Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 20
Þann 14. mars 2003 sendi hópur
átta einstaklinga erindi til alþing-
ismanna um meinta óbeina aðild
tveggja ráðherra að manndráp-
um. Það er athyglisvert að þrátt
fyrir almenna trú að Ísland sé
réttarríki og að alþingismenn
starfi í almannaþágu, hefur eng-
inn alþingismaður séð sér fært að
bregðast efnislega við þessu er-
indi. Sama er að segja um fjöl-
miðla. Enginn þeirra greindi frá
þessu erindi. Nú er rúmt ár liðið
frá því erindið var sent og enn er
þögnin um það ríkjandi.
Erindið var skrifað í tengslum
við sprengjuárás NATÓ á sjón-
varpsstöðina í Belgrad þann 23.
apríl 1999. Í þessari árás dóu 16
starfsmenn stöðvarinnar, menn
og konur. Allt voru þetta borgara-
legir starfsmenn. Saklaust fólk.
Yfirlýst ástæða fyrir árásinni var
að stöðin sendi út áróður gegn
árásum NATÓ og neitaði að senda
út vestrænar dagskrár um stríðið.
Sama daginn og árásin var
gerð, var haldinn leiðtogafundur
NATÓ í Washington, DC í Banda-
ríkjunum. Á þessum fundi var
samþykkt einróma að heimila
árásir á fjölmiðla í fyrrverandi
Júgoslavíu. Þennan fund sátu
Davíð Oddsson, forsætisráðherra,
og Halldór Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra. Á leiðtogafundum
NATÓ er sú venja að ákvarðanir
séu teknar einróma. Það er því á
valdi hvers aðildarríkis að beita
neitunarvaldi. Ráðherrarnir
beittu ekki rétti sínum heldur
samþykktu að leyfa loftárásir á
fjölmiðla. Samkvæmt alþjóða-
samningum um stríðsátök, sem
Ísland er aðili að, mega stríðsaðil-
ar ekki beina árásum að borgara-
legum skotmörkum. Fjölmiðlar
eru borgaralegar stofnanir og
starfsmenn fjölmiðla njóta frið-
helgi gegn árásum. Leiði vísvit-
andi árás á borgaraleg skotmörk
til mannláts, telst hún stríðsglæp-
ur. Ekki er kunnugt um að Davíð
eða Halldór hafi greint Alþingi
frá þessari ákvörðun. Íslendingar
hafa ekki veitt ráðherrum umboð
til að heimila dráp á óbreyttum
borgurum. Það er ekki skilningur
Íslendinga að fjölmiðlar séu lög-
mætt skotmark í stríði.
Í erindinu er farið þess á leit við
Alþingi að það skipi rannsóknar-
nefnd til að kanna staðreyndir
máls (Voru ráðherrarnir á fundin-
um í Washington þennan dag? Var
þar ákveðið að heimila árásir á
fjölmiðla? Hafa þeir hreyft við
mótmælum við þessari ákvörðun?
Hafa þeir greint Alþingi frá þess-
ari ákvörðun? Voru þeir beðnir um
álit áður en árásin á sjónvarpsstöð-
ina í Belgrad var gerð?). Í öðru lagi
yrði að ganga úr skugga um hvort
það sé lögmætt að þjóðarétti að
ráðast á fjölmiðil. Ef slík árás er
ekki lögmæt, hvaða refsi- og
skaðabótaábyrgð bakar slíkur
verknaður þeim sem fremja hana,
heimila hana og hylma yfir henni?
Í þessu sambandi er rétt að geta
þess að Ísland gerði fyrirvara við
20. grein alþjóðasamnings um
borgaraleg og stjórnmálaleg
mannréttindi, en þar er kveðið á
um að aðildarríki skuli banna
stríðsáróður innan lögsögu sinnar.
Íslensk stjórnvöld héldu því fram
að bann við stríðsáróðri yrði and-
stætt tjáningarfrelsi og hafa því
neitað að framfylgja þessu ákvæði.
Enn hafa alþingismenn ekki
tjáð sig um meinta aðild ráðherra
að heimild til stríðsglæpa eða sett
fram spurningar um málið. Telja
Íslendingar (og alþingismenn)
eðlilegt að lúta stjórn manna sem
heimila dráp á starfsmönnum
fjölmiðla? Eru ráðherrar hafnir
yfir lög sem banna að hvetja til
manndrápa? ■
Ég get ekki orða bundist eftir lest-
ur Morgunblaðsins í vikunni sem
leið og má til að spyrja ofan-
greindrar spurningar.
