Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 40
32 18. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ LEIKLIST SARK Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju (SARK) boða til framhaldsaðalfundar og opins félagsfundar þriðjudaginn 1. júní kl. 20:00 í Kaffi Reykjavík (2. hæð). Á eftir stuttum framhaldsaðalfundi (reikningar og kosning endurskoðenda) verður haldinn opinn félagsfundur (um kl. 20:15) með stuttum og fróðlegum erindum frá gestum (nánar kynnt síðar). Allir velkomnir. Mætum stundvíslega. Samráð SARK Foreldrar Verjum tíma með börnunum okkar Hver stund er dýrmæt Eftir þessar þrjár kynningar-hátíðir standa tíu þýdd leikrit, sex íslensk og fjögur frönsk og belgísk. Við erum að vonast til þess að þau verði gefin út, bæði íslensku og frönsku leikritin,“ segir Ragnheiður Ásgeirsdóttir leikhúsfræðingur í Frakklandi, sem á síðasta ári stóð fyrir því að sex íslensk leikrit voru kynnt bæði í Brussel og París. Nú er hún komin til Íslands til þess að kynna fjögur frönsk og belgísk leikrit fyrir Íslendingum. Þessi fjögur leikrit verða leiklesin í Borgarleikhúsinu á dagskrá Listahátíðar, tvö þeirra í kvöld og síðan hin tvö annað kvöld. „Við gefum hverjum leik- stjóra 45 mínútur til þess að kynna verkið, og honum eru gefnar algerlega frjálsar hendur til þess.“ Í dag klukkan fimm verða kynnt leikritin Eva, Gloria, Lea eftir Jean-Marie Piemme, sem verður leiklesið í leikstjórn Sig- rúnar Eddu Björnsdóttur, og Agnes eftir Catherine Anne, sem Kristín Jóhannesdóttir leikstýrir. Á morgun verða síðan leikles- in Boðun Benoit eftir Jean Lou- vet, sem Pétur Einarsson leik- stýrir, og Frú Ká eftir Noëlle Renaude í leikstjórn Steinunnar Knútsdóttur. „Upphaflega byrjar þetta með löngun minni til þess að kynna ís- lensk leikrit í Frakklandi. Mig hafði langað til þess í mörg ár.“ Ragnheiður stendur að þessari kynningu með franska leikfélag- inu La Barraca, sem rekið er af eiginmanni hennar, Nabil El Azan. Í París og Brussel kynntu þau Englabörn eftir Hávar Sigur- jónsson, Hægan Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín, Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson, Tattú eftir Sigurð Pálsson, And Björk of course ... eftir Þorvald Þor- steinsson, og svo Fjalla-Evind eftir Jóhann Sigurjónsson. „Þetta leikfélag hefur reyndar áður staðið fyrir sams konar við- burði, þá var það í Líbanon þar sem var verið að kynna frönsk leikrit.“ Sjálf hefur Ragnheiður búið í Frakklandi frá því árið 1977, þar sem hún nam leikhúsfræði, og hefur síðan starfað með ýmsum hætti í tengslum við leiklist. Húnn setti þar meðal annars upp Galdra-Loft árið 1987. ■ Lét þýða tíu leikrit RAGNHEIÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR Kynnir frönsk leikrit á Listahátíð ásamt eiginmanni sínum, sem rekur leikfélagið La Barraca í París. Áður höfðu þau kynnt íslensk leikrit í París og Brussel. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Ég hef engan áhuga á að málabara fallega mynd, það er alls ekki nóg,“ segir Arngunnur Ýr myndlistarmaður, sem opn- aði sýningu á verkum sínum í Hafnarborg um síðustu helgi. „Þetta er fyrst og fremst hug- myndavinna sem síðan í mínu tilfelli fer í framkvæmd, og það má segja að baráttan snúist um að láta efnið tala. Það er virki- lega dásamleg stund þegar manni tekst loks að nota efnið til að segja eitthvað. En það tekur langan tíma að láta þetta ganga upp. Þetta er eins og að læra á hljóðfæri að ná þessu djúpa sambandi sem myndast.“ Á sýningunni í Hafnarborg sýnir Arngunnur Ýr 44 málverk frá árunum 2002 til 2004. Öll eru þau máluð á viðarplötu, og við- fangsefnið er landslag. „En þetta er mjög stílfært allt saman og í sjálfu sér snýst þetta kannski minnst um lands- lagið sjálft. Ég vinn með ídeal landslag, eða virkilega fallegt landslag, í þeim tilgangi að umbreyta því. Upphafspunkt- urinn er alltaf einhver falleg mynd, stílhrein og fáguð, en ef vel er að gáð er eins og myndin sé að leysast upp eða étast í sundur.“ Arngunnur Ýr sýndi síðast hér á landi í Gerðarsafni árið 2000 og hjá Sævari Karli árið 2001. „En síðan þá hef ég verið að sýna mikið í Bandaríkjunum, verið með nokkrar einkasýning- ar og tekið þátt í mörgum sam- sýningum.“ Hún hefur verið með annan fótinn í San Francisco allar göt- ur frá því árið 1984 þegar hún hélt vestur til náms. „Ég reyni að taka tarnir hér og tarnir úti, en það er svolítið erfitt að þjóna tveimur herrum.“ Hún segist finna töluverðan mun, bæði á viðbrögðum við myndum sínum og á starfsum- hverfinu hér og í Bandaríkjun- um. „Ísland er mjög ríkt í mér og kemur ósjálfrátt fram í mynd- unum, en ég er ekki að fást við það neitt sérstaklega.“ ■ ■ LISTSÝNING Leysir upp landslagið ARNGUNNUR ÝR Sýnir stílfærðar landslagsmyndir í Hafnarborg. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.