Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 7. febrúar 2004 27 BRJÁLUÐ LAGERSALA - Á 2 STÖÐUM 30-50% AF ÖLLU Antikbúðin Laugaveg 101 , Hamraborg 20 opið 11-18 ALLA HELGINA Verðlaun fyrir uppstoppaðan lax Það var meiriháttar gaman aðvinna þessi verðlaun. Þetta var Evrópumótið í uppstoppun og var haldið í Þýskalandi,“ sagði Haraldur Ólafsson á Akureyri í samtali við Fréttablaðið, en hann hefur bæði stoppað upp fugla og fiska með góð- um árangri í fjölda ára og varð fyr- ir fáum dögum Evrópumeistari í uppstoppun. „Keppnin var haldin í tengslum við stóra veiðivörusýn- ingu sem fór fram í Dortmund í Þýskalandi. Ég fékk 91,5 stig af 100 mögulegum en verðlaunin voru blár borði. Næst verður síðan heims- meistaramótið í uppstoppun og það er aldrei að vita hvað gerist þar,“ sagði Haraldur í lokin. Haraldur stoppaði upp lax að stökkva á maðk, og bar sigur úr být- um með því listaverki. Fiskurinn var 5 pund og ættaður úr Laxá í Að- aldal. Lax-á leigir Veiðifélagið Lax-á gerir það ekki endasleppt, en fyrir skömmu tók félagið vötn á Arnarvatnsheiði sunnanverðri á leigu. Veiðifélag Arnarvatnsheiðar hefur innan sinna vébanda 29 vötn og veiðist þar bæði bleikja og urriði. Nefna mætti nokk- ur vötn eins og Réttarvatn, Gunn- arssonarvatn, Arnarvatn litla, Úlfs- vatn, Hávaðavötn og Grunnuvötn. Til stendur að bæta samgöngur inn á heiðina, svo veiðimenn komist greiðlegar til veiða þarna inn frá. Uppi á Arnarvatnsheiði hafa margir veiðimenn átt sínar bestu stundir við veiðiskap og ekki mun það minnka við þetta. Reyndar vilja margir veiðimenn eiga sínar stund- ir í ró og friði og það gæti breyst með þessu. Væntanlega munu fleiri leggja leið sína á þessar veiðislóðir næstu sumrin. Umdeildur Veiðimaður Merkileg könnun er á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur, um hvað félagsmönnum finnst um tíma- ritið Veiðimanninn, sem Stanga- veiðifélagið á en Heimur gefur út. Sitt sýnist mönnum greinilega um gæði blaðsins. Veiddi þrjá minka Dorgveiðimaður einn skrapp á dorg fyrir skömmu, en veiddi ekki neitt af fiski. Hins vegar náði hann í þrjá minka, sem voru greinilega á undan honum á svæðið og voru bún- ir að borða nægju sína af fiski. Athyglisverð nefndarskipan Nefndin sem umhverfisráðherra skipaði fyrir skömmu er enn að störfum. Það vakti athygli manna að manninn sem kom allri umræðunni af stað, var hvergi að finna í þessari nefnd, en það er auðvitað Lúðvík Gizurarson, leigutaki Miðár í Döl- um. Gefur myndir Jón R. Ársælsson hefur gefið Stangaveiðifélagi Reykjavíkur þó nokkuð af myndum sem hann hefur tekið víða um landið og þá sérstak- lega í veiðiám félagsins. Jón hefur farið víða og myndað veiðimenn við veiðar eða bara rennt sjálfur fyrir fisk. Dorg hafið Dorgveiðimenn eru aðeins farnir að dorga þessa dagana enda ís með betra móti á vötnum landsins. Veið- in hefur hins vegar verið mjög mis- jöfn. Íslandsmótið í dorgveiði verð- ur að öllum líkindum haldið í vetur en það var síðast haldið á Hólavatni í Eyjafirði fyrir tveimur árum og tókst vel. Síðan hefur varla verið heldur ís á landinu, sem veiðimenn geta treyst til lengdar. Ármenn gera samning Ármenn hafa gert 10 ára samn- ing um Hlíðarvatn í Selvogi en þarna hafa Ármenn upplifað mikla veiði og stóra fiska í gegnum árin. Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur verið Ármönnum innan handar að skrifa Áróður, fréttablaðið fyrir Ármenn, og er það mikill fengur fyrir Ármenn að hafa svo reyndan fjölmiðlamann innan sinna vé- banda. ■ EVRÓPUMEISTARI Haraldur Ólafsson stoppaði upp þennan lax, sem var 5 pund og veiddist í Laxá í Aðaldal. Fyrir verkið hreppti hann Evrópumeistaratitil í uppstoppun. Í verkinu er laxinn í þann mund að taka ánamaðk. ingar upplifa sig sterklega sem gesti í Japan og það eru skörp skil á milli þeirra og heima- manna. Hið sama á við um stúd- enta. „Þeir eru litnir ákveðnum augum og meðhöndlaðir alveg sérstaklega. Ég þurfti til dæmis að bugta mig og beygja til að fá að ljósrita í skólanum mínum en um leið kenndi ég íslensku í öðr- um háskóla og þar var sam- stundis mættur ritari til að ljós- rita fyrir mig þegar ég nálgaðist ljósritunarvélina.“ Gunnhildi leið vel í Japan og ber landsmönnum góða söguna. Hún hefur í tvígang sótt landið heim síðan náminu lauk og hyggur á frekari ferðalög þang- að í framtíðinni. „Mig langar reyndar að búa þarna aftur, vera í ár eða svo,“ segir hún að lokum. ■ annars haldin efasemdum um hvort hjónabandið hafi verið rétt- ur leikur á sínum tíma. Í þeim hugleiðingum sínum ráfar hún um hótelið, þar til hún rekst á leikar- ann gamalkunna á hótelbarnum. Tilvistarlegur þráður Viðtökurnar eru mikill sigur fyrir leikstjórann og handritshöf- undinn Sofiu Coppola, sem nú hefur stimplað sig rækilega inn í kvikmyndaheiminn og þar með stigið skrefið undan frægðarsól föður síns, Francis Ford, sem reyndar er aðalframleiðandi myndarinnar. Lost in Translation er önnur mynd Sofiu í fullri lengd, en áður gerði hún myndina Virgin Suicides, sem fékk góðar viðtökur og vann meðal annars til MTV-verðlauna fyrir bestu frumraunina. Í því tilviki skrifaði hún einnig handritið, en byggði það á samnefndri bók Jeffrey Eugenides. Í tilviki Lost in Translation er handritið hins veg- ar frumsamið frá grunni. Þemað er svipað í myndunum tveimur: tilvistarlegur vandi fólks sem veit kannski ekki alveg hvert það stefnir í lífinu eða vegna hvers í ósköpunum það er komið þangað sem það er. gs@frettabladid.is Á veiðum GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiðiskap. GUNNHILDUR GUNNARSDÓTTIR Var í fjögur ár við nám í Japan og er nú formaður ís- lensk-japanska félagsins. Hún er ekki enn búin að sjá Lost in Translation, enda var hún bara frumsýnd í gær. STRANDAGLÓPAR Bob Harris (Bill Murray) og Charlotte (Scarlett Johansson) hittast á hótelbarnum á lúxus- hótelinu í Tókýó. Þau upplifa sig bæði sem eins konar afstyrmi í framandi heimi, ráðvillt og utangarðs. lhlutverkum, var m í Tókýó. Tókýó

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.