Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 46
7. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Þetta hefur verið annasöm vikahjá Selmu Björnsdóttur en hún sneri aftur á sviðið á miðvikudag- inn þegar hún tók við hlutverki Krissu í söngleiknum Grease. Þann söngleik þekkir hún vel því síðast þegar söngleikurinn var settur upp var hún í hlutverki Sandýjar. „Það var frábært að snúa aftur í Grease,“ segir Selma. „Þetta er allt öðruvísi hlutverk en síðast. Yfirleitt hef ég fengið að leika góðu stelpuna en nú fæ ég að leika vondu stelpuna og það var rosalega gaman. Núna fæ ég að dansa mikið en ég fékk eiginlega ekkert að dansa í hinu hlutverkinu og það má segja að þetta sé anna- samara hlutverk.“ Selma fékk ekki mikinn undir- búning fyrir hlutverkið og segist hafa fengið eina leikæfingu. „Ég lá yfir vídeóspólum og var dans- andi heima hjá mér.“ Ekki er hægt að segja að Selma líkist persón- unni sem hún leikur í Grease sem bregst við með illkvittni til að verja ímynd sína sem töffari en hún finnur þó eitthvað sem hún getur samsamað sig við. „Krissa hefur mjög kaldhæðinn húmor líkt og ég þó svo hennar húmor sé nokkuð grófari.“ Hún segist vera búin að taka við þessu hlutverki á meðan sýningar standa yfir en að- sókn mun ráða hversu lengi það verður. ■ Vikan sem var SELMA BJÖRNSDÓTTIR ■ sneri aftur í Grease í allt öðru hlutverki Rocky Vonda stelpan DAGBLAÐIÐ VÍSIR 32. TBL. – 94. ÁRG. – [ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 ] VERÐ KR. 250 Ruth ReginaldsNýtt nef, brjóst og fitusog fyrir 5 milljónir Bls. 16 Survivor ÍslandsDorrit, Vigdís ogfleiri keppa Bls. 24–25 Dóp, slagsmál ogKópavogsfangelsiKalli Bjarni segir í opinskáueinkaviðtali við DV frá þvíhvernig hann týndi sjálfumsér sem unglingur en gekkút úr Kópavogsfangelsibreyttur maður eftir ein-hvers konar vitrun. Idol-stjarnan sem við elskum ölllýsir erfiðum uppvexti,meðferðinni, framtíðar-plönunum og hreinni ogtærri ástinni sem hann ber til konu sinnar. Ég vaknaði til lífsins í fangelsinu ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Sigurður Einarsson. Páll Ólafsson. Guðmundur Gunnarsson. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 £5 18 2 3 11 9 1210 4 Lárétt: 1 tignarmaður, 5 þjálfa, 6 ein- kennisstafir, 7 í röð, 8 svar, 9 uppistöðu, 10 komast, 12 eins um s, 13 gljúfur, 15 félag, 16 frumbyggi, 18 dreifði. Lóðrétt: 1 lásinn, 2 tíðum, 3 sólguð, 4 snjall maður, 6 tengdir, 8 veiðarfæri, 11 fljótið, 14 ögn, 17 stafur. Lausn. Lárétt: 1lord,5æfa,6ve,7st,8nei,9 lóns,10ná,12tst,13gil, 15la,16inúk, 18sáði. Lóðrétt: 1læsingin, 2oft,3ra,4meist- ari,6vensl,8nót,11áin,14lús,17ká. Óheftur og ögrandi púki Á venjulegu laugardagskvöldikíki ég oft út, heimsæki vini eða fæ fólk í heimsókn. Þetta eru frístundir sem ég vil njóta til að brjóta upp mynstur hversdags- ins,“ segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, verslunarrekandi og viðskiptafræðinemi. „Ef ég gæti skipulagt drauma- laugardagskvöld væri það að fá góða vini í mat, borða mikið og spjalla fram undir morgun.“ Þetta laugardagskvöld verður nokkuð óvanalegt fyrir hana því hún verður með teiti til að fagna opnun á sinni fyrstu verslun. Verslunin er í bakhúsi að Lauga- vegi 17, þar sem gamla Grammið var, ber nafnið ONI sem þýðir púki á japönsku. „Við vorum að leita að nafni sem gæti verið einkennandi fyrir búðina og rákumst á þetta nafn. Púkar eru óheftir og svolítið ör- grandi eins og búðin. Við erum svo sannarlega engin Hagkaup, því við erum með unga hönnuði frá Íslandi, Bretlandi, Þýskalandi og Perú og leggjum áherslu á það að vera með fjölbreytni en ekki fjöldaframleiðslu.“ Japönsku tengslin koma aðal- lega í gegnum hönnunina á búð- inni auk þess sem götutískan í Japan er mjög svo óhefðbundin og jafnvel svolítið klikkuð. „Við göngum nú ekki alveg svo langt,“ segir Bryndís hlæjandi. „Við reyndum að hafa einfaldan stíl á búðinni og íslensk hönnun passar ágætlega í þá hugsun því hún vís- ar í að vera aðeins öðruvísi og að vera með eitthvað nýtt. Þar fyrir utan eru ekki nein rosaleg tengsl við Japan.“ Til samræmis við skærbleikan lit á einum vegg í búðinni segist Bryndís ætla að bjóða upp á bleik- an drykk þegar hún býður vinum og vandamönnum að taka þátt í að halda upp á opnunina í kvöld. „Ég ætla að skemmta mér ærlega og svo er aldrei að vita nema maður kíki á Ölstofuna eins og stundum áður.“ ■ SELMA BJÖRNSDÓTTIR Finnur samsvörun við sjálfa sig í kald- hæðnum húmor Krissu þó Krissa sé aðeins grófari. Laugardagskvöld BRYNDÍS ÍSFOLD HLÖÐVERSDÓTTIR ■ býður vinum og vandamönnum í bleikan drykk í tilefni opnunar ONI. BRYNDÍS ÍSFOLD HLÖÐVERSDÓTTIR Svolítill púki í sér eins og búðin hennar og vörurnar sem þar fást. Hvernig geta þeir heimilislausu staðið þarna og veifað tímaritum þegar þeir sjá að íþróttahreyfingin og allir hinir eru að moka inn peningum á lottói og fjárhættuspilum? Bara að útbýta rúllettuborðum til heimilislausra, þá er málið leyst!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.