Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 32
■ ■ KVIKMYNDIR  16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn- ir bandarísku kvikmyndina El Dorado eftir Howard Hawks frá árinu 1967 í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Björn Steinar Sólbergsson organisti heldur hádegistónleika í Akur- eyrarkirkju.  15.00 Berglind María Tómasdótt- ir, flauta/bassaflauta, Ingólfur Vil- hjálmsson, klarínett, Nicole Vala Carigl- ia, selló, Kristinn Árnason gítar og Ása Briem, píanó, flytja verk eftir Þorstein Hauksson, Huga Guðmundsson og George Crumb á Myrkum músíkdögum í Borgarleikhúsinu.  17.00 Þrír kammerkórar syngja á tónleikum í Hásölum í Hafnarfirði. Kór- arnir eru Kammerkór Mosfellsbæjar, Kammerkór Hafnarfjarðar og Kammerkór Reykjavíkur.  22.30 Tríó saxófónleikarans Ósk- ars Guðjónssonar kemur fram í jazztónleikaröðinni á Kaffi List, sem nú er einnig á laugardögum. Með Óskari leika þeir Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Pétur Grétarsson á trommur. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren á stóra sviði Borgarleikhússins.  20.00 Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams í Borgarleikhúsinu.  20.00 Eldað með Elvis er sýnt í Loftkastalanum.  20.00 Meistarinn og Margaríta í leikgerð Hilmars Jónssonar í Hafnar- fjarðarleikhúsinu.  20.00 Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson á litla sviði Þjóðleik- hússins.  20.00 Vegurinn brennur eftir Bjarna Jónssons á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins.  20.00 100% hitt með Helgu Braga er sýnt í Ými við Skógarhlíð.  20.00 Chicago eftir Kander, Ebb og Fosse á stóra sviði Borgarleikhússins.  21.00 5stelpur.com sýnt í Austur- bæ við Snorrabraut. ■ ■ LISTOPNANIR  14.00 Sýning á gjöf hjónanna Ragnars Jónssonar í Smára og Bjargar Ellingsen til Listasafns ASÍ frá árinu 1961 verður opnuð í Ásmundarsal í til- efni aldarafmælis Ragnars.  15.00 Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá opnar sýningu á textílverk- um í skartgripagalleríinu Hún og hún, Skólavörðustíg 17b.  15.00 Sýningin Fljúgandi teppi verður opnuð í sal félagsins Íslensk graf- ík í Hafnarhúsinu, hafnarmegin.  16.00 Ljósmyndasýningin Fólk og borg verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Á sýningunni verða ljós- myndir eftir Leif Þorsteinsson.  16.00 Tvær sýningar verða opnaðar á Kjarvalsstöðum. Annars vegar er um að ræða samsýningu þriggja listkvenna í vestursalnum undir heitinu Órar - um ást og smásmugulegar einkalífsrann- sóknir og hins vegar einkasýningu Alistair Macintyre í miðrýminu undir yfirskriftinni Veran í deginum. Sýningarn- ar standa báðar til 28. mars.  17.00 Jón Óskar opnar sýningu á Næsta bar.  17.00 Mynstur ljósanna heitir sýn- ing Geggu - Helgu Birgisdóttur, sem verður opnuð þann á Café Rosenberg, Lækjargötu 2. Sýningin er opin frá kl. 16 alla daga og stendur til febrúarloka.  17.00 Sýning Önnu Jóa „Tímamót” verður opnuð í Galleríi Skugga, Hverfis- götu 39. ■ ■ SKEMMTANIR  19.00 Brimkló og Papar leika á einu stærsta þorrablóti ársins í Kaplakrika.  23.00 Hljómsveitin Handverk spil- ar fram á rauða nótt á Rauða ljóninu.  23.00 Sveitaball með Miðnesi verður á Grand Rokk.  23.59 Plötusnúðurinn Billy Nasty er kominn til landsins og spilar á Gauknum á Elektrolux-kvöldi, en þau eru byrjuð aftur eftir hálfs árs hlé.  Milljónamæringarnir ásamt Bogo- mil Font, Bjarna Ara og Ragga Bjarna skemmta í Klúbbnum við Gullinbrú.  Rúnar Guðmundsson trúbador spil- ar á Café Catalínu í Kópavogi.  Matti X verður í góðu gríni í búrinu á Café 22.  Dj Benni á Hverfisbarnum.  Dj Þór Bæring á Felix.  Elektrolux á Gauknum í samstarfi við Breakbeat.is.  Dj Bjarki á Glaumbar.  