Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 20
■ Skrifstofan 20 7. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Skrifstofan, eða The Office einsog þættirnir heita á frummál- inu, voru fyrst sýndir á BBC 2 árið 2001. Höfundar og leikstjórar eru þeir Stephen Merchant og Ricky Gervais, sem einnig leikur aðalhlutverkið. Þættirnir gerast á skrifstofu pappírsfyrirtækisins Wernham Hogg í bænum Slough í Bretlandi. Skrifstofustjórinn David Brent er algjörlega óþolandi og talar í ein- tómum klisjum. Sjálfur telur hann sig vera ná því besta úr sam- starfsfólki sínu, ekki síst með ein- stökum húmor. David er vægast sagt misskilinn. Samstarfsfólk hans á erfitt með að skilja undar- lega brandara hans og þolir hann í raun og veru ekki. Það hlær þó stundum að yfirmanninum af ótta við að vera sagt upp störfum. Starfsmennirnir eru saman- safn af misgáfulegu fólki sem virðist þó sátt við að vinna leiðin- lega og tilbreytingarlausa vinnu á skrifstofunni. Andrúmsloftið þar myndi gera út af við venjulegt fólk á örskotsstund. Umboðsmaður Suede Höfundurinn og aðalleikarinn, Ricky Gervais, kom inn í grín- heiminn árið 1998 þegar hann var 36 ára sem þykir frekar seint í Bretlandi. Fyrir þann tíma hafði hann meðal annars starfað í sjö ára skeið sem umboðsmaður fyrir unga skemmtikrafta. Metnaður hans lá þó á tónlistarsviðinu. Hann starfrækti sína eigin hljóm- sveit, Seona Dancing, á níunda áratugnum sem gaf út tvær lítt þekktar smáskífur og tókst ekki að slá í gegn. Þótt ýmislegt hefði verið reynt lagði sveitin upp lau- pana. Gervais hefur meðal annars sýnt tónlistarsnilli sína í The Office þegar hann spilar og syng- ur fyrir samstarfsfólk sitt. Gervais starfaði sem umboðs- maður fyrir Íslandsvinina í hljóm- sveitinni Suede áður en hann var ráðinn sem dagskrárgerðarmaður á XFM útvarpstöðina. Þar fékk hann áhuga á gamanleik og bjó meðal annars til persónuna Seedy Boss, sem skrifstofustjórinn David Brent er byggður á. Hjálparkokkur Gervais á út- varpsstöðinni var Steve Merchant. Merchant var í starfs- þjálfun hjá BBC og hluti af nám- inu var að búa til stuttmynd. Merchant ákvað að gera hálftíma langan gamanþátt með Gervais í hlutverki Seedy Boss. Stjórnend- um BBC leist svo vel á þáttinn að þeir ákváðu að gefa félögunum tækifæri á að skrifa og leikstýra sínum eigin þætti. Gervais kom að gerð gamanþáttanna Bruiser árið 2000 og skrifaði og lék aðalhlut- verkið í þáttunum Meet Ricky Gervais. Næst skrifaði hann handritið að gamanþáttunum The Sketch Show og síðan var komið að The Office. Margverðlaunaður þáttur The Office hefur sannarlega slegið í gegn og unnið til fjölda verðlauna. Þátturinn fékk meðal annars verðlaun fyrir besta nýja gamanþáttinn í sjónvarpi árið 2000 og á Golden Globe verðlaun- unum í janúar var þátturinn valinn besti sjónvarpsþátturinn og Gervais valinn besti leikari í gamanþætti. Gervais hefur fengið mörg atvinnutilboð í kjölfarið og mun meðal annars leika einn óþokanna sem Sydney Bristow berst við í þáttunum Alias, sem sýndir hafa verið í Sjónvarpinu. Lok skrifstofunnar Aðeins tvær sex þátta raðir af The Office hafa verið gerðar. BBC hefur auk þess gert tvo auka þætti þar sem lausir endar eru hnýttir. Í nýju þáttaröðinni verða miklar breytingar á skrifstofunni í Slough en í fyrstu þáttaröðinni lá fyrir niðurskurður eða sameining við útibúið í Swindon. David reyn- ir að sannfæra nýja starfsmenn um hversu góður yfirmaður hann er en með misjöfnum árangri. Rúmlega 4,4 milljónir áhorf- enda hafa fylgst með annarri þáttaröðinni en þættirnir hafa verið seldir til meira en 60 landa. Fyrsta þáttaröðin er nú endur- sýnd í Sjónvarpinu en önnur þáttaröð hefst 17. mars. kristjan@frettabladid.is Kristín B.K. Michelsen erskrifstofustjóri hjá Hvítlist, fyrirtæki sem sérhæfir sig í að- föngum prentiðnaðarins. Kristín hefur ekki séð The Office þætt- ina en segir þá mynd sem þeir draga upp af leiðinlegu skrif- stofustarfi hjá pappírsfyrirtæki í öllu falli ekki eiga við um sinn vinnustað. „Starf mitt er þannig að ég veit aldrei hverju ég á von á þeg- ar ég kem í vinnuna,“ segir Krist- ín sem vinnur venjulega frá átta til fjögur. Starf hennar byggist að miklu leyti upp á samskiptum í gegnum síma og oft þarf að bjar- ga stofnunum og fyrirtækjum um hinar og þessar vörur. „Pappír er ekki bara pappír. Það er ýmislegt sem þarf að huga að. Trefjarnar verða til dæmis að liggja rétt í pappírnum svo bók sem prentuð er verpist ekki og pappírskortin verða að vera bein svo þau svitni ekki þegar þau standa í rekkanum,“ segir Kristín. „Við þurfum að þekkja vöruna.