Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 10
10 7. febrúar 2004 LAUGARDAGUR FLÝR LOGANA Íbúar í þorpinu Bolangan á Balí í Indónesíu kveiktu í 2.500 hænsnum í gær eftir að fuglaveiki greindist í þeim. Fuglarn- ir voru brenndir lifandi og staðið að brennslunni samkvæmt hefð sem á að hrekja illa anda á brott. Gylfi Gröndal: Sökin liggur hjá forsætisráðherra STJÓRNMÁL Gylfi Gröndal, höfund- ur ævisagna um þrjá fyrstu for- seta lýðveldisins, segir það vera óeðlilegt að hátíðardagskrá í til- efni aldarafmælis heimastjórnar- innar hafi ekki verið samin í sam- ráði við forsetaembættið. Hann segir að aldrei áður hafi svo djúpstæður ágreiningur á milli tveggja æðstu ráðamanna þjóðarinnar risið upp á yfirborðið og segir það vera óheppilegt. „Mér finnst nú sökin liggja meir hjá forsætisráðherra,“ segir Gylfi. Gylfi bendir á að Ólafur Ragn- ar Grímsson sé ekki aðeins forseti heldur einnig fræðimaður og hafi þar að auki skrifað doktorsritgerð sína um það tímabil í íslenskum stjórnmálum þegar heimastjórnin varð til. „Það hefði verið mjög vel til fundið ef hann hefði flutt fyrir- lestur úr sínu fagi í tilefni hundr- að ára afmælis heimastjórnarinn- ar,“ segir hann. ■ Reiptog valdhafanna Atburðarás síðustu helgar endurspeglar margra ára togstreitu milli Ólafs Ragnars Grímssonar og Davíðs Oddssonar. Deilunum virðist hvergi nærri lokið. DEILUR Samskipti Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra og Ólafs Ragnar Grímssonar forseta hafa verið stormasöm í gegnum tíðina. Atburðir síðustu helgar endur- spegla betur en margt annað tog- streituna sem ríkir milli þessara tveggja valdamestu manna lands- ins. Þar til um síð- ustu helgi hafði almenningur lít- ið orðið var við spennu milli Davíðs og Ólafs í langan tíma. Reyndar vöktu áramótaræður þeirra nokkra athygli. Þar fjallaði Davíð um mikilvægi þess að setja lög um hringamyndun í viðskipta- lífinu en Ólafur Ragnar varaði við því að setja viðskiptalífinu of miklar hömlur. Ræðurnar vöktu hins vegar ekki nándar nærri jafnmikla at- hygli og ríkisráðsfundurinn 1. febrúar. Fundurinn var haldinn á 100 ára afmæli heimastjórnarinn- ar en Ólafur Ragnar hafði ákveðið að vera erlendis á þeim tímamót- um. Fundurinn var boðaður með skömmum fyrirvara og var ekk- ert samband haft við forsetann. Halldór Blöndal, forseti Alþingis og einn handhafa forsetavalds í fjarveru forsetans, stýrði fundin- um. Í framhaldi af þessu spannst atburðarás sem varpaði enn á ný ljósi á margra ára reiptog Davíðs og Ólafs Ragnars. Forsetinn var sármóðgaður yfir vinnubrögðum forsætisráðherra og lýsti því yfir að ef hann hefði verið upplýstur um fundarhöldin hefði hann flogið til Íslands til að sitja fundinn. Hann sagði að ríkisráðsfundur fæli í sér beina þátttöku forsetans en áformum um hann hefði verið „haldið leyndum fyrir forsetan- um“. Þá ítrekaði hann það sem komið hafði fram í fjölmiðlum, að ríkisráðsfundur án forseta Ís- lands hefði ekki verið haldinn í áratugi. Margir veltu því fyrir sér hvers vegna for- setinn hefði ekki verið viðstaddur jafn merk tíma- mót og 100 ára afmæli heima- stjórnarinnar. Ólafur Ragnar seg- ir ástæðuna vera þá að ekkert samráð hafi verið haft við forseta- embættið í undirbúningi afmælis- ins. „Ég ályktaði þá að forsætisráð- herraembættið óskaði hvorki eft- ir beinni framgöngu né sérstakri þátttöku forseta Íslands í atburð- um sem tengdust þessum tíma- mótum,“ segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á miðvikudag- inn. Davíð Oddsson sagði „upp- hlaup“ forsetans vera „algjörlega út í himinbláinn“. Hann sagði boð- un fundarins hafa verið nákvæm- lega í samræmi við stjórnskipu- lagsreglur og venjur ríkisins. Handhafar forsetavaldsins hafi fengið bréf frá forsetanum 23. janúar þar sem tilkynnt hefði ver- ið að forsetinn yrði í New York til 30. janúar í opinberum erinda- gjörðum og í framhaldinu yrði hann erlendis í einkaerindum. „Þetta var sjö mínútna fundur og forsetinn hafði ákveðið að vera í skíðafríi erlendis,“ sagði Davíð á þriðjudaginn. „Því skyldi hann snúa heim fyrir sjö mínútna fund, frekar en þá hátíðina sjálfa?“ Þeim deilum sem blossuðu upp um síðustu helgi virðist hvergi nærri lokið þó stjórnmálamenn og aðrir hafi gert lítið úr þeim. „Þetta er bara stormur í vatns- glasi,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Sverrir Hermannsson, fyrrum formaður Frjálslynda flokksins, sagði: „...