Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 41
41LAUGARDAGUR 7. febrúar 2004
Walesmenn ósáttir við
ákvörðun UEFA:
Áfrýja
dómnum
FÓTBOLTI Wales hefur óskað eftir því
að Knattspyrnusamband Evrópu
endurskoði ákvörðun sína um að
leyfa Rússum að keppa í úrslitum
Evrópukeppninnar í sumar.
Wales keppti við Rússland um
laust sæti í keppninni og tapaði eft-
ir tveggja leikja rimmu. Rússinn
Jegor Titov féll á lyfjaprófi eftir
fyrri leik liðanna, sem fór 0-0. Hann
sat á varamannabekknum allan
þann leik. Titov spilaði hins vegar í
síðari leik liðanna, sem Rússar unnu
1-0. Hann hefur verið dæmdur í árs
keppnisbann og sektaður af félagi
sínu, Spartak Moskvu. ■
FÓTBOLTI Að sögn Geirs Þorsteins-
sonar, framkvæmdastjóra KSÍ, er
ólíklegt að liðum í tveimur efstu
deildum fjölgi úr 10 í 12 strax á
næsta ári. Það verði í fyrsta lagi
sumarið 2006.
„Tæknilega lít ég á það þannig
að ef það ætti að fjölga liðum 2005
hefði þurft að liggja fyrir á þessu
þingi ályktunartillaga um hvernig
það ætti að gerast. Þess vegna held
að eingöngu sakir þess sé ekki
raunhæft að tala um það. Þetta er
lagalega framkvæmanlegt en ég
get ekki séð að það verði friður um
slíkt,“ segir Geir.
Önnur tillaga á þinginu miðar
við að undanúrslit bikarkeppni
karla fari fram á heimavelli lið-
anna í stað Laugardalsvallar. Geir
segir að málið hafi verið rætt á síð-
asta þingi og er ekki viss um að
það fái meiri hljómgrunn í ár.
Eyjamenn hafa verið talsmenn
þessarar tillögu sem og fleiri félög
á landinu. „Það sem er merkilegt á
þessu ári varðandi undanúrslitin
er að í samkomulagi við hin liðin í
Landsbankadeildinni hafa þegar
verið lögð drög að því að undanúr-
slitin og úrslitaleikurinn verði
tvær síðustu helgarnar á keppnis-
tímabilinu,“ segir Geir. „Við klár-
um deildina, helgina eftir verða
undanúrslitin og svo helgina þar á
eftir verður úrslitaleikurinn. Úr-
slitin færast því aftur um eina
helgi.“ Hann segir að meginástæð-
an sé sú að liðin utan af landi sem
hafa spilað í undanúrslitum í miðri
viku hafa fundið fyrir því að erfitt
sé fyrir stuðningsmenn sína að
sækja leikinn í Reykjavík. Geir
viðurkennir að aukin áhætta verði
þarna tekin vegna brigðuls veður-
fars á þessum árstíma.
Loks má nefna tillögu um breyt-
ingu á fyrirkomulagi 1. flokks
karla. Verði hún samþykkt verður
1. flokkur lagður niður og deildar-
keppni liða með leikmenn undir 23
ára aldri og fjóra eldri leikmenn
verður haldin. Þar verður keppt
um Íslandsmeistaratitil og lið geta
fallið eins og í öðrum deildum.
Eggert Magnússon verður
áfram formaður KSÍ og aðrir
stjórnarmenn sitja áfram. Engin
önnur framboð bárust áður en
frestur rann út.
Aðspurður segir Geir að andinn
innan KSÍ sé góður um þessar
mundir. „Almennt séð stendur
hreyfingin vel saman og það er
einhugur í henni. Auðvitað eru
þingin til þess að takast á og skipt-
ast á skoðunum um mál og það hef-
ur alltaf verið þannig.“
freyr@frettabladid.is
Fjölgun liða óraunhæf
Ársþing KSÍ verður haldið á Selfossi í dag. Rætt verður meðal annars
um fjölgun liða í Landsbankadeild og 1. deild karla og hvort undan-
úrslit bikarkeppninnar skuli fara fram á heimavöllum liðanna.
