Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 6
6 18. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 73,28 -1,40%
Sterlingspund 129,7 -0,22%
Dönsk króna 11,85 0,55%
Evra 88,12 0,52%
Gengisvísitala krónu 123,22 -0,20%
Kauphöll Íslands
Fjöldi viðskipta 282
Velta 15.263 milljónir
ICEX-15 2.689 0,01%
Mestu viðskiptin
Flugleiðir hf. 5.594.936
Landsbanki Íslands hf. 86.001
Bakkavör Group hf. 83.705
Mesta hækkun
Flugleiðir hf. 2,70%
Opin Kerfi Group hf. 1,38%
Marel hf. 1,37%
Mesta lækkun
Og fjarskipti hf. -2,44%
Samherji hf. -1,82%
Burðarás hf. -1,50%
Erlendar vísitölur
DJ* 9.908,2 -1,1%
Nasdaq* 1.880,2 -1,3%
FTSE 4.403,0 -0,9%
DAX 3.754,4 -1,3%
NK50 1.315,7 -0,1%
S&P* 1.086,8 -0,8%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
VEISTU SVARIÐ?
1Hvað heitir sú sem nýlega var ráðinsérstakur kynningarfulltrúi Fegurðar-
samkeppni Íslands?
2Umboðsmaður Alþingis hefur verið íumræðunni að undanförnu vegna
samskipta við framkvæmdavaldið. Hver
er umboðsmaður Alþingis?
3Formaður Hróksins ætlar að sitja aðtafli í 30 klukkustundir og safna
áheitum til styrktar barnastarfi félagsins.
Hvað heitir formaðurinn?
Svörin eru á bls. 38
Forstjóraskipti hjá Eimskipafélaginu:
Baldur í stólinn
VIÐSKIPTI Baldur Guðnason,
framkvæmdastjóri Sjafnar,
settist í gær í stól forstjóra Eim-
skipafélags Íslands. Erlendur
Hjaltason lætur af störfum, en
hann hefur verið í forystusveit
Eimskipafélagsins í tvo áratugi.
Samhliða þessu lætur Baldur af
starfi framkvæmdastjóra Sjafn-
ar og stjórnarsetu í félögum
sem Sjöfn á í. Baldur hefur setið
í stjórn skipafélagsins frá síð-
asta aðalfundi, en sat áður í
stjórn móðurfélagsins eftir að
Landsbankinn og Samson tóku
völdin í félaginu í október Hann
hefur því unnið að stefnumótun
þess að undanförnu.
„Krafan er aukin arðsemi og
aukinn vöxtur,“ segir Baldur.
Afkoma af flutningastarfsemi
hefur ekki verið góð undanfarin
ár og telja eigendur að hana
megi bæta, auk þess sem ýmis
tækifæri séu fyrir félagið er-
lendis, þar sem reynsla félagsis
og netskrifstofa muni nýtast.
Stefnt er að því að skrá félag-
ið á markað innan átján mánaða.
Móðurfélagið Burðarás hefur
markað sér þá stefnu að vera
fjárfestingarfélag með áherslu
á erlendar fjárfestingar.
Samkvæmt heimildum bar
ákvörðunin brátt að og var hún
tekin um helgina. Eigendur vilja
breyta áherslum fyrirtækisins og
var talið heppilegra að nýr maður
leiddi slíkar breytingar. ■
Enn efasemdir um
stjórnarskrárgildi
Sigurður Líndal lagaprófessor segir nýjustu breytingar á fjölmiðlafrum-
varpinu vera til bóta. Hann hefur þó enn miklar efasemdir um að
ákvæði laganna standist ákvæði stjórnarskrár.
FJÖLMIÐLAFRUMVARP Sigurður Lín-
dal lagaprófessor sagði í samtali
við Fréttablaðið að nýjustu breyt-
ingar á fjölmiðlafrumvarpinu
væru mjög til bóta hvað stjórnar-
skárgildi væntanlegra lagabreyt-
inga varðaði en hann gerði þó enn
ákveðna fyrirvara.
„Ég hef endurtekið það oftar en
tölu verður á komið að það myndi
aldrei standast stjórnarskrá að
afturkalla núgildandi leyfi. Ég til-
greindi það til dæmis mjög skil-
merkilega í umsögn minni til alls-
herjarnefndar sem skilað var á há-
degi þann 7. maí síðastliðinn,“
sagði Sigurður en samkvæmt nýj-
ustu breytingartillögu á fjölmiðla-
frumvarpinu munu núgildandi út-
varpsleyfi standa óáreitt þar til
þau renna út, hvert á sínum tíma.
Eftir breytingar allsherjarnefnd
Alþingis á frumvarpinu eftir 1.
umræðu var gert ráð fyrir að
hægt yrði að afturkalla leyfi
þeirra sem ekki hefðu aðlagað sig
að ákvæðum laganna um takmark-
að eignarhald við gildistöku lag-
anna eftir tvö ár.