“ Það er nóg að gera hjá Hvítlist en annasamasti tíminn er á haustin þegar bækur eru prentað- ar fyrir jólabókaflóðið. „Síðan koma líka sprengjur þegar sam- einingar verða á fyrirtækjum og prenta þarf allt þeirra efni upp á nýtt,“ segir Kristín. „Þetta er ansi fjörugt starf. Ég var áður í bók- haldi í ein sextán ár en gafst upp. Það var leiðinlegt starf.“ Kristín segist ekki ganga um fyrirtækið og slá um sig með fimmaurabröndurum eins og skrifstofustjórinn í The Office. „Þetta er lítið fyrirtæki, ekki nema átta manns sem vinna hér, og það er voða léttur og góður andi hér í fyrirtækinu. Það líður öllum vel hér og enginn rígur milli starfs- manna. Við kjöftum af okkur hverja tusku í hádeginu og stund- um lyftum við okkur upp og förum í leikhús.“ ■ YFIRMAÐUR FRÁ HELVÍTI David Brent, leikinn af Ricky Gervais, er yfirmaður svæðisskrif- stofu í pappírs- fyrirtæki í bænum Slough. Hann er álíka góður heim- spekingur og Descartes, jafn fimur dansari og MC Hammer og tónlistarhæfi- leikar hans ættu að opna fyrir honum dyr í heimsfrægar hljóm- sveitir á borð við Texas. Hann hefur einstaklega næman skiln- ing á pólitískri rétthugsun. David talar í klisjum og hefur einstakan húmor sem fáir skilja. Kvik- myndagerðarmenn frá BBC, sem taka upp þættina, hafa lýst hon- um sem „yfirmanni frá helvíti“. EIGINGJARN Á HEFTARANN Gar- eth Keenan, leikinn af Mackenzie Crook, er nánasti samstarfsmað- ur Davids Brent. Hann er afar stoltur af því að vera starfs- mannastjóri á skrifstofunni og það kemur ein- staklega vel í starfi að hann var þrjú ár í breska heimavarnarliðinu. Hann hefur einstakt lag á að fæla kon- ur burt frá sér. Gareth er ákaf- lega eigingjarn á heftarann sinn og önnur skrifborðsáhöld. Holl- usta hans við fyrirtækið á þó eft- ir að reynast honum vel. HEILBRIGÐI SÖLURÁÐGJAFINN Tim Canterbury, leikinn af Mart- in Freeman, er söluráðgjafi á skrifstofunni. Hann er einn af fáum starfs- mönnum skrif- stofunnar sem veit hvað starf- ið er innantómt og á erfitt með að þola vitleys- ingana sem umkringja hann. Hann lítur á það sem köllun í lífi sínu að angra Gareth, samstarfsmann sinn. Tim hefur frá upphafi verið hrifinn af skrifstofudömunni Dawn, sem er eini sólargeisli hans á skrifstof- unni. BÓKARI MEÐ EXEM Keith Bish- op, leikinn af Ewen MacIntosh, vinnur í bók- haldinu. Til að halda í við þá miklu vinnu sem liggur á honum er hon- um gjörsam- lega ófært að blanda geði við aðra. Hann er með exem og því þakinn útbrot- um og skammtímaminni hans er heldur gloppótt. KVENNABÓSINN Chris Finch, leikinn af Ralph Ineson, er sölu- maður á skrifstofunni og einn af drykkjaufélög- um Davids skrifstofu- stjóra. Finchy, eins og hann er gjarnan kallað- ur, kemur ekki oft á skrifstof- una en í þau fáu skipti sem hann lætur sjá sig slær hann um sig með sóðalegu orðbragði. Hann hefur einstakt lag á konum þótt hann komi ekki vel fram við þær. FÓRNARLAMBIÐ Dawn Tinsley, leikinn af Lucy Davis, er mót- tökudaman og ein þeirra sem þarf að þola lélega brand- ara skrifstofu- stjórans dag eftir dag. Hún er trúlofuð Lee, verka- manni sem minnir um margt á neanderdal-mann. Hana dreymir um að vinna með börn- um. KRISTÍN B.K. MICHELSEN Er skrifstofustjóri hjá pappírsfyrirtækinu Hvítlist. Skrifstofan í Office er einnig skrifstofa pappírsfyrirtækis. Við kjöftum af okk- ur hverja tusku í hádeginu og stundum lyftum við okk- ur upp og förum í leikhús. Gamanþættirnir The Office hafa aftur verið teknir til sýningar í Sjónvarpinu. Fyrsta þáttaröðin er nú endur- sýnd en önnur þáttaröð er væntanleg. Ricky Gervais hefur slegið í gegn í þáttunum bæði sem annar höfunda og aðalleikari. Skrifstofa dauðans STARFSFÓLK SKRIFSTOFUNNAR Samheldinn hópur fólks starfar á skrifstofunni. Miklar breytingar eru í vændum á skrifstofunni þar sem samruni við útibúið í Swindon er yfirvofandi. Í GÓÐU GEIMI David sýnir oft á sér spaugilegar hliðar sem samstarfsmenn hans eiga þó erfitt með að skilja. Hann vill þeim þó vel. ,,Pappír er ekki bara pappír

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.