Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 42
42 7. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Fréttiraf fólki SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 SÝND kl. 2.30, 5.20, 8 og 10.40 SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B. i. 12 ára kl. 10 B. i. 14 áraTHE LAST SAMURAI kl. 2, 4 og6 M. ÍSL. TALIBROTHER BEAR SÝND kl. 10.15B i 14 áraMASTER & COM... kl. 1.40 3.45, 5.50 og 8UPTOWN GIRLS kl. 2 m. isl. taliÁLFUR kl. 2, 4, 6 og 8KALDALJÓS kl. 3.45FRÖKEN kl. 2ÓHAPPADAGUR kl. 8LEYNDARDÓMUR GULA HERBERGISINS kl. 10 B. i. 16 áraMYSTIC RIVER kl. 1.45, 3.45 og 8HEIMUR FARFUGLANNA kl. 5.30ÓVINURINN kl. 10.15EVRÓPUGRAUTUR ✩✩✩ Rás 2 FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ SÝND kl. 3, 5.40, 8 og 10.20 SÝND kl. 5.45, 8 og 10.30 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 2.30, 8 og 10.30 SÝND kl. 2, 4 og 6 M. ÍSLENSKU TALI SÝND kl. 4 og 8 M. ENSKU TALI kl. 1.45 & 3.40 M. ÍSL. TALILOONEY TUNES kl. 1.45 & 3.45 M. ÍSL. TALIFINDING NEMO kl. 2 og 6HONEY SÝND kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Erótísk og ögrandi SÝND kl. 4 og 8 SÝND Í LÚXUS kl. 2, 6 & 10 11 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA SÝND kl. 8.15 og 10 B. i. 14 ára EINGÖNGU SÝND Í LÚXUS VIP kl. 5 4 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta teiknimyndin Frábær mynd frá Disney fyrir alla fjöl- skylduna með tónlist eftir Phil Collins! TILNEFND TIL 4 ÓSKARSVERÐLAUNA SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 Hlaut 3 Empire-verðlaun, m.a. sem besta mynd og fyrir besta leik; Emma Thompson og Martine McCutcheon. Byggð á metsöluskáldsögu Philip Roth ✩✩✩ H.J.M Mbl. ✩✩✩ ÓTH rás 2 ✩✩✩ Kvikmyndir.com ✩✩✩✩ Kvikmyndir.com ✩✩✩ Kvikmyndir.com ✩✩✩1/2 SV MBL ✩✩✩✩✩ BÖS FBL ✩✩✩ Kvikmyndir.com ✩✩✩ ÓTH Rás 2 Justin Timberlake segir það hafaverið Janet Jackson sem hafi ýtt sér út í það að koma fram á úrslitaleik bandaríska ruðningsboltans um síðustu helgi. Söngvar- inn hefur verið á tónleikaferð um Evrópu í þrjá mánuði og ætlaði ekki að taka þátt. Hann skuldaði Janet víst greiða, lét eftir og þarf að súpa seyðið af því núna. Breski leikarinn John Hurt héltáfram að hneyksla fólk þegar hann mætti á Empire-kvikmynda- verðlaunahátíðína á miðvikudag. Kvöldið áður hafði honum verið hent út af strippstað í London fyr- ir að niður- lægja starfsfólkið ofurölvi og þukla á dansmeyj- unum. Á Empire-hátíðinni var Hurt svo fullur að hann gat varla lesið af skjálesaranum þegar hann mætti á svið til þess að af- henda Sigourney Weaver heið- ursverðlaun. Leikstjórinn Spike Lee var ekkimjög hrifinn af altöluðu uppá- tæki Janet Jackson um síðustu helgi. Hann segir sorglegt að stórstjörnur skuli keppast um athygli á þennan hátt. Hann segir nýja lægð hafa náðst í kynn- ingarmálum og bendir á að koss Madonnu og Britney hafi líklegast verið upphafið á nýrri tækni sem byggist á því að ganga fram af fólki. Og meira um brjóstið á JanetJackson því nú hefur 47 ára gamall sjónvarpsáhorfandi í Tennessee í Bandaríkjunum kært poppsöngkonuna fyrir að „skaða æsku landsins“ með uppátæki sínu. Í kærunni kemur fram að Jackson hafi valdið „hneyksli, reiði, vandræðakennd og alvar- legum skaða“ með því að bera brjóst sitt. Músíktilraunir að fara af stað Skráning í MúsíktilraunirTónabæjar og Hins Hússins í ár hefjast á mánudag. Tilraun- irnar verða með breyttu sniði í ár því þær munu aðeins taka eina viku. Undanúrslitakvöldin verða haldin í Tjarnarbíói dag- anna 18.