Pálmi Gunnarsson syngur á Kringlukránni ásamt nýrri hljómsveit.  Diskórokktekið og plötusnúðurinn Skuggabaldur skemmtir á Ásláki í Mos- fellsbæ.  Rampage á Vegamótum.  Hinir eiturhörðu kuldabolar Gullfoss og Geysir verða í Leikhúskjallaranum.  DJ Óli Palli af Rás 2 spilar á Dátan- um, Akureyri, og hljómsveitin Sent verð- ur í Sjallanum.  Dúettinn Regn skemmtir á Ara í Ögri.  Hermann Ingi jr skemmtir gestum Búálfsins í Breiðholti.  Afmælismánuður Nelly’s heldur áfram með Jóni Gesti í búrinu.  Hljómsveinn Úlfarnir spilar í Vél- smiðjunni á Akureyri.  Hljómsveitin Hunang skemmtir á Players í Kópavogi.  Jón Atli og Chuck munu halda uppi stuðinu á Ellefunni.  Atli skemmtanalögga skemmtir á Kaffi Akureyri. ■ ■ FUNDIR  11.00 Málþing um íslenska nú- tímalist verður haldið í Salnum, Tónlist- arhúsi Kópavogs. ■ ■ SAMKOMUR  16.00 Hátíðardagskrá í Þjóðleik- húsinu í tilefni af aldarminningu Ragn- ars í Smára. ■ ■ SÝNINGAR  Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jóns- sonar (1876 - 1958) á vinnustofu lista- mannsins, Bergstaðastræti 74. ■ ■ FÉLAGSLÍF  21.00 Fundur í Félagi einhleypra í Konnakoti, Hverfisgötu 105, 2. hæð. 32 7. febrúar 2004 LAUGARDAGUR hvað?hvar?hvenær? 4 5 6 7 8 9 10 FEBRÚAR Laugardagur Á tónleikum Myrkra músík-daga í Borgarleikhúsinu í dag verða flutt verk eftir Þorstein Hauksson, Huga Guðmundsson og svo að lokum verk eftir George Crumb, sem nefnist Vox Bal- aenae, þar sem hljóðfæraleikar- arnir fara mjög samviskusamlega að fyrirmælum tónskáldsins. „Í síðasta verkinu verðum við öll með andlitsgrímur samkvæmt fyrirmælum tónskáldsins. Pæl- ingin hjá honum er að þetta eigi að minnka áhrif nærveru hljóð- færaleikaranna og standa þannig táknrænt fyrir hin voldugu ómannlegu náttúruöfl,“ segir Berglind María Tómasdóttir flautuleikari. Með henni spila í þessu verki þau Nicole Vala Cariglia á selló og Ása Briem á píanó. „Hann er að leika sér með alls kyns nýstárlegar leiðir til að spila á hljóðfærin. Við erum til dæmis að syngja og blístra á meðan við spilum, og svo notar píanóleikar- inn meitil til að plokka strengina. Hún spilar reyndar minnst á hljómborðið heldur fer meira beint á strengina. Hún notar líka bréfa- klemmu og sérslípaðar glerplötur, sem hún setur ofan á strengina til að fá sérstakan hljóm.“ Á tónleikunum verða einnig flutt þrjú verk eftir Huga Guð- mundsson, sem eiga það sameig- inlegt að vera samin fyrir gítar, þótt önnur hljóðfæri sláist í hóp- inn í tveimur þeirra. Hugi segir þessi verk vera eins konar uppgjör sitt við gítarinn, sem var fyrsta hljóðfærið sem hann lærði á. „Gítarinn var mitt hljóðfæri á leið inn í músíkina,“ segir Hugi. „Þessi spænska músík höfðaði hins vegar aldrei til mín, þannig að eftir að hafa klárað gítarnámið sneri ég mér algerlega að því að skrifa. Með þessum verkum hef ég hins vegar fundið hliðar á þessu hljóðfæri sem ég hef hrifist af. Við erum kannski aftur orðnir sáttir,“ segir Hugi, sem býr í Dan- mörku þar sem hann stundar nú nám í tónsmíðum. Hugi var mikill rokkari hér áður fyrr og setur það óneitanlega svip sinn á tónsmíðar hans. „Ég var í þyngsta rokkinu sem þú getur ímyndað þér, dauða- rokki,“ segir Hugi og bætir því við að það sé kannski ekki jafn fá- ránlegt og mörgum finnst að fara úr dauðarokkinu yfir í nýja klassík. „Hvoru tveggja er ómstrítt og erfitt fyrir eyrun.“ ■ Notar meitil á píanóið fös. 6. febrúar (uppselt), lau. 7. febrúar (nokkur sæti laus), fös 13. feb. lau 14. feb. 20/2, 21/2, 27/2 og 28/2 BERGLIND MARÍA TÓMASDÓTTIR, KRISTINN ÁRNASON OG HUGI GUÐMUNDSSON Berglind og Kristinn eru meðal flytjenda á tónleikum Myrkra músíkdaga í Borgarleikhúsinu, þar sem meðal annars verða flutt þrjú verk eftir Huga. ■ TÓNLEIKAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.