Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 4
4 7. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Var rétt af Haukum að reka hand- boltaþjálfarann Viggó Sigurðsson? Spurning dagsins í dag: Á að heimila hækkun Laxárstíflu? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 46,2% 11,9% Nei 41,9%Alveg sama Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Sigurður Kári Kristjánsson: Ekki tekið á vandanum STJÓRNMÁL Sigurður Kári Krist- jánsson segist ekki hafa stutt sparisjóðafrumvarpið svonefnda þar sem það samræmist ekki póli- tískum hugsjónum hans. Sigurður Kári hefur miklar efasemdir um þá skipan mála að ríkisvaldið og bæjarstjórnir skipi stjórnarmenn í sjálfseignarstofnunum sem verða til við hlutafélagavæðingu sparisjóða. Siguður Kári telur enn fremur að lagafrumvarpið taki ekki á þeim vanda að í sparisjóðum sé að finna verðmæti sem enginn hafi lögmætt tilkall til. Þá hefur Sigurður Kári efa- semdir um framgang frumvarps- ins. „Ég er fylgjandi þeirri megin- reglu að ef menn telja að samn- ingar sem hafa verið gerðir á grundvelli gildandi laga brjóti í bága við ákvæði þeirra, eða þann tilgang sem lögunum var ætlað að ná, þá sé það hlutverk annarra stofnanna ríkisvaldsins að skera úr um hvort svo hafi verið eða ekki,“ segir Sigurður Kári. Hann telur ekki að nýsamþykkt lög styrki stöðu sparisjóðanna og vonar að málinu sé ekki lokið held- ur muni menn setjast aftur niður til þess að finna betri lausn á deil- unum um sparisjóðina. ■ SPRON-samningi kollvarpað á þingi Stjórn SPRON er hætt við hlutafélagavæðingu í kjölfar lagasetningar Alþingis. Sparisjóðsstjóri segir að SPRON muni endurskoða samskipti sín við Samband sparisjóða. ALÞINGI Sparisjóðafrumvarpið varð að lögum í fyrrakvöld þegar það var samþykkt með 43 atkvæð- um gegn 1 atkvæði Péturs Blön- dal, formanns efnahags- og við- skiptanefndar. Sjálfstæðismenn- irnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigurður Kári Kristjánsson sátu hjá við atkvæðagreiðsluna auk Helga Hjörvar, Samfylkingunni, en 19 voru fjarstaddir. Pétur ákvað að tefja ekki málið. „Ég hefði getað frestað fund- um, en ég er á móti slíku ofbeldi og á móti maraþonræðum sem tefja mál. Ég virði að sjálfsögðu vilja meirihlutans,“ segir Pétur. Með nýjum lögum um spari- sjóði verður öflun stofnfjárhlutar að vera liður í því að efla sam- vinnu milli sparisjóða í landinu. Sjálfseignarstofnun fer með at- kvæðisrétt í samræmi við hluta- fjáreign sína og fyrir fund stofn- fjáreigenda verða engar skuld- bindandi ákvarðanir teknar fyrir hönd sjálfseignarstofnunarinnar. Samruni sparisjóðs við annað fyr- irtæki verður aðeins heimill ef sparisjóðnum hefur áður verið breytt í hlutafélag, nema ef um er að ræða samruna tveggja eða fleiri sparisjóða sem ekki hafa verið hlutafélagavæddir. Stjórn SPRON ákvað á fundi í gær að hætta við tillögu um hluta- félagavæðingu sparisjóðsins á fundi stofnfjáreiganda næsta þriðjudag. Í tilkynningu frá stjórninni segir að nýsamþykkt stjórnarfrumvarp hafi kollvarpað áformum stjórnar SPRON. Í tilkynningunni segir að það sé „óneitanlega sérstakt að sett séu lög til að hindra að farið verði eft- ir gildandi lögum og [að] laga- breytingunni [sé] leynt og ljóst beint gegn viðskiptasamningi. Um leið [sé] komið í veg fyrir að myndaður verði sex milljarða sjóður, sá langstærsti sinnar teg- undar á Íslandi, sem ætlað [hafi verið] að styðja við menningar- og líknarmál í Reykjavík og ná- grenni.“ Guðmundur Hauksson spari- sjóðsstjóri segir framgöngu Al- þingis vegna samninga SPRON og KB banka vera með ólíkindum. Þá segir hann að í kjölfar aðkomu Sambands íslenskra sparisjóða að málinu verði samskipti SPRON við samtökin tekin til endurskoð- unar. Guðmundur segir stjórn og stjórnendur SPRON ekki munu troða illsakir við stjórnvöld held- ur sé það stefna sjóðsins að eiga góð samskipti við eftirlitsstofnan- ir og stjórnvöld. bryndis@frettabladid.is thkjart@frettabladid.is GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur mjög mikilvægt að sparisjóðirnir hafi möguleika á að vaxa og dafna í breyttu