Ég verð að játa að ég hef sjald-
an eða aldrei lesið jafn aumkunar-
vert viðtal við framkvæmdastjóra
fyrirtækis eins og viðtal Morgun-
blaðsins við framkvæmdastjóra
Skjás eins og þó tekur steininn úr
eftir lestur svars framkvæmda-
stjóra Norðurljósa í sama blaði í
dag þar sem segir orðrétt m.a.
„Hann segist ekki hafa verið að
ásælast starfsmenn Skjás eins
með því að bjóða þeim betri kjör“.
Ég spyr eru þessi fyrirtæki í
samkeppni eða ekki? Er ekki eðli-
legasti hlutur í heimi að fyrirtæki
bjóði í starfsmenn hvors annars?
Er ekki vinnuafl einn af fram-
leiðsluþáttunum sem fyrirtæki
eiga að keppa um eins og annað
hér á landi? Hvernig í ósköpunum
stendur á því að Sigurður G. Guð-
jónsson telur sér skylt að svara
með þessum hætti? Að afsaka það
á einhvern hátt þó Norðurljós hafi
ásælst starfsmenn Skjás eins?
Ég minnist þess að hafa heyrt
hugmyndir í sömu veru frá Guð-
rúnu Hálfdánardóttur fyrrum rit-
stjóra Viðskiptablaðs Morgun-
blaðsins þegar Björgólfur og
félagar buðu í starfsmenn Búnað-
arbankans yfir til Landsbankans.
Þá lét hún hafa eftir sér í útvarps-
þætti sem ég man ekki lengur
hvar var að „hún vonaði að slíkir
hlutir ættu ekki eftir að endur-
taka sig hér á landi“!
Hvers konar samkeppnisum-
hverfi er það þar sem það er
bannað að „bjóða í starfsmenn“?
Er það samkeppnisumhverfi eins
og það hefur verið hér á landi þar
sem stórir aðilar þóknanlegir
Sjálfstæðisflokknum eru ráðandi?
Í ljósi viðtals Morgunblaðsins
við framkvæmdastjóra Skjás eins
þar sem hann vorkenndi sér þessi
ósköp að þurfa að eiga í sam-
keppni við Norðurljós væri
kannski ástæða til að taka umræð-
una um Eimskip og hvernig það
hefur verið fyrir litla aðila að
reyna að keppa á þeim markaði
sem heitir flutningamarkaður. Vill
Morgunblaðið taka þá umræðu?
Það veit sá sem allt veit að ég
kæri mig ekki um að vera í liðinu
„með“ Baugi „á móti“ ja ég veit satt
að segja ekki hverjum, Sjálfstæðis-
mönnum? En slík umræða sem hér
er vitnað í kallar á viðbrögð.
Ég hef verið þátttakandi í ís-
lensku viðskiptalífi í tuttugu ár og
hef persónulega upplifað hversu
gríðarleg áhrif innkoma Jóns Ás-
geirs í íslenskt viðskiptalíf hefur
haft til hagsbóta fyrir neytendur
fyrst og síðast. Og það áður en
fyrirtæki hans varð að þvílíku
veldi sem það er nú. Ég veit ekkert
um manninn persónulega og það
getur vel verið að hann sé óalandi
og óferjandi, og má sjálfsagt segja
það um marga þá einstaklinga sem
ná árangri. Þeirra aðferðir hugn-
ast áreiðanlega ekki öllum.
Það getur vel verið að það sé
kominn tími til að setja skorður
við völdum Baugs á markaði. En í
Guðs bænum bjóðið okkur ekki
upp á að það þurfi að setja lög til
að stoppa samkeppni um vinnu-
afl! Þá er hagsmunagæsla Sjálf-
stæðisflokksins gengin út yfir all-
an þjófabálk! ■
18. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR20
Dráp á óbreyttum borgurum
ELÍAS DAVÍÐSSON
UMRÆÐAN
STRÍÐ
Samkvæmt alþjóða-
samningum um
stríðsátök, sem Ísland er
aðili að, mega stríðsaðilar
ekki beina árásum að borg-
aralegum skotmörkum. Fjöl-
miðlar eru borgaralegar
stofnanir og starfsmenn
fjölmiðla njóta friðhelgi
gegn árásum.
