Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 16
16 7. febrúar 2004 LAUGARDAGUR ■ Andlát ■ Afmæli ■ Brúðkaup Hussein Jórdaníukonungur lést ásjúkrahúsi í Amman, höfuð- borg Jórdaníu, sunnudaginn 7. febr- úar árið 1999. Banamein hans var eitlakrabbamein en hann var ný- kominn heim frá Bandaríkjunum þar sem hann hafði leitað sér lækn- ingar. Hussein bin Talal var 63 ára og hafði ríkt í 47 ár, lengur en nokk- ur annar þjóðhöfðingi í Miðaustur- löndum. Abdullah krónprins tók strax við af föður sínum og sór embættiseið í jórdanska þinginu nokkrum klukku- tímum eftir að faðir hans gaf upp öndina. Hussein var ástsæll leiðtogi þjóðar sinnar og þegar Abdullah 2. bin Al Hussein Jórandíukonungur minntist hans sagði hann föður sinn hafa verið föður allrar jórdönsku þjóðarinnar. Hussein er ekki síst minnst fyrir að hafa samið frið við Ísrael árið 1994 eftir langvarandi illdeilur. Fjöldi þjóðhöfðingja fylgdi Hussein til grafar en fremstur í þeim flokki var Bill Clinton Banda- ríkjaforseti, sem sagði Hussein hafa verið stórkostlegan mann og góðan vin. Þrír fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, Gerald Ford, Jimmy Carter og George Bush, voru í föruneyti Clintons og vottuðu Hussein virðingu sína. ■ Ívar Örn Sverrisson, leikari, er 27 ára í dag. Pálmi Hannesson bifvélavirkjameistari og kona hans Sara K. Olsen taka á móti ættingjum og vinum í KK-húsinu Vestur- braut 17–19 í kvöld kl. 20–23 í tilefni af því að Pálmi verður 50 ára þriðjudaginn 10. febrúar. Bára Sveinsdóttir, Búhamri 28, Vest- mannaeyjum, lést miðvikudaginn 4. febrúar. Óskar Nikulásson, Elliheimilinu Grund, áður Grettisgötu 12, lést miðvikudaginn 4. febrúar. Sigurást Gísladóttir, Valhúsabraut 13, Seltjarnarnesi, lést miðvikudaginn 4. febrúar. 11.00 Finnbogi Rútur Jósepsson, Hnífs- dal, verður jarðsunginn frá Hnífs- dalskapellu. 14.00 Siggeir Björnsson, fyrrverandi bóndi og hreppstjóri frá Holti á Síðu, verður jarðunginn frá Prest- bakkakirkju á Síðu. 14.00 Atli Snæbjörnsson, Aðalstræti 90, Patreksfirði, verður jarðsung- inn frá Patreksfjarðarkirkju. 14.00 Gunnar Kristinn Auðbergsson, Strandgötu 19, Eskifirði, verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju. 14.00 Dóra Guðríður Svavarsdóttir, Brekkugötu 3, verður jarðsungin frá Landakirkju. 14.00 Ólafur Guðbrandsson, Þormóðs- götu 22, Siglufirði, verður jarð- sunginn frá Siglufjarðarkirkju. LÁRUS BJÖRN BERG SVAVARSSON Betur þekktur sem Lalli Johns eða bjarn- dýrið frá Ísafirði. Hann sýndi líkamsrækt áhuga í World Class og segist geta stundað lyftingar með litla fingri. ??? Hver? Mjög góður drengur. ??? Hvar? Alls staðar. ??? Hvaðan? Ísfirðingur. ??? Hvað? Að vera til og hjálpa öðrum. ??? Hvernig? Með því að gefa þeim góð orð og ekki ljúga að þeim. Ég vil ekki plata fólk. ??? Hvers vegna? Sumir geta ekki hjálpað sjálfum sér. Ég vil leiða fólk inn í ljósið út úr myrkrinu. ??? Hvenær? Allan tímann sem ég hef og fer ekki eftir klukkunni. ■ Persónan CHARLES DICKENS Breski rithöfundurinn fæddist á þessum degi árið 1812, fyrir 192 árum. 7. febrúar ■ Þetta gerðist 1882 Síðasta meistarakeppnin í þunga- vigtarhneflaleikum, án hanska, fer fram í Mississippi. 