Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 6
6 7. febrúar 2004 LAUGARDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 68,73 0,34% Sterlingspund 126 0,33% Dönsk króna 11,56 -0,09% Evra 86,1 -0,07% Gengisvísitala krónu 119,30 0,34% Kauphöll Íslands Fjöldi viðskipta 444 Velta 8.492 milljónir ICEX-15 2.353 0,45% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 3.748.608 Landsbanki Íslands hf. 345.079 Eimskipafélag Íslands Hf. 131.158 Mesta hækkun Jarðboranir hf. 12,50% Fjárfestingarfélagið Atorka hf. 4,08% Eimskipafélag Íslands Hf. 2,38% Mesta lækkun Bakkavör Group hf. -0,50% Kaupþing Búnaðarbanki hf. -0,20% Erlendar vísitölur DJ* 10.568,2 0,7% Nasdaq* 2.052,5 1,6% FTSE 4.402,7 0,4% DAX 4.045,0 0,8% NK50 1.335,7 0,1% S&P* 1.138,9 0,9% * Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Stjórnarformaður KB banka segistekki skilja SPRON-frumvarpið. Hvað heitir stjórnarformaðurinn? 2Viggó Sigurðsson hætti þjálfun hand-boltaliðs Hauka í vikunni. Hver er eftirmaður Viggós? 3Formaður Rafiðnaðarsambandsinshefur fordæmt það sem hann kallar græðgi bankanna. Hver er formaður RSÍ? Svörin eru á bls. 46 TEL AVIV, AP Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, skoðar þann möguleika að flytja ísraelska landnema frá landnemabyggðum á Gaza til svæða á Vesturbakkan- um sem Ísraelar vilja að verði hluti af Ísraelsríki sem hluti af friðarsamkomulagi við Palestínu- menn. Assaf Shariv, talsmaður Shar- ons, sagði í gær að Ísraelar væru að skoða hversu fýsilegt væri að flytja landnemana til Maale Adumim, Ariel og Gush Etzion, þriggja stærstu landnámssvæða Ísraela á Vesturbakkanum. Yfirlýsingar Sharons á dögun- um um að leggja niður landnema- byggðir og hugsanlega þjóðar- atkvæðagreiðslu um framtíð þeirra vakti reiði margra ísr- aelskra stjórnmálamanna sem barist hafa fyrir hagsmunum landnema og vilja lítið gefa eftir gagnvart Palestínumönnum. Sumir þeirra hafa tengt tímasetn- ingu yfirlýsinganna við rannsókn á meintum mútugreiðslum til for- sætisráðherrans, að með því hafi hann viljað að spillingarumræðan félli í skuggann af málefnum landnema. ■ Meindýraeyðir kærir sýslumann Árborgar Leyfislaus meindýraeyðir, sem lýsti því að hann hefði opinbert leyfi til að eyða framsóknarmönnum, hefur lagt fram stjórnsýslukæru á Ólaf Helga Kjartansson sýslumann. Dómsmálaráðherra verður að úrskurða. MEINDÝR Rafn Haraldsson, mein- dýraeyðir á Bræðrabóli í Ölfusi, sem hefur verið sviptur leyfi til að kaupa nauðsynleg eiturefni hefur kært Ólaf Helga Kjartansson sýslu- mann til dómsmálaráðuneytisins í kjölfar þess að sýslumaður ákvað að skipta hann leyfinu. Rafn mein- dýareyðir réði Guðjón Ægi Sigur- jónsson héraðsdómslögmann til að verja hagsmuni sína. Guðjón hefur nú sent dómsmálaráðherra stjórn- sýslukæru á hendur sýslumanni. Kæran var lögð fram í gær. „Umbjóðanda okkar er nauðsyn- legt að kæra þessa ákvörðun sýslu- manns til að gæta réttinda sinna, sem hann telur ekki styðjast við lög. Þess er jafnframt krafist að réttar- áhrifum hinnar kærðu ákvörðunar verði frestað til þess að ákvörðun sýslumanns hafi ekki áhrif á rétt- indi umbjóðanda okkar á meðan málið er til meðferðar hjá dóms- málaráðuneytinu,“ segir Guðjón. Mál þetta hófst með því að Rafn meindýraeyðir lýsti því í Frétta- blaðinu að hann hefði sótt um leyfi hjá sýslumanninum á Selfossi til að eyða músum, skordýrum og framsóknarmönnum, sem hann hafi bætt við á umsóknina í reit þar sem stendur annað. Rafn lýsti því að það hefði komið sér á óvart að fá opinbert leyfi til að eyða