Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 29
Lögskýring Kristján Sig. Kristjánsson skrifar: Það heyrist og hefur heyrst upp úr jötu Sjálfstæðisflokksins að forseti Íslands geti ekki synjað lögum um staðfestingu án at- beina ráðherra. Þetta er bæði athyglisvert og sorglegt. Athyglisvert af því að þessi lögskýring er eingöngu bundin við jötu Sjálfstæðisflokksins, og sorglegt að til séu menn sem eiga langt akademískt nám að baki án þess að hafa öðlast menntun að ráði, heldur sjá sér þann kost vænstan að éta úr lófa stjórnmálamanna. Þó er ennþá sorglegra að sjá þessum mönnum að launum lyft með handafli í kennarastóla háskólanna, í dómstóla landsins og jafn- vel í alþjóðlega dómstóla. Væri þessi lög- skýring rétt mætti spyrja: Með atbeina hvaða ráðherra skipaði Sveinn Björnsson utanþingsstjórnina? Hvaðan þáðu þeir ráðherrar umboð sitt og tilveru sem ráð- herrar? Aldrei hefur heyrst að sú ríkis- stjórn hafi verið ólögleg, þótt hún hafi verið skipuð í óþökk Alþingis, sem þá starfaði ekki á sumrin. Alþingi framseldi þeirri ríkisstjórn reglugerðarvald með lög- um athugasemdalaust. Með atbeina hvaða ráðherra veitti Kristján Eldjárn Gunnari Thoroddsen stjórnarmyndunar- umboð? Lá formlega fyrir að það stjórnar- myndunarumboð nyti stuðnings Alþingis? Með atbeina hvaða ráðherra veitir forseti stjórnarmyndunarumboð yfirhöfuð? Í hvers umboði starfa hinar „föllnu“ ríkis- stjórnir á meðan stjórnarmyndun stendur og hin nýja ríkisstjórn sem skipuð er af forsetanum áður hann kallar hið nýkjörna þing saman? Það liggur ekki formlega fyrir og hefur aldrei legið formlega fyrir og þarf ekki að liggja óformlega fyrir að stjórnar- myndunarumboð njóti stuðnings Alþingis eða atbeina einhvers óútskýrðs yfirráð- herra. Allt þetta var og er gert með sama valdi, sem réttkjörinn forseti hefur til að synja lögum staðfestu, með atbeina stjórnarskrár og sérstökum atbeina kjós- enda. Enn og aftur staðfestir Árni Mathiesen vanhæfni sína fyrir undirrituðum og þjóðinni til að gegna embætti ráðherra sjávar- útvegsmála í okkar landi. Hvort um afglöp eða slæman ásetning er að ræða í nýjasta frumvarpi ráðherra er erfitt um að segja. Í frumvarpi sínu setur hann dagabátasjómönnum afar- kosti. Annað hvort skuli þeir sætta sig við enn frekari skerð- ingu sóknardaga (í 18 daga frá 19 dögum áður) eða velja sér þá framtíðarstefnu að gangast und- ir aflamarkskerfi og taka þar af leiðandi þátt í leigu- og sölu- kerfi með viðloðandi óvissu og óöryggi fyrir landsbyggðina. Frumvarpið endurspeglar annað hvort dapurt siðferði eða skynsemisskort hjá ráðherra. Í frumvarpinu er borið fé á menn og starfsöryggi fólks á lands- byggðinni er enn á ný fórnað á altari kvótakerfisins. Á síðasta fiskveiðiári var um 11.000 þorskígildistonnum land- að af umræddum dagabátum. Þar af var 7-8.000 tonnum landað í NV-kjördæmi. Um helmingi dagabátaaflans í kjördæminu var landað af dagabátum frá öðrum landsvæðum. Gefum okkur það að útgerðarmenn dagabáta, kné- beygðir af ráðherra, velji afla- markskostinn, þá er víst að land- aður afli í NV-kjördæmi mun dragast saman um 3.500-4.000 þorskígildi. Hér er um að ræða skerðingu upp á tæpan milljarð íslenskra króna í afla- og afurða- verðmætum fyrir NV-kjördæmi. Þá má einnig fastlega gera ráð fyrir vaxandi atvinnuleysi af þessum sökum en samkvæmt grófum útreikningum vegna væntanlegs aflasamdráttar (minni fiskvinnsla) á svæðinu, að meðtöldum samlegðaráhrifum til þjónustugreina, að vel á annað hundruð störf muni tapast í kjör- dæminu. Í sjávarútvegsnefnd alþingis liggur fyrir frumvarp frá Frjálslynda flokknum og Vinstri grænum. Í frumvarpinu er farið fram á lagasetningu sem trygg- ir dagabátasjómönnum 23 sókn- ardaga að lágmarki. Að komið verði á gólfi í dagafjöldanum og örlitlu starfsöryggi til hundruða manna og þeirra fjölskyldna sé þar með komið á. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir að með hverjum 20.000 tonnum sem hugsanlega kæmu til viðbótar í þorski myndi sóknardögunum fjölga um einn. Á frægum fundi fyrir vestan sem bar yfirskriftina „Orð skulu standa“ lýstu allir þing- menn kjördæmisins, beint eða óbeint, yfir vilja sínum að ná fram 23 daga gólfi fyrir daga- bátana. Þessum víðfræga fundi er enn ekki lokið. Hann mun halda áfram í meðförum sjávar- útvegsnefndar alþingis og áfram inn í sali okkar háa al- þingis. Innan skamms mun koma í ljós hvort allir þingmenn NV-kjördæmis munu standa við orð sín. Mín skilaboð til þing- manna NV-kjördæmis eru skýr. Annað hvort veljið þið 18 sókn- ardaga í frumvarpi sjávarút- vegsráðherra eða standið við orð ykkar og veljið gólf í 23 sóknardaga í frumvarpi Frjáls- lynda flokksins. ■ Sjávarútvegsráð- herra á villigötum 21ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 2004 GUNNAR ÖRN ÖRLYGSSON ÞINGMAÐUR FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS UMRÆÐAN SJÁVARÚTVEGSMÁL Bækurnar Hlutabréf og eignastýring og Verðmætasta eignin eru vandaðar útskriftargjafir. Í þeim er fjallað á aðgengilegan hátt um fjármál og leiðir til að spara, byggja upp eignir og tryggja fjárhagslegt öryggi. Bækurnar eru tilvaldar fyrir hugsandi fólk og fást í útibúum Íslandsbanka og í Þjónustuveri Íslandsbanka í síma 440 4000. Einnig eru þær til sölu í helstu bókabúðum. Verðmæt útskriftargjöf F í t o n / S Í A BRÉF TIL BLAÐSINS AF NETINU Fjárhagsleg tengsl Nú berast þær fréttir, að R-listinn ætli fyrir hvatningu frá Fréttablaðinu að taka fjöl- miðlafrumvarpið upp á vettvangi borgar- stjórnar. Þar gefst þá tækifæri til að ræða þessi fjárhagslegu tengsl R-listans við stjórnendur Norðurljósa frekar og fá upp- lýsingar um það, hvort aðrir forystumenn R-listans en Ingibjörg Sólrún og Stefán Jón vissu um þau fjárhagslegu tengsl, sem Björgvin G. Sigurðsson segir, að hafi verið milli Ingibjargar Sólrúnar og Jóns Ólafssonar. Björn Bjarnason á bjorn.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.