Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 22
Epli eru góður biti milli mála í vinn- unni. Stöðugt sælgætisát fer illa með tennur auk þess að vera fitandi. Fæst í apótekum, Heilsuhúsinu, Nóatúni, Íslenskum markaði, Blómavali, Heilsuhorninu Akureyri • Styrkjandi • Mýkjandi • Hollt sælgæti Góðar sykurlausar hálstöflur BYRJENDANÁMSKEIÐ SKEIFUNNI 3, S: 553 8282 CAMBRIDGE KÚRINN. Nýtt á Íslandi! Bæði til megrunar og uppbyggingar. Hefur öll vítamín að geyma sem líkaminn þarfnast. Verndar innri líffæri og vöðva. Viltu vita meira ? Heimsæktu þá heimasíðu okkar www.vaxtamotun.is eða í síma 894 1505 Karolína. eða 894 1507 Þóranna Hláturskólinn hefur verið starf- ræktur í Kópavogi undanfarin þrjú ár, en kennsla er í höndum Valgerðar Snæland Jónsdóttur, sem hlaut kennsluréttindi til hláturfræða í Bandaríkjunum fyr- ir nokkrum árum síðan. Valgerður rekur í dag hláturklúbb, kennir hláturjóga og leiðbeinir nemend- um sem vilja verða hláturkennar- ar. „Hláturinn sem ég „kenni“ á rætur að rekja til indversks hláturjóga og byggir á sömu lög- málum og hefðbundið jóga. Þau lögmál fylgja djúpri og náttúru- legri þindaröndun, einföldum teygjum, tæmingu hugans og hlátri, sem kemur í stað möntr- unnar.“ Valgerður rekur í dag hláturklúbb fyrir konur, sem hitt- ast einu sinni í viku, klukkutíma í senn. „Á þessum námskeiðum skoðum við gjarna ýmsa þætti í samskiptum og vanda þeim tengd- um. Námskeiðin byggja að hluta á sjálfsstyrkingu og miða að því að draga fram það góða í hverjum og einum. Hláturjóga fylgir vissu- lega ákveðinn lífsstíll og hugsun- arháttur. Þar má nefna jafnvægi, jákvæðni, efnislega nægjusemi, væntumþykju og dýpri kærleiks- tilfinningu. Við viljum meina að þetta séu best nýttu klukkustund- ir í heimi.“ Valgerður segir uppbyggingu hvers tíma skiptast í fjóra megin- þætti; öndun, teygjur, hlátur og þakklæti. Og þegar hláturklúbbur hafi starfað saman um ákveðinn tíma þrói hópurinn gjarna innan- félags hláturæfingar. „Við hefjum hvern tíma á smávægilegri upp- hitun og leggjum áherslu á leik- rænar æfingar. Hver æfing tekur aldrei meira en 25 mínútur. Þegar við höfum hlegið svo lengi er há- marksslökun náð. Undir lok hvers tíma gerum við hvatningaræfing- ar og klöppum hver fyrir annarri með ákveðnum hætti. Að lokum þökkum við það tækifæri að mega deila hlátrinum.“ Aðspurð hvers vegna Valgerð- ur trúi því að hægt sé að kenna hlátur segir hún einfaldlega um upprifjun að ræða, en ekki beina kennslu. „Hæfileikinn til að hlæja er öllu fólki meðfæddur. En flest okkar mættu hlæja mun oftar og það er heimspeki nám- skeiðanna. Æfingin skapar meist- arann.“ ■ „Hláturinn er svo mikil heilsu- bót,“ segir Sif Ingólfsdóttir, sem lærði hláturjóga um veturbil. „Fyrir námskeiðin þurfti ég að heimsækja lækni á þriggja mán- aða fresti, en þessum heimsókn- um fækkaði um helming eftir námið. Ég þekki áhuga lækna á áhrifamætti húmors í lækning- um, en fjárveitingar eru bágar og því lítil von til þess að hláturnám berist inn á spítala í bráð. Hug- myndin er þó ægilega heillandi.“ Sif lét þó ekki þar við sitja, held- ur breiddi fagnaðarerindið út til íbúa á Sóltúni, þar sem hún starf- ar. „En námið kostar peninga. Ég hugsaði aldrei út í kostnaðinn, ég bara fór á námskeið og svo duttu peningarnir niður úr loftinu.“ Eftir nokkra umhugsun ákvað Sif að hafa samband við stéttarfélag- ið Eflingu og óska eftir náms- styrk fyrir félagsmenn. „Þar sem mér hafði tekist að sýna í starfi mínu hversu jákvæð áhrif hlátur- námið hefði haft á íbúa Sóltúns, sótti ég viðurkenningu frá Sól- túni, sem segir hlátur viðurkennt meðferðarform. Hlátur hefur uppbyggjandi áhrif á líkamlega heilsu, félagslega færni og and- lega líðan. Námið var samþykkt af Eflingu og nú geta allir félags- menn sótt niðurgreidd hlátur- námskeið.“ Sif hyggur á ferðalag til Danmerkur nú í haust og segir frændur okkar í Danaveldi hláturmilda. „Ég ætla að heim- sækja eina fjóra hláturklúbba hið ytra. Það er svo gaman að ferðast um heiminn og heimsækja hláturklúbba. Gleði er alþjóðlegt tungumál.“ ■ Valgerður Snæland Jónsdóttir, skólastjóri Hláturskólans: „Flest okkar mættu hlæja mun oftar, en æfingin skapar meistarann.“ Flissið er allra meina bót: Hlátur læknar líkamleg mein og léttir lund Sannaði áhrifamátt hláturs í starfi: Gleði er alþjóðlegt tungumál Sif Ingólfsdóttir hláturjógaiðkandi: „Langar að heimsækja hláturklúbba um allan heim“.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.