framsóknarmönnum. En Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslumanni Árborgar, var ekki skemmt yfir grárri gamansemi meindýraeyðis- ins. Lög eru alveg skýr hvað það varðar hverjir hafi leyfi til að kaupa og nota eiturefni og enginn vafi má leika á frómum tilgangi þeirra. Sýslumaður kallaði hann á fund og í framhaldi þess sendi hann Rafni bréf þar sem mein- dýraeyðirinn var sviptur leyfi til að kaupa eiturefni sem honum eru nauðsynleg til að ná árangri í bar- áttu við meindýrin. Mál þetta hefur vakið mikla at- hygli á Suðurlandi. Framsóknar- mönnum er lítt skemmt yfir húmor meindýraeyðisins en aðrir hafa kos- ið að líta á tiltæki hans sem grín. rt@frettabladid.is Sjúkrahús Akraness: Fjölgar liðskipta- aðgerðum HEILBRIGÐISMÁL Liðskiptaaðgerðum hefur stöðugt fjölgað á Sjúkrahúsi Akraness á undanförnum árum. Í fyrra voru framkvæmdar 82 lið- skiptaaðgerðir og er það 50% aukning frá árinu á undan. Vonir standa til að hægt verði að gera þrjár liðskiptaaðgerðir á viku stærstan hluta þessa árs. Fyrstu liðskiptaaðgerðirnar voru gerðar á sjúkrahúsinu árið 1991 en þá voru framkvæmdar þrettán gerviliða- aðgerðir á mjöðm. Fyrsta liðskipta- aðgerðin á hné var gerð árið 1995. ■ FUNDAÐ UM ANDLÁT PRINSESSU Breskur dánardómstjóri og yfirmaður glæpadeildar franska dómsmálaráðu- neytisins ræddu andlát Díönu prinsessu. Andlát Díönu: Báru saman bækur sínar PARÍS, AP Michael Burgess, breskur dánardómstjóri sem rannsakar lát Díönu prinsessu af Wales, fundaði í gær með embættismönnum franska dómsmálaráðuneytisins. Hann skoðaði m.a. vettvang slyssins í ágúst 1997 sem varð Díönu og ást- manni hennar, Dodi Fayed, að bana. Niðurstaða franskrar rannsókn- ar á láti parsins var sú að um slys hefði verið að ræða og væri ölvun og hraðakstri bílstjórans um að kenna. Því hafa margir aðdáendur prins- essunnar hafnað og hófu Bretar rannsókn í síðasta mánuði. ■ 22 LÉTUST Nokkrir öflugir jarð- skjálftar riðu yfir Papúahérað í Indónesíu og kostuðu 22 lífið. Á sjötta hundrað manns til viðbótar særðust og hundruð húsa eyðilögð- ust í skjálftunum en sá öflugasti þeirra mældist 6,9 á Richter-kvarða. DREGIÐ ÚR SPENNU Stjórnvöld í Norður- og Suður-Kóreu hafa sam- þykkt að efna til viðræðna hátt- settra manna í varnarmálaráðu- neytum og herjum beggja landa. Tilgangurinn er að draga úr spennu milli landanna vegna kjarnorku- áætlana Norður-Kóreumanna. LÉTUST Í TROÐNINGI 37 manns lét- ust í troðningi á lokahátíð nýárs- fagnaðar í Miyun í Kína og fimmt- án til viðbótar slösuðust alvarlega. Kínverskir ráðamenn hafa fyrir- skipað rannsókn á atburðunum. AÐ LEIK Í LANDNEMABYGGÐ 7.500 landnemar búa innan um rúma milljón Palestínumanna á Gaza. Öflugt herlið þarf til að gæta öryggis þeirra. Ariel Sharon útfærir hugmyndir um byggðir landnema: Af Gaza á Vesturbakkann ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON Meindýraraeyðirinn var sviptur leyfi til að kaupa eiturefni eftir að hann sagðist hafa leyfi til að eyða framsóknarmönnum. ■ Asía MEINDÝR Mýs á Suðurlandi eiga náðuga daga eftir að eiturefnin voru tekin af Rafni meindýraeyði. Faxafeni 14, 108 Reykjavík, s: 568-0850. Fjölbreytt vöruúrval ÚTSALA Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. Algjört verðhrun síðasta útsöluhelgi ■ Norðurlönd 10.000 HÁÐIR NIKÓTÍNLYFJUM Um 10.000 Danir sem hætt hafa að reykja eru háðir nikótínlyfj- um, samkvæmt nýrri rannsókn. Til stendur að rannsaka hugsan- lega skaðsemi þessara lyfja þeg- ar um langtímanotkun er að ræða. Vitað er að nikótín er mjög ávanabindandi og getur haft áhrif á kransæðarnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.