-24. mars. Úrslitakvöld- ið sjálft verður í Austurbæ föstudagskvöldið 26. mars. Hljómsveitum verður svo ald- ursskipt niður á undanúrslita- kvöld og verða tvö fyrstu kvöld- in tileinkuð yngri keppendum. Tilraunirnar eru ætlaðar tónlist- arfólki á aldrinum 13-25 ára. Með þessu nýja fyrirkomu- lagi vonast aðstandendur til þess að skapa eins konar grasrótar- tónlistarhátíð á Íslandi. Megin- markmiðið er þó auðvitað að veita ungum íslenskum hljóm- sveitum og tónlistarfólki tæki- færi til þess að koma tónlist sinni á framfæri og að skapa vettvang fyrir unnendur tónlist- ar til þess að fylgjast með því hvað sé að gerast í grasrótinni. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast í Hinu húsinu og í Tóna- bæ. Á vefnum er einnig hægt að skrá sig á síðunum www.hitt- husid.is og www.tonabaer.is. Þátttakendum ber að skila inn útfylltu skráningarblaði ásamt geisladiski/MP3 með 2 frum- sömdum lögum og mynd af hljómsveitinni á tölvutæku formi. Þátttökugjald er 5.000 kr. Eins og áður gildir lögmálið um að hrökkva eða stökkva því aðeins 50 sveitum verður hleypt að í ár. Þeir sem skrá sig fyrstir komast að. ■ Íslenskir aðdáendur rokksveit-arinnar Pixies ættu að fara að drífa sig að bóka far til Danmerk- ur í júlí næstkomandi. Sveitin reis nýlega upp frá dauðum eftir að hafa legið ein tíu ár í þögulli gröf- inni. Samkvæmt NME á sveitin að vera að vinna að gerð nýrrar plötu en ætlar að byrja endurreisn sína á langri tónleikaferð um heiminn. Liðsmenn Pixies skildu í illu árið 1993 vegna streitu á milli söngvarans og gítarleikarans Black Francis (sem kallar sig í dag Frank Black) og bassaleikarans Kim Deal. Hún vildi auk- inn þátt í lagasmíðum sveitarinnar en Francis hafði alltaf sett sig í leiðtogahlutverkið. Þáttur Deal fór minnk- andi með hverri plötu en á sama tíma safn- aði hún upp eigin lögum og stofnaði sveitina The Breeders. Pixies hélt síð- ustu tónleika sína í London og eftir það töluðust Francis og Deal ekki við í níu ár. Þögnin var rofin, af ó þ e k k t u m ástæðum, á síð- asta ári og ákveðið að taka upp þráðinn á nýju. ■ Það sem flestir töldu kaldanhúmor í þakkarræðu Bill Murray á Golden Globe-verð- launahátíðinni reyndist svo vera satt. Þegar Murray tók við styttunni fyrir leik sinn í myndinni Lost in Translation sagðist hann hafa rekið umboðsmann sinn fyr- ir tveimur mánuðum síðan og að persónulegur ráðgjafi hans hefði framið sjálfsmorð. Fólk ályktaði að þarna væri alþekktur gálga- húmor leikarans á ferð og hló. Síðar kom í ljós að Murray var ekkert að djóka. Britney Spears segist hafa giftsig bara til þess að komast að því hvernig væri að vera giftur. Hún segir fyrr- um eiginmann sinn Jason Alex- ander vera góð- an vin sinn sem hún elski. Hún segist ekkert sjá eftir uppátækinu en viðurkennir þó að hún ætli sér að hugsa sig að- eins betur um áður en hún tekur ákvarðanir í framtíðinni. Svo gæti farið að leikarinn BradPitt verði algjörlega allsber í næstu mynd. Hann hefur sam- þykkt að sýna allt í næstu mynd sinni þar sem hann leik- ur á móti Angelinu Jolie. Myndin heit- ir Mr. and Mrs. Smith og eiga kyn- lífssenurnar í henni að vera stórkostlegar. And- ið rólega stúlkur! Samtök í Bandaríkjunum semberjast á móti reykingum sækja nú hart að leikkonunni Catherine Zeta- Jones. Þau senda henni ótal bréf og skeyti þar sem þau hvetja hana til þess að hætta að taka að sér kvikmyndahlut- verk þar sem aðalpersónan reyki. Leikkonan er víst aðeins sú fyrsta af mörgum Hollywood-leikurum sem samtök- in ætla að taka fyrir. MÚSÍKTILRAUNIR AÐ HEFJAST Rokkhljómsveitin Doctuz var í fyrra valin efnilegasta sveitin, enda eru liðsmenn flestir í 9. bekk í grunnskóla. Með þeim eru umsjónarmenn Músíktilrauna í ár; Sigtryggur Baldurs- son, Ása, Ottó og Árni. ■ Tónlist PIXIES Allir fjórir upprunalegu liðsmenn Pixies eru með í endurreisninni. Pixies á Hróarskeldu ■ Tónlist Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.