GEIR ÞORSTEINSSON
Ekki raunhæft að liðum verði fjölgað í Lands-
bankadeildinni og 1. deild karla á næsta ári.
EINAR HÓLMGEIRSSON ATKVÆÐAMIKILL
ÍR-ingurinn Einar Hólmgeirsson sést hér skora eitt af tíu mörkum sínum í leiknum gegn
Fram í gærkvöld.
ÍR lagði Fram í úrvalsdeildinni í handboltanum í gær:
Gott að vera við toppinn
HANDBOLTI ÍR-ingar halda áfram
sigurgöngu sinni í handboltanum
og eru í toppsæti úrvalsdeildarin-
nar ásamt Val eftir sigur á Fram,
32–27, í Framheimilinu í gærkvöld.
„Það er gott að vera við toppinn.
Við finnum ekki fyrir neinni
pressu og vorum staðráðnir í því
að hefna ófaranna frá því í bik-
arnum. Mér fannst við spila
ágætlega miðað við að þetta var
fyrsti leikur eftir langt hlé en það
má eiginlega segja að við höfum
gert út um þetta í fyrri hálfleik,“
sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR, í
samtali við Fréttablaðið eftir
leikinn.
Orð að sönnu hjá Bjarna því ÍR-
ingar mættu afar grimmir til leiks
og í markinu hjá þeim var Ólafur
Helgi Gíslason í fantaformi. Hann
varði alls fimmtán skot í fyrri
hálfleik, mörg hver úr dauðafæri.
Sóknarleikur Framara var ráðleys-
islegur í fyrri hálfleik og eini
maðurinn sem var með einhverju
lífsmarki var gamla kempan
Héðinn Gilsson. Hann mátti hins
vegar ekki við margnum og ÍR-
ingar fóru með fimm marka for-
ystu í hálfleik, 16–11.
Framarar byrjuðu seinni
hálfleikinn af krafti og söxuðu
grimmt á forskot ÍR-inga. Þeim
tókst þó ekki að komast nær en tvö
mörk og ÍR-ingar innbyrtu sig-
urinn nokkuð örugglega.
Ólafur Helgi Gíslason átti góðan
leik í marki ÍR í fyrri hálfleik.
Fannar Þorbjörnsson og Einar
Hólmgeirsson voru firnasterkir og
Bjarni Fritzson var góður í síðari
hálfleik. Héðinn Gilsson var
atkvæðamestur Framara, sem vilja
eflaust gleyma þessum leik sem
fyrst. Hann skoraði tíu mörk og
þeir Valdimar Þórsson, Jón
Björgvin Pétursson og Arnar Þór
Sæþórsson tvö mörk hver.
Einar Hólmgeirsson skoraði tíu
mörk fyrir ÍR, Fannar Þor-
björnsson og Bjarni Fritzson skor-
uðu sjö mörk hvor og þeir
Ingimundur Ingimundarson og
Hannes Jón Jónsson skoruðu
fjögur mörk hvor. ■
Remax-deild karla í gærkvöld:
Öruggur sigur KA
HANDBOLTI KA gerði góða ferð í
Garðabæ í gær og vann Stjörn-
unni 34-26 í úrvalsdeild Remax-
deildar karla. Leikurinn var jafn
framan af en um miðjan fyrri
hálfleik skildu leiðir og KA-menn
bættu jafn og þétt við forskotið út
leikinn.
Vörn Stjörnumanna var arfa-
slök eins og sjá má á markatöl-
unni en varnarleikur KA-manna
var ágætur og var það mesti mun-
urinn á liðunum.
David Kekelia skoraði sex af
mörkum Stjörnunnar og Vilhjálm-
ur Halldórsson fimm, þar af fjög-
ur úr víti. Arnar Jón Agnarsson
skoraði fjórum sinnum, Gunnar
Ingi Jóhannsson og Arnar Freyr
Theódórsson þrisvar, Sigurður
Bjarnason og Björn Friðriksson
skoruðu tvö mörk hvor og Gústaf
Bjarnason eitt. Jacek Kowal varði
fimmtán skot, þar af eitt vítakast.
