Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 28
28 7. febrúar 2004 LAUGARDAGUR BÓK VIKUNNAR The Curious Incident of The Dog in The Night-Time eftir Mark Haddon Nýja Whitbread-verðlaunabókin er merkileg og skemmtileg saga um hin 15 ára gamla Christopher, sem er með Asperger-heilkenni og sér umhverfið á sérstakan hátt. Hann ætlar sér að komast að því hver drap hundinn í næsta húsi. Bók sem hefur margt sér til ágætis, ekki síst alveg sérstaka aðalpersónu. Hún er líka fyndin og spennandi og eins og flestar góðar bækur er hún ekki alveg laus við að vera sorgleg. Verðug verðlaunabók sem börn og fullorðnir hljóta að hrífast af. ■ Bækur Stalin - The Court of the Red Tsarer heitið á gríðarlega merki- legri bók eftir Simon Sebag Montefiore en þar er fjallað um líf Jósefs Stalín og nánustu samstarfs- manna hans. Höfundurinn Montef- iore (sem hefur áður skrifað róm- aða ævisögu Potemkins) er einung- is 38 ára gamall en bók hans er mikið afrek. Hann rannsakaði áður óbirt skjöl, ræddi við afkomendur fórnarlamba og komst yfir dag- bækur fólks sem tengdist innsta hring einræðisherrans. Það er ótal- margt sem kemur fram í þessari bók en hér er einungis staldrað við samskipti Stalíns við skáldin. „Ef maður vill kynnast fólkinu í kringum sig á maður að komast að því hvað það les,“ sagði Stalín eitt sinn. Skáldskapur skipti Stalín miklu máli. Hann kunni að meta góðar bókmenntir og átti einnig auðvelt með að skilja á milli þess sem var vel og illa gert. Montefiore segir að það séu engar ýkjur að halda því fram að enginn þjóðar- leiðtogi Rússlands, frá Katrínu miklu til Pútíns, hafi verið jafn vel lesinn í bókmenntum og Stalín. Hann las allt að 500 blaðsíður á dag og bókasafn hans taldi um 20.000 titla. Meðal höfunda í bókasafni hans voru Wilde, Maupassant, Steinbeck, Hemingway, Hugo, Thackeray og Balzac. Mest dáðist Stalín þó að verkum Zola. Á gamals aldri sökkti hann sér ofan í verk Goethe. Hann vitnaði iðulega í Biblíuna, verk Chekovs og Góða dátann Svejk og las gjarnan upp- hátt fyrir vinahring sinn. Ein af eftirlætisbókum hans var Síðasti Móhikaninn og hann kom ungum þýðanda bókarinnar á óvart með því að heilsa honum með orð- unum: „Stóri höfðingi heilsar Bleiknefja“. Stalín hafði mikla ánægju af háðsádeil- um Mikaels Zoschenko, jafnvel þótt þar væri gert grín að sovéska skrifstofu- bákninu. Hann átti til að lesa greinar Zoschenkos fyrir börn sín og hló stund- um í lokin og sagði: „Hérna mundi félagi Zoschenko eftir leyniþjónustunni og breytti endinum.“ Ekki rétt orðanotkun Stalín kunni að meta snilligáfu en trú hans á kenningar kommún- ismans yfirskyggði allt annað. Listamenn voru teknir af lífi eða sendir í Gúlagið yrði þeim á að mis- bjóða Stalín. Maxim Gorky var meðal náinna vina Stalíns en var ekkert yfir sig hrifinn þegar Stalín sagði honum að hann læsi yfir greinar hans og gerði breytingar á þeim fyrir birtingu. Verk Boris Pasternak og Mikhails Bulgakov voru annað hvort bönnuð eða vand- lega ritskoðuð en Stalín virðist þó hafa haft vissa samúð með skáld- unum vegna þess að hann gerði sér grein fyrir hæfileikum þeirra. Þeg- ar leikrit Bulgakovs, Flótti, var harðlega gagnrýnt fyrir vera „and- sovéskt og hægrisinnað“ skrifaði Stalín til leikhússtjórans: „Það gengur ekki að kalla bókmenntir hægrisinnaðar eða vinstrisinnaðar. Þetta eru orð sem Flokkurinn not- ar. Í bókmenntum skaltu nota orð eins og „stéttir, and-sovéskt, bylt- ingarkennt eða andbyltingar- kennt...