Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 30
Sælkerabúðin við Suðurlands-braut býður upp á fjölbreytt úr-
val austurlenskrar matvöru. Búðin
er sífellt að stækka og vöruúrvalið
að aukast. „Við byrjuðum fyrst sem
sælkerabúð með alls konar vörur
frá Ítalíu og Spáni en síðan breytt-
ust áherslurnar. Við leggjum núna
aðaláherslu á Asíu, erum að þjóna
Asíubúum og náttúrlega Íslending-
um sem vilja prófa eitthvað
skemmtilegt og framandi. Einnig
kemur hingað fólk frá Afríkulönd-
um. Það er vaxandi markaður fyrir
þessar vörur hér á landi,“ segir
Bjarni Óskarsson, aðaleigandi búð-
arinnar.
Bjarni segir verslunina svolítið
deildarskipta, eftir því hvaðan vör-
urnar koma. „Hver Asíuþjóð á til
dæmis sína sojasósu og fiskisósu.
Filippseyingar vilja ekki endilega
taílenska fiskisósu. Mest erum við
með af vörum frá Taílandi, Víet-
nam, Filippseyjum, Kína og Japan.
Við erum með hrísgrjón frá
flestum þessum löndum, í mörgum
verðflokkum. Allt frá ekta fínum
jasmín hrísgrjónum. Það er nefni-
lega mikill munur á slæmum hrís-
grjónum og góðum hrísgrjónum.
Fólk áttar sig á því þegar það fer að
prófa sig áfram. Japönsk grjón er
gott að nota í sushi en Japanir nota
aðeins þau grjón. Svo eru til sæt
grjón sem notuð eru í búðinga, en
einnig brún, rauð og svört grjón.
Hver þjóð á líka sínar núðlur, en
þær eru ýmist eggjanúðlur, hrís-
grjónanúðlur, núðlur úr sojabaun-
um eða einhverju öðru.
Við erum líka með heildverslun
þar sem við seljum í veitingahús
sem eru með austurlenska matar-
gerð, sushi og fleira. Við flytjum inn
nokkur hundruð kíló á viku af
matur o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is
■ Húsráð
Vínin frá fyrirtækinu Riunite íhéraðinu Emilia-Romagna á
norðurhluta Ítalíu hafa löngum verið
geysivinsæl hér á landi, í hópi mest
seldu léttvína í Vínbúðum. Nýr um-
boðsaðili vínanna hefur í kjölfar hag-
stæðra samninga ákveðið að lækka
vínin og nemur lækkunin heilum 19
prósentum að meðaltali. Þetta þýðir
að vínin eru komin í hóp hagstæðustu
vínkaupa í Vínbúðum og er sérstak-
lega vert að benda á góð kaup sem
gera má í risaflöskum,
1,5 lítra eða tvöfaldri
hefðbundinni stærð.
Emilia Romagna-héraðið eriðulega nefnt „matarkista“
Ítalíu og er þekkt fyrir
parmesan-ostana, skinkur og
dásamlegt balsamik edik. Inn-
fæddir elska mat og hvers-
dagsleg vín. Fyrir rúmri
hálfri öld tóku bændur í hér-
aðinu sig saman og stofnuðu
Riunite, sem er byggt á kaup-
félagshugmyndafræðinni. Í
dag eru 1.200 bændur í vín-
samlaginu og fyrir-
tækið stærsti útflytj-
andi vína í heiminum.
19% lækkun í Vínbúðum:
Riunite hagstætt
Tegund Magn Verð
Áður Nú
Riunite Lambrusco 750 ml 990 790
Riunite Lambrusco 1.500 ml 1.450 1.390
Riunite Bianco 750 ml 940 790
Riunite Blush Bianco 750 ml 990 750
Riunite Blush Bianco 1.500 ml 1.500 1.290
Rauðvínið Riun-ite Lambrusco
er frískandi borð-
vín til að njóta
við hvaða tæki-
færi sem er.
Létt, hálfsætt
og ávaxtaríkt,
lítið eitt freyð-
andi. Feikilega
vinsælt vín til
margra ára hér
á landi.
Rósavínið Riun-ite Blush
Bianco er ljósgul-
bleikt, hálfþurrt,
léttfreyðandi
með blómleg-
um keim. Hefur
verið fáanlegt í
Vínbúðum til
margra ára og
nýtur alltaf jafn-
mikilla vin-
sælda.
Lambrusco
Lambrusco-þrúgan vex á flest-um svæðum Ítalíu en sagt er
að þrúgan eigi best heima í Em-
ilia Romagna-héraðinu. Vínin
hafa yfirleitt lágt alkahólmagn,
kirsuberjabragð, sætu og eru ör-
lítið freyðandi. Gerjun á
Lambrusco hefur alltaf haft til-
hneigingu til að stöðvast yfir
vetrartímann svo að afgangssyk-
urinn í þrúgunum situr eftir.
