Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 12
Davíð Oddsson náði sáttum viðframsóknarmenn eftir að
einn hans helstu stuðningsmanna
samdi ásamt stjórnarandstæð-
ingi frumvarp sem að öllu jöfnu
ætti að vera á verksviði Valgerð-
ar Sverrisdóttur viðskiptaráð-
herra.
Þegar ljóst varð að Einar Odd-
ur Kristjánsson og Lúðvík Berg-
vinsson höfðu ekki bara samið
frumvarp í sparisjóðamálinu
heldur einnig fengið samþykki
þingflokka Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar til að leggja það
fram á Alþingi brá mörgum fram-
sóknarmönnum. Þeir kipptust við
og voru ekki sáttir við að sam-
starfslokkurinn í ríkisstjórn gerði
samkomulag við stjórnarand-
stöðuflokk, allt án vitneskju fram-
sóknarmanna.
Á því augnabliki var titringur
innan ríkisstjórnarinnar. „Nú veit
ég að það hafa verið viðræður milli
nefndarmanna í efnahags- og við-
skiptanefnd um þessi mál og ég
vissi ekki betur en að það væri í
ákveðnum farvegi. Ég hélt að þar
væri allt í lukkunnar velstandi, þar
væru menn að ræða frumvarp sín
í milli. Þannig að þetta kom nokkuð
flatt upp á okkur,“ sagði Hjálmar
Árnason í samtali við Fréttablaðið
um þetta mál. Aðspurður um hvort
hann liti á meðferð málsins sem
trúnaðarbrest í stjórnarsamstarf-
inu svaraði Hjálmar: „Ég tel að
einhver hafi hlaupið fram úr sjálf-
um sér í þessu máli.“
En hver hljóp á sig að mati
Hjálmars? Var það Einar Oddur
eða einhver annar? Framsóknar-
menn, margir hverjir, halda að það
hafi ekki endilega verið. Vitað er að
Einar Oddur er meðal þeirra þing-
manna Sjálfstæðisflokks sem hafa
hvað mest traust Davíðs Oddssonar
og því ólíklegt að hann setji saman
frumvarp án þess að formaðurinn
viti af. Það veldur áhyggjum í
hinum stjórnarflokknum, sem á
erfiða daga fram undan. Óðum
styttist í þau merku tímamót í sögu
Framsóknarflokksins þegar flokk-
urinn fær forsætisráðuneytið.
Framsóknarmönnum er mikilvægt
að samstarfið gangi vel fram að
þeim tíma. Sjálfstæðismenn vita
þetta og virðast hafa slakað á tillits-
seminni gagnvart Framsókn.
Davíð Oddsson náði sáttum við
Valgerði eftir að ljóst var að
framsóknarmönnum var misboð-
ið. Hann reddaði málinu og ró
komst á. En það er ekki bara þetta
mál sem bjó til óróa á stjórnar-
heimilinu. Framganga sjálfstæð-
ismanna þar er eftirtektarverð.
Þeir láta Framsókn eina um þau
mál, sem eru engum til framdrátt-
ar. Óvissa og feilspor marka alla
þá umræðu, bæði hjá stjórnend-
um og ekki síst stjórnmálamönn-
unum, þar sem Jóni Kristjánssyni
er att á forarsvaðið. Þar á hann
enga möguleika. ■
Heilbrigðisráðherra hefursett flutning heilsugæsl-
unnar frá ríki til sveitarfélaga á
dagskrá. Í því
felst sú fram-
tíðarsýn að öll
n æ r þ j ó n u s t a
við íbúa eigi að
vera á einni
hendi. Víðtæk
sátt ætti að
geta tekist um
þessar breyt-
ingar.
M i k i l v æ g i
a l m e n n r a r
h e i l s u g æ s l u
hefur lengi ver-
ið viðurkennt.
Þótt það hafi verið stefna heil-
brigðisyfirvalda allt frá árinu
1973 að heilsugæslan væri
fyrsti viðkomustaðurinn í heil-
brigðiskerfinu hefur þróunin
ekki fylgt slíku tali.
Þörf á uppbyggingaráætlun
Síðustu ár hefur raunar verið
sýnd eftirtektarverð viðleitni.
