolbeinn
verður ein aðalpersóna
Tinnabókanna.
Kolbeinn á það til að
kvarta undan Tinna vini sín-
um vegna ævintýranna sem
þeir lenda í en hann eltir
hann þó hvert sem er, oft-
ast gegn eigin vilja. Kol-
beinn er mikil tilfinninga-
vera; klaufskur, óheppinn,
hvatvís, göfuglyndur, upp-
stökkur og orðljótur, en
þykir með eindæmum
hjartahlýr. Kolbeini þykir
sopinn góður og á það til
að móðga mann og annan
með orðbragði sínu.
Skapti og Skafti
Skapti og Skafti eru þröng-
sýnir lögreglumenn sem
hlýða skipunum í blindni.
Þeir eru hrokafullir, klaufa-
legir og alvarlegir og mun
heimskari en þá grunar.
Skapti og Skafti eru furðu-
lega líkir þrátt fyrir að þeir
séu ekki tvíburar – ekki
einu sinni bræður. Í fyrstu
virðist sem ekkert greini þá
að en ef grannt er skoðað
sést að þeir eru ekki með
eins yfirvararskegg. Skeggið
á Skapta er beint þar sem
það er örlítið snúið á
Skafta.
Skapti og Skafti komu
fyrsta fram í svart-hvítri út-
gáfu af Vindlum faraós árið
1934 en þeir koma einnig
fyrir í opnunarramma lita-
útgáfunnar af Tinna í
Kongó.
Skaptarnir eiga í undarlegu
sambandi við aðrar persón-
ur í bókunum, þeir eru
hluti af vinahópnum en þá
grunar oft Tinna um að
hafa framið hina ýmsu
glæpi og hafa oftar en einu
sinni reynt að handtaka
hann fyrir þá.
Prófessor
Vandráður
Prófessor Vandráður er ein
litríkasta persóna Tinna-
bókanna og í uppáhaldi hjá
mörgum. Hann er einkar
utan við sig, hefur slæma
heyrn og er afar tilfinninga-
næmur. Vandráður er þús-
undþjalasmiður og snjall
uppfinningamaður. Hann á
meðal annars hugmyndina
að geimfarinu sem ferjar
Tinna til tunglsins. Seinna í
bókunum, eftir að hann
finnur upp dómsdagsvél
sem menn ásælast til að
nota til hernaðar, ákveður
hann að venda kvæði sínu í
kross og snýr sér að garð-
yrkju.
Hergé var sagður hafa
mikið dálæti á sérvitru fólki
eins og Vandráður prófess-
or.
Rassópúlos
Rassópúlos er einn helsti
glæpamaður Tinna-
bókanna. Hann hóf ferilinn
í kvikmyndabransanum en
breytti síðan um starfsvett-
vang og sneri sér að eitur-
lyfjasölu. Hann er yfirmaður
dularfullra samtaka sem
teygja anga sína út um all-
an heim.
Rassópúlos lítur á Tinna
sem einn sinn aðalóvin og
lætur allt í fari blaðamanns-
ins fara í taugarnar á sér.
Rassópúlos kemur fyrst
fyrir í bókinni Tinni í Amer-
íku þar sem hann fagnar
Tinna sem hetju. Þeir hitt-
ast aftur í Vindlum faraós-
ins þar sem Rassópúlos
hótar Tinna öllu illu og bið-
ur hann um að leggja nafn
sitt á minnið. Þeir hittast
svo aftur í Bláa lótusnum
þar sem upp kemst um
Rassópúlós sem er höfuð-
paurinn í stórum ópíum-
smyglhring.
Rassópúlos er þekktur fyr-
ir afskaplega vondan fata-
smekk.
Vaíla Veinólía
Óperusöngkona frá La
Scala í Mílan. Vaíla Veinólía
er hin týpíska duttlunga-
fulla prímadonna. Návist
hennar og rödd er eins og
fellibylur. Helsta fórnarlamb
hennar er Kolbeinn
kafteinn sem hún virðist
hafa einstakt lag á að gera
brjálaðan með söng sínum.
Hún syngur yfirleitt aðeins
eina aríu, Gyðingasönginn
úr óperunni Faust eftir
Gounod, sem hún syngur
við öll tækifæri. Arían á að
tákna spegilmynd hennar
sem hún dáist að öllum
stundum.
Þjónninn Jósep
Jósep var um tíma þjónn
hjá hinum undarlegu Fugla-
bræðrum. Hann er alltaf
glæsilegur til fara, duglegur,
tillitssamur og þolinmóður
með eindæmum. Hann
virðist þó vanta ákveðna
hæfileika sem þjónar þurfa
að bera. Jósep er treyst af
öllum gestum Mylluseturs,
þar sem Kolbeinn kafteinn
býr. Hann kom fyrst fram í
ævintýrinu um Einhyrning-
inn.
Alkasar
hershöfðingi
Alkasar hershöfðingi er
byltingarsinni sem berst af
lífi og sál gegn einvaldinum
Tapióka um lýðveldið San
Theódóros. Alkasar er vinur
Tinna sem óvinur – allt eftir
því hvort blaðamaðurinn
styður málstað hans eður
ei.
Alkasar hershöfðingi
starfar einnig sem hnífa-
kastari og þá undir nafninu
Ramone Zarate. Hann kem-
ur fyrir í þónokkrum Tinna-
bókum, uppstrílaður í
foringjabúninginn. í borg-
aralegum klæðnaði eða
sviðsfatnaði.
Kemur víða við
Persónur
BANDARÍKIN
SAN THEÓDÓRO
PERÚ
SURTSEY
SKOTLAND BELGÍA
LONDON
ÞÝSKALAND
SYLDAVÍA OG
BÚRDÚRÍA
KONGÓ
EGYPTALAND
JÓRDANÍA
RÚSSLAND TÍBET
KÍNA
Tinni og Tobbi hafa komið víðavið á ferðalagi sínu um heim-
inn. Hann hefur ferðast um
flestallar heimsálfurnar, allt frá
Bandaríkjunum til Kína og með
viðkomu í Surtsey. Tinni býr þó í
Belgíu hjá vini sínum Kolbeini
kafteini og gerast flest ævintýrin
þar í kring. Hergé bjó þó einnig til
nokkur lönd sem Tinni heimsækir,
svo sem Syldavía og Búrdúríu sem
eiga að vera í Austur-Evrópu, sem
og San Theódóro í Suður-Ameríku.
Margir vilja meina að Tinni
eigi ekki hvað síst vinsældum sín-
um að þakka hversu víðförull
hann hefur verið. Bækurnar hafa
enda verið þýddar á yfir hundrað
tungumál – þar á meðal svalí og að
sjálfsögðu íslensku. ■
SÁDI-ARABÍA
BROSANDI TINNI
Eitt einkenni á Tinnabókunum er
hversu víða Tinni fer.
Hann hefur farið til allra heimsálfa,
nema Eyjaálfu og Antartíku.
TUNGLFARIÐ
Tinni ferðaðist ekki bara um jörðina
heldur fór hann líka til tunglsins.
Tunglfarið hefur smám saman orðið
eitt af táknum Tinna.