Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 18
18 7. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Andri Már Ingólfsson, framkvæmdastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Heimsferða, festi nýverið kaup á einu sögufrægasta húsi Reykjavíkur – húsi Eimskipafélags Íslands sem stendur á horni Pósthússtrætis og Hafnarstrætis. Andri Már hyggst opna þar fjögurra stjörnu hótel eftir tæpa níu mánuði. Andri Már í stórræðum Andri Már Ingólfsson hefurstarfað við ferðaþjónustu frá unga aldri. Hann hefur rekið ferðaskrifstofuna Heimsferðir í rúm tíu ár og í lok síðasta árs keypti hann ráðandi hlut í ferða- skrifstofunni Terra Nova Sol. Fyrir skömmu festi Andri Már kaup á húsi Eimskipafélags Íslands við Pósthússtræti og ætl- ar að opna þar fjögurra stjörnu hótel um páskana á næsta ári. Andri Már hefur níu mánuði til stefnu en er hvergi banginn enda framkvæmdir við húsið þegar hafnar. Vantar hótelpláss „Svona hús koma á markað á 90 ára fresti. Við höfum tvisvar áður farið í gegnum skoðun á hótelrekstri en í hvorugu tilfell- inu kom nógu góð niðurstaða úr því,“ segir Andri Már. „Eftir yf- irtökuna á Terra Nova Sol erum við að taka á móti hátt í 20 þús- und útlendingum til Íslands. Það er mikill fjöldi og oft á tíðum fáum við ekki hótelpláss fyrir þá. Það liggur því kannski mjög vel við okkur að láta eitthvað af okkar sölu inn á svona hótel. Við hyggjumst hins vegar ekki selja eingöngu okkar farþegum þarna inn. Þetta er sjálfstæð eining og við viljum bjóða öllum að bóka þar sem vilja.“ Að mati Andra Más vantar fallegt miðbæjarhótel í þessum gæðaflokki í Reykjavík. „Þegar við vorum búnir að fara í arð- semisathugun, bæði á því hvað húseignin kostaði og hvaða fjölda herbergja við gætum náð þarna og með hagræðingu og samrekstri í öðrum þáttum sem við erum að gera, sáum við í þessu einstaklega spennandi tækifæri.“ Á fyrir húsinu Andri Már þurfti að punga út 510 milljónum fyrir hús Eim- skipafélagsins. Viðhald á húsinu hefur verið gott en talsverðar framkvæmdir eru eftir að innan áður en hótelið verður opnað. Andri Már virðist ekki hafa áhyggjur af áhættunni sem kaup- unum fylgir. „Heimsferðir búa yfir sterk- um efnahagsreikning og við eig- um fyrir kaupverðinu ef við viljum fjármagna það þannig. En það er reikningsdæmi hvernig er þægilegast að fjármagna svona kaup. Við munum hafa hátt eigin- fjárhlutfall í hótelinu og fjár- magna það síðan eins og markað- urinn býður best. Við hefðum aldrei farið í svona fjárfestingu ef við hefðum ekki átt fyrir henni. Það hefur aldrei tíðkast á þessum bæ að leggja fyrirtækið undir í einhverja ævintýra- mennsku. Það verða aðrir að standa í slíku,“ segir Andri Már. Ferðamenn kjósa miðbæinn Að sögn Andra Más er hótel- reksturinn útvíkkun á þeirri starfsemi sem Heimsferðir eru með og í raun mjög eðlileg við- bót. „Ef við værum að flytja eitt til tvö þúsund farþega til lands- ins lægi þetta ekki svona aug- ljóslega við. Það sem skiptir hvað mestu máli er að það eru fáar aðrar byggingar eins og Eimskipafélagshúsið sem bjóða upp á jafn sölulega samsetningu og að vera hótel. Þeir sem ferð- ast kjósa að vera í miðbæ borg- anna – að vera í göngufæri við skemmtun, veitingahús og menningarlífið. Þetta liggur í hlutarins eðli og þetta þekkjum við af samskiptum okkar við þá ferðaheildsala sem kaupa ferðir til Íslands. Þetta er alltaf fyrsta óskin.“ Andri Már hefur ekki komið nálægt hótelrekstri áður en hef- ur öðlast talsverða þekkingu á slíkum rekstri á þeim tuttugu árum sem hann hefur starfað við ferðamennsku. Heimsferðir munu þó leita að hæfum hótel- stjóra til að reka hótelið. „Það sem við hins vegar kunnum er að selja hótelið og það skiptir kannski höfuðmáli,“ segir Andri Már en stefnt er að því að opna hótelið um páskana á næsta ári. Hótel- og veitingarekstur verður eina starfsemin í Eim- skipahúsinu en að sögn Andra Más verður hægt að samþætta reksturinn við starfsemi Heims- ferða. „Það eru þættir eins og bókhald, yfirstjórn, sala og ann- að slíkt. Það getur nýst vel því sem við erum að gera þegar við kynnum Ísland á mörkuðum er- lendis.