1904 Eldur brýst út í Baltimore og logar í tæpar 30 klukkustundir og eyði- leggur yfir 1.500 byggingar. 1922 Tímaritið Reader’s Digest (Úrval) kemur á markað. 1944 Þjóðverjar gera gagnárás við Anzio á Ítalíu í seinni heimsstyrjöldinni. 1964 Bítlarnir lenda á JFK-flugvellinum í New York og hefja fyrstu tónleika- ferð sína um Bandaríkin. 1974 Grenada fær sjálfstæði frá Bretum. 1986 Jean-Claude Duvalier, forseti Haítí, flýr land og þar með er bundinn endir á 28 ára ógnarstjórn hans og fjölskyldu hans. 1990 Hundruð þúsund lítrar af hráolíu leka úr tankskipinu American Trader og menga strönd Kaliforníu. 1995 Hryðjuverkamaðurinn Ramzi Yousef er tekinn höndum í Pakistan en þar hafði hann falist í tvö ár eftir að hann tók þátt í sprengjuárás á bíla- geymslu The World Trade Center. HUSSEIN KONUNGUR Var ástsæll leiðtogi þjóðar sinnar og þótti framsýnn og hygginn en hann braut blað í sögu Jórdaníu þegar hann samdi frið við Ísrael árið 1994. Faðir Jórdaníu fellur frá HUSSEIN JÓRDANÍUKONUNGUR ■ lést af völdum krabbameins 63 ára að aldri. Fjöldi þjóðarleiðtoga fylgdi konunginum til grafar. 7. febrúar 1999 Þjóðleikhúsið leitar að skemmtara Okkur vantar svona skemmtaraeins og flæddu inn á heimili landsins á áttunda áratug síðustu aldar þegar foreldrar keyptu tæk- in í miklu magni af því að öll börn áttu að verða píanósnillingar,“ segir Birna Björgvinsdóttir, yfir- leikmunavörður Þjóðleikhússins, sem leitar nú logandi ljósi að hljóðfæri fyrir leikritið Þetta er allt að koma. Verkið er byggt á skáldsögu Hallgríms Helgasonar og er leikstýrt af Baltasar Kor- máki. „Hann er kröfuharður leik- stjórinn og þetta þarf helst að líta vel út og við erum beinlínis að leita að mublu. Við héldum að það yrði ekkert mál að finna svona skemmtara og vorum viss um að þeir leyndust víða hjá þeim sem selja notaða hluti. Við höfum hins vegar verið mjög óheppin og við höfum verið að missa þetta úr höndunum.“ Það styttist óðum í frumsýn- ingu verksins og Birna segist því vilja skoða allt sem í boði er. Það hefur því verið slakað á kröfunum og allt kemur til greina. „Það gæti þess vegna farið út í það að við smíðum eitthvað utan um það sem við fáum,“ segir Birna og bætir við að skemmtarinn þurfi alls ekki að virka. Birna leitaði síðast til Frétta- blaðsins í fyrravor þegar Þjóð- leikhúsið vantaði 100 hátalara fyr- ir uppsetninguna á „Herjólfur er hættur að elska“ og viðbrögðin voru vonum framar. „Það komu mörg skemmtileg samtöl út úr því,“ segir Birna, sem fór létt með að fylla sviðið af gömlum hátölur- um og nú bindur hún vonir við að gamlir skemmtarar flykkist niður í leikmunadeild. ■ Lenti í stríði á fjórðu vakt Það stendur ekkert til að gera ásjálfan afmælisdaginn. Hins vegar ætla ég að bregða mér til Þýskalands daginn eftir og heim- sækja gamla skólafélaga,“ segir Ingólfur Bjarni Sigfússon, frétta- maður