Sigurður er einn þeirra sem
dregið hafa í efa hvort fjölmiðla-
frumvarpið myndi standast
stjórnarskrá ef það yrði að lögum.
Hann segist enn hafa efasemdir
um veigamikla þætti frumvarps-
ins, þótt áðurnefnd breyting væri
auðvitað til bóta.
„Ég er enn hugsi yfir ákvæðum
sem banna markaðsráðandi fyrir-
tæki að eiga meira en 5% í ljós-
vakafyrirtæki. Ég veit ekki alveg
hvernig menn ætla að útfæra
þessi ákvæði. Þess vegna myndi
ég leggja til að þetta yrði skoðað
mjög vandlega,“ sagði Sigurður.
Hann sagðist enn fremur ekki
viss um að ákvæðið sem bannaði
sama aðila að eiga bæði ljósvaka-
miðil og dagblað stæðist ákvæði
stjórnarskrár.
„Í þriðja lagi tel ég víst að dóm-
stólar myndu skoða það mjög
vandlega hvort lögin beindust um
of að einum aðila, hvort þau væru
mónísk, ef málið kæmi til þeirra
kasta. Mér finnst yfirlýsingar
manna upp á síðkastið vera af-
skaplega óheppilegar hvað þetta
varðar,“ sagði Sigurður og vísaði í
ummæli forsætisráðherra um
Baug máli sínu til stuðnings.
borgar@frettabladid.is
Fær 30 daga
fangelsisdóm:
Skallaði
lögregluþjón
DÓMUR Ungur maður var dæmd-
ur í þrjátíu daga fangelsi fyrir
að skalla lögregluþjón í fanga-
geymslu lögreglunnar í Reykja-
vík þann 17. nóvember 2003.
Við höggið bólgnaði lögreglu-
maðurinn aftan við vinstra eyra.
Maðurinn játaði brot sitt fyrir
dómi.
Haldi hann skilorð til tveggja
ára þarf hann ekki að sitja inni.
Hann þarf aftur á móti að greiða
allan sakarkostnað og miska-
bætur að upphæð 20 þúsund
krónur auk dráttarvaxta. ■
TONY BLAIR
Forsætisráðherra Bretlands er á leið til
Tyrklands.
Tyrkland:
Komu Blairs
mótmælt
ANKARA, AP Evrópusambandið mun
hefja aðildarviðræður við Tyrk-
land ef það kemur til móts við
kröfur um mannréttindi og lýð-
ræði fyrir árslok, að sögn Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands.
Blair er á leið í opinbera heim-
sókn til Tyrklands og voru fjórar
litlar sprengjur sprengdar í mót-
mælaskyni. Þær sprungu fyrir
utan breskan banka í Ankara en
ollu aðeins minniháttar tjóni. ■
NÝR VIÐ STÝRIÐ
Baldur Guðnason er nýr við stýrið í Eim-
skipafélagi Íslands. Verkefni hans er að
auka arðsemi fyrirtækisins og sækja fram á
erlendum vettvangi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Harðnandi samkeppni:
Hagnaður
Símans
minnkar
UPPGJÖR Hagnaður Símans fyrstu
þrjá mánuði ársins dróst saman
miðað við sama tímabil í fyrra.
Niðurstaðan var 404 milljónir
króna samanborið við 586 millj-
ónir fyrir sama tímabil í fyrra.
Rekstrartekjur jukust um 224
milljónir króna og rekstrargjöld
hækka um 408 milljónir. Vaxandi
samkeppni á fjarskiptamarkaði
með lækkandi verðskrá að und-
anförnu hefur haft áhrif á af-
komu félagsins. Mikil verðsam-
keppni í farsíma og gagnaflutn-
ingum birtist, að sögn fyrirtækis-
ins, meðal annars í lægra verði til
viðskiptavina Símans. ■
Trúartákn verða bönnuð í
frönskum skólum:
Taka ofan
túrbaninn
PARÍS, AP Sikhar verða að taka ofan
túrbaninn þegar ný lög sem banna
trúartákn í frönskum skólum taka
gildi, að sögn Francois Fillon,
menntamálaráðherra Frakklands.
Múslimastúlkur mega einungis
bera höfuðklúta í skólum sem leyfa
óáberandi höfuðföt.
Lögin taka gildi í september og
banna áberandi trúartákn og trúar-
legan klæðaburð á skólatíma, til
dæmis kollhúfur gyðinga og stóra
krossa.
Ákveðið hefur verið að gefa út
nokkrar viðmiðunarreglur til þess
að hjálpa skólastjórnendum að fara
eftir lögunum, sem samþykkt voru í
mars. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
HEFUR ENN EFASEMDIR
Siguður Líndal lagaprófessor hefur enn efasemdir um stjórnarskrárgildi væntanlegra fjöl-
miðlaga, þótt hann telji nýjustu breytingar á frumvarpinu til bóta.