Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.02.2004, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 01.02.2004, Qupperneq 46
Ég er reiður 46 1. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Ég byrja á því að halda upp á100 ára afmæli heimastjórnar í dag með einhverjum hætti, til dæmis með því að fara í kirkju- garðinn. Ég telst víst til afkom- enda þessa Hafsteins,“ segir Hallgrímur Thorsteinsson, dag- skrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu. Annars segist hann ekki mikið fyrir það að plana framtíð- ina. „Ég ætla að fjalla um afmæl- ið í þættinum á mánudag, um þær háleitu hugsjónir sem uppi voru þá þegar menn höfðu verk að vinna og það lék enginn vafi á hvað þyrfti að gera. Ekki eins og núna þegar allt er óljóst. Það þurfti siglingar til landsins, það þurfti að fá síma og vegi.“ Einnig segist Hallgrímur ætla að fjalla um haustskýrslu Hag- fræðistofnunar á fimmtudaginn, sem mun fjalla um fjármál heil- brigðiskerfisins. „Síðast fjölluðu þeir um byggðamál og úr því kom vitræn umræða. Það verður von- andi það sama upp á teningnum núna. Þetta verður svolítið ljós í skammdeginu. Uppbygging Út- varps Sögu heldur einnig áfram í vikunni og ég held áfram að elt- ast við stuðningsaðila og gylla fyrir þeim þetta kostaboð sem auglýsingar á Útvarpi Sögu er. Að öðru leyti ætla ég að fylgjast með öðrum fjölmiðlum og atburðum og auðvitað með hækk- andi sól.“ ■ Vikan sem verður HALLGRÍMUR THORSTEINSSON ■ er afkomandi Hannesar Hafstein og heldur upp á aldarafmæli heimastjórnar. ...yfir niðurskurði Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks í heilbrigðiskerfinu segir Flosi Ei- ríksson, bæjarfulltrúi í Kópavogi. Ekki sami skýrleiki og var Er jólafrí þingmanna of langt? Agnar Burgess 20 ára, nemandi MR Já, mér finnst það. Síðansegjast þeir vinna í frí- inu. Sjálfur hef ég nú farið í páskafrí stuttu fyrir próf en þó ekkert verið neitt ofboðslega duglegur eftir því. Við verðum bara að vona að þingmennirnir séu betri en ég í sjálfsaganum.“ Mist Hálfdánardóttir 15 ára, nem- andi Hagaskóla Ég hef enga skoðun á því.Mér finnst að minnsta kosti alveg mega lengja skólafríið.“ Sindri Eldon 17 ára, nem- andi Borgar- holtsskóla Ég segi að þetta sé allt að fara til helvítis.Hvað á fólk svo að gera á þessum tíma þegar það kemur upp eitthvað neyðar- ástand sem getur bara verið leyst af þing- mönnum? Þetta gengur ekki lengur! Nei, ég er bara að spauga. Ég varð ekki einu sinni var við að þeir væru í jólafríi. Fá jólamenn svona langt þingfrí? Þingmenn eru í raun- inni jólasveinar og þeir þurfa þetta þingfrí til þess að starfa sem slíkir yfir jólahátíðina.“ Diljá Mist Einarsdóttir 16 ára, nemandi Versl- unarskóla Nei, það finnst mér ekki. Þetta erumenn sem taka mikilvægar ákvarð- anir fyrir þjóðina og þeir þurfa að fá frí til þess að hvíla hugann. Ég bara vona að þeir hafi nýtt jólafríið vel.“ ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Búlgaríu. Sigríður Árnadóttir. 