Laun heimilislækna hafa hækk-
að og komugjöld á heilsugæslu-
stöðvar lækkað í samanburði við
aðrar heilbrigðisstofnanir. Á ár-
unum 1997–2001 varð niðurstað-
an engu að síður sú að komum
fjölgaði meira til allra annarra
viðkomustaða heilbrigðiskerfis-
ins en heilsugæslulækna. Ríkis-
endurskoðun hefur bent á að
heimsóknum til heimilislækna
fjölgaði aðeins um 9% á meðan
16% aukning varð hjá öðrum
sérfræðingum, 25% hjá slysa-
og bráðasviði Landspítalans og
100% aukning varð hjá Lækna-
vaktinni.
Ekki skiptir mestu að þessi
þróun gangi gegn yfirlýstum
markmiðum heilbrigðiskerfis-
ins. Mestu varðar að færa má
gild rök fyrir því að sami lækn-
ir gefi sjúklingi markvissari ráð
og meðferð ef hann gjörþekkir
sögu hans og aðstæður en við
skyndikynni á læknavakt eða
bráðamóttöku sjúkrahúsanna.
Í tengslum við flutning
heilsugæslunnar til sveitarfé-
laga á að setja markið á að auka
hlut heilsugæslunnar í meðferð
og mótttöku sjúklinga. Til þess
þarf uppbyggingaráætlun fyrir
heilsugæslu á höfuðborgar-
svæðinu. Þrjátíu ára bið Voga-
og Heimahverfis þarf að ljúka
og Árbæjarhverfi þarf stærri
stöð til að þjóna nýbyggingar-
hverfunum í Grafarholti og
Norðlingaholti.
Skýr markmið um afköst
Meginverkefnið felst þó í því
að búa heilsugæslunni meira af-
kastahvetjandi umhverfi.
Tryggingakerfið og greiðslur
fyrir skilgreinda þjónustu eiga
að koma þar til skoðunar. Sveit-
arfélögunum á að tryggja hvata
og leiðir til að fylgja eftir skýr-
um markmiðum um afköst og
hámarksbiðtíma sem þarf að
skilgreina.
Í því getur falist að hjúkrun-
arfræðingar axli ríkari ábyrgð
við endurnýjun lyfja og síma-
ráðgjöf og læknar verji auknum
hluta af vinnutíma síns til mótt-
öku sjúklinga. Kjarni málsins er
þó að tækifærið við flutning
heilsugæslunnar þarf að full-
nýta.
Hvatinn til að fela grunnþjón-
ustunni aukinn hlut er ótvíræður.
Fyrir hverja krónu sem kostað er
til í heilsugæslunni má í það
minnsta spara tvær annars stað-
ar í heilbrigðisþjónustunni. ■
Mál manna
SIGURJÓN M. EGILSSON
■ skrifar um sambúðina á
stjórnarheimilinu.
12 7. febrúar 2004 LAUGARDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Eftir því sem lengra líður frá þvíað flokksblöðin hættu að koma
út verður umræðuefni manna fá-
tæklegra.
Hlutverk flokksblaðsins var ekki
einungis það að breiða út orð eða
styðja við bakið á stjórnmálamönn-
um. Það lagði ábyrgð á þá, veitti
þeim aðhald. Ritstjóri blaðsins var
síst valdaminni en þeir. Áhrif hans
voru önnur. Hann stóð vörð um
stefnu flokksins, hugsjónina, var
tengiliður milli hins almenna kjós-
anda og þess sem var kosinn á Al-
þingi, í sveita-, bæja- eða héraðs-
stjórnir. Blöðin juku hverskonar
ábyrgð. Þau sáu ekki bara um ver-
aldlegan hag almennings heldur
líka þann andlega. Góð flokksblöð
byggðu ekki einvörðungu á stjórn-
málaþrasi.
Skylda og ábyrgð
Skyldan var fráleitt kvöð, ekki
að öðru leyti en því að hún átti að
vera gagnleg. Flokkurinn og félag-
arnir í honum báru ábyrgð á gengi
blaðsins. Þeir söfnuðu fé til útgáf-
unnar eða styrktu hana á ýmsan
hátt. Blaðið reyndi ekki aðeins að
hjálpa tryggum
lesendum við að
mynda sér skoð-
anir í einstökum
málum heldur
kappkostaði það
að fá sem flesta
til fylgis við sig,
flokkinn og hug-
myndir hans um
þjóð- og alþjóða-
mál.
