Fréttablaðið - 01.02.2004, Page 39

Fréttablaðið - 01.02.2004, Page 39
39SUNNUDAGUR 1. febrúar 2004 Þýska knattspyrnan: Fjögurra stiga forysta Bremen FÓTBOLTI Werder Bremen hélt upp- teknum hætti þar sem frá var horfið fyrir vetrarfrí í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu. Liðið bar sigurorð af Herthu Berlin á heimavelli, 4-0, og hefur enn fjög- urra stiga forystu á toppi deildar- innar. Brasilíumaðurinn Ailton var í miklu stuði og skoraði tvö fyrstu mörk Werder Bremen en hann er langmarkahæsti maður- inn í deildinni með átján mörk í jafnmörgum leikjum. Stuttgart komst í annað sæti deildarinnar með því að leggja Hansa Rostock að velli, 2-0, á heimavelli. Það tók leikmenn Stuttgart þó tæpan klukkutíma að komast yfir í leiknum en eftir að Hvítrússinn Aleksander Hleb kom þeim yfir þá var aldrei spurning hvort liðið færi með sig- ur af hólmi. Það var síðan marka- hókurinn Kevin Kuranyi sem gull- tryggði sigurinn með marki þegar fjórtán mínútur voru til leiksloka. Bayern München tapaði óvæntum stigum gegn Eintracht Frankfurt og er liðið nú sex stig- um á eftir Werder Bremen. Það leit þó út fyrir þægilegan dag hjá Bæjurum eftir að Hollendingur- inn Roy Makaay hafði komið þeim yfir strax á 1. mínútu leiksins. Leikmenn Frankfurt gáfust þó ekki upp og Ervin Skela jafnaði úr vítaspyrnu rétt undir lok fyrri hálfleiks. Bayer Leverkusen getur komist annað sæti deildarinnar í dag en þá mætir liðið Freiburg á útivelli. ■ HANDBOLTI Svíar tryggðu sér sjö- unda sætið á Evrópumeistaramót- inu í handknattleik í Slóveníu í gær með því að leggja lið Serba og Svartfellinga að velli, 35-34, í leik um sjöunda sætið í gær. Sigurinn var 100. sigur liðsins undir stjórn hins sigursæla Bengt Johansson á stórmóti og líklega sá síðasti þar sem Svíum tókst ekki að tryggja sér sæti á Ólympíuleik- unum í Aþenu. Leikurinn var gífurlega jafn allan leikinn og var munurinn á liðunum aldrei meiri en þrjú mörk. Serbar og Svartfellingar voru reyndar komnir með góða stöðu en Svíar skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins og tryggðu sér sigur; það síðasta skoraði Jonas Larholm þegar rúm mínúta var til leiksloka. Kim And- ersson og Jonas Larholm voru markahæstir hjá Svíum með sjö mörk hvor, Stefan Lövgren, Marcus Alhm og Sebastian Seifert skoruðu fjögur mörk hver og Johann Pettersson og Robert Arr- henius skoruðu þrjú mörk hvor, Thomas Svensson varði sjö skot í marki Svía og Peter Gentzel varði fimm skot. Milorad Krivokapic var markahæstur hjá Serbum og Svartfellingum með sex mörk og Branko Kokir, Marko Krivokapic og Ratko Nikolic skoruðu fimm mörk hver. ■ Svíar í sjöunda sæti á EM: 100. sigur Bengts Belgísk barátta á Opna ástralska meistaramótinu í tennis: Henin-Hardenne vann Clijsters TENNIS Belgíska tennistúlkan Justin Henin-Hardenne styrkti stöðu sína sem besta tennisstúlka heims ennfrekar þegar hún bar sigur úr býtum í einliðaleik Opna ástralska meistaramótsins í tenn- is í gær. Henin Hardenne lagði löndu sína Kim Clijsters, sem er í öðru sæti á heimslistanum, í þremur settum, 6-3, 4-6 og 6-3, og vann þar með Opna ástralska meistara- mótið í fyrsta sinn. „Við vorum báðar taugaveikl- aðar í leiknum. Ég vann hins veg- ar mikilvægu stigin og það gerði gæfumuninn. Það voru miklar til- finningar í þessum leik. Mér fannst ég aldrei ætla að klára leikinn og það var sérstaklega erfitt þegar mér fannst áhorfendurnir snúast á sveif með Kim í loka- settinu. Ég er búinn að vinna þrjú stórmót nú þegar og tilfinningin er ótrúlega góð,“ sagði Henin-Hardenne eftir sigurinn. Clijsters, sem hef- ur ekki enn unnið eitt af stóru mótunum fjórum, var svekkt eftir leikinn en sagði að Henin-Hardenne hefði átt sigur- inn skilið. ■ BELGÍSK BARÁTTA Belgísku stúlkurnar Justin-Henin Hardenne og Kim Clijsters sjást hér með verðlaun fyrir einliðaleikinn á Opna ástralska meistaramótinu í gær. ÞÝSKA 1. DEILDIN B. Dortmund-Schalke 0-1 0-1 Ebbe Sand (89.). Köln-M’gladbach 1-0 1-0 Lukas Podolski (52.). E. Frankfurt-B. München 1-1 0-1 Roy Makaay (1.), 1-1 Ervin Skela, víti (45.). 1860 München-Kaiserslaut.ern 2-1 1-0 Benjamin Lauth (18.), 1-1 Vratislav Lokvenc (25.), 2-1 Benjamin Lauth (39.). Stuttgart-Hansa Rostock 2-0 1-0 Aleksander Hleb (59.), 2-0 Kevin Kuranyi (76.). Bochum-Wolfsburg 1-0 1-0 Frank Fahrenhorst (35.). Werder Bremen-Hertha Berlin 4-0 1-0 Ailton (17.), 2-0 Ailton (30.), 3-0 Jo- han Micoud (34.), 4-0 Nelson Valdes (90.). W. Bremen 18 13 3 2 49:20 42 Stuttgart 18 11 5 2 26:7 38 B. München 18 10 6 2 41:20 36 B. Leverkusen 17 10 5 2 34:17 35 Bochum 18 8 5 5 31:22 29 Schalke 18 7 6 5 24:23 27 Wolfsburg 18 8 1 9 35:33 25 B. Dortmund 18 7 4 7 29:26 25 Hamburger SV 17 6 5 6 23:29 23 1860 München 18 6 4 8 20:27 22 Freiburg 17 6 3 8 24:37 21 Hannover 17 5 5 7 30:37 20 H. Rostock 18 5 4 9 24:29 19 M’gladbach 18 5 4 9 18:25 19 Kaiserslautern 18 5 3 10 21:33 18 Köln 18 4 4 10 16:26 16 E. Frankfurt 18 3 4 11 17:29 13 H. Berlin 18 2 7 9 15:37 13

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.