Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2004, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 21.02.2004, Qupperneq 54
21. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Konudagurinn er að nálgast. Viðviljum tengja hann og róman- tík, en líka að setja konuna og heilsuna í fyrsta sæti,“ segir Hulda Bjarnadóttir, dagskrárstjóri Létt 96,7. Útvarpsstöðin mun bjóða upp á þá nýbreytni að hlustendum stöðvarinnar gefst tækifæri til að senda ástinni sinni, vini eða fjöl- skyldu kveðju og um leið styrkja gott málefni því fyrir hverja kveðju sem fer í loftið mun út- varpsstöðin greiða eitt hundrað krónur til Krabbameinsfélagsins og styrkja með því rannsóknir á brjóstakrabbameini. „Við viljum minna konur á sjálfar sig og að setja sig í fyrsta sæti, hvort sem þær eru mæður, dætur, ömmur eða eiginkonur. Því viljum við hvetja sem flesta til að hringja í okkur. Kveðjan verður tekin upp og spiluð í loftinu. Það er alveg sama hversu lítil eða stór upphæð safnast, boðskapurinn er að við búum í æðislegu velferðar- kerfi, samt eru rúmlega 160 konur sem greinast með brjóstakrabba- mein á hverju ári. Við fengum til okkar Guðrúnu Agnarsdóttur lækni, sem sagði að íslenskar kon- ur væru ekki nógu duglegar við að nýta sér þá þjónustu sem er í boði. Með því að fara nógu snemma í skoðun getum við lækkað dánar- tíðnina.“ Tekið verður á móti kveðjum í dag milli 10 og 14 og á morgun á milli 12 og 16 í síma 515-6967. ■ Konudagur LÉTT 96,7 ■ Borgar 100 krónur með hverri ástar- kveðju sem berst. Imbakassinn Konur í fyrsta sæti á konudaginn ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Skeljungi. Vetrarhátíð. Einar Hómgeirsson. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 44. TBL. – 94. ÁRG. – [ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 ] VERÐ KR. 250 Aftur á leiksviðið og nú íaðalhlutverki undir leik-stjórn Baltasars í verki eftirHallgrím Helgason. En Lolla,eins og hún er kölluð, hefurtekið því rólega undanfarinár, enda greindist dóttir hennar með mjög sjald-gæfan sjúkdóm og húnbarðist sjálf við fæðingar- þunglyndi. Snýr aftur eftir baráttu við þunglyndi ogveikindi dóttur sinnar Úttekt á dópmarkaðinum Íslendingar eyða 8 milljónum á dag í dóp Bls. 17, 18 & 19 Verðlaunaðir frum-kvöðlar handteknir vegna líkfundarins Bls. 6 ÓLAFÍA HRÖNN DV-MYND Teitur Mikið var! Lárétt: 1 reykjarsvæla, 6 nautgripir, 7 ryk- korn, 8 tímabil, 9 hrópa, 10 gruna, 12 elska, 14 gufu, 15 félagsskapur, 16 pylsu- tegund, 17 sæmd, 18 hró. Lóðrétt: 1 himna, 2 goð, 3 vitstola, 4 af gulum kynstofni, 5 fugl, 9 gera ringlaðan, 11 sjávardýr, 13 tæp, 14 hestur, 17 rolla. Lausn: Við erum í fríi á laugardaginn,“segir Vignir, gítarleikari og lagahöfundur Írafárs. „Það er frekar óvenjulegt. Það vill bara þannig til að Birgitta er í fríi í út- löndum. Það er yfirleitt allt bókað með miklum fyrirvara þannig að fríið var vel þegið.“ Þar sem Vignir er orðinn löngu vanur því að eyða laugardags- kvöldum sínum í það að skemmta öðrum frekar en sjálfum sér er hann ekki lengi að finna sér eitt- hvað skemmtilegt að gera. „Ég er á leiðinni í partí til bróður míns, það er ekki leiðinlegt. Svo er aldrei að vita nema að maður líti á gamla hesthúsið, Gauk á Stöng, seinna um kvöldið,“ segir hann og hlær. „Ég held að þarna verði fólk úr ýmsum áttum og það er ekkert tilefni annað en það að bara hitt- ast.“ Vignir virðist vera rólyndis- maður og segist vanalega nýta frí á laugardagskvöldi í það að vera með konunni sinni. Þau hafa líklegast ákveðið slet- ta örlítið úr klaufunum í kvöld þar sem von er á erfingja þeirra beggja innan 20 daga. Í DV á dögunum var sagt frá því að Írafár væri á leið í pásu. Vignir vill nú meina að þar hafi kannski verið gerður úlfaldi úr mýflugu. „Við verðum á fullu al- veg yfir sumarið en svo ætluðum við kannski að hægja á okkur í nóvember þar sem við verðum ekki með plötu,“ segir Vignir. „Við verðum ekki með plötu og ætlum bara að reyna að spila ekki eins oft. Við viljum ekki alltaf vera endalaust í viðtölum og slíku á meðan lítið er að gerast hjá sveit- inni. Þá held ég að við yrðum fljót að drepa alla úr leiðindum.“ Vignir segist búast við því að sveitin gefi út splunkunýtt lag í sumar. Á næstu dögum fer lagið Annan dag af Nýju upphafi í spil- un. „Við eigum örugglega eftir að gefa út einhver lög þó svo að við verðum kannski í ballspilapásu,“ segir Vignir að lokum. ■ Lárétt: 1stækja,6kýr, 7ar, 8ár, 9æpa, 10óra,12ann,14eim,15aa,16ss,17 æru,18skar. Lóðrétt: 1skán,2týr, 3ær, 4japanar, 5 ara,9æra,11fisk,13naum,14ess,17 ær. Leiðindabrotadeild lögreglunnar handtók alla þáttakendur í 10.000 metra skauta- hlaupi karla og hafa þeir verið úrskurð- aðir í tveggja vikna gæsluvarðhald! HULDA BJARNADÓTTIR Útvarpsstöðin Létt 96,7 ætlar að leggja áherslu á rómantík og heilsu kvenna á konudaginn. Laugardagskvöld VIGNIR Í ÍRAFÁRI ■ Kvöldið verður með undarlegasta móti því hann á frí frá spilamennsku og ætlar út á lífið með bróður sínum. Frí í dag en lítið um pásur fram undan ÍRAFÁR Birgitta og Vignir á Ís- lensku tónlistarverðlaun- um. Vignir segir fréttir um pásu sveitarinnar vera stórlega ýktar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.