“ Jarðbundinn Heimsferðir hafa alla tíð gengið mjög vel. Veltan á síðasta ári var tæpir tveir milljarðar og með kaupunum á Terra Nova Sol má búast við að hún verði um þrír milljarðar. „Vöxturinn hef- ur aldrei verið markmið í sjálfu sér, heldur afkoman. Þess vegna höfum við stigið mjög varlega til jarðar. Við höfum alltaf haft traustar forsendur að baki því sem við gerum. Þess vegna stöndum við uppi með mjög traust félag sem er algjörlega skuldlaust, sem ég held að sé einsdæmi um ferðaskrifstofu á Íslandi. Það er mikill styrkur að reka fyrirtæki á þeim grunni. Þá getum við leyft okkur að hugsa lengra fram í framtíðina í stað þess að vinna við það að bjarga deginum í dag. Við höfum alltaf verið með fæturnar á jörðinni, höfum haft góðar hugmyndir og frábært starfsfólk,“ segir Andri Már. Þrátt fyrir alla velgengnina segir Andri Már að það hafi alltaf verið á brattann að sækja. „Við höfum aldrei geta leyft okk- ur að halla okkur aftur með tærnar upp í loft og notið þess að vera til. Þetta er harður markað- ur þar sem þeir hæfustu lifa. Umskiptin er mjög snögg en við höfum hins vegar alltaf skilað hagnaði og aldrei tekið þátt í þessari vitleysu sem hefur ein- kennt ferðaskrifstofumarkaðinn eins og var hvað þekktast með stóru gjaldþroti Samvinnuferða - Landsýnar.“ Eftirköst hryðjuverka- árásanna í Bandaríkjunum þann 11. september höfðu vissulega áhrif á ferðaþjónustu um allan heim. Andri Már segir að árið í fyrra hafi verið fyrsta árið í ellefu ár þar sem fyrirtækið óx ekki í veltu. „Við héldum okkar hagnaði en þegar við sáum áhrif- in af hryðjuverkaárásunum breyttum við okkar áherslum. Við breyttum okkar samningum og tryggðum það að fyrirtækið er áfram sterkt og traust. Nú hins vegar er mikill byr í seglun- um og á fyrstu fjórum vikum þessa árs hefur verið 46% aukn- ing miðað við sama tíma og í fyrra, sem er gríðarleg aukning. Við tökum hins vegar mjög létt á móti þeirri aukningu því upp- bygging fyrirtækisins á auðvelt með það. Sveigjanleiki er því lykillinn.“ Fór snemma á flandur Andri Már útskrifaðist úr Menntaskólanum í Hamrahlíð en hann er einnig með viðskipta- fræðipróf frá Háskóla Íslands. „Ég kláraði menntaskólann frekar snemma og fór þá á fland- ur. Vann við ferðamennsku á Spáni og í Los Angeles. Þá notaði ég tækifærið til að taka ýmsa kúrsa til dæmis í tungumálum. Ég var nærri því að fara í framhalds- nám úti en ákvað að taka Háskól- ann hér heima sem var hin besta reynsla. Það agar mann að fara í framhaldsnám.“ Andri hefur nánast allta tíð unnið við ferðamennsku. „Ég var gjarnan erlendis á sumrin að vinna þegar ég var ungur. Það festi mig minna við landið og gerði mig kannski órólegri fyrir vikið. Það er ákaflega góð mennt- un og kannski fátt sem er betri menntun en að alast upp og búa hjá öðrum þjóðum. Það gefur fólki breiðari sjóndeildarhring og meira umburðarlyndi. Þá horfir maður ekki jafn gagnrýninn á sitt litla umhverfi þegar maður áttar sig á hvað heimurinn er stór og margbreytilegur,“ segir Andri Már. „Það má eiginlega segja að ég hafi alltaf unnið við ferða- mennsku og síðan hef ég illa kom- ist út úr henni. Áður en ég stofn- aði Heimsferðir var ég kominn í önnur viðskipti. Þá var spænskt fyrirtæki að hefja flutning ferða- manna hingað til landsins og þeir óskuðu eftir því að ég fram- kvæmdi það með þeim. Það var Það er eðlislæg forvitni í mér að skoða heiminn, upplifa nýja hluti og ég á erfitt með að vera kyrr á einum stað. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.