Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 39
39LAUGARDAGUR 7. febrúar 2004 Breskur fótboltaáhugamaður: Græddi stórfé á bikarsigri City FÓTBOLTI Bretinn Paul McKenzie datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann veðjaði 100 pundum á sigur Manchester City gegn Tottenham í bikarleik liðanna. Það merkilega er að veðmálið átti sér stað í hálfleik þegar stað- an var 3-0 fyrir Tottenham og City var manni undir. Líkurnar á sigri City voru 250 á móti einum og græddi hinn getspaki Mc- Kenzie því um 2,5 milljónir króna. Hann segist hafa fengið hugboð í hálfleik og ákveðið að fylgja því eftir. „Af því að Kevin Keegan er stjóri City var ég sann- færður um að hann myndi senda leikmenn sína út til að spila blúss- andi sóknarleik,“ sagði McKenzie við BBC. „Mér fannst þetta vera einn af þessum klassísku bikar- leikjum þar sem aðeins eitt mark þyrfti til að City færi alla leið. Eftir að þeir skoruðu annað mark- ið var ég sannfærður um að þeir myndu setja fjögur.“ McKenzie, sem horfði á leik- inn heima hjá sér yfir sig spenntur, hefur heitið því að senda Keegan kampavínsflösku til að sýna þakklæti sitt. Ekki er þar með sagt að hann muni styðja Manchester City í fram- tíðinni því hann er víst harður United-aðdáandi. ■ HNEFALEIKAR Lewis, sem er 38 ára, hefur ekki barist síðan í júní í fyrra þegar hann bar sigurorð af Vitali Klitschko eftir að Úkraínumaðurinn varð að hætta keppni vegna skurðs á höfði. Nú er ljóst að kappinn mun ekki berjast aftur. „Þetta er sérstakur dagur í mínu lífi,“ sagði Lewis í yfir- lýsingu sinni. „Það er mikill heiður að hafa meira og minna borið boxið á herðum mér síðasta áratug. Nú hefst nýtt tímabil. Ég hef náð öllum mínum markmiðum og nú er kom- inn tími til að kveðja,“ sagði hann. „Mig langaði alltaf til að hætta á toppnum og núna er ég þar.“ Lewis hafði verið undir miklum þrýstingi varðandi framtíðaráform sín. Hann hafði frest til 1. mars til að ákveða hvort hann vildi berjast á ný við Klitschko. Duke McKenzie, fyrrum heimsmeistari í þremur þyngdarflokkum, sagði í samtali við BBC að tíðindin væru síður en svo óvænt. „Lennox hefur þénað mikinn pening á hnefaleikum og hefur ekk- ert að sanna lengur. Ég tel þetta því vera rétta ákvörðun. Hann hafði öllu að tapa hefði hann barist aftur við Klitschko. Hann hefur unnið alla stóru karlana í þessari íþrótt: Mike Tyson, Evander Holyfield, David Tua og svo mætti lengi telja. Allir nákomnir Lewis ráðlögðu honum að hætta og sem aðdáandi hans er ég ánægður með þá ákvörðun hans,“. Lewis er þar með fyrsti handhafi heimsmeistaratitils í þungavigt sem leggur hanskana á hilluna síðan Rocky Marciano gerði það árið 1956. Lewis hefur aðeins barist tvis- var sinnum á síðustu 26 mánuðum. Áður en hann mætti Klitschko rot- aði hann Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistara, í áttundu lotu árið 2002. „Stærsti bardagi minn var gegn Mike Tyson,“ sagði Lewis. „Sá bardagi hélt mér gangandi í langan tíma. Ég vildi ekki hætta án þess að mæta honum. Ég vildi ekki að fólk segði að Mike Tyson væri sá besti.