Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 31
fersku grænmeti. Þetta er aðallega öðruvísi grænmeti en aðrir eru með. Við höfum lagt áherslu á að vera bara með eitthvað nýtt og öðruvísi. Eins og sítrónugras og al- vöru chili, lime-lauf og kassawa. Við erum líka með mikið af alls konar öðruvísi fiski en við eigum að venj- ast, frosinn og þurrkaðan.“ Bjarni bendir einnig á að marg- ar jurtirnar séu notaðar til lækn- inga í Asíulöndum. „Sítrónugras er talið náttúrulegt lyf við of háum blóðþrýstingi, enda er það vatnslos- andi og sniðugt að nota í te. Við reynum þannig að bera út boðskap- inn og kenna fólki að nota þessar vörur.“ ■ MIKILL MUNUR ER Á GÆÐUM HRÍSGRJÓNA Mikilvægt er að þvo hrísgrjónin vel áður en þau eru soðin. Í búðinni fást einnig sérstakir hrísgrjónasuðupottar sem tryggja eiga fullkomna matseld. 31LAUGARDAGUR 7. febrúar 2004 Tuborg hefur nú fengið and-litslyftingu með nýjum um- búðum. Innihaldið er það sama, gamli góði Tuborg, en græni lit- urinn er orðinn frísklegri og nú- tímalegri en áður og endur- speglar sívaxandi vinsældir Tuborg hjá ungu fólki um allan heim. Frá og með síðustu mán- aðamótum lækkaði útsöluverð á Tuborg í 500 ml umbúðum í verslunum ÁTVR. Eftir lækk- unina kostar 0,5 lítra dós af Tuborg 169 kr. og 0,5 lítra flaska kostar 198 kr. Lækkunin nemur tæplega 17% á Tuborg í dós og er það nánast einsdæmi að bjór lækki með þessum hætti á Ís- landi. Hefur verð á Tuborg ekki verið lægra síðan árið 1999. Eft- ir verðlækkunina skipar Tuborg sér í flokk ódýrustu bjórteg- unda í verslunum ÁTVR og mun það vafalítið gleðja þá bjórunnendur sem sækjast eftir hámarksgæðum á hagstæðu verði. Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur haft Tuborg á boðstólum síðan árið 1989 og hefur fram- leitt hann í verksmiðju sinni frá árinu 1992. Framleiðsluferlið er samkvæmt ströngustu kröfum Tuborg um gæði og efnainnihald. F u l l k o m i ð eftirlit með framle iðs l - unni tryggir að bragð og gæði haldist nákvæmlega þau sömu frá lögun til lög- unar. Þú getur losnað við samviskubitið án þess að segja bless við colabragðið BREYTTU RÉTT Prófaðu ískalt Pepsi Max – Alvöru bragð, enginn sykur N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 1 1 2 0 4 • s ia .i s Andlitslyfting með nýjum umbúðum: Tuborg lækkar í verði Verð í Vín- búðum 500 ml dós 169 kr. og 500 ml flaska 198 kr. ■ Café Konditori Copenhagen: Opnar á Lynghálsi Í gær opnaði Café KonditoriCopenhagen nýjan stað á Lyng- hálsi 4. Tina Buur Hansen og Þorm- ar Þorbergsson eru eigendur stað- arins en þau opnuðu bakaríið og kaffihúsið Café Konditori Copen- hagen á Suðurlandsbraut 1997 og færa nú út kvíarnar. Á Lynghálsinum verður lögð áhersla á léttan mat sem gestir geta annað hvort borðað á staðnum eða tekið með sér. Brauðin góðu sem þekkt eru af Suðurlandsbrautinni verða að sjálfsögðu á boðstólum og auk þess algengar mjólkurvörur. Opið verður frá 8 til 17 virka daga og 9 til 16 um helgar. ■ BJARNI ÓSKARSSON OG NING DE JESUS Ning er alltaf til staðar í búðinni til að leið- beina fólki. „Ning á í rauninni heiðurinn af þessu öllu,“ segir Bjarni. „Hann er fyrsti Asíumaðurinn sem gerði eitthvað þessu líkt á Íslandi.“ ALLT TIL AUSTURLENSKRAR MATARGERÐAR Fólk af ýmsu þjóðerni verslar í búðinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.