,,
Þarfnast Skjár 1 verndar?
SIGNÝ SIGURÐARDÓTTIR
ÁHUGAMAÐUR UM ÞJÓÐMÁLAUMRÆÐUNA
UMRÆÐAN
SAMKEPPNI UM
VINNUAFL
Undanfarna daga hefur
mátt sjá undirróður í
þá átt að skilgreina rétt þjóð-
arinnar einskisverðan. Að það
sem stendur í stjórnarskráinni
þýði ekki það sem segir. Þetta
er pólitísk atlaga.
Yfirlýsing forsætisráðherra föstu-
dagskvöld vekur furðu og hneyksl-
an þjóðar. Forsetavald er sam-
kvæmt stjórnarskrá ekki synjun-
arvald, ekki neitunarvald. Forseti
getur ekki fellt mál. Forseti hefur
málskotsrétt. Forseti vísar máli til
þjóðaratkvæðagreiðslu. Afstaða
hans sjálfs skiptir engu. Því er
engin vanhæfisspurning á ferli.
Þjóðin á þennan rétt, þjóðin á neit-
unarvaldið. Þess vegna er Davíð
Oddsson að fara á límingunum.
Hann telur þjóðina vanhæfa.
Frá upphafi lýðveldisins hefur
verið ljóst: Forseti er þjóðkjörinn,
sem gefur honum stöðu með um-
boð fólksins. Í fyrstu stóð til að
forseti yrði kjörinn af Alþingi en
þjóðin krafðist þess að kjósa hann
sjálf. Þess vegna skiptir staða for-
seta máli og er samofin málskots-
réttinum, sem í hugum stofnenda
lýðveldisins var hafinn yfir vafa.
Að segja þennan rétt „umdeildan“
vegna þess að örfáir menn hafa
gefið sig fram með andstæða
skoðun er fáránlegt. Að málskots-
rétturinn hafi ekki verið nýttur
sannar ekkert, því hvað eftir ann-
að hafa hópar og samtök óskað
þess að hann yrði virkjaður og
hann því lifandi raunveruleiki í
samfélagsumræðu. Lifandi raun-
veruleiki hjá fólkinu.
Forsætisráðherra er gjörsam-
lega úti á þekju með samanburð á
Danadrottningu og forseta Íslands.
Í fyrsta lagi hefur hann rangt fyrir
sér með að drottning hafi neitunar-
vald, í öðru lagi er grundvallar-
munur á stöðu hennar og forseta
sem öllum er ljós. Hún erfir stöðu
sína. Íslenska þjóðin kýs forseta
sem hefur stjórnarskrárvarinn
rétt til að bera mál undir okkur
sem þetta land byggjum.
Bláa höndin ætlar ekki aðeins
að knýja fram hið umdeilda fjöl-
miðlafrumvarp með valdi, heldur
á sama tíma hrifsa frá fólkinu
réttinn til að hafna svo vanreifuðu
máli. Málið hefur frá upphafi ver-
ið rammpólitísk gjörð, en fær nú
hápólitískt vægi langt umfram
það sem áður mátti líta. Í leiðara
Morgunblaðsins í gær er forseta
ógnað með því að nú kunni hann að
verða að segja af sér vegna hótana
forsætisráðherra. Landsmenn
verða að átta sig á þessari graf-
alvarlegu stöðu. Nú á ekki aðeins
að knýja hið illa þokkaða mál í
gegn, heldur svipta okkur, fólkið í
landinu, réttinum til að setja vald-
inu stólinn fyrir dyrnar. Af for-
sætisráðherra sem riðar til falls. ■
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
UMRÆÐAN
VALD FORSETA
ÍSLANDS
,, FORSETI UNDIRRITAR EIÐSTAFINN„Forseti hefur málskotsrétt. Forseti vísar
máli til þjóðaratkvæðagreiðslu. Afstaða
hans sjálfs skiptir engu“.
Er íslenska þjóðin vanhæf?
Mun stjórnin lifa?