“ Stalín kom síðan með uppástungu að breytingu á leikrit- inu til að skerpa pólitíska rétthugs- un þess. „Sagan stendur með skáldunum“ Þegar skáldið Mandelstam orti níðkvæði um Stalín þar sem Stalín var meðal annars kallaður bændamorðingi brást einræðis- herrann hinn versti við en gerði sér grein fyrir að andstæðingurinn var hæfileikamikill og gaf því fyrirs- kipun um meðferð hans: „Varðveit- ið en einangrið“. Mandelstam var handtekinn og dæmdur í þriggja ára útlegð. Hinn mannúðlegi Niko- lai Bukharin var á þeim tíma einn nánasti vinur Stalíns en varð seinna eitt frægasta fórnarlamb hans. Hann lét sig málið varða, skrifaði Stalín og minnti á að Mandelstam væri fyrsta flokks ljóðskáld og bætti því við að ljóðskáldin hefðu alltaf á réttu að standa. „Sagan stendur með skáldunum,“ sagði Bukharin. Bukharin tók einnig fram að Boris Pasternak hefði þungar áhyggjur af málinu. Stalín hringdi í Pasternak og sagði honum að verið væri að fara yfir málið og allt yrði í lagi. „Ef ég væri skáld og kollegi væri í vandræðum myndi ég gera allt til að hjálpa honum,“ sagði Stalín. Pasternak sagðist vilja eiga fund með Stalín og ræða við hann. „Um hvað?“ spurði Stalín. „Lífið og dauðann,“ svaraði Pasternak. Stalín lagði á. Örlög Mandelstams urðu þau að láta lífið í Gúlaginu. Seinna þegar stungið var upp á því að Pasternak yrði handtekinn er sagt að Stalín hafi sagt: „Látið þann draumóramann í friði“. „Haltu bara áfram að skrifa“ Stalín hafði dálæti á verkum gyðingsins Ilya Ehrenburg. Skáld- sögu hans Falli Parísar var hafnað, áður en höfundur hafði lokið við hana, vegna þess að þar var að finna árás á Þjóðverja en Stalín hafði lagt bann við því að gerð yrði atlaga að Hitler. Stalín hafði sam- band við Ehrenburg og sagðist vera hrifinn af bókinni en spurði jafnfram hvort tilgangurinn með henni væri að fordæma fasismann. Ehrenburg svaraði að það yrði erfitt fyrir sig að ráðast á fas- ismann því hann mætti ekki einu sinni nota það orð í bókinni. „Haltu bara áfram að skrifa,“ sagði Stalín, „þú og ég reynum að koma þriðja hluta bókarinnar í gegn“. „Hann hefur án vafa mikla hæfileika,“ skrifaði Stalín um rit- höfund nokkurn sem kominn var á svartan lista leyniþjónustunnar. „Hann er mjög dyntóttur en það er eitt einkenni hæfileikafólks. Leyf- um honum að skrifa það sem hann vill þegar hann vill.“ Víst er að ör- lög fjölmargra sovéskra lista- manna hefðu orðið á annan veg hefði Stalín haft þessa reglu í heiðri alla daga. kolla@frettabladid.is Fyrir utan smásagnahöfund-inn Katherine Mansfield, sem lést árið 1923, telst Janet Frame vera þekktasti höfundur Nýja-Sjálands. Frame lést ný- lega úr hvítblæði, 79 ára gömul. Hún var tvisvar orðuð við Nóbelsverðlaunin, nú síðast í október þegar talið var að hún ætti vísan stuðning nefndarinn- ar, sem valdi síðan suður-afr- íska rithöfundinn J.M. Coetzee. Frame var um tvítugt þegar hún fékk alvarlegt taugaáfall og var í kjölfarið ranglega greind með geðhvarfasýki. Hún dvaldi í rúm átta ár á geð- veikrahælum þar sem henni voru gefin um 200 raflost í lækningaskyni. Til stóð að setja hana í heilauppskurð sem hefði gert hana meinlausa en andlega