Nafnið Lambrusco er dregið
af latneska orðinu lambrusca
sem merkir villt vín því þrúgan
óx villt fyrir daga hinna fornu
Rómverja sem hömdu hana og
nefndist hún síðar lambrusco
vinifera. Hafði hún þá orðið
mun mýkri en í upphafi var hún
nokkuð brusco eða snörp í
bragði. Í dag er þrúgan þekkt
fyrir mýkt og aðgengileika og
vín úr henni auðdrekkanleg.
PÉTUR JÓHANN SIGFÚSSON
Er smeykur við að prófa nýja og framandi
rétti og vill helst eitthvað „pottþétt“.
Uppáhaldsmaturinn:
Lamb og
Orabaunir
Uppáhaldsmaturinn minn erlambasteik,“ segir Pétur Jó-
hann Sigfússon, nýr liðsmaður 70
mínútna á Popptíví. „Ég vil hafa
kartöflur og grænar baunir með,
en enga sósu, ég er enginn sósu-
maður.“
Pétur segist vera ragur við að
smakka nýja rétti og alltaf panta
sér eitthvað „gamalt og pottþétt“
á veitingastöðum. Það hlýtur þó
að vera erfitt í 70 mínútum þar
sem einn vinsæll dagskrárliður
þáttarins felst í að stjórnendur
innbyrði svokallaðan ógeðsdrykk
sem er samsettur úr óhefðbundnu
og frekar óaðlaðandi hráefni.
„Já,“ segir Pétur. „Það er ekki
auðvelt. Ég er búinn að innbyrða
tvo. Í öðrum var það hræðilegasta
sem ég hef bragðað, sænskur sur-
strömning, sem er einhvers konar
fiskur sem Svíar borða á jólum.
Þvílíkt og annað eins....“ segir Pét-
ur og er rokinn út á flugvöll áleið-
is til London þar sem þeir félagar
voru við upptökur á dagskrárliðn-
um „Fríkað úti“. ■
Sælkerabúðin:
Vaxandi
markaður fyrir
vörur frá Asíu
KASSAWA OG RISABANANAR
Kassawa er svolítið líkt kartöflu en það er
líka hægt að nota í kökur. „Bananana“ þarf
að sjóða áður en þeir eru borðaðir. Starfs-
fólk búðarinnar er boðið og búið að að-
stoða fólk ef það þarf leiðbeiningar um
matreiðslu hráefnisins.
SAGAN SEGIR AÐ JESÚS HAFI NOTAÐ
ÞESSA FISKITEGUND TIL AÐ METTA
FIMM ÞÚSUNDIR
Fiskurinn heitir Tilapia og er meðal þeirra
sem fást í Sælkerabúðinni.
NÚÐLUR AF ÖLLUM GERÐUM
Tegundirnar eru mjög misjafnar eftir löndum.
ÖÐRUVÍSI GRÆNMETI
Lögð er áhersla á tegundir sem annars fást
ekki hér á landi.
Vorlaukur
Bragðmilt laukafbrigðisem gott er að nota í
salat. Vorlaukur er einnig
talsvert notaður í austur-
lenska matargerð. Vor-
laukur er lítill, hvítur
næst rótinni með grænum
stinnum stilk. ■
SKIPT YFIR Í LÍFRÆNT Margir
hafa áhuga á að nota meira af
lífrænum matvælum en það get-
ur vaxið fólki í augum að velja
úr slíkar vörur og prófa sig
áfram með nýja hluti. Hér koma
nokkrar ráðleggingar til að
koma sér af stað.
Byrjaðu á því að ákveða að ákveðið
hlutfall af matarinnkaupunum eigi að
vera lífrænar vörur, til dæmis 10%. Síðar
er hægt að auka þetta hlutfall.
Lífrænar vörur eru oft aðeins dýrari, en
næst þegar þig vantar olíu, sykur, hveiti,
haframjöl eða annað sem endist lengi er
tilvalið að kaupa lífrænt og skipta þannig
smám saman út í skápunum.
Það er líka hægt að taka eina nýja teg-
und fyrir í einu, til dæmis linsubaunir, og
prófa sig áfram. Þegar nýja tegundin hef-
ur verið innlimuð í mataræði fjölskyld-
unnar (eða henni hafnað) má prófa
næstu.
Mundu svo að öll fyrirhöfnin er til
einskis ef þú bætir aukaefnum út í við
matreiðsluna.