Oft er erfitt
fyrir óreyndan
mann á sviði
hugsunar, og
jafnvel þá sem
stunda hana sem
atvinnugrein, að
mynda sér skoð-
un. Erfiðara er að
skilgreina, færa
rök með eða móti
einhverju. Blöðin
sáu um það í gróf-
um dráttum. Síðan gat lesandinn
bætt við frá eigin brjósti eftir getu
sinni. Stjórnmálamaðurinn var
kveikjan, blaðið neistinn, flokks-
mennirnir kyndillinn sem breiddi út
logann.
Fólk er hætt
að mynda sér skoðanir
Núna er sagan önnur, eftir að sú
hugmynd kom fram að flokksblöð
mættu ekki ráða fyrir aðra, tyggja
ofan í lesendur, þeir yrðu að vera
frjálsir við að mynda sér „óheftar“
skoðanir. Reyndin hefur orðið sú, að
fólk hættir að mynda sér skoðanir. Í
staðinn koma upplýsingar og fréttir
í svo miklum mæli að það lokar aug-
unum fyrir innihaldinu en opnar
fyrir hryllinginn.
Myndir í sjónvarpi af hörmung-
um eru ekki beinlínis fréttamyndir
heldur fróun hvað varðar vaxandi
þörf fyrir kvalalosta. Oft eru vís-
indin eða náttúruhamfarir orsökin
fyrir hörmungum. Annars vegar af-
leiðing af orku vitsins, hins vegar
orku náttúrunnar.
Blandan, þekking og frumstæði,
gæti ekki verið betri fyrir menntað-
an villimann nútímans.
Afskiptaleysi og frelsi
Til að réttlæta rökin gegn því að
„tyggja“ ofan í almenning þurfti að
móta hentuga skoðun í nafni frelsis-
ins. Ekki mátti skipta sér af neinu
saklausu. Og afskiptaleysið átti að
byrja í kjarnanum: Á heimilinu.
Foreldrar máttu ekki skipta sér
„óþarflega“ af börnum sínum. Af-
leiðingin var hræðsla foreldra og
uppvöðslusemi barna. Næsta atlaga
var gegn skólanum. Kennarar
máttu ekki beita valdi, þótt kennsla
sé í eðli sínu beiting valds gegn sak-
lausu þekkingarleysi, meðfæddu
frelsi okkar til að vita ekkert.
Auðvitað má ekki heldur skipta
sér af fjölmiðlum, dagblöðunum,
síst eigendur þeirra. Valdið er tekið
af eigandanum. Honum er aðeins
skylt að borga brúsann, þótt fjöl-
miðillinn standi ekki undir sér
fremur en amlóðinn.
Kenningin um „afskiptaleysi og
frelsi“ hentar vel amlóðasamfélagi.
Þar hefur enginn skoðun en rekur
stundum upp hróp. Í því er ekki
keppikefli að standa á eigin fótum
heldur biðja um fjarstýrðar, útlend-
ar állappir frá Alcoa. ■
Fátæklegt
umræðuefni
Fær heilsugæslan
loksins forgang?
Styttist í kosningar?
„Foreldrar
máttu ekki
skipta sér
„óþarflega“
af börnum
sínum. Afleið-
ingin var
hræðsla for-
eldra og upp-
vöðslusemi
barna. Næsta
atlaga var
gegn skólan-
um. Kennarar
máttu ekki
beita valdi...
„Fyrir hverja
krónu sem
kostað er til í
heilsugæsl-
unni má í
það minnsta
spara tvær
annars staðar
í heilbrigðis-
þjónustunni.
Um daginnog veginn
GUÐBERGUR
BERGSSON
■
skrifar um frelsi.
DAGUR B.
EGGERTSSON
■
læknir og borgarfull-
trúi skrifar um heil-
brigðiskerfið.
Skoðundagsins
HÖRMUNGAR
Oft eru vísindin eða náttúruhamfarir orsök-
in fyrir hörmungum. Annars vegar afleiðing
af orku vitsins, hins vegar orku náttúrunnar.
Smáralind
Sími 545 1550
Glæsibæ
Sími 545 1500
Kringlunni
Sími 575 5100
www.utilif.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
2
28
82
11
/2
00
3
...mikið úrval
Úlpur...