“ Lewis á farsælan feril að baki sem boxari. Hann varð ólympíu- meistari í yfirþungavigt fyrir Kanada í Seúl 1988. Eftir það sneri hann aftur til heimalands síns Bret- lands og gerðist atvinnumaður í íþróttinni. Hann vann 41 af 44 bar- dögum sínum á ferlinum. ■ FRJÁLSAR Annað stiga- mót Breiðabliks verður haldið í Fíf- unni í dag. Alls verða mótin fimm og er þetta seinna inn- anhússmótið en þrjú mótanna verða á Kópavogsvelli í sumar. Keppnin í dag hefst klukkan 17 með 60 metra hlaupi karla en karlarnir keppa einnig í langstökki og 800 metra hlaupi. Konurnar keppa í 60 metra hlaupi, kúluvarpi, lang- stökki og 800 metra hlaupi. Allar greinarnar gefa stig í mótaröð Breiðabliks en ekki verður keppt í aukagreinum að þessu sinni. Sigurbjörg Ólafs- dóttir keppir í 60 metra hlaupi en hún sigraði á fyrsta mótinu í janúar. Hún hljóp á 7,66 sekúndum og bætti eigið stúlkna- met. Um síðustu helgi hljóp hún 60 metrana á 7,61 sekúndu og bætti Íslandsmetið í stúlkna-, unglinga- og ungkvennaflokki í einu og sama hlaupinu. ■ LEIGJENDUR, TAKIÐ EFTIR! Þið eruð skrefi á undan í leit að réttu íbúðinni með hjálp Leigulistans. Kíktu inn á www.leigulistinn.is eða hafðu samb. við okkur í s. 511 1600. Herb. á sv. 105, búið húsgögnum. allt í eldhúsi, þvottavél, Stöð 2, Sýn. 895 2138. 4ra herbergja 85 fm íbúð á svæði 108 til leigu. Leigist á 85 þús á mán. Laus 01. apríl. Uppl. í s. 848 5916. Stórt og bjart herbergi til leigu í svæði 111. Uppl. í 587 2433-861 4910 Til leigu nokkur herbergi í 105, aðg. að WC, eldh. og þv.húsi. 32-35 þús. á mán. Uppl. í s. 895 8299 og 822 8511. Herb. á sv. 105, búið húsgögnum. Allt í eldhúsi, þvottavél, Stöð 2, Sýn. 895 2138. Ábyrgur kvk meðleigjandi óskast í rúmgóða, fullbúna íbúð í 111. Uppl. í s. 694 8666. 2 herb. sæt risíbúð í bakhúsi við Laugaveg. Er laus. Aðeins reglusamir koma til greina. Bílastæði fylgir. 65 þ. Uppl. í s. 897 4339/551 0339. Á svæði 101. Til leigu stúdíóíbúðir og herbergi, allur búnaður innifalinn. Uppl. í s. 698 7626. 2 herbergi til leigu með eða án hús- gagna í 101 nálægt HÍ, nýmálað, að- gangur að eldh. og þvottah. einungis reyklausir og reglusamir einstaklingar koma til greina. Uppl. í 897 2241. Íbúð á Spáni. 60 fm. Á mjög góðum stað á Torrevieja. Leigist frá 1. mars. til 30. mars. Hægt er að leigja 1 viku í senn eða lengur. Uppl. í síma 462 6979. Til leigu nokkur herbergi með sameig- inlegu eldhúsi, sjónvarpsherbergi og snyrtingu. Uppl. í s. 893 3475. Til leigu 2-3 herb. íbúð á svæði 111, Rvk. Leigist á 70 þ. á mán. Uppl. í s. 663 1294. 2ja herbegja íbúð 50 fm í 101 Reykja- vík. Mjög falleg íbúð sem er með öllum innréttingum nýjum. Sími 897 4360. Til leigu 100 fm íbúð. Góð staðsetning í miðbæ Reykjavíkur. Áhugasamir sendi póst á gunnar@remax.is Til leigu lítil stúdíóíbúð miðsvæðis. Laus strax. Upplýsingar í 892 2445. Herbergi og bílskúr í 107 til leigu. Fal- legt herbergi með aðgangi að eldhúsi og baðherbergi. Á sama stað er til leigu 30 fm bílskúr með vatni og hita. Upplýs- ingar í síma 856 7333. Herb. á sv. 101 til leigu. Með aðgang að sturtu og salerni. Uppl. í s. 669 9538/821 1131. 3 herb íbúð til leigu í Seljahverfi í 3-6 mánuði. Reglusemi áskilin. Uppl. í s. 557 8286. Til leigu ný standsett þriggja her- bergja 64 fm. rishæð í Kópavogi ( Reyklaus). Ibúðin verður laus til afhend- ingar eftir um það bil viku. Greiða skal mánuð fyrirfram. Uppl. í síma. 5651274 eða 6950731. Til leigu 3.herb.