sljóa. Það varð henni til happs að fyrsta smásagnasafn hennar The Lagoon vann einu bók- menntaverðlaunin sem veitt voru þar í landi og hætt var við aðgerðina. Þessari skelfilegri reynslu lýsti Frame í þriggja binda endurminningum sínum sem komu út á árunum 1982- 1985 og hlutu gríðarmikið lof. Jane Campion gerði kvikmynd eftir þeim árið 1990, An Angel at My Table. Sjálf hafði Frame andstyggð á hugmyndinni um að hún væri geðveik og að verk hennar væru sköpun brjálaðs snillings eins og sumir vildu halda fram. Frame var afar einræn og gekk eitt sinn út af bókmennta- hátíð þar sem hún var heiðurs- gestur vegna þess að ræðu- maður bað menn að klappa fyrir henni. Hún skrif- aði skáldsögur og smásögur og orti ljóð en mest áberandi um- f j ö l l u n a r e f n i hennar var geð- veiki og dauði og fólk sem stendur utangarðs. ■ ■ Bókatíðindi Metsölulisti Bókabúða Máls og menningar, Eymundssonar og Pennans ALLAR BÆKUR 1. Öxin og jörðin - tilboðsverð. Ólafur Gunnarsson 2. Lífshættir fugla - út- sölubók. David Atten- borough 3. Einhvers konar ég - útsölubók. Þráinn Bertelsson 4. Einkalíf plantna - útsölubók. David Attenborough 5. Bókin um viskuna og kærleikann - útsölubók. Dalai Lama 6. Sonja de Zorrilla - útsölubók. Reynir Traustason 7. Listin að lifa, listin að deyja - útsölubók. Óttar Guðmundsson 8. Kaldaljós - kilja. Vigdís Grímsdóttir 9. Maður að nafni Dave - útsölubók. Dave Pelzer 10. Samræður við Guð - útsölubók. Neale Donald Walsch SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR 1. Öxin og jörðin - tilboðsverð. Ólafur Gunnarsson 2. Í leit að glötuðum tíma - útsölubók. Marcel Proust 3. Blóðakur - útsölu- bók. Ólafur Gunnarsson 4. Sannar sögur - út- sölubók. Guðbergur Bergsson 5. Endurfundir - útsölubók. Mary Higgins Clark 6. Vetrarferð - útsölubók. Ólafur Gunn- arsson 7. Heimsins heimskasti pabbi - útsölubók. Mikael Torfason 8. Samúel - útsölubók. Mikael Torfason 9. Himinninn hrynur - útsölubók. Sidney Sheldon 10. Plateró og ég - útsölubók. Juan Ramón Jiménez SKÁLDVERK - KILJUR 1. Kaldaljós. Vigdís Grímsdóttir 2. Brennu-Njáls saga með skýringum. Mál og menning 3. Mýrin. Arnaldur Indriðason 4. Ár hérans. Arto Paasilinna 5. Óvinafagnaður. Einar Kárason 6. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 7. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason 8. Flateyjargátan. Viktor Arnar Ingólfs- son 9. Röddin. Arnaldur Indriðason 10. Sjálfstætt fólk. Halldór Laxnes LISTINN ER GERÐUR ÚT FRÁ SÖLU DAGANA 28. 01. - 03. 02. 2004 Í BÓKABÚÐUM MÁLS OG MENNINGAR, EY- MUNDSSONAR OG PENNANUM. JANET FRAME Hún var tvisvar orðuð við Nóbelsverðlaunin. Janet Frame látin STALIN - THE COURT OF THE RED TSAR Bók Simons Sebag Montefiore hefur vakið mikla athygli og hlotið lof gagnrýnenda. JÓSEF STALÍN Einræðisherrann grimmi hafði unun af bókmenntum, las allt að 500 blaðsíður á dag og bókasafn hans taldi um 20.000 titla. Hann átti til að lesa greinar Zoschenkos fyrir börn sín og hló stund- um í lokin og sagði: „Hérna mundi félagi Zoschenko eftir leyniþjónustunni og breytti endinum.“ ,, Einræðisherrann Stalín var ákaflega bókhneigður. Í nýlegri bók um Stalín má lesa ýmislegt forvitnilegt um samskipti einræðisherrans og skáldanna í Sovétríkjunum. Stalín og skáldin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.