100 ár eru liðin frá stofnun heimastjórnar á Íslandi. Ung ráð Hrikalega ertu heilaþveginn, Símon! Þú gengur hérna um eins og auglýsingaskilti og borgar fyrir að moka undir rassinn á einhverjum moldríkum alþjóðlegum stórfyrirtækjum! Við Haraldur erum mjög skúffaðir með þig! HALLGRÍMUR THORSTEINSSON Megnið af vikunni fer í daglegan útvarps- þátt hans á Útvarpi Sögu og að eltast við vænlega stuðningsaðila. Láttu hann heyra það, Daníel... Það þykir mikil blóðtaka fyrirSamfylkinguna að dugnaðar- forkurinn Bryndís Hlöðversdóttir skuli hverfa úr embætti for- manns þingsflokks af persónuleg- um ástæðum. Bryndís telur sig þurfa meiri tíma til að sinna börnum og heimili og dregur því úr umfangi ábyrgðarstarfa sinna fyrir flokkinn en þeir sem gerst til þekkja telja að það hefði verið farsælla fyrir Samfylkinguna að gera allt sem í hennar valdi stæði til að halda Bryndísi og því hefði verið réttast fyrir flokkinn að kosta au-pair heimilishjálp fyrir þingflokksformanninn fyrrver- andi. Fréttiraf fólki Rocky Paradís þegar náttúran vaknar Það fer eftir því á hvaða tímaársins maður á frí hvað maður gerir,“ svarar Bubbi Morthens, aðspurður um það hvernig hann eyði frídögum sínum. „Venjulegur vetrardagur þegar ég hef ekkert að gera felst í því að vakna og taka þátt í því að fjölskyldan vakni. Fer með krakkana í skól- ann og er svo mættur á Kaffi Par- ís um níuleytið. Þar sit ég með Gunnari Dal, drekk kaffi og ræði heimspeki og trúmál. Þarna sit ég á skólabekk og tala við eldri menn.“ Á kaffihúsinu gerist svo ýmis- legt í kollinum á Bubba. Hann lýs- ir félaga sínum Gunnari Dal sem „frjóum og greindum manni sem hafi skoðanir á flestum málum“. „Svo kemur ýmislegt í leitirnar á svona kaffihúsum,“ bætir Bubbi við. „Ég hitti séra Kolbein Þor- leifsson um daginn og fékk hjá honum þýðingar á Tómasar- guðspjallinu sem fundust árið 1943. Þar eru bæði barndómsguð- spjöllin hans Tómasar og þar sem Matthías skrifar um samræður Tómasar og Jesú.“ Lesturinn hefur haft þónokkur áhrif á Bubba og hefur hann m.a. samið lag sem er undir áhrifum frá lestri guðspjallsins sem fannst og kirkjan afneitaði. Það er ein- mitt á vorin sem Bubbi er frjóast- ur. Þá semur hann yfirleitt lögin fyrir jólaútgáfuna og er yfirleitt búinn að hljóðrita plötur sínar fyrir sumarið. Samt segist hann vera í fríi. „Það að semja lít ég á sem part af fríinu, því það eru for- réttindi,“ segir Bubbi og meinar það. „Ef það er ekki frí að fá að skapa, þá veit ég ekki hvað frí er. Að sitja og búa til eitthvað er eins og þegar maður var lítill og fann fjársjóð. Þegar maður var lítill var heimurinn eitt stórt ævintýri. Að búa til lög og texta er bara eitt stórt ævintýri. Það sem ég skil- greini sem vinnu er meira frá september fram í desember þar sem ég vinn 24 tíma við það að spila og kynna plötuna.“ Um leið og hlýnar í apríl krús- ar Bubbi út úr bænum á jeppanum sínum. „Þá byrjar silungsveiðin og það eru ofsalega góðar stundir þegar náttúran er að vakna. Þá lyktar allt eftir veturinn. Flugan og fuglarnir eru komnir. Það er paradís. Á sumrin nota ég tímann mikið í að veiða og fara í sumarfrí með fjölskyldunni. Ég fer ekki úr landi frá apríl fram í september. Hef ekki farið á þessum tíma svo árum skiptir,“ segir Bubbi og hlakkar til vorsins. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Frídagurinn BUBBI MORTHENS ■ hangir á kaffihúsum á veturna, veiðir á sumrin og vill helst ekki fara af landinu fyrr en í september. BUBBI MORTHENS „Svo þegar þessir klassísku frídagar koma, eins og bara helgardagar, þá snúast þeir meira um hvað „við“ ætlum að gera,“ segir Bubbi. „Þá eyði ég meiri tíma með fjölskyldunni.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.