fjármálaum- hverfi, en hefur áhyggjur af því að nýsam- þykkt lög gefi ekki þann möguleika. Guðlaugur Þór Þórðarson: Engin þörf á lagasetningu ALÞINGI „Ég sá enga þörf á þessari lagasetningu þar sem nýbúið var að breyta lögunum. Ef menn telja að samningar sem gerðir hafa verið eftir þá lagasetningu stand- ist ekki, þá er það annarra stofn- ana en Alþingis að meta það,“ seg- ir Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sem sat hjá við atkvæðagreiðslu á sparisjóðafrumvarpinu. Hann telur að endurskoða þurfi lögin á næstu misserum þar sem hugað verði að rekstrarum- hverfi sparisjóðanna og hagsmun- um stofnfjáreigenda. „Ég tel mjög mikilvægt að sparisjóðirnir hafi möguleika á að vaxa og dafna í breyttu fjár- málaumhverfi og hef áhyggjur af því að nýsamþykkt lög gefi ekki þann möguleika,“ segir Guðlaug- ur Þór. ■ Gylfi Magnússon: Sameining sjóða líkleg SPARISJÓÐAMÁLIÐ Gylfi Magnús- son, dósent í hagfræði við Há- skóla Íslands, segir að með breytingu á lögum um sparisjóði sé komið í veg fyrir augljóst vandamál sem hafi falist í því að stofnfjáreigendur hefðu gætt bæði sinna eigin hagsmuna og sjálfseignarstofnunar um sjóð- ina. Hann telur að lagafrumvarp viðskiptaráðherra sé ein leið til að taka á þeim hagsmuna- árekstri. „Það er náttúrlega augljóst að þetta virðist stöðva allar hug- myndir um að sameina spari- sjóðina bönkum en það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að sparisjóðirnir verði sameinaðir innbyrðis og mér finnst líklegt að það muni gerast í einhverjum tilfellum,“ segir Gylfi. Um það fyrirkomulag að sveitarstjórnir og ráðuneyti til- nefni í stjórn sjálfseignarstofn- ana segir Gylfi að það sé „kannski ekkert sérstaklega freistandi rekstrarmódel“. Hins vegar segir hann að þeg- ar sparisjóði sé breytt í hlutafé- lag verði til digrir sjóðir og að það sé engin sérstök ástæða að ætla að þeir sem séu skipaðir af sveitarfélögum og öðrum opin- berum aðilum séu verr til þess fallnir en aðrir að stjórna þeim sjóðum. Hann segir að önnur leið væri að úthluta verðmætun- um til dæmis til viðskiptavina og starfsmanna. ■ GYLFI MAGNÚSSON Dósent í viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands. SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON Vonar að menn setjist niður til að finna betri lausn á deilunum um sparisjóðina. SPARISJÓÐAFRUMVARP Frumvarpið varð að lögum þegar það var samþykkt með 43 atkvæðum þingmanna úr öll- um stjórnmálaflokkum gegn 1 atkvæði Péturs Blöndal. Hann segist virða vilja meirihlutans. Vinstri grænir 5 ára: Besta skeiðið fram undan STJÓRNMÁL Vinstrihreyfingin – grænt framboð fagnar 5 ára afmæli flokksins um þessar mundir með margvíslegum hætti, meðal annars á Akureyri og í Reykjavík. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, er bjartsýn á framtíð flokksins. „Okkar besta skeið er fram undan. Eftir landsfundinn í haust er ekki ástæða til annars en að líta björtum augum á framtíðina. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur gert sig gildandi í þjóðfélaginu og það vita allir hvað við stöndum fyrir,“ segir Katrín. ■ HELGI HJÖRVAR Þingmaður Samfylkingarinnar segir að hraðlög hafi verið sett til að ógilda þegar gerða samninga á markaði. Helgi Hjörvar: Ekki siðferði- lega verjandi ALÞINGI Helgi Hjörvar, Samfylk- ingunni, segir að hraðlög hafi verið sett til að ógilda þegar gerða samninga á markaði. „Það er oft freistandi að brey- ta leikreglunum eftir á, en jafn- vel þótt það kunni að vera löglegt er það því aðeins siðferðilega verjandi að brýnir almannahags- munir krefji. Þótt sumir stofn- fjáreigendur hefðu hagnast óhóf- lega eru það ekki brýnir al- mannahagsmunir að koma í veg fyrir það,“ segir Helgi. Hann bendir á að hefðu kaup KB banka á SPRON gengið eftir hefðu verulegir almannahags- munir verið fólgnir í því fyrir Reykvíkinga að fá 6 milljarða lagða í sjóði til menningar- og velferðarmála hjá borginni. „Það er ljóst að árleg 300 milljóna króna framlög í þessu sambandi verða ekki að veru- leika,“ segir Helgi. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.