Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 30
Snæfríður Baldvinsdóttir, sem er36 ára í dag, segist ekki vera mikið afmælisbarn en nýtur þess að eldast. „Mér finnst gott að eldast og þegar ég bæti á mig ári verð ég svo glöð. Kannski í þeirri von að því fylgi einhver viska og þroski.“ Hún var þó einu sinni heilmikið afmælisbarn og þá sérstaklega fyrstu tíu ár ævinnar. „Þá fannst mér þetta vera stórmerkilegur dag- ur. Ég skipulagði danssýningar og leiki og heilmikið húllumhæ. Ég skipulagði líka veislur yngri systur minnar og var með gestalista sem taldi aðallega mínar vinkonur og hún fékk svo að vera með. Þegar ég varð 11 eða 12 ára varð einhver hug- arfarsbreyting og mér fannst óþægilegt að skipuleggja veislu fyr- ir mig.“ Snæfríður segist hafa tekið for- skot á afmælisdaginn með góðu fólki nú um helgina. „Hún Marta dóttir mín, sem er átta ára, er mjög veis- luglöð og ætlar að færa mér morgun- mat í rúmið. Svo ætlum við að fara í pikknikk við Hreðavatn og skoða svanina. Ég vona því að dagurinn verði sólbjartur og hangi þurr. Það er aðallega hún sem langar til að halda veislur og er búin að skipu- leggja eina slíka seinnipartinn með vinkonum sínum fyrir mig.“ Þessa dagana starfar afmælis- barnið við lögfræðideild Viðskipta- háskólans á Bifröst en kennir bæði í viðskipta- og lögfræðideild. „Vertíð- inni hér er að ljúka hjá mér í bili. Þá getur maður loksins litið upp úr bókunum og áttað sig betur á því hvað þetta er yndislegt umhverfi. Hér er gott fólk og mikil hvatning að vinna vel að því sem maður er að gera, því allir eru að vinna, hugsa og pæla. Að kenna hér er þræl- skemmtilegt, ögrandi en skemmti- legt.“ Þegar kennslu lýkur ætlar Snæ- fríður í mánaðarfrí og hafa það gott með fjölskyldunni. „Ég verð í fara- rstjórn með útlendinga í sumar líkt og ég hef gert. Aðallega fer ég með Ítali og enskumælandi fólk.“ Hún á erfitt með að gera upp á milli fal- legra staða á Íslandi en segir Vest- urlandið alltaf heillandi. „Ég hef einnig taugar til Vestfjarða en hef lítið lagt leið mína þangað á seinni árum. Ég hef á stefnuskránni að fara um Vestfirði sem ég fór oft um sem lítill krakki þegar ég bjó við Djúp.“ ■ Kínverjar, sérstaklega náms-menn, byrjuðu að mótmæla friðsamlega í upphafi ársins 1989 og kröfðust lýðræðislegra umbóta og aukinna mannréttinda. Mest fór fyrir mótmælunum á Torgi hins himneska friðar í miðri Peking en þar komu námsmenn sér fyrir og fóru í hungurverkfall. Á þessum degi árið 1989 lagðist almenningur fyrir alvöru á sveif með námsmönnunum og milljónir manna fjölmenntu á götum úti með fána og skilti og hrópuðu slagorð gegn æðstu ráðamönnum landsins. Þetta voru alvarlegustu og um- fangsmestu mótmæli í sögu Kína frá því að kommúnistar tóku við völdum 40 árum áður en allt fór þetta samt friðsamlega fram og börn og for- eldrar sameinuðust í mótmælunum. Aðgerðirnar vöktu heimsathygli og þannig var til að mynda Gorbat- sjov Sovétleiðtogi, í opinberri heim- sókn í Kína í maí en hún féll að miklu leyti í skugga mótmælanna. Langlundargeð landsfeðranna var þó ekki meira en svo að í byrjun júní leystu þeir mótmælin á Torgi hins himneska friðar upp með vopnavaldi og ofbeldi. Þúsundir voru drepnar í aðgerðunum og 10.000 manns voru handteknir í blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar. ■ TORG HINS HIMNESKA FRIÐAR Fjöldamótmælin sem náðu hámarki á þessum degi fengu blóðugan endi nokkrum vikum síðar þegar yfirvöld réðust á mótmælendur á Torginu með vopnavaldi. Milljónir mótmæla í Kína 22 18. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ EINA ÓSK ■ AFMÆLI ■ JARÐARFARIR 10.30 Pétur Stefánsson, Kjarrhólma 30, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.30 Guðjón Einarsson, Hlíðarhúsum 5, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Kristskirkju, Landakoti. 13.30 Helga Ámundadóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis í Vogatungu 67, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju. 13.30 Ingibjörg Óladóttir, Stekkjargerði 6, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. 15.00 Guðbjörg Guðjónsdóttir, Bjart- eyjarsandi, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju, Saurbæ, Hval- fjarðarströnd. Ingibjörg Ólafsdóttir lést laugardaginn 15. maí. Ég vildi að ég hefði tíma til aðhjálpa syni mínum að mála. Hann er að flytja inn í nýtt hús og ég má ekkert vera að því að hjálpa honum,“ segir Þórunn Sigurðar- dóttir, listrænn stjórnandi Lista- hátíðar í Reykjavík, sem hefur vitaskuld í mörgu að snúast þessa dagana. ■ Ingibjörg Hjartardóttir rithöfundur er 52 ára. Á laugardag afhenti ÞorgerðurKatrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra viðurkenn- ingar í ritgerðasamkeppni í tilefni aldarafmælis heimastjórnar, þar sem framhaldsskólanemendur skrifuðu um heimastjórn á Ís- landi, aðdraganda og afleiðingar. Sjö nemendur hlutu viðurkenn- ingar, þar af þrír sem hlutu 100 þúsund króna verðlaun hver. Þeir sem hlutu verðlaun voru Sigurður Helgi Oddsson, Mennta- skólanum á Akureyri, Magnús Sigurðsson, Menntaskólanum í Reykjavík, og Kristín Svava Tóm- asdóttir, Kvennaskólanum í Reykjavík. Aðrir sem hlutu viðurkenning- ar voru: Anna Björg Leifsdóttir, Framhaldsskólanum á Húsavík, Kristín Grímsdóttir, Menntaskól- anum á Akureyri, Sigríður Katrín Magnúsdóttir, Mennta- skólanum á Akureyri, og Anna Njálsdóttir, Borgarholtsskóla. Í dómnefnd sátu Tryggvi Gíslason, magister, Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir, íslensku- kennari við Menntaskólann á Ak- ureyri, og Árni Indriðason, sögu- kennari við Menntaskólann í Reykjavík. Þær ritgerðir sem hlutu viðurkenningu verða gefnar út í kilju. ■ VERÐLAUN RITGERÐASAMKEPPNI ■ Sjö verðlaunaðir fyrir ritgerðir um heimastjórn. 18. MAÍ 1989 KÍNVERJAR MÓTMÆLA ■ Milljónir Kínverja komu saman á göt- um úti til að styðja við bakið á náms- mönnum sem kröfðust lýðræðislegra umbóta í landinu. AFMÆLI SNÆFRÍÐUR BALDVINSDÓTTIR ER 36 ÁRA ■ Var mikið afmælisbarn fyrstu 10 árin. Nemendaritgerðir verðlaunaðar JÓHANNES PÁLL PÁFI II Fæddist á þessum degi árið 1920 og er því 84 ára í dag. 18. MAÍ Finnst gott að eldast ■ ANDLÁT VERÐLAUNAHAFAR ÁSAMT DÓMNEFND OG MENNTAMÁLARÁÐHERRA Úrslit í ritgerðasamkeppni framhaldsskólanema um heimastjórn á Íslandi voru kynnt á laugardag. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi EINAR ÓLAFSSON, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. maí, kl. 13:30. Þeim sem vildu minnast hans eru beðnir að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Hansína Þorkelsdóttir Unnur Einarsdóttir Rafn Baldursson Guðrún Einarsdóttir Hjörtur Páll Kristjánsson Þorkell Einarsson Rut Marsibil Héðinsdóttir Gerður Einarsdóttir Þorsteinn Sveinbjörnsson Ólafur Hjalti Einarsson Sveinn Ingvar Einarsson Karin Margareta Johansson Pálmi Einarsson Jóhanna Einarsdóttir Gísli Guðmundsson Ari Einarsson Berglind Jónsdóttir Snorri Páll Einarsson Elín Lára Jónsdóttir Barnabörn og barnabarnabörn SNÆFRÍÐUR BALDVINSDÓTTIR OG MARTA Marta ætlar að bjóða vinkonum sínum í afmælis- veislu móður sinnar í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.