Arnór Atlason var atkvæða-
mestur norðanmanna með tíu
mörk, þar af eitt úr vítakasti, Ein-
ar Logi Friðjónsson skoraði níu og
Andreus Stelmokas sjö, eitt þeirra
úr vítakasti. Árni Björn Þórarins-
son skoraði þrjú mörk, Bjartur
Máni Sigurðsson og Jónatan Þór
Magnússon tvö mörk hvor og Þor-
valdur Þorvaldsson eitt. Hafþór
Einarsson varði tólf skot, þar af
eitt vítakast. ■
RE/MAX-ÚRVALSDEILD KARLA
Úrslit leikja í gærkvöldi
Stjarnan - KA 26-34
Fram - ÍR 27-32
Haukar - HK 30-23
Valur - Grótta/KR 29-20
Staðan
Valur 1 1 0 0 29:20 10 (8)
ÍR 1 1 0 0 32:27 10 (8)
KA 1 1 0 0 34:26 9 (7)
Haukar 1 1 0 0 30:23 7 (5)
Fram 1 0 0 1 27:32 6 (6)
Stjarnan 1 0 0 1 26:34 6 (6)
HK 1 0 0 1 23:30 5 (5)
Grótta/KR 1 0 0 1 20:29 3 (3)
Tölur innan sviga eru stig sem félögin
tóku með sér úr riðlakeppninni
Leikir á morgun
KA - Fram KA-heimilið 17.00
HK - Stjarnan Digranes 19.15
Grótta/KR - ÍR Seltjarnarnes 19.15
Valur - Haukar Valsheimili 19.15
Valsmenn og Haukar byrja vel í úrvalsdeildinni í handknattleik:
Þjálfaraskiptin höfðu ekki áhrif
HANDBOLTI Það var ekki að sjá að
Haukar hefðu skipt um þjálfara
með dramatískum hætti fyrir
þremur dögum þegar þeir tóku
HK-menn í bakaríið, 30–23, í leik
liðanna í RE/MAX-úrvalsdeild
karla í handknattleik á Ásvöllum.
Haukar voru alltaf skrefinu á
undan og það var einkum stór-
leikur Jóns Karls Björnssonar og
Birkis Ívars Guðmundssonar sem
skóp sigurinn.
Jón Karl skoraði 14 mörk fyrir
Hauka, þar af níu úr vítakasti,
Andri Stefan fimm, Robertas
Pauzuolis fjögur, Ásgeir Örn Hall-
grímsson þrjú og Halldór Ingólfs-
son og Þorkell Magnússon tvö
hvor. Birkir Ívar varði 26 skot,
þar af tvö vítaköst.
Andrius Rackauskas skoraði
átta mörk fyrir HK, tvö þeirra úr
vítakasti, Elías Már Halldórsson
fimm, Samúel Árnason þrjú og Al-
exander Arnarson, Atli Þór Samú-
elsson og Augustas Strazdas tvö
hver. Björgvin Páll Gústavsson
varði átta skot í marki HK.
Valsmenn unnu öruggan sigur á
Gróttu/KR, 29–20, á Hlíðarenda í
gærkvöld og eru í efsta sæti deild-
arinnar ásamt ÍR-ingum. Sigur
Valsmanna var afskaplega örugg-
ur. Þeir leiddu með fjórum
mörkum í hálfleik, 12–8, og byrj-
uðu síðan síðari hálfleikinn á því
að skora sex fyrstu mörkin og
komast í 18–8. Eftir það var
leikurinn aldrei spennandi og
Valsmenn sigldu í höfn með níu
marka sigur, 29–20.
Pálmar Pétursson átti mjög
góðan leik í marki Vals, varði sex-
tán skot og var að öðrum ólöst-
uðum besti maður vallarins.
Markús Máni Michaelsson var
markahæstur hjá Val með sex
mörk og þeir Hjalti Gylfason og
Heimir Örn Árnason skoruðu
fjögur mörk hvor.
Páll Þórólfsson var markahæst-
ur hjá Gróttu/KR með fimm mörk
og Kristinn Björgúlfsson skoraði
fjögur. ■