á Stöð 2, sem er 29 ára í dag. Andlit Ingólfs er vel kunnugt. Hann flytur fréttir í morgunsjón- varpi Stöðvar 2 auk þess að sinna erlendum fréttum. Þá vakti Ingólf- ur athygli þegar Íraksstríðið stóð sem hæst fyrir skeleggar frétta- skýringar. „Ég stundaði magistersnám í stjórnmálafræði við háskólann í Leipzig í Þýskalandi í sex ár. Ég og Karl Garðarsson, þáverandi frétta- stjóri, höfðum verið í sambandi vegna sumarvinnu á fréttastofunni. Þetta var um það leyti sem Íraks- stríðið var að bresta á. Síðan hringdi Karl með tíu daga fyrirvara og bauð mér vinnu. Ég var kominn til landsins 9. mars og hóf störf dag- inn eftir. Á fjórðu vaktinni minni hófst stríðið.“ Vinnudagur Ingólfs er í lengra lagi og segir hann lítinn tíma gefast til annars sem útskýri meðal annars af hverju hann sé einhleypur. Þá séu áhugamál hans fréttir og frétta- tengd efni. „Ég byrja í Ísland í bítið klukkan sex á morgnana til níu. Tveimur tímum síðar byrjar vaktin í erlend- um fréttum og lýkur klukkan átta um kvöldið.“ Ingólfur ber vinnu- félögum sínum á Stöð 2 vel söguna en bætir við að þeir séu allir meira og minna snargeðveikir. „Ég tel .þetta mikinn kost fyrir mig. Ég sting þá ekki jafn mikið í stúf.“ En hyggur Ingólfur á frekara nám? „Ég er nýlega búinn að taka skólabækurnar upp úr kössum og raða þeim upp í hillur. Við það fann ég frekar hroll heldur en hitt. Þetta eru greinileg merki að ég sé ekki alveg kominn á það stig að fara út í frekara nám.“ Tvítugsafmæli Ingólfs var eftir- minnilegt að hans mati. „Vinir mín- ir, sem eru miklir húmoristar, héldu óvænta afmælisveislu. Þeir fengu í veisluna vel kunna og djúpraddaða vaxtarræktarkonu til að koma og vera með bikiniatriði. Það má deila um hversu kynþokkafullt okkur þótti atriðið en það var óneitanlega mjög fyndið. Þetta er með alvitlaus- ustu afmælisdögum sem ég man eftir.“ ■ HÖRN GUÐJÓNSDÓTTIR OG SNORRI BJÖRNSSON Þann 27. desember síðastliðinnvoru gefin saman í hjónaband í Bessastaðakirkju þau Hörn Guðjónsdóttir og Snorri Björns- son. Það var sr. Bragi Skúlason sem sá um hjónavígsluna. ■ ■ Jarðarfarir BIRNA BJÖRGVINSDÓTTIR OG SIGURÐUR BJÓLA Leita dauðaleit að gömlum skemmtara sem er ómissandi fyrir leikmyndina í „Þetta er allt að koma“ sem verður frumsýnd þann 20. febrúar. Þeir sem geta lagt leikmunadeild Þjóðleikhússins lið eru beðnir að hafa samband í síma 822 1255. Leikhús ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA ■ Leikmunadeild Þjóðleikhússins sárvantar skemmtara frá áttunda ára- tugnum og leitar nú á náðir almennings en slíkt hefur gefið góða raun áður. INGÓLFUR BJARNI SIGFÚSSON Fjölskylda Ingólfs var með þeim fyrstu sem fluttu í Grafarvogshverfið árið 1986. „Það voru í kringum eitt hundrað hús í hverfinu á þessum tíma og má segja að ég hafi alist upp í sveit. Það var frábært að alast upp þarna.“ Afmæli INGÓLFUR BJARNI SIGFÚSSON ■ er 29 ára í dag. Heldur upp á afmælið í Þýskalandi LJ Ó SM YN D /J Ó H AN N ES L O N G

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.