þetta er náttúrlega bara rugl“. Svo virðist hins vegar sem Guðjón A. Kristjánsson, núverandi for- maður Frjálsynda flokksins, hafi hitt naglann á höfuðið í ræðustól Alþingis þegar hann sagði: „Mér finnst umræðan sem ver- ið hefur um umræddan ríkisráðs- fund bera nokkurn keim af deilum milli forsætisráðherra og forseta lýðveldisins, kannski frá fyrri tíð, en um það get ég ekki sagt.“ Ólafur Ragnar hefur gefið það skýrt í ljós að hann hyggist ekki láta hér við sitja. „Um samskipti forseta og handhafa forsetavalds mun ég ræða nánar síðar,“ segir í yfirlýs- ingunni frá því á miðvikudaginn. Á ráðstefnu um aldarafmæli þingræðis á Íslandi í Háskóla Ís- lands í gær varð Davíð Oddssyni tíðrætt um breytingar á stjórnar- skránni. Lögfróðir menn sem Fréttablaðið ræddi við segja að þó að Davíð hafi ekki sagt það berum orðum leiki enginn vafi á því að hugmyndirnar sem hann viðraði á ráðstefnunni tengist takmörkun á valdi forseta Íslands. Þá furðuðu þeir sig á því að Davíð skyldi hafa rætt um forsetaembættið á hátíð sem tengdist heimastjórninni því eftir atburði síðustu helgar mætti álykta sem svo að hann teldi for- setaembættið ekki tengjast heimastjórninni á neitt hátt. trausti@frettabladid.is „Um sam- skipti forseta og handhafa forsetavalds mun ég ræða nánar síðar. HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Segir Ólaf Ragnar ekki vera forseta allrar þjóðarinnar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson: Ólafi fyrir- gefið og Davíð treyst SKOÐANAKÖNNUN Hannes Hólm- steinn Gissurarson prófessor seg- ir að tölurnar í skoðanakönnun Fréttablaðsins sýni að þjóðin sé tilbúin að fyrirgefa Ólafi Ragnari Grímssyni þá yfirsjón að hafa ekki sótt heimastjórnarhátíðina. „Það er mjög ríkt í þjóðinni að mynda sátt um forsetaembættið og þótt Ólafi Ragnari hafi ekki tek- ist að vera forseti allrar þjóðarinar vona ég að honum gangi betur í framtíðinni,“ segir Hannes. Um stuðning við forsætisráð- herra segir Hannes: „Davíð fær hér svipaðan stuðning og í ýmsum fyrri könnunum og talsvert meiri en sem nemur kjörfylgi Sjálf- stæðisflokksins. Þjóðin treystir honum betur en nokkrum öðrum í forystusæti.“ ■ ÓLAFUR Þ. HARÐARSON Segir hefðbundinn mun á stuðningi við forseta og ráðherra. Ólafur Þ. Harðarson: Lítil áhrif upphlaups SKOÐANAKÖNNUN Ólafur Þ. Harðar- son prófessor segir að hefðbundið sé að stuðningur við forseta sé meiri en við ríkisstjórnir eða ráð- herra. „Þannig að það hefur í sjálfu sér enga sérstaka merkingu að forsætisráðherra sé lægri en forsetinn,“ segir hann. Hann segir augljóst að forsetinn megi vel við una miðað við deilur síðustu daga og að sér sýnist að það megi forsætisráðherra einnig. „Þetta upphlaup virðist hafa lítil áhrif haft á hvernig menn svara þessum spurningum,“ segir hann. ■ GYLFI GRÖNDAL Höfundur ævisagna um þrjá fyrstu forseta lýðveldisins segir að aldrei fyrr hafi deilur tveggja æðstu embættismanna ríkisins komið upp á yfirborðið með þeim hætti sem nú hefur gerst. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T „Þetta var sjö mínútna fundur. SKÍTLEGT EÐLI Orðaskipti Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands og Davíðs Oddssonar forsæt- isráðherra í vikunni eru ekki þau fyrstu. Nokkrum sinnum hefur slegið í brýnu milli þeirra en frægust er líklegast sennan sem varð á þingi árið 1992 þegar rætt var um auglýsingakostnað fjármálaráðuneytisins, en þá var Ólafur Ragnar fjármála- ráðherra. Davíð hélt því fram ásamt öðrum að Ólafur Ragn- ar hefði hyglað samherjum sínum á auglýsingastofunni Hvíta húsinu. „Ég hélt satt að segja ekki – og ég vona að mér fyrirgef- ist að ég segi það – að svona skítlegt eðli væri inni í hæst- virtum forsætisráðherra, en það kom greinilega fram hér,“ sagði Ólafur Ragnar. Davíð brást illa við og sagðist aldrei ætla að sitja sem forsætisráðherra í skjóli háttvirts þingmanns. Heimild: Ísland í aldanna rás 1900 - 2000. HÖRÐ ORÐASKIPTI Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson hafa átt í hörðum orða- skiptum vegna ríkisráðsfundar sem haldinn var í tengslum við 100 ára afmæli heimastjórnarinnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.