íbúð í Jörfa- bakka,70þús á mánuði.Uppl. á tin- natomm@hotmail.com 2herb íbúð á svæði 111 með hús- gögnum leiga 65 þ. á mán upp í s 868 7188 og 557 7287 2ja herb. íbúð á rólegum stað í Rima- hverfi til leigu frá 15 feb. Uppl. um nafn og símanúmer sendist á berjarimi2@hotmail.com Á rólegum stað í mibænum, sérstök og flott 2 herb. sérinng,á tveim hæð- um,Laus, sýnd í dag. 65.000, 55fm. Uppl. Berta 893 7354 Stórt herb. til leigu í Kóp. Aðgangur að sameiginlegu eldh, stofu og snyrtingu. Leiga 30þ. Laust strax. S. 824 7447/820 4567 Til leigu iðnaðarhúsnæði í Hafnar- firði, 160 fm. Mjög gott fyrir léttan iðn- að eða lagerpláss. Stór hurð. Uppl. í s. 8974230. Nýstandsett 2-3ja herbergja íbúð í kjallara til leigu á svæði 109. 65 þús- und. Sími 587 2919. Óska eftir íbúð í Garðabæ til leigu, 2- 3ja h. Sími 847 6671. Óska eftir íbúð til leigu. Erum 4 í fjöl- sk. S. 893 1763 Lára. 2 einstæðar mæður m. 2 börn óska eftir 3ja herb. íbúð í Hfj/Garðabæ. Greiðslugeta 50-65 þús. S. 868 2939. Þrítugt par með eitt barn óskar eftir 3-4 herb íbúð. Helst á svæðum 104- 108. Öruggum greiðslum og góðri um- gengni heitið. Sími 891-8521. Kristín. Golf og hús á Spáni og margt fleira. http://www.bonalba.com” Sendum bæklinga. Upplýsingar í síma 662 5941. Costa Blanca. Góðar eignir - gott verð. 80% lán, 4% fastir vextir. Uppl. gefur Kalla í síma 003463 777 9467 og Halla 821 5838. Til sölu um 100 fm íbúð í uppsveitum Árnessýslu. Gróðurhús, heitur pottur, land getur fylgt. Verð 4.9 mil. S. 868 4292. Úrvals góð heilsárshús á góðu verði. Gólfefnaval, s. 517-8000. gunn- ar@golfefnaval.is Sumarbústaður m. heitum potti til leigu í nágr. Flúða. Uppl. í s. 486 6683 Guðbjörg, 486 6510 Kristín. Hefur þú gaman að því að veiða? Við Silungatjörn er til sölu sumarbústaðar- land með húsi sem þarfnast mikilar lag- færingar í 20 mínútna keyrslu frá Reykjavík. Tilboð óskast. Upplýsingar í síma 896 3581 & 586 1438. Gott lagerpláss. Til leigu atvinnuhús- næði 518 fm með góðri lofthæð, lægst 4,10 m. Einnig óupphituð 100 fm skemma. Uppl. í s. 896 6551. Verslun óskar eftir ca 100 fm lager húsnæði á stór - Reykjavíkursvæðinu til leigu. Uppl. í s. 893 6636. Bílskúr og herbergi í 107 til leigu. 30 fm bílskúr með vatni og hita. Á sama stað er til leigu fallegt herbergi með að- gangi að eldhúsi og baðherbergi. Upp- lýsingar í síma 856 7333. Vilt þú vinna heima og byggja upp vaxandi aukatekjur? Þjálfun í boði 7- 10 klst. í viku. Halldóra Bjarna hjúkrun- arfræðingur, sími 861 4019 www.heilsuvorur.is/tindar Vilt þú vera þinn eigin herra og vinna með skemmtilegu fólki? www.net- vinna.com Saumastofan Sólin óskar eftir að ráða vana saumakonu til starfa sem allra fyrst. Vinnutími 8.00-16.00. Næg verk- efni. Upplýsingar veitir Þórhildur í síma 567 0880. Hexa ehf. Ert þú í tekjuleit ? Engin áhætta og engar skuldbindingar. www.sim- net.is/world Starfstúlka óskast á Hlöllabáta á Þórðarhöfða, 20 ára aldurstakmark, vaktavinna. Upplýsingar á staðnum milli 14 og 16 eða í síma 892 9846. Bílstjóri óskast. Þarf að hafa meirapróf og æskilegt er að hafa ADR réttindi. Ald- ur 25-45. Umsóknir sendist Fréttablað- inu (smaar@frettabladid.is) merkt “Bíl- stjóri 1” fyrir 11/02. Vantar manneskju til að gæta 5 ára drengs á kvöldin á svæði 101. Upplýs- ingar í síma 845 5090. Pioneer Plasmaskjár 50”+ himabíó, einig hornsófi, borð, stólar, barnakerra, myndir ofl. Uppl. í s. 899 