Eftir síðasta kjörtímabil hefur
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks set-
ið að völdum í þrjú kjörtímabil,
eða í tólf ár, sem er langur líftími
flokks samfellt í ríkisstjórn. Í
fyrstu störfuðu Sjálfstæðismenn
með Alþýðuflokknum, sem nú er
útdauður. Á síðustu tveim kjör-
tímabilum hefur samstarfið verið
við Framsóknarflokkinn. Í síð-
ustu kosningum galt Sjálfstæðis-
flokkurinn afhroð en samt ekki
þannig að hann væri útilokaður
frá að halda áfram að vera í farar-
broddi landsmálanna með sínum
gamla samstarfsaðila. Og þannig
fór að stjórnin sat áfram, sem
kunnugt er. Þau tíðindi verða í
haust, fari málin eins og menn
ætla, að núverandi forsætisráð-
herra víkur sæti fyrir formanni
Framsóknarmanna samkvæmt
samkomulagi sem flokkarnir
gerðu sín á milli við síðustu
stjórnarmyndunarviðræður. Slík
stólaskipti ráðherra á miðju kjör-
tímabili eru, hygg ég, einstök í ís-
lenskum stjórnmálum. Menn hafa
getið sér til hvað forsætisráð-
herra, Davíð Oddsson, muni taka
sér fyrir hendur eftir að hann
gefur frá sér forsætisráðherra-
embættið og ýmislegt verið nefnt
í því sambandi. En sjálfur hefur
hann ekkert látið hafa eftir sér
um málið.
En mun stjórnin lifa út kjör-
tímabilið? - er spurning sem
menn velta einnig fyrir sér.
Margt sem hefur verið að gerast
upp á síðkastið bendir einmitt til
að brestir séu að myndast í þessu
að mörgu leyti farsæla samstarfi
flokkanna sem muni leiða til
klofnings, stjórnarslita og kosn-
inga áður en kjörtímabilið er á
enda. Það má nefnilega merkja
ákveðna þreytu í samstarfinu.
Sem í sjálfu sér er ekki með öllu
óskiljanlegt eftir svo langt sam-
starf. Dansinn í kringum fjöl-
miðlafrumvarpið er kannski
nýjasta ábendingin um að eitt-
hvað sé að bresta þarna þó enn sé
það ekki alveg komið fram hvað
að baki býr né heldur hvaða af-
leiðingar það muni hafa. Herra
Ólafur Ragnar Grímsson fær
málið til sín en óvíst er hvort
hann undirritar lögin. Sem setur
málið allt vitaskuld í mikið upp-
nám. Ef forseti landsins skrifar
ekki undir lög frá háttvirtu Al-
þingi geta þau ekki öðlast gildi og
málið fer sjálfkrafa áfram til
þjóðarinnar sem á þá síðasta orð-
ið í málinu.
Hvað sem því líður hafa Ís-
lendingar horft upp á gríðarlegar
breytingar verða á samfélaginu
sem engan gat órað fyrir er Sjálf-
stæðismenn, undir forystu Dav-
íðs Oddssonar, tóku við völdum á
sínum tíma. Á þessum tíma hafa
menn horft upp á gríðarlega til-
færslu fjármuna á milli handa og
í landinu hefur orðið til stétt ríkra
manna. Miklu fremur vellauð-
ugra manna sem ekki vita aura
sinna tal sem hafa ekki bara fjár-
fest innanlands heldur einnig er-
lendis. Á þessu tímabili hefur
verðlag sömuleiðis haldist nokk-
uð stöðugt og landinn hefur ekki
þurft að horfa upp á hinar gríðar-
legu verðsveiflur sem einkenndu
mörg tímabil á undan og mörgum
er enn í fersku minni.
En allt hefur sinn tíma. Að
gráta hefur sinn tíma. Að hlæja
hefur sinn tíma. Ríkisstjórnir
koma og fara. Þannig er bara
gangurinn í þessum málum. Lifir
ríkisstjórnin til enda kjörtíma-
bilsins? Ég er alltént ekki full-
komlega sannfærður um það
mál. ■
En allt hefur sinn
tíma. Að gráta hefur
sinn tíma. Að hlæja hefur
sinn tíma. Ríkisstjórnir
koma og fara. Þannig er
bara gangurinn í þessum
málum. Lifir ríkisstjórnin til
enda kjörtímabilsins? Ég er
alltént ekki fullkomlega
sannfærður um það mál.
KONRÁÐ RÚNAR FRIÐFINNSSON
SKRIFAR UM RÍKISSTJÓRNINA,,
NATO-FUNDUR
Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins á fundi í Washington í mars síðastliðnum.