9907. Café Bleu óskar eftir matreiðslu- manni eða vönum manni í eld- hús.Uppl.gefur Jón í s:588-0300 Leitum að röskri og glaðlyndri ráðs- konu til að elda einfaldan og hollan mat fyrir börn. Upplýsingar gefur leik- skólastjóri í síma 557 7071 eða 899 2056. Starfskraftur óskast. Heildsala og verslun óskar eftir duglegum starfskrafti til afgreiðslu, útkeyrslu og til lagerstarfa. Framtíðarstarf. Umsóknir sendist á eico@eico.is Skrifstofu- og bókhaldsstarf 50% Heildv. vantar starfsm. til að sjá um bók- hald ásamt almennum skrifstofustörf- um. Starfið er 50%. Unnið er í TOK+ og TOK launakerfi. V.k. þarf að geta hafið störf fljótlega. Ums. sendist á ingehf@simnet.is Heimilisþrif. Óskum eftir duglegum og traustum starfskrafti til heimilisþrifa, ca einu sinni í viku. Lágmarksaldur 25 ára. Sími 562 1752. Handlaginn einstaklingur óskast í hlutastarf strax, sumarvinna kemur til greina. Umsóknir sendist Fréttablaðinu fyrir 12 febrúar nk merkt “Handlaginn og fjölhæfur”. UN Iceland, Mörkinni 1. S. 588 5858. Útsölulok um helgina, verð sem aldrei hafa sést áður. Opið mán. - föstd. 10- 23, laugard. 10-22 og sunnud. 12-20. Lokadagar, enn meiri lækkun. Hressan 27 ára karlmann vantar vinnu. Vinsamlega hafið samb. í s. 868 9232 eða á bio@hradpostur.is . 33ja ára gömul kona óskar eftir svar- tri vinnu, ýmislegt kemur til greina. Upplýsingar í síma 848 5131. Tvítug stúlka óskar eftir vinnu strax. Dugleg og mjög samviskusöm. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 663 8106. 27 ára karlmaður óskar eftir vinnu. Er duglegur, heiðarlegur, handlaginn, fljót- ur að læra og get byrjað strax. Hef reynslu á mörgum sviðum, skoða flest atvinnutilboð. Þórir S-899-9761 eða tga@mmedia.is Viltu læra Netviðskipti? Skráðu þig þá á www.netvidskipti.com og ég mun hafa samband. Miðaldra maður óskar eftir að kynn- ast konu á svipuðum aldri með vinskap eða sambúð í huga. Áhugasamar send- ið inn upplýsingar með nafni og síma til Fréttablaðsins Skaftahlíð 24 merkt. “miðaldra” (smaar@frettabladid.is) Speeddater.is-Stefnumótakvöld. Frá- bær kvöldstund fyrir einhleypa á aldrin- um 35-45 ára þriðjudaginn 10. feb. Skráning á speeddater.is eða í s. 864 6002. Næsta kvöld er 17/02 (aldur 53- 67). ● einkamál /Tilkynningar ● viðskiptatækifæri ● atvinna óskast ● atvinna í boði /Atvinna ● bílskúr ● atvinnuhúsnæði ● sumarbústaðir ● húsnæði til sölu ● húsnæði óskast Kaupmannahöfn Íslenska Gistiheimilið La Ville Íslenska gistiheimilið Lavilla býður Íslendinga velkomna, stutt í bæinn og Bella center. Erum við University metro.st. www.gistinglavilla16.com S:0045-3297- 5530 Vilborg 0045- 2848-8905 gsm KEEGAN Kevin Keegan og Trevor Sinclair fagna bikarsigrinum. Keegan á von á kampavíns- flösku að gjöf frá Paul McKenzie. SIGURBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR Bætti metið í 60 metra hlaupi í þremur aldursflokkum um síðustu helgi. Stigamót Breiðabliks: Keppt í Fífunni í dag LEWIS Í síðasta bardaga sínum á ferlinum, við Vitali Klitschko. Lewis vann 41 af 44 bardögum sínum á farsælum ferli. Leggur hanskana á hilluna Lennox Lewis, heimsmeistari í þungavigt, hefur lagt hanskana á hilluna eftir 14 ára feril. Ákvörðunin kemur lítið á óvart enda hefur kappinn ekkert að sanna lengur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.